Morgunblaðið - 11.01.1963, Side 10
1C
MORGlJiy BL AÐIB
FSstudagur 11. janúar 1963
Hér er verið að háfa úr 700 tunnu kasti.
ur hvor, þar sem þetta setti
að takast eftir líkamsþunga,
en venjulegir menn notuðu
hins vegar eina töflu á sólar-
hring.
Ég tók engri áhættu eftir
að fór að velta undan Garð-
skagaflösinni, heldur hallaði
mér á bekk í skipstjóraklef-
anum og tók að lesa skemmti
rit.
Við tókum þeirri áhættu að
fá okkur kvöldkaffi frammi
hjá Guðna kokki. Það varð
þá að hafa það ef eitthvað
ókyrrðist hið innra með okk-
ur. En ekkert skeði. Þegar
ég kom aftur í brú bauð Þórð
ur vélstjóri mér kojuna
sína, sem ég fúslega þáði og
renndi mér niður í káetuna
og skreið í kojuna. Mér varð
ekki svefnsamt en ég fann að
skipið steypti talsverðum
stömpum í Reykjanesröstinni
og hugsaði með mér að hyggi
legast væri að hreyfa sig sem
minnst meðan svo stæði. En
svo tók mér að leiðast að
hanga glaðvakandi í koju og
fór því uþp í brú. Þá sáum
við ljósin í Grindavík. Klukk
an var orðin tvö um nóttina
og enn var 2—3 tíma sigling
að flotanum. Eg hélt mig nú
í brúnni og rabbaði við
Tryggva Valsteinsson stýri-
mann, gamlan nágranna að
norðan. Hann mundi eftir þvi
að hafa strákur sótt naut
heim til föður míns á Mýrar-
lóni og leitt til kýr sem faðir
hans átti í Þórsnesi í Glerór-
þorpi. Það er stundum ekki
langt úr Glerárþorpi í Grinda
víkursjó.
Ekki óveðurskrákur.
Um kl. 4 um nóttina vakn-
aði Leifur skipstjóri, neri
stýrurnar úr augnum, klóraði
sér á maganum og bak við
hægra eyrað og rak hausinn
út um brúargluggann.
Ég þorði ekki að anda ef ég
skyldi trufla veiðináttúruna.
Mér hefir verið sagt að Hall-
dór faðir hans hafi verið einn
þessara draumakarla, sem
hafði það eins og Eggert á
Víði II, lagði sig og sofnaði
en rauk svo á fætur og beint
á miðin og fyllti skipið. Þann
ig hafði Halldór gamli haft
það þegar hann var skipstjóri
upp á sitt bezta í Ólafsvík og
snúruvoðin var og hét.
FYRIRMÆLIN höfðu
hljóðað: „Þið farið í veiði-
för með síldarháti".
Nú vorum við komnir
niður á Grandagarð og
örkuðum inn til Barða
Barðasonar í Grandaradíói
og leituðum fregna af bát-
unum. Við vorum enn
ekki staðráðnir í með
hvaða báti við ættum að
halda út á miðin. Okkur
hefði þótt lítill fengur að
förinni, ef ekkert hefði
aflazt. Það var einnig of
lítið nýjabrum af því að
fara með Eggert á Víði eða
Haraldi á Guðmundi Þórð-
arsyni eða einhverjum
aflakónganna frá Akra-
nesi. Þessu vorum við að
velta fyrir okkur meðan
við hlustuðum á Barða
tala við bátana.
Skyndilega kom kall:
— Grandaradíó, Granda-
radíó. Halldór Jónsson kallar.
Skipti.
Og Barði svarar:
— Já. Halldór Jónsson.
Grandaradíó svarar.
— Grandaradíó. Halldór
Jónsson. Við verðum þarna
inni um klukkan hálf fimm.
Geturðu nokkuð sagt okkur
hvar við eigum að koma upp
að?
— Halldór Jónsson. Granda
radíó. Já, þið eigið að koma
hérna upp að Grandabryggj-
unum til að byrja með.
Heilsað upp á „prinsinn“
Við ákváðum að bíða. Barði
sagði okkur líka að það
myndi ekki bregðast síld hjá
Leifi, ef við værum að hugsa
um að komast út. Okkur
fannst þetta kjörið. Hér var
kornungur skipstjóri á ferð.
Satt bezt að segja nýliði, en
hafði verið þrælheppinn það
sem af er þessari síldar-
hrotu.
— Það hefur verið „stuð“ á
honum, eins og sjómennirnir
segja.
— Jæja. Þá er „prinsinn"
að koma, segir einhver og við
skálmum út frá Barða og
stjáklum fram glerhála
bryggjuna þar sem vélskipið
Halldór Jónsson frá Ólafsvík
er að renna upp að með 1600
tunnur af síld innanborðs,
ágætis farm, sem allur fór til
vinnslu. Það er heldur ekki
talin ástæða til að láta öllu
meira á ekki stærra skip (96
tonn) og sigla með farminn
sunnan fyrir Reykjanes um
hávetur.
Við snörum okkur um borð
og upp í brú. Við höfðum séð
framan í ungan mann í glugga
bakborðsmegin í brúnni og
heyrðum á tali hans, að þar
var skipstjórinn. Er við kom-
um inn í brúna sneri ég mér
að manninum, sem stóð við
gluggann og spurði hvort
hann væri skipstjórinn. Hann
kvað nei við, sagði að hann
væri þarna og benti á annan.
Skipstjórinn hafði fært sig
meðan við stukkum um borð.
— Við erum komnir hérna
tveir frá Morgunblaðinu og
okkur langar til að fá að
fljóta með í eina veiðiför,
sagði ég, er við höfðum heils-
azt.
— Þá fáum við ekki kvik-
indi, ef blaðamenn eru með,
sagði skipstjórinn hlæjandi
— Ja, mikið helviti, hraut
út úr mér. — Þá er að taka
því.
Ætlaði ég ekki að hafa fleiri
orð um þetta, en þá sagði
skipstjórinn:
— Jú, strákar mínir. Þetta
er allt í lagi. Komið þið bara.
— Og hvenær gerið þið
ráð fyrir að vera búnir að
landa?
— Þið getið farið að athuga
hvenær við verðum búnir
Fáum
ekki
Kraftblökkin, hið mikla þarfaþing, dregur ioi nótina.
kvikindi
svona um 1—2 í nótt. Það
tekur varla minna en 8—9
tíma að landa þessu.
Með það kvöddum við og
héldum í land.
Postafen úr Rómarför
En þetta breyttist. Klukk-
an rúmlega 7 hringdi síminn.
Þar var kominn Leifur Hall-
dórsson skipstjóri og sagði að
löndun myndi lokið upp úr
átta um kvöldið og skipið
myndi verða farið um kl. 9.
Þetta gerði strik í reikning-
inn fyrir okkur, sem ætluð-
um að ljúka ýmsu fyrir
brottförina. En það varð að
taka því og ég sagði að við
myndum verða komnir um
borð á tilskildum tíma.
Það mátti heldur ekki
seinna vera. Því skipið var að
leysa landfestar er við kom-
um niður á bryggju, þá bún-
ir að vera æði stund að leita
að farkostinum um alla
Reykjavíkurhöfn, vestan frá
Granda og austur á togara-
bryggju, en þar lá fleyið.
Nú var að koma sér um
borð, en talsvert var fjarað.
Við Sveinn Þormóðsson erum
ekki beinlínis línudansarar
og því klöngruðumst við út á
kraftblökkina og klifruðum
síðan niður. Þetta tókst slysa-
laust, en ég er ekki viss um
að áhorfendum hafi fundizt
tilburðirnir aðdáunarverðir.
Við vildum ekki leika eftir
hérahopp Þórðar vélstjóra,
sem stökk af ísuðum bryggju-
kantinum út á brúna með
ljósmyndaútbúnað Sveins í
hendinni.
Nú var lagt frá og haldið
út sundin í blíðveðri. Við
höfðum hljótt um okkur og
reyndum að láta lítið fara
fyrir okkur. Sjóveiki bar á
góma og Sveinn var státinn
yfir því að hafa fengið posta-
fen hjá Matthíasi ritstjóra,
sem hafði orðið afgangs úr
Rómarför hans á liðnu hausti.
Ráðlegging Matthíasar var,
að við yrðum að taka 5 töfl-