Morgunblaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐilÐ MiSvikudaguit 16. jaiawar 1963 - TOGO Framhald af bls. 13 é yfirborðinu svona friðsamlegt í Togo, á tilræðið við Olympio sér langa sögu. Saga Togolands sem slíks byrj- ar eiginlega með nýlendukapp- hlaupinu í lok 19. aldar. Þegar Bismarck hinn þýzki sendi k>ks sína landvinningamenn á vet fang um 1880 voru aðrar stór- þjóðir búnar að helga sér mest af landsvæðunum á þessum slóð- um. Samt tókst sendimanni hans að finna svodítið strandvæði milli hinnar brezku Gullstrandar (nú Ghana) og franska Dahomey. Eftir fyrri heimsstyrjöldina skiptu Bretar og Frakkar svo Togolandi mi'lii sin og höfðu það sem verndarsvaeði fyrir Þjóða- bandalagið. Bretar fengu austur- hlutann, og stjórnuðu honum sem sérstöku landsvæði, alveg að- greindu frá nágrannaríkinu Da- homey, sem þeir höfðu líka. Það skýrir e.t.v. að miklu leyti úr- slit atkvæðagreiðslunnar 1956, þegar Togobúar fengu að gTeiða atkvæði um réttarstöðu sína. í brezka Togo kusu 58% að sam- einast hinu nýja Ghana, en aust- ari hlutinn hélt áfram að vera undir Frökkumí, þar til hann fékk sjálfstæði í aprílmánuði 1960. Franski hlutinn hafði strax eft- ir síðari heimsstyrjöldina fengið að kjósa-heimaþing og eiga fjóra fulltrúa í Frakklandi. Þegar ferðast er, eins og við gerðum, frá íyrrverandi enskum nýlendum til franskra, finnur ferðamaðurinn strax geysilegan mun, enda var grundvallarstefna þessara tveggja þjóða í stjórn Innilegt þakklæti til allra, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu 19. des. s.l. Anna Magnúsdóttir, Holti, Vopnafirði. Ég þakka innilega öllum, nær og fjær, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 11. þ. m. og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Sigurbjörnsdóttir. Innilega þakka ég öllum þeim fjær og nær, er glöddu mig á 80 ára afmæli mín, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. — Guð blessi ykkur öll. Jódís Árnadóttir, Þverholti 18, Reykjavík. Elskulegi eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir ÞORVALDUR GÍSLASON Sogablett 11, andaðist í Landsspítalanum 15. þ. m. Theódóra Jónsdóttir, börn og tengdaböm. Móðir mín ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR andaðist í Bæjarspítalanum mánudaginn 14. þ. m. F. h. aðstandenda. Bjöm Pétursson. Maðurinn minn GUÐJÓN GUÐMUNDSSON múrari, andaðist að heimili sínu, Njálsgötu 74, 9. þ.m. Jarðarförin ákveðin miðvikudaginn 16. þ.m. kl. 11 fyrir hádegi frá kirkju Óháðasafnaðarins. Þeir sem vildu minnast hins látna er bent á minningar- sjóð Óháðasafnaðarins. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. SigríSur Halldórsáóttir. Útför mannsins mins BJARTMARS EINARSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. jan. klukkan 1,30. Laufey Ásbjömsdóttir. Þökkum hjartanlega öllum nær og fjær sem auðsýndu okkur vináttu við fráfall og útför JÓNU INGUNNAR SIGFÚSDÓTTUR MOLANDER Hlíðardal Guð gefi ykkur öllum gleðilegt ár. Aðstandendur. Hjartans þakkir til allra nær og fjær sem heiðruðu minningu okkar elskulegu móður, tengdamóður og ömmu ÖNNU SOFFÍU ÁRNADÓTTUR Guð blessi ykkur öll. Amþrúður og Einar Reynis, Anna, Soffía Reynis, Ásta og Jósef Reynis, Gunnlaug og Ólafur Sverrisson, Arnhildur Reynis og Hans Andersen. Bústaðír svertingjanna í Norður-Togo sýna að áður hefur skipt miklu máli að búa saman í þétt- um hnapp, til að verjast óvinum. Þetta eru leirk ofar með stráþökum nýlendnanna gerólík. Hvor var betri legg ég engan dóm á, báðar höfðu nokkuð sér til ágætis og nokkuð til ámælis. Englending- ar stjórnuðu gegnum höfðingja landsins, en létu íbúana í friði með sína siði og venjur. Þeir máttu ekki kaupa landsvæði í nýlendunum, settust ekki þar að og héldu sig alveg út af fyrir sig. Frakkar gerðu nýlenduna að frönsku landi og íbúana að frönskum borgurum, fluttu þang að inn og kenndu íbúunum frönsku og evrópska siði og hætti eftir megni. Það er senni- lega aðalástæðan til þess að t.d. Sylvanus Olympio, forseti Togo, sem drepinn var af uppreisnar- mönnum. Dafhomeybúar þykja hafa mikla nútímamenntun miðað við aðrar Afríkuþjóðir. Olympia sjálfstæðishetja Fyrsti forsætisráðherrann, sem Frakkar studdu til valda var Frakkavinur af þýzkum ættum •að nafni Nicolas Grunitzky (sá sem nú hafa borizt fréttir um að kominn sé aftur til Togo úr út legð og líklega til að taka við). Hann taldi mikilv. að Toko héldi fyrst um sinn áfram að fá efna- hagslega hjálp frá Frökkum, sem var orðin 12 milljónir punda á árunum 1946 til 1955. Hann og flokkur hans „Parti Togolais du Progres“, var algerlega andvig- ur baráttu Eweættbálksins fyrir að sameina þjóðarbrotin í lönd- unum fjórum og einkum sam- einingu enska og franska Togo En fyrir því barðist m.a. róttæk ur og andfranskur flokkur C.U.T. (Comité de la unité Togolaise). Foringi þess flokks varð árið 1951 Ewemaðurinn Sylvanus OJympio, hinn nýlátni forsetd. Hann breytti stefnu flokksins frá að vera sameiningarflokkur Eweanna yfir í að vera aðallega sameiníngarflokkur beggja fyrr- verandi Togonýlendnanna. Olympio, sem var um sextugt þegar hann lézt, var kominn af þrælum sem fluttir höfðu verið til Braziliu og blandaðist þar Portúgölum. En faðir hans flutt ist heim tii Togolands og gerðist auðugur kaupmaður. Því gat Sylvanus sonur bans gengið í skóla í Englandi og útskrifast úr Verzlunarháskólanum í Lond- on. Hann kom svo heim árið 1926 réðist til United Africa Comp- agny, hins evrópska stórveldis í viðskiptum þarna á ströndinni. Olympia komst vel áfram og varð framkvæmdastjóri fyrir- tækisins í Togo, þangað til hann var rekinn úr landi af frönsku Vichistjórninni, grunaður um að vena hlynntur bandamönnum. Þegar hann kom heim aftur, tók hann að hafa afskipti af stjórn málum innan C.U.T. flokksins. Frakkar sáu þar hættulegan and stæðing og lögðu að vinnuveitend um hans að ílytja hann til Par- ísar. En Olympio var þá orðinn nægilega auðugur til að segja upp starfi sinu og gerast forystu maður flokks síns. Hann rak jafnframt kókóplantekru sína. — Er hann dó. lét hann eftir sig konu og 5 börn. Loks tókst Olympio og flokki hans að fá almennar kosningar í Togo undir stjórn Sameinuðu þjóðanna árið 1958. Þær þóttu orka nokkuð tvímælis, þar að ógerlegt reyndist að hafa stjórn á hverjir hefðu kosningarétt og hverjir kysu oftar en einu sinni. En flokkur Olympios vann mik inn sigur, fékk 29 af 46 þingsæt- um, og þar sem Frjálslyndi flokk urinn studdi hann með sín 4 sæti hafði hann ríflegan meiribluta og myndaði stjórn. Olympio hóf strax áhlaup í Paris og New Yonk, til að fá frelsi fyrir Togo. Hann talar frönsku, þýzku, ensku og Ewemál, og aflaði sér strax virðinga.r sem ákafur en þó skyn samur sjálfstæðissinni, harður í samningaviðræðum en fyllilega treystandi til að hailda gerða samninga. Hann náði samþykki um að Togo skyldi frjáls og full valda ríki 27. apníl 1960. Aðalstefna Olympios hefur ver ið að neita því algerlega að Togo land geti ekki lært að lifa á eig in gæðum, þó rýr séu. Hann við urkennir þó að Togo þurfi um tíma að þiggja tæknilega og fjárhagslega hjálp frá Frökkum, sem höfðu árlega greitt 714.000 sterlingspund, til að jafna út- flutning og innflutning þessa fá tæka lands fyrir utan fjárfram lög til skóla, sjúkrahúsa, vega o.s.frv. Stjórn hans hefur þó ekki farið um betlandi, heldur var sett í gang ströng áætlun í land inu, er takmarkaði innflutning, jók útflutning, minnkaði skrif finnsku, dró úr launum opin- berra starfsmanna og fann upp nýjar skattahndir, þannig að frá 1959 hefur náðst jafnvægi í efna hagskerfi landsins. Olympio sagði: „Þjóð okkar á að reyna að lifa við eigin efni. En þar sem við viljum bæta lífskjörin, mun ekki heyrast mikið frá okkur á alþjóðavettvangi. Tima og pen- ingum verður varið til að bæta fjárhag okkar, en ekki til að senda fulltrúa að samningaborð um. Aðstoð á alþjóðlegum vett vangi verður vel þegin, en hún verður að hæfa okkar eigin að- stæðum og vera eingöngu notuð til ágóða fyrir framkvæmdir, er áætlaðar eru og framkvæmdar með eigin átaki og okkar eigin tekjustofnum. Það er einasta leiðin til sjálfsvirðingar þjóðar.“ Nágrannakritur Sambúð Togolands við ná- grannaríkin hefur ekki venð sem bezt, einkum við nágrann- ann í austri, Ghana. Nkrumah lagði mikið kapp á að fá brezka Togo innlimað í land sitt 1956, ekki sízt til að tryggja sér vinstri bakka Voltafljóts, þar sem Ghana er nú að koma upp stórvirkjun. Nicolas Grunitsby, mágur Olym- pios, hefur verið kallaður heim úr útlegð og er talinn líklegur til að taka við völdum. Og síðan franski hlutinn fékk frelsi, hefur óvild ríkjanna hvers í annars garð farið vaxandi. í Togo eru enn uppi naddir um sameiningu Ewe-þjóð- flokksins, og um sameiningu beggja gömlu Togo-nýlendanna Og Kwame Nkrumah hefur lýst yfir opinberlega, að Togo-lýð- veldið skuli verða sameinað Ghana sem sjöunda fylkið í land inu, hvort sem Olympio líki bet- ur eða ver. Hafa þeir sent hvor- Frarnh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.