Morgunblaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 16
16 M O R C UNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. janúar 196i Sr. Guðmundur B. Guömundsson VETURINN 1928—29 veittu söfn- uðir mínir í Kanada mér leyfi til 6 mánaða námsdvalar í Chicago-borg. Þá og þar kynntist ég ungum Islendingi, sem ég fékk miklar mætur á. Hann stundaði nám við einn af guðfræðiskólum borgar- innar, Union Theological College (síðar við Chicago Theological Seminary og guðfræðideild Chic- ago-háskóla). Hann hafði fyrir heimili að sjá — átti konu og nýfædda dóttur. Hann varð því að leggja hart að sér. Vann hann fyrir sér og sín- um með því, að vaka um nætur yfir vöruskemmum. Næturtím- ann gat hann jafnframt notað að einhverju leyti til lesturs. Hann undi kjörum sínum vél, var glaður og hamingjusamur og gekk ótrauður sína braut að settu marki. Hann var myndar- maður að vallarsýn, hár og þrek- vaxinn, hóglátur og þó hlýr 1 viðmóti, góðlátlega kýminn og sagði skemmtilega frá. Hann hét Guðmundur Bjarna- son — en notaði afanafn sitt sem eftirnafn, eins og fólk hans vestra hafði gert. Þrátt fyrir vegalengdir stór- borgarinnar, hittumst við nokkr- um sinnum. Einna minnisstæðust er mér síðasta samverustundin. Guðmundur bauð þá mér og Philip M. Péturssyni (síðar presti í Winnipeg) heim til sín í sviða- veizlu. Unga húsmóðirin hafði kunnáttu til að matbúa og fram- bera rétt þennan á alíslenzka vísu. Þetta var frábærlega góð veizla. Vistlegt var hjá ungu hjónun- um, þótt húsakynnin væru lítil. Þar var vandað píanó. Þegar veizlan var vel um garð gengin, söng frúin fyrir okkur nokkur lög, við eigin undirleik. Hún hafði ljómandi fallega rödd og mikla. Þegar fundum bar aftur saman, eftir 29 ár, mundi hún enn það, sem ég hafði sagt um söng hennar. ★ Nú er vinur minn, séra Guð- mundur, látinn, Hann andaðist í svefni að heimili sínu í Norður- Las Vegas, Nevada, Bandaríkj- unum, hinn 19. maí sl. Skylt er mér og ljúft að minnast hans að nokkru. Hann fæddist í Rvík 26. maí 1898. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni trésmiður Guðmundsson frá Stardal á Stokkseyri og Ingi- björg Jónsdóttir frá Gaulverja- bæ. Systkini Guðmundar, 6 bræð ur og 2 systur, búa nú flest eða öll i Kaliforníu, og þar lifir enn móðir þeirra háöldruð. Foreldr- arnir fóru til Vesturheims um aldamótin. Drengurinn varð eft- ir. Fyrstu 8 ár ævinnar var hann í fóstri hjá föðursystur sinni, Önnu Guðmundsdóttur, en ólst síðan upp til fermingaraldurs hjá afa sínum og ömmu í Stardal, Guðmundi Bjarnasyni og Guð- laugu Þórðardóttur. Svo virðist að séra Guðmund- ur sé af mjög vönduðu og trú- ræknu fólki kominn. Langafi hans, séra Páll Ingimundarson, var prestur í Gaulverjabæ. Móð- •ir hans er kunn af trúarljóðum sínum, sem birzt hafa í íslenzku blöðunum vestra. Afa hans og ömmu í Stardal er getið að grandvarleik og guðsótta. Þó er talið, að það hafi verið öðrum fremur Anna, föðursystir hans og fóstra, sem sáði fræjum ein- lægrar og traustrar trúar í sál hans. Nýfermdur hélt hann vestur í Kanada til fólks sins. Fjölskyld- an bjó þá í Foam Lake-byggð, austarlega i hinni fjölmennu ís- lendingabyggð, er reis norður þar um aldamót. Lagði hann á næstu árum gjörva hönd á ýmis- legt, svo sem búnaðarstörf og smíðar. Um skeið rak hann (með bræðrum sínum) vélaverkstæði. Snemma kom í ljós að hann var gæddur atorku og áræði — og miklum listrænum hagleik. Að lokum kom að því, að trú- Mrnng hneigð hans og menntaþrá vörð- uðu honum veg. Hann var orð- inn 24 ára, er hann kom til Bandaríkjanna og hóf skólanám. Að sjálfsögðu varð hann alltaf jafnframt að vinna fyrir sér. Að loknu gagnfræðaprófi (í Huct- hinsin, Minnisota) gerðist hann guðfræðinemi í Chicago. Kona hans heitir Sigurrós — jafnan kölluð Rose. Þau giftust 1927. Foreldrar hennar voru Gísli Torfason og Sigríður Sigurðar- dóttir, bæði ættuð úr Dalasýslu. Rose er músíkmenntuð og stund- aði söngkennslu áður en hún giftist. Hún hefur verið manni sínum ágætur ævifélagi og mikil stoð í starfi hans sem einsöngv- ari við kirkjulegar athafnir, kirkjukórsstjóri og sunnudaga- skólakennari. Enda segir hann sjaldan „Ég“ í bréfum sínum, er hann ræðir um kirkjustarfið. Hann segir „Við“. Guðfræðiprófinu lauk séra Guðmundur 1932. Hafði hann þá — eins og tilheyrir slíku námi vestra — predikað allviða um borgina og nágrenni hennar. Nokkrum sinnum hafði hann messað þar fyrir íslendinga og fengið góða aðsókn. Virðist hann hafa verið af þeim vinsæll; því að síðar, þegar hann var orðinn prestur í Minooka, brugðust þeir vel við óskum hans um að koma með æfðan kórsöng í kirkju hans. Öruggt var um góða kirkju sókn í þau skiptin. Á síðasta námsári sínu hafði hann einu sinni predikað fyrir söfnuð einn í Minooka, landbún- aðarbyggð, eigi alllangt vestur af Chicago, og kynnzt fólki þar dá- lítið. Söfnuður þessi tilheyrði Congregational-kirkj udeildinni, en á hennar vegum nam og starf- aði séra Guðmundur. Nú var söfnuðurinn að þrotum kominn og hafði þegar ákveðið, að slíta safnaðarböndin. Fyrir fortölur kirkjustjórnarinnar fékkst hann þó til að hjara enn í 6 mánuði og kalla til reynslu þennan íslenzka guðfræðikandídat — upp á lág- markslaun. Hann tók kölluninni — en vildi ekki taka vígslu fyrr en frekari reynd væri á það komin, hvort hann væri prests- starfinu vaxinn. í fríkirkjulönd- um skiptir vígsla ekki aðalmáli, heldur hæfni mannsins. Á næstu tveim árum gerðist þarna sjaldgæf saga og falleg. Söfnuðurinn hraðóx. Vanhirt kirkjulóðin var unnin í götur og gróðurreiti. Kirkjuhúsið var end- urbyggt og fegrað. Keypt var nýtt tvíborða Mazon & Hamlin- orgel. Einkum þótti kórinn ágætur að frágangi. í bæjarblaðinu frá þeim tíma segir: „Búnaður kórs- ins hefur vakið alþjóðarathygli („nation-wide attention"). Hann er svo framúrskarandi fagur, að sérfræðingar um kirkjubúnað hafa farið pílagrímsfarir til Se- ward-kirkjunnar til þess að skoða hann“. Verk þetta var unnið í sam- starfi við sóknarprestinn af ís- lenzkum húsgagnasmið, sem þá var staddur í Chicago. Því miður er nafn hans mér ókunnugt. En séra Guðmundur var mjög stolt- ur af því, að þetta var alíslenzkt verk og hin bezta landkynning. Hafði hann alla ævi lifandi á- huga á táknmáli trúarinnar í helgisiðum, búnaði guðshúsa og hverskonar fegurð. Kom honum þá oft vel hans eigin haga hönd. Fyrir söfnuði sína smíðaði hann ölturu, predikunarstóla og skirn- arfonta, sem þykja listaverk. Aðaláhugaefni hans var samt það, er formin og táknin boða: Lífið sjálft í sannleik og hrein- leik. Hann var manna frjálslynd- astur. Hve fastheldinn sem hann kann að hafa verið um eigin skoðanir, var frjálslyndi gagn- vart skoðunum annarra manna honum eðlisástand. Þetta kom strax fram í störfum hans. Þegar á 2. starfsárinu gekkst hann fyr- ■ir því, að samkirkjulegar sam- komur voru haldnar í kirkju hans vikulega í 3 mánuði. Þarna fluttu valdir fulltrúar helztu kirkjudeilda héraðsins erindi um kirkju sína og trúarviðhorf. Þarna var söngur og sambæn. Jafnvel rómversk-kaþólskur prestur var þar að verki eitt kvöldið — og þótti tíðindum sæta. Prestur í ensku biskupa- kirkjunni kom þangað með org- anista sinn og kirkjukór og flutti messu í fullum skrúða. Samkom- ur þessar vöktu feikna eftirtekt og voru fjölsóttar. Áður hafði mönnum þar um slóðir ekki dottið í hug, að slíkt velvildarsamstarf gæti átt sér stað meðal kirkjudeildanna. Til þess að koma því til vegar þurfti ákveðinn vilja og fordómalausan skilning — og svo auðvitað þenn- an persónuleika unga, óvígða prestsins, sem ævinlega vakti traust. Enginn minntist á það framar, að leggja söfnuðinn niður. Síð- sumars 1934 tók séra Guðmund- ur prestsvígslu. Heimsstyrjöldin gerði krók á leið hans. Hann var þá kallaður til her-prestsþjónustu, fyrst heima í Bandarikjunum, síðar á Filipseyjum (var sjúkrahúsprest- ur þar) og loks í Japan. Honum féll vel við japönsku þjóðina. Lagði hann sig fram um að kynnast henni og skilja trúar- brögð hennar, Búddatrú og Shintótrú. Áhugi hans var jafn- an heill og rakti hlutina til rót- ar. Hann varð því fróður um ýmis efni, t.d. samanburðartrú- fræði og helgisiðafræði. Eftir styrjöldina settist hann að í Suður-Kaliforníu. Veit ég um 2 söfnuði hans þar (í Cali- patria og Brea). Byggði hann þá upp andlega og félagslega, og smíðaði í kirkjur þeirra fagra muni. Til Norður-Las Vegas kom hann 1956. Þar hitti ég hann tveim árum síðar. Einnig þar hafði hann tekið við litlum söfn- uði og gert hann sterkan og á- hrifaríkan í bæjarfélaginu Leyn ir það sér ekki að hann hafði áunnið sér álit og vinsældir í borginni. Hann var „prestur borg arinnar", þ.e. hann annaðist þær kirkjulegar athafnir, sem fram fóru á vegum borgarstjórnarinn- ar. Eins og fram kemur í minn- ingarorðum borgarblaðanna um hann, var hann ótrauður starfs- maður í þágu almennra menning armála, og hafði enda átt frum- kvæði um sum þeirra. Áður en hann lézt hafði söfnuður hans keypt allstóra landspildu og á- kveðið að reisa þar á næsta ári mannúðarstofnun. Hann var formaður prestafé- lags héraðsins. Vel fór á því. Enn sem fyrr var vinátta með hon- um og prestum annarra kirkju- ! deilda. Þess sá ég merki í kirkju hans við sunnudagsguðsþjónustu, sem ég tók þátt í. (Hann vildi ekki annað heyra en að ég biði hjá honum í nokkra daga og stígi svo í stólinn). Nokkrir klerkar voru viðstaddir messuna. Bezt man ég eftir öldruðum Indverja, háttsettum preláta í hinni ind- versku Sánkti-Tómasar-kirkju. Kirkja þessi fyrirfannst á Ind- landi, einangruð frá annarri kristni, þegar siglingar hófust þangað frá Evrópu í lok mið- alda. Telur hún sig stofnaða af sjálfum Tómasi postula og á, að sögn, fornt og merkilegt guð- spjall. Son átti þessi Indverji í Las Vegas. Hann hafði enn hærri kirkjulegri tign en faðir hans — og mátti því ekki sækja messu hjá okkur séra Guðmundi. En þegar út kom úr kirkjunni, var hann þar fyrir til að heilsa upp á okkur og taka myndir af okk- ur og föður sínum á kirkjutröpp- unum. Báðir voru þessir feðgar mjög elskulegir menn — og ber- sýnilega alúðarvinir séra Guð- mundar. Séra Guðmundur ávann sér ekki prestsgengi með því, að hamra á sínum eigin skoðunum og lítilsvirða aðrar. Hann bar virðingu fyrir hverskonar ein- lægri tjáningu trúarinnar og leit svo á, að þótt tjáningarformin væru mörg og sundurleit, væru þau dýpra séð yfirléitt af sömu rót runnin — eins og fjöldi laufa og greina á einu og sama tré. Snemma hvern sunnudagsmorg- un hafði hann námsstundir í samanburðartrúfræði fyrir full- orðið fólk. Þaér voru vel sóttar. Með þessu varð safnaðarfólk hans upplýstara um sinn eigin málstað og víðsýnna og velvilj- aðra í garð hinna, sem tilbiðja Guð sinn á annan hátt. Séra Guðmundur var óum- breytanlega íslenzkur maður — unni þjóð sinni og þjóðerni. Hann talaði móðurmál sitt hik- laust og eðlilega, þótt allan meginhluta ævinnar ynni hann með enskumælandi fólki, og minnist ég ekki annarlegs hreims á mæli hans. Hann þráði mjög að ferðast heim á fornar slóðir. Sá draumur rættist sumarið 1959. Dvaldist hann þá hér á landi, ásamt Jóel bróður sínum, um tveggja mánaða skeið og undi hag sínum hið bezta. Reyndi hann „j taka sem mest af ís- landi með sér vestur — í ljós- myndum. Hann kunni ágætlega til ljósmyndagerðar og hafði hingað með sér fjölbreytt og fullkomin tæki. Ýmsum vinum sínum hér sýndi hann fagurt safn litskuggamynda, er hann hafði tekið í Bandaríkjunum og Mexíkó. í Morgunblaðinu, 28. júlí 1959, er birt fróðlegt og skemmtilegt viðtal við hann. Segir hann þar ýmislegt um uppruna sinn og ævi, m.a. um dvöl sína í Japan. í „Vestur-íslenzkum ævi- skrám“ er fróðleik að finna um ætt hans og vandamenn. Skúli G. Bjarnason ritar um hann í Lögberg-Heimskringlu 20. sept. sl. Rose lifir mann sinn. Heimili hennar verður áfram í Las Vegas. Hún er nýflutt í hús, sem þau hjónin höfðu verið að kaupa sér til elliáranna. Hún lætur af því, hve söfnuðurinn og bæjar- búar margir aðrir hafi gert vel til sín. Börn hjónanna eru tvö: Anna og Jósef. Anna er gift kona (Vae- zek) í Culver City, Kaliforníu. Hún hefur meistaragráðu í músík og stundar músíkkennslu. Jósef hefur undanfarið gegnt her- skyldu á Havaii-eyjum. Barna- börnin eru fjögur. Útför séra Guðmundar var gerð mjög virðuleg í Las Vegas. Þar áttu hlut að máli söfnuður hans, borgar- og héraðsyfirvöld- in og ýmsar kirkjudeildir. — Ég sá þetta rétt, er ég kynntist unga guðfræðinemanum í Chica- go, að þar var mætur maður á ferð — hæfur, heilsteyptur og drenglyndur. Húsavík, 24. nóv. 1962. Friðrik A. Friðriksson. Húnvetnijipr — Reykjavík SKEMMTIKVÖLD verður haldið í Sjálfstæðis- húsinu fimmtudaginn 17. þ. m. kl. 21. Góð skemmtiatriði. Húnvetningafélagið. Atvinna óskast Maður um fertugt óskar eftir vel launaðri atvinnu. Alvanur bókhaldi, verðútreikningum, bankavið- skiptum og bréfaskriftum. Tilboð sendist Morgun- blaðinu fyrir föstudag, merkt: „Atvinna — 3892“. CIBSON magnari, MODEL GA-40 T til sölu og sýnis að Laugalæk 11. Frá IMatsveina 09 veUingaþjónaskólanum 8 vikna matreiðslunámskeið fyrir byrjendur, hefst mánudaginn 28. janúar. Kennt verður 4 kvöld í viku frá kl. 19—22. Einnig verður haldið framhaldsnámskeið í mat- reiðslu, fyrir þá, sem lokið hafa byrjendanámskeiði, eða hafa stundað matreiðslustörf áður. Kennt verður 4 daga í viku, frá kl. 14—18. Innritun fer fram í skrifstofu skólans 21., 22. og 23. janúar kl. 4—5 s.d. Nánarí upplýsingar í síma 19675 og 17489. SKÓLASTJÓRI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.