Morgunblaðið - 11.01.1963, Síða 5

Morgunblaðið - 11.01.1963, Síða 5
; Föstudagur 11. janúar 1963 MORGUISBLAÐIÐ 5 EINS og skýrt heiur verið frá, lauk ungur íslending- ur, Þorsteinn Sæmunds- son, um miðjan desember- mánuð doktorsprófi í stjörnufræði frá Lundúna- háskóla. Fréttamaður MbL fékk nú í vikunni tæki- færi til þess að ræða stund arkom við hinn nýbakaða doktor, sem er aðeins 27 ára gamall, á heimili hans að Bólstaðarhl. 14, en hann er sonur hjónanna Svan- hildar Þorsteinsdóttur og Sæmundar Stefánssonar f ramkvæmdastj óra. — Ég lauik stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja vík vorið 1954, svaraði Þor- steinn fyrstu spurningu frétta mannsins, og síðan hef óg að mestu leyti dvalizt í Bret- landi. Fyrst stundaði ég nám við háskólann í St. Andrews í Skotlandi og lauik prófi það- an árið 1958, með stjörnu- Ífræði sem aðalgrein, en auka greinar stærðfræði, eðlisfræði Qg jarðfræði. Að því loknu kom ég heim til íslands, en fór svo utan til London í byrjun næsta árs og dvaldist þar við rannsóknir, þangað til vörn doktorsritgerðarinn- ar fór fram hinn 13. desem- ber síðastliðinn. — Hvað nefnist ritgerðin? — Hún heitir á frummálinu „Origin of Recurrent Magnet- ic Storms“, en á íslenzku mætti nefna hana Orsakir rað bundinna segulstorma. — Og um þær fjallar hún? — Jlá, hún fjallar um seg- ulstorma, en frumorsök þeirra eru rafhlaðnar fareindir (íón ar) frá sólinni, sem berast til jarðarinnar og valda breyting um á segulsviðinu. I>egar þess ar breytingar eru miklar, nefn ast þær segulstormar. Segul- storma verður oft vart, þegar mikið er um sólbletti, og fylgja þeim tíðast björt norð- urljós. Segulstormar og norð urljós eru því náskyld fyrir- bæri, sem bæði eiga rót sína að rekja til áhrifa frá sól- inni. Til þessa náms míns,' hélt Þorsteinn áfram, hef ég feng- ið góða styrki, sem ég er mjög þafcklátur fyrir. Auk mennta- miálaráðsstyrkja féfck ég styrk frá St. Andrews, er ég hafði lokið prófi þar, til framhalds náms í London næstu 2 árin, og að því loknu fékk ég tví- vegis stynk úr VísindasjóðL * — Eruð þér nú alkominn heim, Þorsteinn? — Já, ég hef mestan hug á að setjast að hér á landi og býst við því að starfa hjá prófessor Þorbirni Sigurgeirs syni við Eðlisfræðistofnun Háskólans nú á næstunni, en prófessor Þorbjörn hefur að undanförnu annast segulmæl ingar hérlendis. Ég vonast líka til þess, að ég geti feng- ið tækifæri til að athuga norð urljós og segulstorma á ís- landi, en að þessu leyti er land okkar mjög mikilvægur staður á hnettinum, þar sem það liggur í norðurljóSabelt- inu miðju. Hér á .landi, sagði Þor- steinn, eru norðurljós á him-n inum svo að segja hverja ein- ustu nótt, éog geta þau stund um orðið svo björt, að unnt sé að lesa við þau. Hefur það verið allmikið áhyggjuefni erlendis, hversu litlar norður ljósaathuganir hafa verið gerð ar hér. Tiil dæmis þyrfti að gera athuganir og samanburð á norðurljósum hér og á suð- urskautinu, en þau ljós eru stund'um kölluð suðurljós, en miklar líkur eru taldar til þess, að norðurljós og suður- ljós séu svipuð á sama tíma á mótsettum stöðum,. — Hverjir standa fremst með þessar athuganir? — Brautryðjendur í þesis- efnum eru Norðmenn, sem þó hafa ekki eins góð skilyrði ti'l athugana og við íslending- ar, en einnig hafa verið fram- kvæmdar umfangsmiklar at- huganir í Kanada, Alaska, Sovétríkjunum og víðar. * — En hvernig er með al- þjóðasamvinnu á þessu sviði? — Á jarðeðlisfræðiárinu 1957—1958 myndaðist alþjóð- leg samvinna á flestum svið- um jarðeðlisfræðinnar, og hefur þessi samvinna að mörgu leyti haldizt síðan. Nú stendur fyrir dyrum svokall- að sólkyrrðarár, árin 1964 og 1965, en svo er það tímabil nefnt, þegar sólblettir eru minnstir, og er það því gagn- stætt því, sem var á jarðeðlis fræðiárinu, en þá náðu sól- blettir hámarki. Standa nú vonir til, að samvinna verði svipuð í rannsóknum sólkyrrð arársins, þannig að hægt verði að sjá mismuninn á áhrifum sólar, þegar sólblettir eru mestir og minnstir. Áður en óg kom heim, hafði alþjóðanefnd sú, sem sér um samræmdar athuganir á sód- kyrrðarárinu, samband við mig og bað mig að hlutast til um, að stofnuð yrði nefnd hér á landi til þess að annast þessar athuganir. Fór ég því fram á það við prófessor Þor- björn Sigurgeirsson, að hann yrði formaður þessarar nefnd ar, og er í ráði að kalla sam- an fund þeirra aðila, er hlut eiga að máli, til að ganga frá nefndarskipuninni. Verður sá fundur væntanlega haldinn einhvern næstu daga. Nauðsynlegt er, sagði Þor- steinn, að undirbúningur hefj ist hér, sem allra fyrst að at- hugunum sólkyrrðarársins. Því miður voru athuganir á norðurljósum hér á landi á jarðeðlisfræðiárinu minni en skyldi og þarf nú að bæta það upp, svo sem frekast er unnt. Auik þeirra athugana, sem vísindastofnanir hér á landi þyrftu að annast, er einnig nauðsyn að leita að- stoðar sjálflboðaliða um land Dr. Þorsteinn Sæmundsson. allt, og er mjög áríðandi að ná til áhugamanna tímanlega, þannig að þeir geti byrjað sem fyrst að fylgjast með norð urljósunum, svo að athugana- kerfi það, er komið verður upp fyrir sólkyrrðarárið, geti verið tilbúið í byrjun næsta árs. — Þurfa þessir áhugamenn ekki að hafa einhverja jarð- eðlisfræðilega þekkingu? — Nei, alls ekki, hér þarf fyrst og fromst vilja og þolin mæðL — Og í hverju yrði starf þeirra fólgið? J — Þeir myndu fylgjast með J tegund norðurljósanna, en það I er mifclu auðveldara að gera I uppi í sveit en í ljósadýrð bæjanna. Þá þarf einnig að á- ætla birtuna og athuga hæð og stefnu ljósanna yfir sjón- deildarhring. Þetta er bezt að athuga með einföldum tækj- um, sem ég gæti væntanlega fengið send hingað frá Bret- landi. Allar yrðu athu.ganirn- I ar útskýrðar í dreifibréfum, 7 sem send yrðu um landið. I .— Er búizt við mikium á- I huga manna á þessu má'li? | — Áhugi á athugunum sem L þessum er oft almennur til ? að byrja með, en hann end- 7 ist stundum skammt, þegar 1 tekur að reyna á þolin 4 mæðina. En að sjáilfsögðu 1 yrði upplýsingum, sem ná yfir stuttan tíma, tekið með þökk- um, þótt hinar, sem ná yfir lengri tíma, séu auðvitað á- kj ósanlegastar. Þá þarf einnig að koma hér fyrir norðurljósmynda- vól af sérstakri gerð og helzt tveimur. Yrði önnur þeirra sett upp hér í nágrenni Reykja víkur, en hin lí'klega fyrir norðan og hefur veðurstofan tekið að sér að athuga það, hvar bezt séu veðurskilyrði. A — Hefur áhugi manna ekki aukizt með tilkomu gervi- tunglanna. — Jú, hann hefur yfirleitt farið mjög vaxandi eftir komu gervitunglanna og geimfar- anna. Til dæmis var aðal- verkefni Mariner II, sem fór fram hjá Venusi, ekki aðeins að athuga Venus, heldur og ástandið í geimnum mi'lli jarð arinnar og Venusar. Þannig fengust miklar upplýsingar, sem enn er verið að vinna úr. En svo hafa líka mörg óleyst viðfangsefni komið í stað þeirra, er leyst hafa verið, þannig, að vandamálin eru engu færri nú, en þau áður voru, sagði Þorsteinn að lok- um. Noröurljósaathuganir mikilvægar á islandi Suðurnesjabúar Vinsælast þessa viku: — Norðlenzka hangikjötið, dilkakjöt H verðflokkur, saltkjötið góða, hrossakjöt hamsatólg. Munið laugar- dags sendingarnar. Jakob, Smáratúni. S. 1826. Ráðskona óskast Ráðskona óskast til að sjá um lítið heimili. Mikið frí og gott kaup. Uppl. í síma 1-34-51 milli 6—8. Keflavík 1 kuldanum úlpur á alla fjölskylduna. Peysur og ullarnærfatnaður. Fons, Keflavik. Hagström gítar til sölu. Uppl. í síma 51283. 4 reglusöm frændsystkín óska eftir 3—4 herb. íbúð í nokkra mánuði. Fyrir- framgreiðsla, ef óskað er. Sími 34069. Keflavík Gráu þykku herranærfötin nýkomin. Ennfremur þýzk dreng j anærföt. Fons, Keflavík. Sem ný Everest samlagningarvél til sölu. Einnig nýr grænn „spejl“ flauelskjóll. Uppl. í síma 13537, Eiríksgötu 17, 1. h. Permanent litanir geislapexmanent, — gufu permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perl* Vitastíg 18 A - Sími 14146 SILFURTUNGLIÐ Gömlu dansarnir Hljómsveit Magnúsar Randrup Dansstjóri: Baldur Gunnarsson. Húsið opnað kl. 7. Dansað til kl. 1. Enginn aðgangseyrir. Stúlka óskast til þess að vísa til sætis. Upplýsingar í Laugarásbíói frá kl. 2—5 í dag. Skrifsfofustúlka Þekkt gamalt fyrirtæki villi ráða AÐSTOÐAR- GJALDKERA (stúlku). Tilboð (ásamt meðmælum) er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Morgunblaðsins auðkennt: „Gjaldkeri“. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. — Vaktaskipti. Bifreiðastöð Steindórs Sími 18585 Ráðskona óskast við góða verbúð í Grindavík. — Upplýsingar í síma 50165. Jón Gíslason sf. Hafnarfirði. Skrifstofustúlka óskast nú þegar til starfa hjá þekktu fyrir- tæki í Miðbænum. — Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. — Eiginhand- arumsókn er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. merkt: — „Auglýsing — 3833“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.