Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUN BL AÐIÐ taugardagur 26. janúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD KEMUR í HEIMSÓKN — Það er kannski einhver af mönnunum mínum.... — O, ekki aldeilis! Það var Carr Robertson, eða svo sýndist mér. — Þá hefur það víst verið hann. — Það snörlaði í frú Filchett. Ekkert fór eins í taugar hennar og það, ef einhver ætlaði að leyna einhverju fyrir henni. — Jónatan! Þú ert að plata mig! Er Carr kominn heim? — Það er hann víst. — Og mátti ekki seinna vera, ef ég má segja meiningu mína. Hefur hann sætzt við Elísabetu? — Hún fékk vingjarnlegt bros að svari. — Þú ættir að spyrja hann sjálfan. Það snörlaði aftur í frúnni. — Þessir skrautdiskar eru alltof dýrir hjá þér. — Þú verður að muna eftir tekjuskattinum mínum. — En mínum, þarf ég ekki líka að muna eftir honum? Carr gekk inn um einkadyrn- ar og blístraði. Elísabet hrökk við þegar hún heyrði það. Svona hafði hann alltaf farið að áður — gengið inn um dyrnar, stanz- að þar og blístrað, svo að ef hún var uppi, þá heyrði hún það og kom niður, en ef hún V2tr í setustofunni þurfti hún Árbæjarbl. og Selási Fyrir nokkrum dögum hóf Morgunblaðið skipulega dreif ingu blaðsins í Árbæjar- og Selásbyggðinni, og er blaðið' nú borið árdegis til kaup- enda. XJmboðsmaður • MbL fyrir byggðina er Hafsteinn Þorgeirsson að Árbæjarbletti 36, og hefur hann á hendi alla dreifingu og innheimtu blaðs- ins. Hafnarfjörbur Aígreiðsla Morgunblaðsins í Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla blaðsins í Kópa- vogi er að Hlíðarvegi 35, sími 14947. Garbahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir kaupendur þess í Garða- hreppi, er að Hoftúni við Vífilsstaðaveg, sími 51347. ekki annað en segja: „Kom inn!“ Hún kallaði til hans og á næsta vetfangi var hann kom- inn og hún í faðmi hans.. En einhvernveginn hélt hann þann- ig utan um hana, að húi. varð hissa á því. Og svo varð hún hrædd. Hann kyssti hana ekki, en hélt henni aðeins, rétt eins og hann gæti ekki hugsað sér að sleppa henni. — Hvað er að, Carr? ' Hún varð að endurtaka orðin, ög jafnvel þá leið nokkur stund áður en hann svaraði. Hann lin- aði takið, og hélt henni frá sér í arms lengd, og lagði hendurnar þungt á axlir hennar, um leið og hann sagði: — >ú verður víst að varpa mér aftur fyrir borð. — Carr! — James Lessiter var myrtur í gærkvöldi, og það fer varla hjá því að ég verði grunaður um það. Hún horfði fast framan í hann. — Og er sá grunur réttur? Hann hló hörkulega. — Þarna sér maður. Þig vant- ar ekki spönn til að trúa því líka. Augun í Elísabet voru skær er hún horfði á hann. — Ekki nema þú segir það sjálfur. — Jæja, ég gerði það nú ekki. Ég hefði getað gert það, áður en ég hitti þig, en ekki eftir það. Og að minnsta kosti hefði ég aldrei komið aftan að honum og rotað hann með eldskörungi. — Carr! En einhver hgfur gert það. Ég fann hann.... — Þú hefur þó ekki farið þangað.. ? — Jú, víst fór ég þangað. Það þýðir ekkert að segja mér, að ég hafi verið bjáni — því að það veit ég. Ég vissi ekki, að hann myndi verða myrtur. Ég ætlaði að hitta hann og segja honum meiningu mína um hann, skella hurðum og allt þessháttar — fara svo burt og láta sögunni vera lokið — og svo brúðkaup og „áttu börn og buru“. Mér fannst þetta góð hugmynd. Þú skilur, að ef hann ætlaði að fara að verða á ferli til og frá Melling-húsinu Og ég til og frá Hvítakofa, þá hlutum við að hitt- ast. Svo að mér fannst réttara að gera upp við hann undir fjögur augu, eins og siðaður maður. Svo gátum við hundsað hvor annan eftir eigin geðþótta, og Mellingþorp myndi hætta að bjóða okkur heim saman. Mér fannst þetta góð hugmýnd, eins og allt var í pottinn búið. Hún stóð þarna kyrr og horfði á hann með höfuðið ofurlítið reigt aftur, en augun viku aldrei frá andliti hans. — Hvað skeði svo? Þú verður að segja mér það. Hann sagði henni frá því, þegar hann sá Ijós 1 glugganum hjá Katrínu og hélt áfram upp að húsinu, og síðan fyrir hornið, upp þrepin og inn um dyrnar, sem stóðu í hálfa gátt, en tjald dregið fyrir að innanverðu. Hann dró ekkert undan lýsing- unni: þarna lá maðurinn dauður fram á borðið.. skörugurinn blóð ugur, regnkápan með alblóðuga ermina og öll slettótt. Þegar hann hafði lokið sög- unni, sagði hún: — Það varð að gera það, ef ske kynni, að.... Hún hristi höfuðið. — Já, það var slæmt. Þú varst að segja, að þú mundir ekki koma aftan að neinum og rota hann með skör- ungi. Hélztu, að Rietta mundi gera það? Hann roðnaði. — Ég fór ekki að hugsa um það, fyrr en löngu seinna. Þessi déskotans regnkápa var þarna — og svo visci ég ekki fyrr en ég var farinn að þurrka af skörUngnum. En ég býst ekki við, að það geri neitt til eða frá. Morðinginn hefur líka hugsað sig vel um. Hann hefur brugðið sér í kápuna áður en hann framdi verkið, eða þá hann at- áði hana út á eftir — viljandi. Heldurðu þá, að hann hefði lát- ið sér sjást -'fir skörunginn? — Nei. Hún hugsaði sig ofur- lítið um. — Carr, ef þú fórst burt með regnkápuna og skildir ekki eftir nein fingraför, þá sé ég ekki neina ástæðu til, að neinn fari að hafa þig grunaðan. Hann svaraði hörkulega: — En hún Fancy litla? Yið vorum að skoða myndablöðin, sem hann séra Ainger kom með, og við sáum myndina af James Lessit- er. Ég man nú ekki, hvað ég sagði, en hún er vís til að muna það. Það var eitthvað í áttina til: „Þarna hef ég þig, svínið þitt!“ Og svo þaut ég eins og eldibrandur út úr húsinu. — En heldurðu ekki, að hún þegi. Gætirðu ekki beðið hana að....? Hann hleypti brúnum, dökkur á svipinn: — Nei! En svo var eins og hann lin- aðist. — Það mundi ekki þýða neitt þó að ég gerði það. Hún er einföld eins og krakki, og þeir mundu strax veiða það upp úr henni. Miklu betra að lofa henni að tala, og láta svo eins og maður hafi engu að leyna. Síminn hringdi og Elísabet — Eg drekk til þess að reyna kvöld hefur mér tekizt það. að gleyma konunni minni og í tók hann. Hann heyrði hana segja: „Já, hann er hérna“. Svo leit hún um öxl til hans. — Það er hún Rietta, og hún vill tala við þig, Carr. Djúp röddin í Riettu Cray kom gegn um símann. Hún tal- aði þýzku, og sagði: — Það þýðir ekki neitt, Carr. Þeir eru búnir að taka regn- kápuna. Við þvoðum hana ekki nógu vel. Frú Mayhew veit, að ég kom þarna. Hún lá á hleri. Hún heyrði hann tala um erfða- skrána sína og segja: „Ef Carr hinn ungi myrðir mig í kvöld, erfir þú Iaglega upphæð“. Sem sagt, það þýðir ekki neitt og mér fannst réttara að vara þig við. Það heyrðist smellur og hann lagði frá sér símann, sneri sér við og endurtók það, sem hann hafði heyrt. Loks endurtók hann orð Riettu: — Það þýðir ekki neitt. — Hún svaraði: — Þeir kom- ast áreiðanlega að því, hver gerði það. En þú ættir að fá þér lögfræðilega aðstóð. — Já, ég ætla að fara til hans Holderness gamla. — Já, en hann fæst ekkert við... .sakamál. — Guð minn góður! Þarftu nú að minna mig á það. —• Afsakaðu. — Það er ekkert að afsaka; maður verður víst að ganga gegn um kvörnina, hvernig sem allt fer En svo að maður minnist á Holdemess — hann þekkir okkur öll, og ef við emm of glæpsamleg fyrir hann, þá vísar hann okkur til einhvers annars. Hann hlýtur að vita, hvert bezt er að snúa sér. Ég ætla að skreppa til hans. — Komdu hingað aftur . og lóttu mig vita, hvað hanr segir. Hann kinkaði kolli og gekk til dyranna, en sneri þar aftur. — Elísabet. .við skulum sleppa þessu, sem í gærkvöldi. Við er- um ekki trúlofuð lengur. Augu hennar ljómuðu meir en nokkm sinni áður. Hún var nægilega hávaxin til að leggja armana um hálsinn á honum án þess að þurfa að tylla sér á tá. Hún dró að sér höfuð hans, þangað til kinn nam við kinn. — Erum við það ekki? KALLI KUREKI - * - * Teiknari: Fred Harman REO flM I LC KEEP A SHARP EVEOUT FCZTH' PZOFBSSOR. PAVE! KEEP IM TOUCH WITH " — Við Kalli munum hafa auga með þessum prófessor, Davíð, og hafa samband við þig síðar. i— Verið þið sælir á meðan, en nú ætla ég að skreppa heim á búgarðinn. —- Hún frænka er orðin afar óróleg þín vegna. Hvar hefur þú verið alla síðustu viku? — Nú skulum við halda af stað og ég skal segja þér það á heimleiðinni. — Þetta hlýtur að vera hann. — Hvað er þetta? — Hvern heldur þú, að þú sért að ráðast á, kúreki? — Nei. — Gott og vel, elskan, sama er mér — við skulum þá bara gifta okkur, til þess að þurfa ekki að vera trúlofuð. —. Elísabet! —- Láttu nú ekki eins og bjáni. Hlauptu heldur til hana Holderness gamla. XXI. Hr. Holderness hallaði sér aftur í stólnum. Roðinn í and- liti hans var með mesta móti, en svörtu augnabrúnirnar, sem voru í svo skemmtilegri „ndstöðu við hvíta hárið, voru dregnar saman og hann var áhyggjufull- ur á svipinn. Og þessi svipur jókst eftir því sem leið á sögu Carrs. Hann dró andann djúpt og blés síðan mæðilega. Góði Carr minn! Carr kipraði varirnar. — Já, þetta er i Tlvað, finnst þér ekki? Holderness sló á hnén á sér með stóru fingrunum. — Þér er auðvitað ljóst, að ef þetta kemur fram í dagsljósið, áttu það á hættu að verða tek- inn fastur. —- Já, ég hef ekki gert annað en gera mér það ljóst. — En svo er < auðvitað engin ástæða til þess, að það komi fram í dagsljósið. — Hvað áttu við? — Hver veit, að þú fórst i húsið í gærkvöldi? Hverjum hef- urðu sagt það? Carr yppti öxlum. — Riettu — Elísabet og þér. — Segðu það þá ekki neinum fleirum. Þau verða að halda sér saman og þú líka. Hann svaraði dræmt: — Það er ég ekki viss um. — Það ættirðu nú samt að vera. — Það er ég ekki viss um. Þú skilur: þeir vita, að Rietta kom. þarna — og það er hægt að segja, að hún hafi haft ástæðu til þess. Hún fór þangað til að 31ÍItvarpiö Laugardagur 26. janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan framundan Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin — (16.00 Veðurfregnir). 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds son). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Frú Sólveig Eyjólfsdóttir, Hafnarfirði velur sér hljóm- plötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Toddo frá Blágarði" eftir Margréti Jónsdóttur: VIII. (Höfundur les). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Amphitryon 88“ eft ir Jean Giraudoux. — Andrés Björnsson íslenzkaði. — Leik stjóri: Indriði Waage. 22.10 Þorradans útvarpsins (Þar I leikur hljómsveit Hauks Mort hens). — 24.00 Veðurfregnir. 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.