Morgunblaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. januar 1963 Á bæjarstjórnarfundinum í Hafnarfirði í gær, talið frá vinstri: Kristján Anðrésson (K), Vigfús Sigurðsson (A), Þórður Þórðarson (A), Kristinn Gunnarsson (A), Hafsteinn Baldvinsson, bæjar- stjóri, Eggert ísaksson (S), Elín Jósefsdóttir (S ), Stefán Jónsson (S) og Páil V. Daníelsson (S). — Hafnarfjörður Framhald af bls. 1. leit við félagsmálaráðuneytið, að það samþykki, að lokaafgreiðslu á frumvarpi um fjárhagsáætlun verði frestað til loka janúar- mánaðar þ. á. II. Jafnframt samþykkir bæj arráð að leggja til við bæjar- stjórn, að bæjarstjóra verði heimilað að inna af hendi nauð- synlegar greiðslur úr bæjarsjóði og innheimta tekjur bæjarsjóðs þar til áætlun 1963 liggur fyrir. Fyrstur á mælendaskrá var Jón Pálmason (F). Óskaði hann eftir því að svohljóðandi yfirlýs- ing yrði bókuð: „Vegna alvarlegs ágreinings, sem risið hefur milli Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins um samstöðu í bæjarmálum, og þar sem fulltrúaráð Fram- sóknarfélaganna hafnaði mála- miðlun hinn 7. janúar og svo og með tilvísun til bréfs er full- trúaráð Framsóknarfélaganna rit aði bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins 3. janúar sl., lít ég svo á, að bæjarmálasamningur frá því í júlí 1962 milli nefndra flokka sé ekki lengur í gildi“. Þá tók til máls forseti bæjar- stjórnar, Stefán Jónsson (S). — Kvað hann ætlunina hafa verið að afgreiða fjárhagsáætlun bæj- arins á fundinum, en vegna þeir ar óvissu, sem ríkti um afgreiðslu hennar, hefði verið talið rétt að æskja' frestunar. Jón Pálmason hefði nú tekið af öll tvímæli um hvað feldist í bókun bæjarráðs; það væri ekki iengur um óvissu að ræða heldur hefði hann gert það heyrinkunnugt, að málefna- samningur meirihlutaflokkanna væri ekki lengur í gildi. Kæmi þetta raunar ekki á óvart, því að í loftinu hefði legið, að ágrein ingur hefði skapazt og það hefði gengið manna á meðal að ákveð- ið hefði verið að slíta samstarf inu á fundi fulltrúaráðs Fram- sóknarflokksins fyrir skömmu. Ekkert væri við því að segja, þótt slitnaði upp úr samstarfi flokka, en hitt vekti furðu og kæmi flestum á óvart, að þetta samstarf skyldi klofna svo fljótt og ekki vegna veigameiri ágrein- ings, en hér væri um að ræða. í málefnasamningi flokkanna hefði rík áherzla verið lögð á að kanna fjárhag bæjarsjóðs og bæj arfyrirtækja, svo að öllum yrði ljóst, hvar skórinn kreppti og hvar úrbóta væri þörf. Væri þeirri könnun að sumu leyti lok ið og að öðru leyti á lokastigi. Rakti ræðumaður síðan helztu at riði málefnasamningsins um aukn ar framkvæmdir í bænum, bætt húsnæði skólanna o. s. frv. MBL. ÁTTI í gær tal við Krist- ján Jóh. Kristjánsson, forstjóra Kassagerðar Reykjavíkur, og tjáði hann blaðinu, að Kassa- gerðin hefði rétt haft undan með framleiðslu síldarumbúða, sem stafaði af því, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefði engar Stefán sagði að öllum hefði ver ið ljóst, að stærsta viðfangsefnið hefði verið að tryggja rekstur Bæjarútgerðarinnar. Ekki yrði annað sagt en það hefði tekizt framar vonum. Sá ágreiningur, sem risið hefði út af Bæjarútgerðinni og nú hefði orðið til þess, að samstarfið hefði rofnað, væri sá, að frgmkvæmda- stjóri útgerðarinnar hefði talið sig hafa rétt til þess að skipta um einn verkstjóra af þremur. Ekki yrðu á það bornar brigður, að framkvæmdastjórinn hefði rétt til þess, enda allir á einu máli um, að framkvæmdastjóri slíks fyrirtækis hefði frjálsar hendur um val nánustu samstarfsmanna sinna. Þar sem ekki hefðu borizt mótmæli í þessum efnum hefði framkvæmdastjórinn talið sig hafa rétt til þessa. Síðar hefði risið upp ágreining ur, nokkrir verkamenn hefðu sagt upp, og í ljós hefði komið, að fulltrúar framsóknarmanna í útgerðarráði hefðu talið sig mót- fallna uppsögn verkstjórans og viljað láta hana ganga til baka. Um þetta hefðu staðið nokkrar bréfaskriftir .fyrir jól og málið rætt á útgerðarráðsfundi milli jóla og nýárs, án þess að niður- staða fengist. 3. janúar hefði bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins borizt bréf frá fulltrúaráði framsóknar- manna, þar sem etirfarandi kröf ur voru gerðir: 1) Framkvæmdastjóra bæjarút gerðarinnar yrði sagt upp starfi. 2) Verkstjórinn yrði ráðinn aft ur. 3) Verkamenn þeir, sem upp sögðu, fengju að koma aftur. Ef ekki yrði gengið að þessu mætti líta svo á, að samstarfinu væri slitið. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og framsóknarmanna hefðu komið sér saman um á- birgðir átt af þeim til þess að hlaupa upp á hrotunni. En þegar möguleikar eru á að frysta 130 þús. öskjur á dag, væri ekki hægt að hafa undan. Umbúðaskorturinn hefði þó ekki orðið tilfinnanlegur, þar sem gripið var til þess að skipta þeim milli frystihúsanna, eftir kveðna lausn, og hefði verið á- stæða til að ætla að þetta deilu- efni væri þar með úr sögunni. Þá hefðu þær fregnir borizt að þetta samkomulag hefði ekki ver ið samþykkt af fulltrúaráði fram sóknarmanna, en ekki hefði bor izt tilkynning um samstarfsslitin fyrr en á þessum bæjarstjórnar- fundi. Stefán kvað ágreining þennan að sínum dómi vera nauðalítinn, og ekki renna stoðum undir slík samstarfsslit, ef menn hefðu á annað borð tekið að sér að ráða úr málefnum eins bæjarfélags. Væri miður, að slikt samstarf hefði slitnað án nokkurs ágrein ings um mál, sem talizt gætu til eiginlegra bæjarmála. Kristján Andrésson (K) kvaðst telja eðlilegt og sjálfsagt í vissum tilvikum að leita til ráðu neytis um frest á afgreiðslu fjár hagsáætlunar, en ástæðan væri að þessu sinni sú, þótt Stefán Jónsson þættist ekki um hana vita, að framsóknarmenn hefðu ætlað að slíta samstarfinu. Væri hann sammála því að leita til fé- lagsmálaráðuneytisins, en taldi forsendur aðrar en þær, sem fram kæmu í tillögu bæjarráðs. Flutti Kristján síðan tillögu um orða- lagsbreytingu, sem gerði ráð fyr ir að forsendur tillögunnar yrðu þær, að þar sem slitnað hefði upp úr samstarfi Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins, samþykki bæjarráð o. s. frv. Kristján sagði að sér hefði ver ið það ljóst fyrir löngu, að meiri hlutinn, sem nú hefði klofnað, hefði ekki verið til frambúðar. Kvaðst hann hafa skýrt frá því fyrir löngu að næðu Sjálfstæðis menn meirihluta í Hafnarfirði mundu hefjast þar látlausar at- vinnuofsóknir. Bætti . hann því við, að úr hófi keyrði, þegar eig ur Slysavarnafélagsins væru gefn ar bæjarsjóði og bæjarstjóri þakk aði fyrir með bréfi. Væri það því sem nauðsynlegt var. Eftir er nú að framleiða a. m. k. 1 millj. af öskjum, en jafnframt verða framleiddar smærri um- búðir fyrir ýsu og þorsk. Unnið hefur verið allan sólarhringinn og um helgar í Kassagerðinni og eru ekki horfur á, að til vand- ræða komi. ekki undarlegt þótt hann hefði brýnt bæjarfulltrúa framsóknar, Jón Pálmason, á því undanfarna mánuði, hvað hann hefði mikið langlundargeð. Kristinn Gunnarsson (A) kvað endi samstarfs þess, sem nú hefði slitnað, vera í samræmi við upp hafið. Aldrei hefði verið vitað, hvort samstarfinu hefði verið komið á eða hvort því hefði ver ið slitið og nú loks, er endanleg slit hefðu farið fram, væri ekki ljóst hver viðhorfin væru, né hversu skyldi bregðast við. Taldi hann að málefni bæjarins væru komin í „pólitískt öngþveiti“. Páll V. Daníelsson (S) kvaðst ekki vita við hvað Kristinn Gunn arsson ætti, er hann talaði um „pólitískt öngþveiti", nema ef vera kynni, að hann ætti við, að ekki væri hægt að stjórna bæn- um nema samstarf meirihlutans héldi áfram. Áður hefði verið samstarf tveggja flokka um stjórn bæjarins og hefði þá oltið á ýmsu. í upphafi síðasta kjör- tímabils hefði orðið að fresta fjár hagsáætlun vegna óeiningar í því samstarfi. Að kosningum loknum hefði verið endurnýjað samstarf kommúnista og alþýðuflokks- manna og fjárhagsáætlun hefði loks komið á dagskrá 11. marz. Þá hefði Kristinn Gunnarsson borið fram tillögu um frestun á þeirri forsendu, að óvissa ríkti um starfshæfan meirihluta til stuðn- ings frumvarpinu. Á þeim fundi hefði Kristján Andrésson verið fá málli en í dag. Eins og öllum væri í fersku minni hefði þessi meirihluti ekki getað haldið áfram vegna fylgis hruns sl. vor. Eðlilegt hefði verið, að þeir flokkar, sem juku fylgi sitt í kosningunum, tækju hönd- um saman um stjórn bæjarins. Hefði þá verið samið um margt varðandi lausn bæjarmála, en ekki væri það ágreiningur um þau atriði, sem orðið hefðu til samstarfsslita, heldur kæmi þar annað til. Langt væri síðan jafn vel hefði verið unnið að undirbúningi fjár hagsáætlunar og nú, og yrði hún óneitanlega til þess að ýmsum mikilvægum málum yrði hrund- ið í framkvæmd á næstu árum. Breytingartillaga Kristjáns And- réssonar væri óþörf og á misskiln ingi byggð. Óneitanlega ríkti ó- vissa um afgreiðslu fjárhagsáætl unarinnar, meðan ekki væri vissa um meirihluta til að samþykkja hana, en Sjálfstæðismenn mundu bregðast við og taka á þeim vanda eftir því sem hægt væri að vinna að farsælli lausn á málefnum Hafnarfjarðar. Jón Pálmason (F) kvað það rétt, að meginágreiningurinn hefði orðið milli samstarfsflokk anna vegna Bæjarútgerðarinnar, sökum þess að þar væru ýmsir hlutir framkvæmdir án þess að útgerðarráð fengi að fylgjast með. Síðan hefði komið uppsögn Markúsar Jónssonar verkstjóra. Framkvæmdastjóri muni hafa minnzt á það fyrir nokkrum mán uðum, að slíkt kæmi til greina, en á fundi útgerðarráðs daginn fyrír uppsögnina hafi ekki verið á hana minnzt. Að auki virtist sem ákveðinn maður hefði þeg ar verið fundinn í stað Markúsar, án þess að það væri borið undir útgerðarráð. Auk þess hefðu upp sagnir 13 verkamanna getað orðið alvarlegt mál fyrir Bæjarútgerð- ina. Á útgerðarráðsfundi 29. des. sl. hefðu framsóknarmenn gert þá kröfu að uppsögn Markúsar kæmi ekki til framkvæmda og síðast á þeim fundi hefði fram- kvæmdastjórinn látið bóka það eftir sér, að hann dæmdi sjálfur eftir hvaða samþykktum útgerð arráðs hann færi. Kristján Andrésson (K) hélt fast við breytingartiiiögu sína. sagði hann að til greinn gæti kom ið að afgreiða yrði fjárhagsáætl- un, þótt meirihluti væri ekki fyr ir hendi, og yrði þá að ræða hvert mál fyrir sig. Teldi hann að bæjar fulltrúar mundu taka ábyrga af- stöðu til fjárhagsáætlunar, yrði hún lögð fram. Eggert fsaksson (S) vék að um mælum Jón Pálmasonar um að framkvæmdastjóri bæjarútgerðar innar hefði minnzt á uppsögn Markúsar nokkrum mánuðum áð ur. Kvað hann framkvæmdastjór ann að gefnu tilefni hafa gert út gerðarráði grein fyrir þessari ráð stöfun. Liti framkvæmdastjórinn svo á, að samstarf væri með á- gætum við starfsmenn hans nema hvað hann vildi skipta um einn mann. Þetta hefði fulltrúi framsóknarmanna í útgerðarráði vitað vel um, en hann. hefði enga athugasemd gert fyrr en fram- kvæmdastjórinn hefði látið verða af þessari ætlun sinnL Um áðurnefnda bókun fram- kvæmdastjórans hefði hann látið bóka, að hann teldi uppsögnina eingöngu á verksviði fram- kvæmdastjóra, og hann þyrfti ekki að ráðfæra sig við útgerðar ráð eða fara eftir fulltrúaráði framsóknarfélaganna. Eggert kvaðst mótmæla þeim aðdróttunum, sem fram hefðu komið um framkvæmdastjórann, sem rækt hefði starf sitt af mik illi prýði, enda hefði sjáldan eða aldrei verið eins gott samstarf milli framkvæmdastjóra og út- gerðarráðs eins og frá því er hann kom að fyrirtækinu og fram til áramóta. Kristinn Gunnarsson (A) kvað sér ekki vera kunnugt um neina þá hæfileika þess manns, sem ráðinn hefði verið í stað Markús- ar, að þeir renndu stoðum undir uppsögn Markúsar, en annars teldi hann, að framkvæmdastjór- inn hefði staðið vel í stöðu sinnL Elín Jósefsdóttir (S) vék nokkr um orðum að bollaleggingum Kristjáns Andréssonar um ábyrga afstöðu bæjarfulltrúa, og kvað á- byrgðartilfinningu hans sjálfs bezt koma í ljós í þeirri yfirlýs- ingu, að hann hefði legið í Jóni Pálmasyni útaf langlundargeði hans. Vítti hún Kristján fyrir að draga málefni Slysavarnafélags- ins inn í pólitískar umræður. Þau samtök ættu að vera ópóli- tísk, en því hefði Kristján nú breytt. Páll V. Daníelsson (S) sagði að nú kvæði við annan tón hjá Kristjáni Andréssyni en 1958. Nú vildi hann halda því fram, að ekkert væri því til fyrirstöðu að afgreiða fjárhagsáætlunina, en 1958 hefði hann samþykkt frest vegna óvissu um meirihluta. Um breytingartillöguna væri það að segja, að hún væri hár- togun ein, og tillagan, eins og hún lægi fyrir, skýrði fyllilega það, sem um væri að ræða. Þórður Þórðarson (A) taldi ekki óeðlilegt að tillaga bæjar- ráðs hefði komið fram og allir skildu, að óvissa ríkti um af- greiðslu á frumvarpinu. Þórður taldi, að uppsögn Markúsar hefði ekki verið skyndiráðstöfun, heid ur' hefði verið gengið frá þessu í upphafi samstarfsins. Taldi hann vafasamt, að uppsögnin væri lögleg. Jón Pálmason (F) kvað um- mæli Þórðar á algjörum misskiln ingi byggð og rangtúlkun. Um ekkert slíkt hefði verið samið fyrirfram. Þá var gengið til atkvæða um tillögur þær, sem fyrir lágu. Var fyrst borin upp breytingartillaga Kristjáns Andréssonar og greiddi hann einn atkvæði með henni, en 4 á móti. Fyrri hluti tillögu bæjarráða var samþykktur með 8 atkv. gegn 1 (Kristjáns Andréssonar) og síð- ari liðurinn með 7 samhljóða at« kvæðum. IJnnið allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.