Morgunblaðið - 11.01.1963, Page 24

Morgunblaðið - 11.01.1963, Page 24
Jóhannesí Helga og Jóni Engilberts stefnt fyrir ummæíi i bók þeirra „Hús málarans" Háseta- hluturinn 325 þús. Unnid aflaverð- mæti 25 millj. í GÆR fékk blaðið upplýsing ar um það hjá Sturlaugi Böðvarssyni á Akranesi hver útkoman hefði verið hjá hæstu bátum hans við upp- gjör s.l. árs. Þrátt fyrir það að Höfr- ungur II hefði bilað 6. des. og næsti bátur við hann að aflamagni hefði fengið 10 þús. tunnur síldar frá þeim tíma að áramótum, var Höfr- ungur H hlutarhæstur báta á Akranesi fyrir sáðastliðið ár. Skipið aflaði alls 9.260 tonn af sjófangi. Upp úr sjó var verðmæti þessa afla 9 miiljónir og 90 þúsund krón- ur. Þegar unnið hafCi verið úr aflanum varð hann að verðmæti 25 milljónir króna. Hásetahluturinn á Höfrungi H. reyndist yfir árið 325 þús. kr. Haraldur var næstur með 8000 tonna afla að verðmæti upp úr sjó 7 Vz milljón króna. Hásetahlutur varð þar 285 þúsundir. f GÆR bárust blaðinu þær fregn- ir að rithöfundinum Jóhannesi Helga, Jóni Engilberts málara og útgefanda bókarinnar „Hús málarans" hefði verið stefnt til ómerkingar ummæla um móður Gunnars Andrews Jóhannesson- ar og systkina hans, sem fram koma í fyrrgreindri bók. Stefnan hljóðar svo orðrétt: Einar Arnalds, yfirborgardóm- ari. gjörir kunnugt: Mér hefur tjáð Gunnar Andrew Jóhannes- son, kennari, til heimilis Thor- valdsensstræti 6, hér í bæ, að hann fyrir hönd sína og syst- kina sinna, þeirra Fríðu Jóhann- esdóttur, Leifs Jóhannessonar og Sigurðar Jóhannessonar, allra til Iheimiílis á Þingeyri, þurfi að höfða mál á hendur þeim Jóhann esi Helga Jónssyni rithöfundi, til heimilis Skeiðarvogi 133, Jóni Engilberts, listmálara, til heim- ilis Flókagötu 17 og Arnbirni Kristinssyni, forstjóra, f.h. Set- bergs sf., Freyjugötu 14, öllum hér í bæ, til ómerkingar á um- mælum, sem talin verða hér á eftir, í bókinni „Hús málarans", sem gefin var út á árinu 1961, hér í bæ, af „Setbergi“ sf., rituð af Jóhannesi Helga, rithöfundi, Hveragerði, samikvæmt fyrirsögn Jóns Engilberts, listmálara, Flóka götu 17, hér í bæ. r Aki Jakobsson talar á Varðbergsfundi FÉLAGIÐ Varðberg efnir til há- degisverðarfundar í Þjóðleikhúss kjallaranum á morgun, laugar- dag. Áiki Jakobsson frv. ráðherra mun flytja þar erindi, sem hann nefnir: Markmið og eðli komm- únismans. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12 og eru allir V^rðbergs- félagar velkomnir. Framangreind ummæli telur stefnandi vera á bls. 101—102 í framangreindri bók, og eru þau svohljóðandi: ”... hún var bókstaflega orð- in dökk af elli, kerlingin, og svo rýr að hún minnti mig alltaf á leðurblöku. Kerlingin sat alltaf pískrandi í eldhúskróknum og umihverfis hana var jafnan fans ungra stúlkna. Var engu líkara en hún væri mamma allra stúlkna í þorpinu. Og ekkert markvert gerðist í plássinu, utan dyra né innan, jafnvel ekki í svefnher- bergjum þorpsbúa, að kerling- in vissi það ekki jafnharðan. Og synd væri að segja að hún lægi á tíðindunum. Nokkrum dögum eftir að ég kom lagði kerlingin fyrir mig skrýtna spurningu. Þannig hagaði til í húsi Jóhann- esar að ég þurfti gegnum eld- húsið, framhjá kerlingunni í króknum og stúlknahirðinni, þeg ar ég gekk til svefnslofts míns, og þá datt jafnan á þögn og kerl- ingin og stelpurnar horfðu á mig svo blygðunarlausum rannsókn- araugum, og það var langt um- Framh. á bls. 23. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins Sv. Þ. í gærmorgun kl. 9. Hann var þá staddur á Hafnarfjarðarveginum og þótti tunglið stórt og fag- urt á vesturhimninum. Að baki hans djarfaði fyrir nýj- um degi yfir Reykjanesfjöll- unum. Á myndinnl sér yfir Kárs- nesið í Kópavogi. Treg síld ve/ð/ DAUFT var yfir síldveiðunum í gærkvöldi. Þrír bátar höfðu tilkynnt um veiði. Síldin var á hraðri ferð og komin austur undir Pétursey og var þar mikill straumur og síldin stygg. Guðmundur Þórðaxson hafði fengið 1090 tunnur, Sæúlfur BA 800 og Sæfari BA 500 tunnur. Fleiri voru með slatta. Tveir bátar voru í fyrrinótt vestur í Jökuldjúpi en fengu kræðu í nótina og ánetjaðist hún öll. Kviknar í báti SÍÐASTLIÐINN mánudag var slökkviliðið kvatt að vélbátn- um Freyju þar sem hún lá f Patrekshöfn. Haföi kviknað i lúkar út frá eldavél. f • Skemmdir urðu nokkrar. Samkeppnin skaðar ekki Loftleiðir segir framkvæmdastjórinn i Kaupmannaböfn Kaupmannahöfn, 10. jan. Einkaskeyti frá Rytgaard. TALSMENN SAS í Kaupmanna- höfn segja í dag, að loknum IATA-fundinum í París, að frá þeirra sjónarmiði þróist far- gjaldamálið nú á réttan hátt. En þetta er aðeins spor í áttina, að þeirra sögn, og enn er langt í land þar til öll IATA-félögin, sem halda uppi flugi yfir Norð- ur Atlantshafið og viðkomandi ríkisstjórnir hafa samþykkt flug- gjaldalækkunina. Samþykktin frá Parísarfund- inum hefur enn ekki borizt SAS í Kauprrannahöfn, og vilja tals- menn félagsins því ekkert nán- ar um hana segja. Fer það eftir skilyrðum samþykktarinnar hvaða flugleið verður valin og hve margar flugferðir verða viku Síldin Akranesi 10. janúar. 4.TARNIR héðan, sem fengu d í niótt voru þessir: Anna 00 tunnur, Sveinn Guðmunds- n og Sæfari 500 tunnur hvor, araldur 700 og Fiskaskagi 600 nnur. — Oddur. lega. Aðspurðir hvort undirbún- ingur væri hafinn undir flug- ferðir með DC-7C vélum, svör- uðu talsmenn SAS: Það hlýtur að Iiggja í augum uppi að um leið og við förum fram á að fá að hefja ferðir með lágum fargjöldum er undirbúningurinn hafinn. En niðurstaðan fer eftir skilyrðum í sair.þykkt IATA-fund arins. Samkeppnin sakar ekki Loftleiðir Kristeligt Dagblad sneri sér til H. Davids Thomsen, fram- kvæmdastjóra Danmerkurdeild- ar Loftleiða, og spurði hann á- lits um samþykkt IATA-fundar- ins. „Hér er bersýnilega aðeins um að ræða tillögu frá nokkrum aðildarfélögum IATA, enginn veit hvern árangur hún ber. Vafasamt má telja að eining ná- ist innan allra félaganna. En fari svo, kemur það ekki að sök fyrir Loftleiðir, þar sem aðeins lítill hluti farþega félagsins er frá Skandinavíu. Þegar við sá- um möguleikana í sambandi við flugfeTðir með lágu fargjaldi, trúði SAS ekki á það. Nú vill SAS fá að reyna, en það er spurning hvort það verður til mikilla hagsbóta fyrir SAS, sem aðallega tekur þá farþega írá sínum eigin þotum“. Bakaö úrísl. hveiti í GÆR fregnaði blaðið hjá dr. Birni Sigurbjörnssyni að bakað hefði verið úr íslenzku hveiti nú nýlega. Að vísu var hér aðeins um lítið magn að ræða, en nóg til þess að sönn- un er fengin fyrir því að hér má rækta hveiti. Hér var um að ræða hveiti úr tilraun Atvinnudeildarinn ar á Skógarsandi undir Eyja- fjöllum. Þar var sáð í 24 ferm. reiti með 8 mismunandi áburðarskömmtum. Af þessu var tekið til mölunar 1 Vi kg. af hveiti og síðan gerð til- raun til bökunar úr því. Hér var að sjálfsögðu um heil- hveiti að ræða. Bakaðar voru kökur, kex og terta. Björn lét þess getið að vegna slæms áferðis hefði kornuppskera verið mjög lítil sl. sumar um land allt. Hveitiuppskeran í tilrauna- reitunum á Skógarsandi var ámóta góð og af herta-byggi. Hveitið náði fúllum þroska, sem er merkilegt í árferði sem þessu. Eftir þessari reynslu að dæma, sagði dr. Björn að sýnilegt væri að ekki þýddi að sá hveiti hér á landi síðar en um miðjan apríl og mun það því óvíða hægt nema á söndum Skaftafellssýslu. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.