Morgunblaðið - 11.01.1963, Qupperneq 2
2
MOR CZJ TS BL ÁÐIÐ
Föstudagur 11. janúar 1963
Bruni hjá Mar-
gréti prinsessu
London, 10. jan. (AP)
ELDUR kom upp í dag í Kensing
ton Palace, en í höll þessari býr
Margrét prinsessa, systir Eliza-
betar Bretadrottningar,, ásamt
manni sínum Anthony Arm-
strong-Jones, sem nú er jarl af
Snowdon. Mikill hluti þaks hall-
arinnar eyðilagðist í eldinum.
Margrét prinsessa fylgdist með
slökkvistarfinu, en 15 slökkvi-
liðsbifreiðar voru sendar á vett-
vang strax og tilkynning barst
um brunann. Tók það slökkvi-
liðið um klukkustund að ráða
niðurlögum eldsins.
Eldurinn kom upp í þakbitum
hallarinnar skammt frá nýju 20
herbergja fbúðinni, sem verið
er að innrétta fyrir Margréti og
mann hennar, en þau búa nú í
annarri álmu. Allmiklar skemmd
ir urðu á herbergjum, sem þjón-
ustulið hallarinnar hefur til af-
nota í íbúð Marinu prinsessu,
herfcogaynju af Kent. Býr hún
næst hinni nýju íbúð Margrétar
prinsessu. Seinkar bruninn því
að Margrét og Anthony Arm-
strong-Jones geti flutt í íbúð
sína, sem áætlað var að kostaði
rúmlega 10 milljónir króna að
breyta.
Bristoi Britannia iiuffvéiarnar
Krúsjeff í Póllandi
Izvestia boðar nýjar aðgerðir
i Berlinarmálinu
Varsjá og Moskvu, 10. jan.
(AP—NTB).
NIKITA Krúsjeff forsætisráð-
herra Sovétríkjanna kom í dag
til Varsjár. í Póllandi dvelur
hann í þrjá daga og ræðir við
Wladyslaw Gomulka, leiðtoga
pólskra kommúnista, áður en
hann heldur áfram til Austur
Berlínar til að sitja ársþing, sem
hefst á þriðjudag. Almennt er
talið að ársþing þetta verði jafn
framt nokkurskonar „toppfund-
ur“ kommúnistaríkjanna.
Um leið og Krúsjeff lagði af
stað frá Moskvu í morgun, birti
málgagn Sovétstjómarinnar,
Izvestia, forsíðugrein, þar sem
blaðið segir að Berlínarmálið
geti orðið hættulegra heimsfrið-
inum en Kúbudeilan.
Krúsjeff verður gestur pólsku
stjórnarinnar, meðan á dvölinni
stendur. Kom hann með fjöl-
mennt föruneyti til járnbrautar-
staöðvar í úthverfi höfuðborgar-
innar kl. 7 í kvöld, og var Go-
mulka mættur til að taka á móti
honum. Steig Gomulka ásamt
Jozef Cyrankiewicz forsætisráð-
herra um borð í járnbrautarlest-
ina, sem síðan hélt af stað í aust-
jirátt, og er talið að viðræðumar
muni fara fram í þorpinu Olsztyn
í Norðaustur Póllandi.
Moskvublaðið Izvestia hvetur
til þess í forsíðugreininni í dag
að Sovétríkin og Bandaríkin setj-
ist að samningum um lausn Ber-
línarmálsins. „Sovétríkin eru
reiðubúin", sagir blaðið, „en eru
Bandaríkin það?“.
Endurtekur blaðið fyrri tillög-
ur Krúsjeffs um að Sameinuðu
þjóðirnar taki við eftirlit í Vestur
Berlín af herliði Bandaríkja-
manna, Breta og Frakka, og segir
að það komi engum að sök þótt
„fáni NATO“ verði dregin niður
í Berlín.
„Umfram allt“, segir Izvestia,
„er ekki um neinn álitshnekki
að ræða hér í miðri Evrópu, held
ur hitt hvort friður á að ríkja
eða hernaðarástand, sem getur
orðið erfiðara að ráða við en deil-
una í Karabiskahafinu.
—ristol Britannia, sem BOAC
hefur í huga að hafa í förum
yfir Atlantshaf með lægri far
gjöldum, er langfleyg skrúfu
þota og tekur allt að 133 far-
þega. Hún hefur 3,496 mílna
flugþol, fullhlaðin og 405
mílna meðalflughraða. Brit-
annia flugvélarnar hafa vald-
ið BOAC miklum erfiðleiik-
um, þ.e.a.s. miklu fjárhags-
legu tapi á undanförnum ár-
um, og er nú svo komið, að
félagið hefur haft á prjónun-
um að taka þær með öllu úr
umíerð þar eð þær standast
ekki samkeppni við þoturnar.
Britannia vélarnar eru efeki
nema nofekurra ára gamlar, átbu
að brúa bilið mili langfleygu
„gömilu" vélana og þotanna.
En þær komu 4—5 árum of
seint á marfeaðinn, að því
er forráðamenn BOAC sögðu
nýlega, rétt komnar í gagn-
ið, þegar þotuöldin hófst.
Floti BOAC af Britannia-
vélum er því lítt notaður og
félaginu lítils virði. Söluverð
þeirra er langt fyrir neðan
það, sem sanngjarnt mætti
teljast miðað við aldur flug-
vélanna — og því fyrirsjáan-
legt enn meira tap, ef þær
yrðu seldar. En svo bætist
það loks við, að reksturskostn
aður Britannia er svo sáralítið
lægri en kostnaður við rekst-
ur bandarísku Boeing-þot-
anna, að BOAC fær enga
kaupendur að Britannia, þó
fegið vildi. — Árið 1961 voru
Britannia-vélarnar, sem eru
í eigu BOAC, reknar með
£ 35.000,000 tapi og á síðasta
ári var mörgum þeirra lagt
— og fáar eru nú í notkun.
Það er því kærkomið tæki
færi fyrir BOAC, ef hægt verð
ur að taka Britannia í notkun
innan þess ramma, sem SAS
hefur nú í huga með DC—7C.
í>að er dýrt að láta þessi mill-
jónabáfen standa ónotuð og
ekki er hægt að losna við þau
fyrir sanngjarnt verð. Sjálf-
sagt vonar svo BOAC, að með
lægri fargjöldum geti Brit-
annia síðan skapað nýja flutn
inga, því vafalaust er það
ekki ætlunin hjá BOAC frek-
ar en hjá SAS að láta „ódýru"
vélarnar taka allt frá stóru og
„dýru“ þotunum, sem bera
sig ekki allt of vel með það,
sem þær hafa að flytja núna.
Ekki enn ástœða til flutn-
ings á síld norður
Hér liggja óbrædd 15.500
tonn síldar
TALSVERT hefir verið talað
um nauðsyn þess að flytja
bræðslusíld héðan úr Faxaflóa
til síldarverksmiðja ríkisins á
Siglufirði og hefja bræðslu henn
ar þar.
Stjórn síldarverksmiðjanna
hefir verið beðin umsagnar um
þetta mál. Hún hefir ekki talið
verksmiðjunum fært að annast
flutning síldarinnar norður, en
hefir hins vegar fengið leyfi
ríkisstjórnarinnar til að greiða
126 kr. fyrir síldarmálið komið
að byggju á Siglufírði en það
er 26 kr. meira en greitt er hér
syðra.
Mikill undirbúningur þarf að
koma til, ef flytja á síldina norð
ur, Og fylgir því kostnaður sem
talinn er nema um 60% af hrá-
efnisverðmætinu. Fróðir menn
telja því að mun meira síldar-
magn þurfi að liggja fyrir til
þess að ástæða sé til að hefja
norðurflutninga.
Leggja þarf mesta
áherzlu á vinnslu.
Ef síldin er vinnsluhæf verð-
ENN helzt háþrýstisvæðið á
sömu slóðum og undanfarið
og veður stillt og bjart um
allt land. Frost er nokkuð í
innsveitum og var kaldast
~r 8 st. á Nautabúi og Eyrar-
bakka um hádegi. í Rvk. var
8 st. frost — en aðeins 7 st.
í Khöfn og Stafangri. í Osló
var 16 st. frost.
Norður af Vestfjörðum er
markað fyrir ísbreiðunni á
íslandshafi. Hún er um 60 sjó-
mílur undan landi — eins og
hún er oft um þetta leyti árs.
ur hins vegar að leggja mesta
áherzlu á að vinna hana bæði í
salt, flökun og frystingu. Næst
kemur svo til útflutningur síld-
arinnar meðan markaður er
góður erlendis og hráefnið hér
gott. Því hæst ber að leggja
áherzlu á að auka geymslurými
þeirra verksmiðja sem fyrir eru
hér fyrir sunnan svo þær geti
nýtt afkastagetu sína á lengri
tíma.
Þetta allt eru framkvæmdir
sem vinna þarf áður en til kem-
ur að flytja síldina norður í
land til vinnslu, en það borgar
sig engan vegin að gangsetja
verksmiðju þar nema mikið
magn síldar sé til flutnings
norður.
Óvenjulegt ástand.
Óvenjulegt ástand er nú á
þessum tíma árs hér fyrir sunn-
an þar sem veðurblíða hefir
verið með eindæmum s.l. hálfan
mánuð og afli jafnframt góður.
Ástandið var hins vegar strax
í gær farið að breytast þar sem
afli bátanna var lítill x fyrri-
nótt.
Alls lágu fyrir í gærdag um
15.500 tonn af síld í þróm og
Dregið hjá
SÍBS
f GÆR var dregið í 1. flokki
Vöruhappdrætti SÍBS um 1070
vinninga að fjárhæð krónur
1.710.000.00. Eftirtalin númer
hlutu hæstu vinninga:
500.000.00 kr. nr. 6726; 50 þús.
63279; 10 þús. komu á 14648,
28087 28125 54003.
Fimm þúsund krónur komu á
þessi númer; 4403 8098 19699
21360 27871 31685 34194 39135
42643 44831 45555 47339 54154
54680. (Birt án ábyrgðar).
geymslum verksmiðjanna og
skiptist magnið sem næst þann-
ig. Reykjavík 4.500 tonn, Akra-
nes 3000 tonn, Hafnarfjörður
2000 tonn, Keflavík 2.500 tonn,
Sandgerði 2000 tonn, Grindavík
um 1000 tonn og Innri-Njarð-
vík 500 tonn.
Lítið þarf til að
breyting verði á
Hér er í flestum tilvikum ekki
nema um nokkurra daga
bræðslu að ræða og þarf því
ekki mikið út af að bera svo
löndunarstoppin leysist, ekki
nema fárra daga ógæftir eða
aflatregða. Einnig kemur til, að
þurfi að sækja síldina langt
austur með landi, heltast ein-
hverjir bátar úr lestinni og
hefja línuveiðar í stað síldveið-
anna.
Á þessu stigi verður því ekki
sagt að ástandið sé alvarlegt
hvað bræðslu síldarinnar snertir.
Garnaveikin
í Borgarfirði
FREGNIR hafa hermt að komin
væri upp garnaveiki á Skálpa-
stöðum í Lundareykjadal í syðra
Borgarfjarðarhólfi.
Þangað voru 8 kindur sóttar
fyrir áramót, er reyndust allar
sýktar við rannsókn. 16 kindur
voru síðan sóttar í fyrradag en
rannsókn á þeim er ekki lokið.
Skýring er engin fundin á sýk-
ingu fyrrgreindra kinda.
Blóðrannsókn á búpeningi nær-
liggjandi bæja við Skálpastaði
hefir ekki farið fram.
Blaðamenn
ALLSHERJARATKVÆÐA-
GREIÐSLA Blaðamannafélags
íslands um kaup á sumarbústað
við Þingvallavatn hefur verið
framlengd til kl. 2 e. h. í dag.
Þeir félagsmenn, sem ekki
starfa á dagblöðunum geta kosið
á ritstjórn Morguub'aðsins til
k>. 2. —
Eldur í ibúðarliúsi
Patreksfirði, 10. jan.
UM kl. 14.30 í dag var slökkvi-
liðið kvatt að húsinu nr. 7 við
Aðalstræti hér í bæ, sem er eign
Jóhanns Samsonarsonar. Hafði
kviknað í viðarull í kjallaraher-
bergi. Læstist eldurinn fljótt um
herbergið og hafði náð að brenna
gat á gólf næstu hæðar.
Urðu talsverðar skemmdir l
stofunni yfir herberginu, af eldi
áður en slökkviliðinu tókst að
ráða niðurlögum hans.
Mestar skemmdir urðu þá af
reyk og vatni. Innbú var óvá-
tryggt. Er þetta því tilfinnanlegt
tjón fyrir hjónin Huldu Jóhann-
esdóttur og Jóhann. — TraustL
Trausti.
ÞETTA sérkort af ísnum gerði
Jón Eyþórsson, veðurfræðing-
ur, fyrir Mbl. í gær, en hann
fór í rannsóknarflug til að
skoða ísinn. Með því fylgdi
svofelld athugasemd frá hon-
um:
Þannig lá ísjaðarlnn á Græn
landssundi þ. 10. jan. 1963,
samkvæmt mælingum Land-
helgisgæzlunnar á flugvélinni
SIF. Fjarlægð ísjaðarins frá
Straumnesi var 60 sjómílur,
sem er venjulegt um þetta
Ieyti árs.