Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. jarmar 1963
MORCVNBLAÐ1Ð
5
ÞESSI mynd var tekin rett fyrir brotMorina a fknmtudag
af þeim hjónunum Hirti Pálssyni og Steinunni Bjarman.
Steinunn heldur á dóttur þeirra, Huldu litlu, og á milli
þeirra er dóttir Steinunnar, Kristín Pálsdóttir.
Rœðst sem bóka-
vörður til Viinnepeg
. MENN 06
m MAŒFNI=
ÞAU hjónin Hjörtur Pálsson
og Stéinunn Bjarman fóru
utan laust eftir miðnætti á
fimmtudagskvöld ásamt börn-
um sínum tveim áleiðis til
Winnepeg, þar sem Hjörtur
gerist bókavörður í íslandis-
deild Eliztbeth Dafoe Library,
sem er bókasafn háskólans í
Manitoba, og þar sem hann
hyggst einnig gjarna munu
leggja stund á bókasafnsfræði.
Er Hjörtur leit til mín að
kveðja mig á fimmtudaginn
greip ég taekifærið og spurði
hann frétta í leiðinni:
— Hvað hyggst þú dvelj-
ast lengi í Winnepeg, Hjört-
ur?
— Ég er ráðinn til tveggja
ára, — og ef vel gengur verð-
ur sjálfsagt hægt að fá þann
samning endurnýjaðan. En á
þessu stigi málsins ætlum við
okkur ekki að ílendast vestra
til langframa. Ég vil helzt
koma heim með bókavarðar-
réttindi, jafnskjótt og unn't er.
— Og þá kannske hefja
nám við Háskólann hér?
— Þeirri spurningu þori ég
ekfci áð svara núna. En ég
gæti vel trúað, að mig lang-
aði til að læra meira, þegar
ég kem heim, og þá einna
helzt íslenzk fræði.
— Hefur Steinunn kona þín
einnig i hyggju að starfa við
bókasafnið?
— Ég veit það ekki enn þá.
En hún lauk eins og þú veizt
fyrsta hluta í bókasafnsfræð-
um við Háskóla íslands í fyrra,
svo að það gæti vel komið
til mála, ef þess yrði kostur.
En fyrst verðum við að koma
okkur fyrir.
— Hvað getur þú frætt mig
um bókasafnið?
— Það mun vera í kringum
230 þús. binda safn í heild og
fer ört vaxandi. fslandsdeildin
telur að mig minnir rösk 10
þús. bindi. Þeim f jölgar óðum,
enda nýtur safnið ákvœða ís-
lenzku prentskilalaganna frá
1939 og á að fá eitt eintak
af öllum þeim bókum, sem
prentaðar eru hér á landi. Ég
held, að mér sé óhætt að full-
yrða, að þessi fslandsdeild sé
annað stærsta safn íslenzkra
bóka vestan hafs, en fþaka
mun vera stærst. Safnið á all
gott safn íslenzkra blaða og
tímarita frá 1796 til þessa
daigs. Og enn fremur eru þar
geymd mörg eiginhandarrit
Stephans G. Stephanssonar.
Annars eru þetta ekki upplýs-
ingar frá fyrstu hendi, því
að ég hef efcki séð safnið enn
þá.
— Og hvernig leggst ferða
lagið í þig?
— Síðustu dagana höfum
við hvorki haft tíma til að
kvíða fyrir né hlakka til. En
við værum varla að leggja
af stað vestur í kvöld, ef okk-
ur fýsti ekki fararinnar og
byggjumst ekki við að hafa
neitt upp úr henni.
— Og líklega færist þú all-
ur í aukana í yrkingum þín-
um þar vestra, Hjörtur. Verð-
ur kannske vestur-íslenzkt
sfcáld?
— Ætli það. Mér finnst
efcki rétt að auglýsa mig skáld
þótt ég hafi haft gaman af að
stinga niður penna við og við
á menntaskólaárunum. Slétt-
an er flöt, eins og þú veizt, og
þó ég vilji ekki lasta okkar
ágætur vestur-íslenzku skáld,
kysi ég þó fremur að halda
mínu þjóðerni ómenguðu, ef
það kæmi þá til. — H. Bl.
P
Hafskip: Laxá er 1 Rvík. Rangá
fór frá Gautaborg 22. þ.m. til íslands.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla lestar á Faxaflóahöfnum.
Askja er á leið til Norðausturlands-
hafna.
H.f. Eimskipafélag íslands:
Brúarfoss fór frá Rvík í gærkvöldi
til Dublin og NY. Dettifoss er á leið
til NY. Fjallfoss fór frá Kotka í gær
til Ventspils og Rvíkur. Goðafoss fór
frá ísafirði í gær til Súgandafjarðar,
Flateyrar, Bíldudals og Keflavíkur.
Gullfoss fór í fyrradag frá Hamborg
til Kaupmannahafnar. Lagarfoss kom
til Gloucester 23. þ.m., Reykjafoss fór
frá Moss 24. þ.m. til Antwerpen og
Rotterdam. Selfoss er í NY. Trölla-
foss kom tiil Avonmouth í fyrradag.
Tungufoss kom til Avonmouth 23.
þ.m.
H.f. JÖKLAR: Drangajökull er i
Keflavík. Langjökull lestar á Norður-
Xandshöfnum. Vatnajökull lestar á
N orðurlandshöf num.
Skipadeild SÍS: Hvassáfell er á
Seyðisfirði. Arnarfell er í Rotterdam.
Jökulfell er á leið til Gloucester. Dís-
arfell kemur til Hamborgar í dag frá
Gautaborg, og fer þaðan til Grimsby.
Litlafell er á Patreksfirði. Helgafell er
á leið til Finnlands. Hamrafell er í
Rvík. Stapafell fer frá Vestmannaeyj-
um í dag til Manchester.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á
Austfjörðum á norðurleið. Esja var
við Shetlandseyjar kl. 1Ö í gærkvöldi
á leið til Rvíkur. Herjólfur fer frá
Vestmannaeyjum kl. 21 í kvöld til
Rvíkur. Þyrilil er á leið frá Færeyjum
til Rvíkur. Skjaldbreið er á Norður-
landshöfnum. Herðubreið er á leið
frá Austfjörðom til Rvíkur. I
Loftleiðir h.f.: Eiríkur rauði er
væntanlegur frá NY kl. 06:00. Fer til
Luxemborgar kl. 07:30. Kemur til
baka frá Luxemborg kl. 24:00. Fer til
NY kl. 01:30. Snorri Sturluson er
væntanlegur frá Hamborg, Kaupm.-
höfn, Gautaborg og Oslo kl. 23:00.
Fer til NY kl. 00.30.
Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug:
Tveir marzbúar lentu í geim-
skipi sínu í Afríku og þegar í
stað söfnuðust forvitnir apakettir
í kringum þessa óvæntu gesti.
f>á sagði annar geimfarinn: —
Þeir eru nú hreint ekki eins kjána
legir og maður gæti haldið eftir
útvarpsdagskánum þeirra.
xxx
Auðkýfingur og rithöfundur
sátu hlið við hlið í veizlu. 9á
síðarnefndi þreyttist mjög á
millanum, sem masaði í sífellu
um bókmenntir af lítilli þekk-
ingu. Að lokum spurði sá ríki:
— Segið mér eitt, hvaða bók
mynduð þér helzt vilja taka yð-
ur í hönd og blaða í, ef þér
ættuð lausa eina kvöldstund?
— Það vill nú þannig til, svar
aði rithöfundurinn, að sú bók er
eftir yður?
— Hvernig má það vera, spurði
millinn forviða. Aldrei hef óg
gefið út neina bók.
— Ég á við baníkalbók yðar,
I svaraði þá síkáldið.
Millilandaflugvélin Gullfaxi fer til
Bergen, Oslo og Kaupmannahafnar
kl. 10:10 í dag. Væntanl. aftur til Rvík-
ur kl. 16:30 á morgun. Innanlands-
flug: í dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar (2 ferðir), Húsavíkur, Egils-
staða, Isafjarðar og Vestmannaeyja.
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar og Vestmannaeyja.
Nef, það hefor ekkert svar borizt
til ,^læsilegrar og hrúnhærðrar‘%
en ef þér bíðið andartak, þá ætla
ég sjáXfur að skriia svar.
Hríseyingar
Ársbátíð Hríseyinga
verður í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 2.
marz. Tilkynnið þátttöku í síma 24656.
Til sölu
eru ný dagstofuhúsgögn vegna brottflutnings. —
Ennfremur 2ja manna svefnbekkur með góðum
rúmfatageymslum. Hagkvæmt verð. Upplýsingar í
síma 13658 frá kl. 1—8 e. h. í dag.
1 háseta og
beitningamenn
vantar á línubát sem rær frá Sandgerði. Upplýs-
ingar í síma 51297 og 7482, Sandgerði.
Keflavík - Suðurnes
Rödd sannleikans meðal margra radda nefnist
erindi, sem Júlíus Guðmundsson flytur í samkomu-
salnum í Vík, sunnudagskvöldið 27. jan. kl. 8,30.
Allir velkomnir.
Pianó
Grotrian — Steinweg, Hornung & Möller,
Herm. N. Petersen o. fl. — Verð frá kr. 8.850,00.
HELGI HALLGRÍMSSON,
Ránargötu 8. — Sími 11671.
Stúlka
óskast í vélasal. —
Talið við verkstjórann.
*
Isafoldarprentsmiðja hf.
SELFOSS OG NÁGRENNI
Sunnudaginn 27. jan. kL
20,30 flytur Svein B. Jo-
hansen erindi sem nefnist
„Hver fær að búa á fjall-
inu þínu helga?“ í Iðnað-
armannahúsinu. —
Einsöngur: Anna Johansen.
Litskuggamyndir.
Arni Jónsson
syngur. —
Allir velkomnir.
Hvaða stórviðburðir eru
að gerast á sviði trúmál-
anna? nefnist erindi, sem
Júlíus Guðmundsson flyt-
ur í Aðventkirkjunni, Ing-
ólfsstræti 19, sunnudag-
inn 27. jan. kl. 5 e. h.