Morgunblaðið - 11.01.1963, Page 11
Föstudagur 11. janúar 1963
M O R CtJlSI fí L 4 Ð l Ð
!1
Skipstjórinn Leifur Halldórsson við fisksjána.
(Ljósra. Mbl. Sv. Þorm.
hádegið og er nýlega sofnað-
ur vært og vel þegar kallað
er í mat. Við förum fram í
og borðum með beztu lyst
kjötbollur og uxahalasúpu.
Ekki leggjum við Sveinn af
í dag. Eftir hæfilegt snakk og
gamansamt spjall er farið í
koju aftur. Enginn nennir að
spila í dag. Þetta hefir líka
verið stanzlaust áframhald
hjá skipshöfninni. Eg legg
mig og fer að lesa um mann-
drápara í Austurlöndum og
konunga vændiskvennahúsa.
Og út frá þessu lesefni sofna
ég vært, afþakka kaffi í því
ég er að sofna en glaðvakna
um kl. fimm við að öskrað
er „Klárir“.
Eg snarast fram úr og
smeygi mér í skóna. Strákarn
ir eru allir komnir upp. Þeg-
ar ég geng fram hjá speglin-
um gríp ég upp greiðu og
greiði mér. Eg hálf skammast
mín þó á eftir. Hvað skyldu
strákarnir segja ef þeir sæju
til mín núna?
„en ég segi fjandinn fjarri
mér,
farðu nú inn og greiddu
þér.“
Eins og örskot upp í brú
og þá er verið að kasta. Það
ef blaðamenn eru með
— Þetta er glansandi veð-
ur. Það fer allt af batnandi.
Þið ætlið að minnsta kosti
ekki að verða óveðurskrákur,
sagði Leifur og leit ekki óvin-
samlega til okkar. Við kingd-
um munnvatninu þakklátir í
huga.
Enn saxaði Halldór Jónsson
öldurnar. Nú fórum við gegn-
um flotann. Fiskileitartækið
var komið í gang og dýptar-
mælirinn sjálfritaði dýpið.
Höggin í fiskileitartækinu
voru lík og taktfastur slátt-
ur trommarans á galeiðu úr
Flotanum ósigrandi. Það
heyrðist á milli ískur og
hviss. Það gætu verið svipu-
högg þrælatemjarans. Eg
hafði orð á þessu.
— Já, nema hvað tæknin
er örlítið meiri og tilgangur-
inn dálítið annar, var svarið.
Hin sjálfvirka fisksjá pat-
aði fingri sínum í u.þ.b. 40
gráðu geisla frá bakborða til
stjórnborða fram fyrir skipið.
Skyndilega varð fisksjáin vör
við eitthvað og tók að rita
niður á pappírinn. Leifur
stöðvaði sjálfleitarann og tók
sjálfur að stilla tækið og lét
stýra skipinu eftir því.
— Tvö strik í stjór! Fjögur
í bak! hljóðuðu skipanir hans.
— Stýra í stjór. Ætlum við
ekki að finna helvítið aftur!
Jú, þarna kom hún!
Fyrsta síldin um borð.
— Klárir, var hrópað niður
í káetu og hringt fram í lúk-
ar og sama skipun gefin þar.
Og sjómennirnir eins og .
fjaðrafok út til þess að kasta
nótinni. Leifur háfði hent
rauðri Ijósbauju þar sem
hann varð torfunnar fyrst
var. Nú var ljós bundið við
belginn. Skipanirnar hrutu
stuttar og snöggar og Leifur
sentist frá mælum að brúar-
glugga. Láta fara! og belgn-
txm var hent I sjóinn, síðan
siglt í hring. Horft á mæl-
ana. Dýptarmælirinn sýndi
lóðningar af og til. Skyldum
við ekki ná helvítinu?! Það
hankaðist úr lás frammi á.
En því var fljótlega borgið.
Snurpa! Og skerandi marrið
í spilinu heyrðist er nótin var
dregin sáman að neðan.
Léngi vel kom ekkert í ljós.
Nótin „skveraði" sig ekkert
Meö síld■
arháti
suöur
undir
Eyjar
sérlega vel, enda bullandi
straumur. Enn var ekki vitað
hvort nokkuð væri í henni
eða ekki. í brjósti nótarinnar
var engin síld. En svo fór að
koma ein og ein ánetjuð, eft-
ir því sem kraftblökkin tog-
aði hana inn hægt og hægt.
Svo þegar farið var að þurrka
upp kom gusan upp á yfir-
borðið. Þetta voru engin ó-
sköp. Þegar búið var að háfa
reyndust þetta 200 tunnur, en
fallegasta síld.
Við Sveinn höfðum verið
að háma í okkur „blaða-
manna“-graut, sem svo var
nefndur, en það var hafra-
grautur með grænmeti, sem
Guðni matreiddi af stökustu
list, þegar kallað var „klárir“.
Fg lagði þetta á minnið. —
Kanski síldin gefi sig bet-
ur til ef við Sveinn erum
undir þiljum að éta.
Þyrfti að láta tungfið
í poka
Nú var haldið af stað á ný
og leitað. En tekið var að
birta og þá er lítil síldar von.
Eins er ef tunglskin er bjart.
Svo hafði raunar verið alla
nóttina.
— Það þyrfti að láta tungl-
ið af og til í i>oka, sagði Leif-
ur, er hann var að skýra okk-
ur frá þessu.
í birtinguna leit Leifur út
um gluggann á brúnni og eins
og lyktaði út í loftið.
— Nei, þetta þýðir ekkert.
Nú er bezt að fá sér graut og
fara svo að sofa og sofa vel
í dag. Hann sló vélinni á
hæga ferð og kúplaði sundur.
Þar með var hann farinn fram
í að „heimsækja kokkinn",
eins og hann orðaði það.
Eg legg mig nokkru fyrir
hefir lóðað á ágætri torfu á
28 föðmum. Allt gengur kerf-
isbundið og fljótt. Engin mis-
tök eða fum. Það er skemmti-
legt að sjá strákana vinna.
„Stuðið“ eT með okkur.
— Kannski þið hafið „stuð-
ið“ með ykkur, segir Leifur.
Það er eins og hann finni á
sér að þetta kast ætli að
heppnast. Blökkin dregur
nótina inn hægt og hægt. Það
er síld í henni og hún „skver-
ar“ sig vel þótt talsverður
straumur sé. Við vorum aust-
astir í flotanum, er kastað
var, komnir langt austur fyr-
ir Krísuvíkurbjarg. Og nú
streyma bátarnir austur á
bóginn og alls staðar er verið
að kasta. Við erum vestar-
lega í hópnum, þegar búið er
að háfa 700 tunnur, sem
reyndust vera í þessu kasti,
af ágætri síld. Það gengur
fljótt og vel að háfa. Þegar
því er lokið er farið niður og
við fáum okkur bita. Leifur
kemur þó ekki. Hann heldur
áfram að leita síldar og enn
er brunað austur á bóginn.
Nú sést vel vitinn á Þrídröng
um og þá getum við ekki ver-
ið meira en 18 mílur frá Vest-
mannaeyjum.
Og það er eins og við mann
inn mælt. Við erum í miðju
áti á síldarbúðing, þegar kall-
■ið kemur. „Klárir“ og allir
upp.
Seinasta kastið er fengið.
Úr því koma 400 tunnur, en
í þeim er dálítið af millisíld,
ekkert smátt.
Nú er tekið að búa skipið
til heimferðar. Meðan það
stendur yfir sýnir dýptarmæl
irinn góða torfu undir skip-
inu. Það er hætt stutta stund
við að ferðbúast og torfan at-
huguð betur. Ekki vantar hér
síldina. Er við héldum aust-
ur á bóginn milli tveggja sið-
ustu kastanna hafði lóðað að
minnsta kosti í fjórðung
stundar á þykkri síldartorfu,
sem þó kom ekki ofar en á
Framhald á bls. 15.
Drengirnir eru að enda við kastið. Verið er að „þurrka upp úr nótinni“, sem svo er nefnt.