Morgunblaðið - 11.01.1963, Síða 13

Morgunblaðið - 11.01.1963, Síða 13
^"'’tudagur 11. Janúar 1963 MORGU /V BL AÐIÐ 13 Dr. Jóhannes Nordal s LAUNASKR .1 1 f umræðum um kaupgjalds- miál hér á lanidi að undaniörmi Ihefur þráfaldllega verið bent á (þann miikla mun, sem komið Ihefur í ljós á þróun almennra [káuptaxta annars vegar og Iheildartekjum isunþega hinis vegar. Raunverulegar tekjur launþega hafa yfirleitt vaxið ár frá ári og afbaman batnað, enda þótt kaupmáttur launa miðað við helztu kaupgjaldstaxta hafi lítið breytzt. Afleiðing þessárar þró- unar hefur .í reyndinni orðið sú, að mestaliar þær kjarabætur sem auikning þjóðarframleiðsilu á mann hefur leyft síðustu árin, en það er lfklega um 2—3% á ári, hafa verið étnar upp af aukningu heildartekna laun þega án álhrifa frá beinum kaup- taxtahækikunum. Þegar komið hefur till almennra kaupgjalds- hækkana, hefur því ékkert ver- ið eftir af framleiðsluauknirug- unni tl þess að mæta þeim, og Jþær því komið að mestu eða öllu leyti fram í verðhækkunum, en ekki kjarabótum. Þessi óháða aukning launa- tekna er því atriði, sem hlýtur að skipta meginmáli varðandi stefnu hagsmiunasamtaka og op- inberra aðila í kjaramálum. Um orsakir hennar hér á landi er því miður lítið vitað með neinni vissu, þar sem alvarlega skortir raunhæfar tölulegar rannsóknir á þróun launaanála. Á hinn bóg- inn er hér vafalaust um að ræða sama fyrirbæri og það, sem á dönsku hefur verið nefnrt lön- glidning og á ensku wage drift. Mætti ef tiil vill á íslenzlku nefna þetta launaskrið, enda eru þetta hælkikanir, sem eiga sér stað jafnt og þétt, þótt lítið muni um hiverja einstalka. n. Launaskrið er fyrirbæri, sem fyrst hefur orðið vart að ráði síðustu tvo áratugina, og þá einkum í lönduim, eins og Norð- urlöndum, þar sem almenn eftir- spum og atvinna hefur verið mikd og launamálum að vem- legu Ieyti skipað með heiidar- samningum heiila stétta eða iðn greina. Tölulega er launaákrið ákil- greint sem sú hækkun tekna, sem á sér stað umfram það, sem breyting á kauptöxtum ætti að bafa í för með sér. Getur slik hæklkun orðið með ýmsu móti. í fyrsta lagi eiga sér stað tekju- hækkanir, vegna þess að einstölk um mönnum eða starfshópum er greitt umfram samninga eða eftir hærri töxtum en ætti að vera samikvæmt samningi. í öðru lagi hafa ákvæðisvinnutekjur og tekjur af hlutaskiptum tilhneig- ingu til að hækka meira en al- mennt kaupgjald, vegna þess að launiþegar njóta þar beint bættra afkasta og meiri vélvæðingar. Og í þriðja lagi getur aukin eftir- vinna valdið tekjuaukningu um- fram hlutfallslega hækkun kaup gjaldstaxta, en þegar yfir Iengri tíma er litið, hefur þessi ástæða þó varla verið mikilvæg. í sum- um löndum er nú svo komið, ®ð launaskrið virðist vera orð- inn veigameiri þáttur í aukningu heildartekna en beinar kaup- gjaldshækanir. Það Skiptir þvi mikilu máli að gera sér grein fyrir orsökum þessarar þróunar. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið erlendis, og samanburður é milli aðstæðna meðal einstakra þjóða bendir eindregið til þess, að launaskrið sé bein afleiðing þeirrar efnahagsstefnu, sem fylgt hefur verið í flestum löndum eftir styrjöldina og hefur haft það að meginmarkmiði að forð- «st atvinniuleysi og tryggja næga eftirspurn eftir vörum og vinnu afli. Við slikar aðstæður keppast atvinmufyrirtæki við að ná í og Dr. Jóhannes Nordal. halda góðu vinnuafli, en þurfa minni áhyggjur að hafa af áhrif- unum á framleiðslukostnað og söluverð. í greinum, þar sem framleiðni eykst ört, er auðvelt að láta launþega taka fullan þátt í afrafcstri betri afkasta án þess að söluverð þurfi að hækka. Aðr ir atvinnuvegir verða síðan að fylgjast með, þótt enginn af- kastaaukning sé fyrir hendi til að mæta kostnaðinum, því að annars geta þeir ekki haldið því vinnuafli, sem þeir þurfa. Þótt hiin mikla eftirspurn eftir vinnuafli sé vafalaust hötfuðor- sök launaskriðs, skipta áreiðan- lega fieiri atriði máli. Mikilvæg ast þeirra er, að almennir kaup- gjaldssamningar eru of ósveigj- aniegir og tak'a venjulega allt of lítið tillit til þarfa atvinnufyrir- tækja og aðstæðna á vinnumark- aðnurn. Mál, sem hægt væri að leysa með samningum, verða því leyst með beinu samkomulaigi atvinnurekenda og viðkomandi launþega. 'Afleiðingin virðist vera, að mJkili hluti raunveru- legra kauphæbkana eigi sér stað án nofckurrar aðildar launþega- samtakanna. Ofan á þetta reyna þau engu að síður að bæta al- mennum kaupgjaldshækkunuin, þótt engar forsendur séu lengur fyrir því, að þær geti leitt til kjarábóta, þar sem launaskriðið hefur þegar gleypt alla fram- leiðsluaukningu þjóðarbúsins. m. Hér á landi hefur þessu fyrir- bæri verið mjög lítili gaumur gefinn af hagsmunasamtökum launþega og atvinnurekendum. Þær tölulegu upplýsingar, sem fyrir liggja, benda eindregið til þess, að launaskrið sér hér mikilil þáttur í tekjuaukningu launþega. Hins vegar eru þessar upplýsing- ar alit of takmarkaðar og óná- kvæmar til þess að hægt sé að segja nokkuð með vissu um or- sakir og þróun launaskriðs hér á landi í samanburði við önnur lönd, enda þótt varla sé vafi á, að hlutskipti sjómanna og áfcvæð istaxtar iðnaðarmanna séu hér stórir þættir í tekjuþróuninni. Eru þessi mál öll eitt af mörigum rannsóknarefnum, sem nauðsyn- legt er að sinnt verði sem ailra fyrst, ef hægt á að vera að grund valla samninga og umræður um launamál á traustu mati stað- reynda í stað hæpinna ful'lyrð- inga, sem of oft hafa einkennt meðferð þessara miála hingað til, Samtök launþega og atvinnu- rekenda geta ekki til lengdar lokað augunum fyrir áhrifum hinnar miklu tekjuaukningar, sem launaskrið hefur í för með sér, á almenna kaupgjaidssamn- inga. Hitt er svo annað mál, hvort æskilegt sé að stöðva launasfcrið með öllu, sé siíkt yfirleitt fram- kvæmanlegt við þær aðstæður, sem hér rífcja á vinnumarkaðin- um. Erlendis hefur sú skoðun víða komið fram, að launaskrið sé æskileg tegund kjarabóta, þar sem það tafci betur en almennir launasamningar til greina þarfir Bj arn veig Bj arnadóttir: Stutt lokasvar tíl Nfarðar P. IM’arðvík í gær birtist í Morgunlblað- inu og Vísi grein eftir herra Njörð P. Njarðvík, er á að vera svar tid mín við greinarkorni, sem ég ritaði í Mbl. 5. þ.m., og fjaliaði um hina nýprentuðu mál verkabók Ásgrims Jónissonar. Þessi grein, herra Njarðvík, er mér furðuefni. Hún haggar engu af því, sem ég hefi með rökum ritað. Hann hamrar enn á auikaatriðum, og verða þau sízt áhrifameiri þótt hann meti þau svo mikils, að birta þau í tveim dagblöðum borgarinnar sarna daginn. Hann ber þetta m.a. fram: ..“Viilja menn kaupa bók á meira en 700 krónur þó í henni séu um 40 litmyndir ef sama bók er enn fáanleg fyrir 103 krónur", Greinillega sézt á þessu, að herra Njarðvík metur eiskis kynninguna á listaverkum Ás- gríms Jónssonar, hinar 42 end- urprentanir í litum, sem er að- alkjarni þessarar málverkabók- ar. Og stórfurðulegt má kalla, að maður, sem ritdæmir málverka- bækur, skuli alls ófróður um það atriði, hve geysimikið fé kostar að prenta 42 myndir í litum, en sá kostnaður skiptir hundruðum þúsunda króna. Bendir hneykslun hans yfir verð mismun bókanna greinilega til þess, að hann vilji ekkert um þetta vita. Lítils metur herra Njarðvík dómgreind almennings, og mikil flón ætlar hann að menn séu, ef hann álítur sig geta viilt um fyrir þeim, með því að halda því blákalt fram, að hin nýprent aða málverkabók frá Helgafelli og æfiminningabókin frá Al- menna bókafélaginu, sem gefin var út 1956 og er án litmynda, séu ein og sama bókin. Tölu- verða kokhreysti þarf tiil þess að bera slíkt á borð. Eða þá hina makalausu skoðun hans, að mestu varði nöfn þeirra manna, sem myndir velja í listaverka- bækur, en ekki listaverkin sjá-lf. Annars virðist óskiljanlegur og næsta grunsamlegur, þessi miikli áhugi herra Njarðvík á því, að fólk kaupi ekki þessa nýprentuðu og fögru málverka- bók. Er hún þó bezta kynningin atvinnulifsins og eftirspurnar* aðstæður á vinnumarkaðnuim hverju sinni. Hvað sem slíkum rökum líð- ur, er augljóst, að kaupgjalds- samningar, sem gerðir eru án til lits tl þeirrar miWu tekjuaukn- ingar, sem á sér stað með öðrum hætti og utan allra samninga, hljóta að vera byggðir á veikum grundvelli. í þessum efnum verð ur ekki bæði sleppt og. haldið. Sætti launþegar og atvinnurek- endur sig við það, að veruleg tekjuaukning eigi sér stað vegna launaskriðs, er óhjákvæmilegt, að minna rúm verði til kjarabóta með hækkunum umsaminna kauptaxta, ef það verður þá nokkuð. Að lokum er rétt að taka fram, að á þetta vandamál er ekki bent hér í því skyni að gera á- kveðnar tillögur um afstöðu samtaika launþega og atvinnu- rekenda til þess. Tilgangurinn er miklu fremur sá, að benda á launaskrið, sem dæmi um eitt þeirra vandamála, sem nauðsyn- legt er að horfast í augu við af fullri hreinskilni og raunsæi, ef takast á að marka hér á landi skynsamlega stefnu í launamál- um, er orðið gæti öllum almenn- ingi til varanlegra hagsbóta. J. N. Vísindaafrek lidins árs rœdd í torustugrein í New York Times í PARÍSARÚTGÁFU bandaríska plánetu, sem sífellt er hulin á listaverkium Ásgríms Jónsson ar, sem hingað til hefur verið prentuð, og er hreinn kjörgrip- ur, en þó líklega með ódýrari bókum miðað við útgúfukostn- að. Ætti útgefandinn miklu frem ur skilð lof en last fyrir slikan stórhug, sem þessi útgáfa vitnar um, því að með bókinni fær al- menningur í hendur glæsilegt verk, sem birtir list og æfikjör Ásgríms með hugljúfum og á- hrifamikium hætti. Og furðulegast af öllu er sú skoðun herra Njarðvík, að með birtingu hinna snilldarlegu æfi- þátta, sem skáldið Tómas Guð- mundsson skráði, sé Ásgrímur í rauninni að ritdæma sjálfan sig samanber þessa tilvitnun. . . „A Laxness þá að skrifa ritdóma um sjááfan sig?“ Bftir því ætti Halldór Laxness að ritdæma sjálfan sig, ef Tómas Guðmundis- son færði í letur eitthvað af því sem drifið hefir á daga nóbels- skáldsins á æviferli hans. Slíkri áttavillu hæfir líklega bezt þessi gamalkunna upphróp- un, þegar menn stóðu alveg undr andi yfir einhverju fárániegu: Ja, margt er nú skrítið í kýrhausn- um. 9. janúar 1963. Bjarnveig Bjarnadóttir. stórblaðsins New York Times var fyrir nokkru fjallað um merkustu vísindaafrek á liðnu ári. Er þar fjallað um afrek á sviði geimvísinda og læknisfræði. Fer greinin hér á eftir í heild: Árið 1962 verður í minnum haft fyrir athyglisverða þróun á sviði vísinda. Áhrifamestu af- rekin, í augum almennings, voru unnin af Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Bandaríkin sendu fyrsta geimfara sinn, Glenn, ofursta, þrjá hringi umlhverfis jörðu .Siðar fór Carpenter, sjó- liðsforingi, þrjá hringi um jörðu og loks fór Sohirra, sjóliðsfor- ingi, 6 hringi. Rússar náðu betri árangri, er Nikolayev, geimfari, fór 64 sinnum umhverfis jörðu á 94% klukkustund og Popovich, er skotið var á loft degi síðar, fór 48 hringi á 71 klukkustund. Þótt Rússar héldu þannig for- ystu sinni í því að senda geim- fara á loft, þá unnu Bandaríkja- menn tvo sigra á sviði geim- vísinda. Fyrri sigurinn var unn- inn er Telstar gervihnötturinn var sendur á loft, en hann var fyrsti hnöttur sinnar tegundar, og bylting á sínu sviði. Síðari sigurinn vannst, er Mariner n. var sendur í 182 milljón miilna ferðalag, sem tók 109 daga, til þess að rannsaka Venus. Hann sendi til jarðar fyrstu áreiðan legu vitneskjuna úr 36 milljón mílna fjarlægð, um þá dularfullu skýjaþykkni. Er unnið hafði verið úr fyrstu skeytasendingunum kom í Ijós, að Venus hafði ekkert segulsvið, eða í mesta lagi svið, sem er um 5—10% að styrkleika á við segul- svið jarðar. Eftir nokkrar vikur, þegar úrvinnslu gagna hefur ver- ið lokið, þá munum við hafa í höndum meiri vitneskju um. Venus, en hægt hefur verið að afla með athugunum í þúsundir ára á þeirri plánetu, sem næst er jörðu. Þýðingarmesta vísindaafrekið af öllum, með tilliti til áhrifa á þróun mannkyns, var unnið í Bandaríkjunum, er vísindamönn- um þar tókst að ráða rúnir ætt- fræðinnar, þær sem ráða öllu um arf frá einni kynslóð til ann- arrar. Þar er fólgin von um það, m.a., að hægt verði að ráða gátu krabbameinsins og fjöldamargra annarra hryllilegra sjúkdóma; að hafa megi hönd í bagga með því, á hvern hátt einstakir eiginleik- ar dýra og plantna erfist, og e.t.v. að takast megi að skapa líf með aðstoð efnafræðinnar. Róm, 10. jan. (NTB). 90 ÞÚSUND læknar á ttaliu hófu á miðnætti í nótt tveggj* daga verkfall til stuðnings kröfum sínum um bætt kjör og betri vinnuskilyrði. Þoium ekki að deilur séu ieystar í skjóli ofbeldis, segir Nehru Nýju Delhl 9. jan. (NTB-AP). NEHRU forsætisráðherra Ind- iands svaraði í dag bréfi, sem honum barst frá Chou En Lai, forsætisráðherra Pekingstjórnar- innar, 30. des. s.l. Endurtók Nehru í bréfinu, að hann væri fús til þess að hef ja viðræður um landamæradeilu Kina og Ind- lands, ef Pekingstjórnin flytti hermenn sína til stöðva þeirra, sem þeir héldu 8. seþt. s.I. í bréfinú segir Nehru enn- fremur, að hann liti þannig á, að landamæri Indlands séu enn þau sömu og þau voru á meðan að Bretar réðu yfir landinu. — Kveður hann Indverja fúsa til þess að hefja viðræður um um- deilda hluta þessara landamæra, en segir, að þeir geti ekki þolað að slíkar deilur séu leystar í skjóli hernaðaraðgerða og of- beldis. Segir Nehru Indverja því fylgjandi, að allar deilur séu leystar á friðsamlegan hátt og það gildi einnig um landamæra- deiluna við Kínverja, þrátt fyrir árásaraðgerðir af þeirra hálfu. Það minnsta, sem Kínverjar geta gert til þess að skapa skilyrði fyrir viðræðum, sé að draga her- menn sína til baka til stöðvanna sem þeir héldu áður en þeir hófu árásir á Indland 8. sept. s.l., segir Nehru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.