Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ taugardagur 2§. Janúar 1983 d HISíl tíðindi De Gaulle: Mér verða stundum á skyssur // Efnahagssamvinna Þótt rætt hafi verið um tvær áætlanir um framtíð vestrænnar samvinnu, þá er það ekki alls kostar rétt. Réttara er að telja þær þrjár. Skilgreining þeirra, frá efna- hagslegu sjónarmiði, leiðir í ljós: • Kennedy, Bandaríkjaforseti, stefnir að því að koma á fót við skiptaheild Efnahagsbandalags Evrópu, þar með talin þau ríki, sem síðar kynnu að ganga í bandalagið, og Bandaríkjanna. Slíkt samband myndi m.a. byggj ast á gagnkvæmum tollalækkun um, og hefur fyrsta skrefið í þá átt þegar verið stigið vestan hafs. Það var talinn einn mesti sigur Kennedys á síðasta þingi Banda ríkjanna, að honum skyldi þar takast að fá samþykkt sérstakt vald sér til handa til að lækka tolla. Hugmynd forsetans er sú, að samvinna á sviði viðskipta leiði síðar til allsherjarbanda- lags ríkjanna beggja vegna At- lantshafsins. • Macmillan, forsætisráðherra Breta, hefur svipaðar hugmynd- ir um framtíð vestræns samstarfs, en þó er áætlun hans að nokkru frábrugðin áætlun Kennedys. — Forsætisráðherrann vill, að auk Bretlands fái flest lönd V-Evrópu þar með talin hlutlausu ríkin Sviss, Svíþjóð og Austurríki, að- ild að EBE, auk þess, sem mörg ríki í Afríku og V-Indíum fái aukaaðild eða svipuð tengsl. Mac millan telur þó æskilegra, að bandalag ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins, sem hann er hlynt ur, byggist fyrst og fremst á við- skiptum, en ekki nánu stjórn- málasamstarfi, þar eð slíkt gæti dregið úr sjálfstæði Bretlands og bundið endi á Samveldið. • DeGaulle, Frakklandsforseti, stefnir að efnahags- og stjórn- málasamvinnu ríkjanna á megin landi Evrópu, með tengslum við nokkur Afríkuríki — án þátt- töku Breta og áhrifa Bandaríkja- anna. — Forsetinn ætlar sjálfum sér aðalhlutverki á sviði stjórn- mála í þessu „þriðja veldi“, sem á að geta staðið Bandaríkjunum og Sovétríkjunum á sporði. Eitt eiga þessar þrjár áætlanir sameiginlegt, þótt margt greini á milli: þeim er öllum, hverri í sínu lagi, beint gegn heimsyfir- ráðum kommúnista. Afleiðingar ágreiningsins geta því orðið af- drifaríkar, jafnvel þótt efnahags- mál ein séu höfð í huga. Stjórnmálafréttaritarar eru mjög margir á þeirri skoðun, að afstaða DeGaulle til aðildar Breta að EBE hafi þegar leitt til þess, að sambúð Breta og Frakka sé nú svo slæm, að slíks séu ekki dæmi síðan 1940, er þriðja franska lýðveldið gafst upp fyrir Þjóðverjum. Þeir, sem mest hafa um þessi mál ritað í Bandaríkjunum und- anfarna daga, telja, að Bandarík in, sem allt frá stríðslokum hafa sýnt, bæði í orði og verki, áhuga fyrir hraðri efnahagsþróun og sameiningu Evrópu, hafi ekki á þeim tíma orðið fyrir slíkri móðg un. Á það hefur einnig verið bent, að sá maður, sem slíku hefur komið til leiðar, hljóti að vera valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu, síðan Winston Churchill lét af embætti forsætisráðhérra í Bretlandi. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram, hvort De Gaulle, stefna hans og tilgangur, sé réttlætanlegur með tilliti til skiptingar heimsins í tvær meg inheildir. Sú mynd, sem dregin hefur ver ið af DeGaulle undanfarna daga, í ljósi síðustu gerða hans, er eitthvað á þessa leið: Stjórnmála- maður, sem telur sig bjargvætt, ekki aðeins Frakklands, heldur Evrópu í þeim skilningi, að hún verði sjálfstæð — stjórnmála- maður, sem vill firra Evrópu af- skiptum stórveldis, sem dulbúi löngun sína til íhlutunar með að- stoð — stjórnmálamaður, sem vill leita fullkomnunar í þeim verkum, er hann telur hafa fallið í sitt hlutverk að hrinda í fram- kvæmd, þótt hann kunni sjálfur að vera ófullkominn — og telur sér bezt að vinna af ákefð, festu og oft í einangrun. í endurminningum sínum, „Le Salut“, segir DeGaulle fyrir tæp um áratug, að hann hafi í huga „að vinna ríkin við Rín, Alpana og Pýreneafjöllin til fylgis við stofnun stjórnmála-, efnahags- og varnarsamsteypu; gera þá sam- steypu að „þriðja veldinu“, og, gerist það nauðsynlegt, bera sáttarorð milli Sovétríkjanna ann ars vegar og Bretlands og Banda ríkjanna hins vegar“. Þessi kafli á, að áliti margra, að afsanna þá kenningu, sem hald ið hefur verið allmjög á lofti í Frakklandi seinustu árin, að De Gaulle hafi aldrei haft í huga að stofna „þriðja veldið“. Þeirri spurningu hefur einnig mjög verið haldið á lofti nú í vikunni, hvort árangurinn af gerðum DeGaulle verði ekki létt ari á metaskálunum en óheilla- vænlegar afleiðingar. Talsmenn stjórna V-Þýzka- lands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxembourg hafa lýst andstöðu við afstöðu DeGaulle til aðildar Breta. Á yfirborðinu hefur litið út fyrir, að Frakkar myndu ein angrast frá bandamönnum sínum í Evrópu. Fréttaritarar hafa varpað fram þessari spurningu: Hvað er það, sem gefur De Gaulle þá trú, að honum muni verða stætt á þessari afstöðu sinni, þar eð hæpið verði að telja, að jafn gamalreyndur stjórnmálamaður og forsetinn taki á sig þá áhættu, sem ákvörð un hans er talin samfara, án þess að telja sig hafa sterka afstöðu7 Viðleitni þeirra til að svara hef ur m. a. leitt eftirfarandi í ljós, að þeirra dómi: • Efnahagsleg tengsl ríkjanna í EBE eru það sterk orðin, að ekki verður snúið til baka. • Það eru raunverulega fleiri en DeGaulle, sem ekki vilja aðild Breta að EBE. • DeGaulle er hlynntur áætlun- arbúskap, þar sem ríkið hafi miklu hlutverki að gegna á efna hagssviðinu. • Stjórnir margra Evrópuríkja, sem vilja að nokkru eða ein- hverju leyti stjórna í anda sósíal- isma, óttast hömlulausan kapítal ismana verði stofnað til efnahags samvinnu við Bandaríkin. Fransk ir hagfræðingar hafa þegar bent á hættu, sem þeir telja að sé fólg in í fjárfestingu Bandaríkjanna í Evrópu. • Sterk öfl í viðskiptaheimi Evrópu krefjast verndar gegn samkeppni frá Bandaríkjunum. Mun þar sérstaklega um að ræða vefnaðarvöru- og aluminiumfram leiðendur. • Loks er á það bent, að í Evrópu geri vart við sig andúð á Banda ríkjunum, sem taki á sig gervi þjóðernisstefnu. Því sé DeGaulle nú að reyna að vekju upp þá stefnu, undir því yfirskyni, að verið sé að leggja grundvöllinn að sjálfstæði álfunnar. Á það hefur verið bent af bandarískri hálfu, að ráðamenn vestra hafi ekki gengið þess duld ir, að þjóðerniskennd myndi gera vart við sig í Evrópu, er velmeg unar og jafnvægis í stjórnmálum tæki að gæta. Þessi þróun hefur ekki, að sögn fréttamanna, verið talin hættuleg af Kennedy eða meðráðamönnum hans. Frekar hafi verið talið, að hún myndi leiða til góðs, ýtti hún undir framlög einstakra þjóða til efling ar alþjóðasamstarfi. Atburðir undanfarinna daga hafa kallað fram margar spurn- ingar, sem enn er ósvarað. De Gaulle hefur komið af stað um- ræðum — jafnvel um enn fleiri hluti, en margir telja, að honum komi vel. Eitt þýðingarmesta atriðið, sem til umræðu hefur komið, er hvort Evrópa muni nokkurn tíma taka þátt í víð- tækara samstarfi Vesturlanda. DeGaulle er ákveðinn í af- stöðu sinni til Efnahagsbanda- lagsins. Eitt sinn sagði hann: „Mér verða stundum á skyssur í gerðum mínum, en spádómar mínir eru alltaf réttir“. Varnarmál Eru Vesturveldin nú betur undir það búin að mæta sókn alheimskommúnismans, er De- Gaulle, Frakklandsforseti, hefur stigið fyrsta, örlagaríka skrefið til að móta Evrópu eftir sínu höfði, en vera mundi, etf til bandalags ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins kæmi? Séu áætlanir um framtíðar- samstarf vestrænna ríkja mis- munandi, hvað viðvíkur efna- hagsmálum, eru þær ekki síður ólíkar á sviði varnarmála. Frétta ritarar eru flestir á þeirri skoð- un, að ágreiningur á því sviði kunni að reynast enn afdrifarík- ari, en á sviði efnahagsmála. Kennedy, Bandaríkjaforseti, hefur beitt sér fyrir því, að Bandaríkjamenn hefðu frum- kvæðið á sviði kjarnorkuvopna, þó þannig, að til greina kæmi, að nokkur NATO-ríkjanna hefðu fulla hönd í bagga. Það er þó stefna Bandaríkjanna, að þótt til slíks kæmi, þá ættu einstakar þjóðir í Atlantshafsbandalaginu ekki að koma sér upp eigin kjarnorkuher. Maomillan, forsætisráðlherra Breta, er samþyklkur því, að Bandaríkin hafi forystu á þessu sviði varnarmála, og því, að Bretar háfi fulla samvinnu við Bandaríkin, og e.t.v. önnur NATO ríki, er tækju þátt í yfirstjórn þessara mála. Þótt Bretar hafi yfir að ráða kjarnorkuvopnum, þá myndu þau einnig falla undir sameiginlega yfirstjórn, komi til hennar. DeGaulle, Frakklandsforseti, vill ekki deila kjarnorkuvopn- um sínum með öðrum NATO- ríkjum, og hann vill ekki hverfa frá þeirri hugmynd sinni, að koma upp sjálfstæðum, frönsk- um kjarnorkuher. Þessi afstaða hans kom greini- lega fram, er hann hélt blaða- mannafund 14. janúar. Þar hafn- aði hann: • Boði Bandaríkjanna um að Frakkar fengju Polaris-eldflaug- ar — á þeim grundvelli, að hér væri um að ræða herbragð Kennedys til að gera Frakka Bandaríkjamönnum háða. • Því, að Frakkar tækjit þátt í sameiginlegu varnarstarfi NATO-ríkja, með kjarnorku- vopn — þar sem Bandaríkin legðu til mestan hluta vopnanna og Frakkar þau, sem þeir hefðu yfir að ráða, þannig þó, að Bandaríkin héldu forystuhlut- verki sinu á því sviði. Það er skoðun ýmissa, sem gerzt telja sig þekkja til skoðana DeGaulle, að hann telji, að þar muni koma í deilu Kínverja og Rússa, að Rússar muni taka hönd um saman við Evrópuþjóðir, jafnvel þótt það muni kosta al- geran klofning innan kommún- istaríkjanna. Því telji hann algerlega óhugsandi að taka þátt í varnarstarfi NATO, með kjarn orkuvopn, né að hætta við kjarn orkuhervæðingu Frakka. Brezkir sérfræðingar aðhyll- ast þá skoðun, að DeGaulle geri sér fyllilega grein fyrir því, að Frakkar muni ekki uip langt skeið eignast þau kjarnorku- vopn, sem jafnist neitt á við vopn Bandaríkjamanna eða Rússa. Hann treysti hins vegar á það, að Bandaríkin muni ekki, þrátt fyrir afstöðu Frakka, hætta við að veita Evrópu þá vernd, sem nauðsynleg sé. Sé DeGaulle á sömu skoðun og Bretar — og fleiri — að öfl- ugur, franskur kjarnorkuher sé hugarburður, þá felur hann þá skoðun sína að baki þeim orð- um, sem réttlæta eiga stefnu hans. Forsetinn segir: „Hver getur sagt, hvað gerist á morgun? Hver getur sagt, breytist stjórnmálaaðstaðan — og það hefur komið áður fyrir — að veldin tvö (Bandaríkin og Sovétríkin) muni ek'ki komast að samkomulagi um að skipta heiminum á milli sín? Hver getur fullyrt, að þessi veldi muni ekki komast að sam- komulagi um að skjóta ekki kjarnorkusprengjum hvort á annað, en muni í þess stað ráð- ast á önnur lönd? Það er hugs- anlegt, að einn dag muni Rúss- ar leggja V-Evrópu í auðn og Bandaríkin eyða Mið-Evrópu. Hver kann að vita, nema þessir tveir keppinautar muni ekiki sameinast eftir stórbreytingar á sviði stjórnmála og þjóðfélags- mála.“ Bandarískir fréttaritarar hafa bent á, að þessi ummæli hafi vakið mikla gremju ráðamanna í Washington. Þeir benda á, áð Bandaríkin hafi lýst því yfir, að árás á bandalagsríki yrði talin árás á Bandaríkin. f orðum De- Gaulle getur ekki annað falizt, en það, að hann treysti ekki heitum bandarískra ráðamanna, þeir muni bregðast, ef á reyni. Þessi skoðun kemur jafnvel enn betur í Ijós, ef litið er á önnur ummæli DeGaulle um sama mál. Hann segir: „Eðlilega stefna Bandaríkj- menn fyrst og fremst að því að styrkja sínar eigin varnir. Varn- ir Evrópu verða látnar sitja á hakanum í því tilliti .... undir þessum kringumstæðum getur enginn sagt, á hvern hátt, eða að hve miklu leyti Bandaríkja- menn myndiu nota kjarnorku- vopn sín til varnar Evrópu.“ ' Þessi ummæli hafa leitt til spurninga: • Ætlar DeGaulle sér að ein- angra Evrópu — Er klofningur framundan í NATO — Munu Bandaríkjamenn kalla her sinn heim frá Evrópu? f því sambandi hefur m.a. ver- ið á þetta bent: f Frakklandi: De Gaulle telur Bretland vera nokkuns konar Trójuhest, sem Bandaríkjamenn ætli sér að nota til að seilast til yfirráða í Evrópu. í Bretlandi: DeGaulle hefur lagt út í mestu fjárkúgun allra alda. I V-Þýzkalandi: Sama daig sem DeGaulle hafnaði boði Bandaríkjamanna um Paliaris- eldflaugar, tóku V-Þjóðverjar því. — Margir ráðamenn, ef ekki flestir, í V-Þýzkalandi telja, að Bretar verði að fá aðild að EBE — og vinsamleg sambúð við Bandaríkin sé grundvallarskil- yrði fyrir því, að V-Þjóðverjar fái haldið sjálfstæði sínu — að- eins Bandaríkin geti veitt nauð- synlega vernd. ^ Á ftalíu: ftalski fjármálaráð- herrann, Ugo La Malfa, segir: DeGaulle getur ekki litið á íta- líu og önnur lönd EBE eins og nýlendur. í Bandaríkjunum: Þar er af staða DeGaulle til yfirlýsinga um hugsanleg svik við EKrtfópu í varnarmálum talin vera einhver sú mesta móðgun, sem hægt sé að hugsa sér. Einn fréttaritari hefur líkt DeGaulle við Walter Mitty (fræg dagdraumahetja i kvikmyndum), sem lifi í frægð- ardraumum og ætli sér að vinna orustuna við waterloo á nýjan leik.- / Spurningarnar þrjár, sem. varpað var fram að ofan, eru erf- iðir viðfangs, en þessi afstaða er þó ríkjandi: DeGaulle mun vart hugsa sér að einangra Evrópu í versta skilningi — NATO mun vafa- laust halda varnarmætti sínum gagnvart kommúnis'taríkj unum. Breytingar þær, sem verið er að gera, þ.e. væntanlegur brott- flutningur eldflauga af Júpíter- gerð frá Tyrklandi og e.t.v. Ítalíu, er ekki undirstöðubreyt- ing innan NATO — verið er að fjarlægja úrelt vopn, að sögn sérfræðinga — og koma fyrir nýjum, þ.é. Polaris. Þær flaugar verða í kafbátum í hafinu um- hverfis þessi lönd. Hins vegar er af sumum talið, að þessar breytingar geti tekið langan tíma, þ.e. fullkomnun Polaris- flotans. — Ólíklegt er talið, að Bandaríkjamenn muni kalla her sinn heim frá Evrópu, og óihugs- andi í náinni framtíð. Getum útvegað mikið úrval sundköfunartækja. Nýjungar ársins, tæki sem í USA eru talin bezt — gerð af ktmnustu visinda- mönnum Evrópu og Amer- íku. — Pantið tímanlega. Umboðsmenn: Viggo Oddsson Hvassaleiti 6, sími 24818. öm Ingólfsson Leifsgötu 16, sími 18158. Smurt brauð og snittur Opið frá kl. 9—11,30 e.h- Sendum heim. Brauðborg Frakkastíg 14. — Sími 18684

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.