Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 26. janúar 1963 MORCrxnranið Gísli Gunnarsson kaupmaður HINN 20. des. sl. andaðist að Sólvangi Gísli Gunnarsson, fyrr- verandi kaupmaður, og var hann jarðsettur frá Fríkirkjunni 29. des., og er þar genginn einn af elztu og mætustu borgurum þessa bæjar. Hann hafði þá dvalizt hér í Hafnarfirði í rúma hálfa öld. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Gísla Gunnarssonar að leiðarlokum og þakka honum gömul og góð kynni. Ég var svo heppinn að kynnast Gísla, þegar ég var drengur og svo seinna á lífsleiðinni unnum við saman í yfir 20 ár í Kaupmannafélagi Hafnarfjarðar. Gísli fæddist 14. nóvember 1876 að Rofum í Mýrdal. Hann var á fjórða ári, er hann missti föður sinn, og ólzt upp á hrakn- ingi í Mýrdalnum, eftir föður- missinn. Þegar hann var 13 ára, byrjaði hann að stunda sjóróðra, en fluttist til Reykjavíkur, þegar hann var 16 ára gamall. Þegar til Reykjavíkur kom, lagði hann fyrst stund á skósmíði og réðst til náms hjá færeyskum skósmið, Jakobsen að nafni, er rak skó- smíðavinnustofu í Kirkjustræti 10. Að námi loknu vildi Jakob- sen ekki gera samning við Gísla, og réðst hann þá til verzlunar- starfa hjá Kristjáni Þorgríms- syni & Bartels, sem ráku verzlun í Kirkjustræti 10. Tveim til þrem árum seinna fór Gísli að stunda sjó á þilskipum, og var til sjós í næstu 15 ár, fyrst sem mat- sveinn og síðar háseti og loks stýrimaður, og oft tók hann að sér skipstjórn í lengri eða skemmri tíma, og fór honum það allt vel úr hendi. Oft kom það Hafnarfirði fyrir á þessum árum, að Gísli bar gæfu til þess að bjarga mönn um úr sjávarháska. Þegar Gísli hætti sjómennsku, réðist hann sem íshússtjóri til Ágústar Flyg- enrings, og vann hjá honum í 12 ár. Árið 1923 stofnaði hann verzlun á Hamrinum, sem hann rak í 37 ár, eða til ársins 1960. Þegar Gísli fluttist til Hafnar- fjarðar, byggði hann hús víð Hellisgerði og þar rak hann bú- skap með öðrum störfum sínum. Árið 1920 byggði hann svo hús sitt við Suðurgötu, og jók þá mjög búskap sinn, hafði stórt kúabú og mikla jarðrækt í mörg ár. Gísli var slökkviliðsstjóri hér í bæ í 36 ár og stundaði það starf, sem önnur af mikilli kost- gæfni. Þá tók hann mikinn þátt í margs konar félagsstarfsemi. Hann vann að stofnun Búnaðar- félags Hafnarfjarðar á sinum tíma; einnig var hann hvata- maður að stofnun Mjólkurbús Hafnarfjarðar, ásamt Jóhannesi heitnum Reykdal. Þá tók hann fyrr á árum mikinn og góðan þátt í sönglífi bæjarins, m. a. var hann einn af stofnendum Karla- kórsins Þrasta. Eins og áður er getið, starfaði hann mikið í Kaup mannafélagi Hafnarfjarðar, og var formaður þess í mörg ár. Einnig vann hann að stofnun sambands smásöluverzlana, sem nú heitir Kaupmannasamtök fs- lands, og var hann fyrsti fulltrúi Kaupmannafélags Hafnarfjarðar i þeim samtökum. Gísli var mjög félagslyndur maður og hrókur alls fagnaðar, þegar hann tók þátt í gleðskap í þeim mörgu félögum, sem hann var í. Gísli var einn af stofnendum Fríkirkjusafnaðarins í Hafnar- firði. Hann var heiðursfélagi í skipstjóra- og stýrimannafélag- inu Öldunni, Búnaðarfél. Hafnar fjarðar og einnig í Kaupmanna- félagi Hafnarfjarðar. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ísl. fálkaorðu fyrir vel unnin störf í þágu þjóðfélagsins. Gísli var maður höfðinglegur á velli og sópaði að honum, hvar sem hann fór. Hann var einn þeirra manna, sem varð að berj- ast áfram í örbirgð og umkomu- leysi, en tókst að lokum að kom- ast til bjargálna og kannske vel það. Gisli var maður bóngóður og hjálpaði mörgum, sem til hans leituðu. Gísli eignaðist með heitmey sinni, Máilfríði Jóhannesdóttur, einn son, Konráð, kompássmið, kvæntur Guðrúnu Guðmunds- dóttur. Árið 1910 kvæntist Gísli Guð- riði Ólafsdóttur, ættaðri frá Merkisnesi í Höfnum, mestu myndarkonu, en hún lézt 5. jan. 1930, eftir langvarandi veikindi. Þau eignuðust 4 börn: Málfríði, gift Benedikt Guð- mundssyni skipstjóra. Sigurð, varaslökkviliðsstjóra, kvæntur Jóhönnu Hinriksdóttur. Gunnar, kompássmið, kvæntur Else M. Jörgensen af dönskum ættum og Valgeir Óli verzlunarmaður, ókvæntur. Árið 1928 réðist til Gísla ráðs- kona, Guðlaug Eiríksdóttir, og gekk hún börnum hans í móður- stað, þegar Gísli missti konu sína, og reyndist hún þeim góð í alla staði, og veit ég að Gísli var henni ávallt þakklátur fyrir þá miklu umhyggju er hún sýndi honum og börnum hans alla tíð. Einnig var þar á heimilinu dótt- ursonur Gísla, Gísli Magnússon, sem ólst þar upp í skjóli Guð- laugar. Þau Gísli og Guðlaug áttu saman einn son, Eirik, sem kvænt ur er Eiríku Markúsdóttur. Ég kveð þig, Gísli með þessum fátæklegu orðum og þakka þér góð kynni. Þínum nánustu flyt ég samúðarkveðjur. Farðu heill til æðri heima og guð fylgi þér á hinu nýia tilveru- stigi. Stefán Sigurðsson. Drukknir bíl- stjóraí teknir á Akureyri AKUREYRI, 19. jan. — Síðan um áramót hafa tíu bílstjórar verið teknir fyrir meint ölvun- arbrot við akstur. Mál þeirra liggja hjá embættinu eins og er, en þetta er mjög óvenjulega há tala hér á Akureyri yfir ekki lengri tíma Þess má geta, að ekkert af þessu eru leigubíl- stjðrar. — St.E.Sig. Sofnað fulltrúa-1 ráð Sjálfstæðis- fél. í N-Þing. SUNNUDAGINN 20. þ.m. var haldinn á Raufarhöfn stofnfund- ur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í N-Þingeyjarsýslu. Björn Þórarinsson, bóndi, Kíla koti, setti fundinn og ræddi um þau mál sem fyrir fundinum lágu. Fundarstjóri var kjörinn Ólafur Ágústsson, hafns.m., Raufarhöfn og fundarritari Frið- geir Steingrímsson, verkstj., Raufarhöfn. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, flutti erindi um skipulags- mál Sjálfstæðisflokksins og lagði fram frumvarp að lögum fyrir fulltrúaráðið, sem síðan var sam- þykkt Stjóm fulltrúaráðsins skipa: Björn Þórarinsson, Kilakoti, formaður. Jósep Þorsteinsson, Kópaskeri, Ólafur Ágústsson, Raufarhöfn, Friðgeir Steingríms- son, Raufarhöfn, Helgi Þorsteins son, Þórshöfn. Á fundinum voru rædd lands- mál og helstu hagsmunamál héraðsins og urðu miklar um- ræður Til máls tóku: Björn Þór- arinsson, Snæbjörn Jónsson, Jón Sigfússon, Ólafur Ágústsson, Jósep Þorsteinsson, Friðgeir Steingrimsson. Á fundinum voru kjömir full- trúar í kjördæmaráð Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlar •' ‘ ' "r- dæmi eystra. Kansas City, 19. jan. (AP) HARRY S. Truman, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, var í gær skorinn upp við kviðsliti. Gekk aðgerðin vel og er Truman á góðum baba- vegi. eftir Henrik Ibsen. Leikstjóri Gerda Ring (29). FÉLAGSMÁL Fjölbeytt hátíðahöld stúdenta 1. des. Geir HaLlgrimsson, borgarstjóri, að- alræðumaður dagsins (2). Óli J. Ólason endurkjörinn formað- ur Stangaveiðifélags Reykjavíkur (4). Einar Sæmundsson endurkjörinn formaður KR (6). Sveinbjörn Hannesson kosinn for- maður Málfundafélagsins Óðins (11). Birgir Kjaran formaður Fulltrúar- ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík (12). Stefán Júlíusson kosinn formaður Rithöfundasambands íslands (13). Sigurður Sigurðsson kosinn formað- ur Félags ísl. myndlistarmanna (13). VR mótmælir tillögum um af- greiðslutíma sölubúða (15). Sveinn S. Einarsson kosinn formað- ur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi (16). Samningar takast miili Félags starfs fólks í veitingahúsum og Sambands veitinga- og gistihúseigenda (20). Fjárbagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1963 samþykkt (21,22). Skólastúlkur ræða réttindamál kvenna (30). AFMÆH Karlakórinn Geysir á Akureyri 40 ára (1). Stúkan Framsókn 40 ára (6). Sigriður Þorsteinsdóttir í Keflavík 100 ára (18). Þingeyrarsmiðjan 50 ára (28). ÍÞRÓTTIR Unglingalandslið íslands i hand- knattleik tekur þátt i norrænu móti unglinga (1). Valbjöm Þorláksson setur þrívegis íslandsmet í stangarstökki innanhúss 4,22 m. (8) 4,25 (14) og 4,30 (22). Fram varð Reykjavikurmeistari i haudknattleik innanhúss (11). Ármann vann haustmót í sundknatt- leik (1). ÍR Reykjavíkurmeistari í körfuknatt leik (14). KR tekur þátt I Evrópukeppni í knattspyrnu (22). Sex landsleikir i knattspyrnu næsta ár? (23.) ÝMISLEGT Atiantshafsbandalagið opnar skrif- stofu i Reykjavík. Óttar Þorgilsson veitir henni forstöðu (1.) Kartöflur og kindakjöt hækka i verði (1.) Presthúsið á Hofsósi rifið (2.) Ný umferðarkönnun í atrætisvögn- um (4.) Dougias-flugvél frá Flugíélagi ís- lands lendir í fyrsta skipti á nýj- utn flugveUi við Neskaupstað (4.) Slöbkviliðið gabbað fimm sinnum á einum sólarhring (4.) islenzk þjóðlög og rimnastemmur í BBC (5.) Tillögur um breyttan afgreiðslu- tíma sölubúða lagðar fram í borgar- ráði (5.) Vetrarhjálpin í Reykjavík tekur til starfa (6.) Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1963 lögð fram. Niðurstöðutölur 404,1 millj. kr. (7.) íslenzk skuldabréf að upphæð 360 miilj. kr. seldusrt upp á einni mínútu i London (7.) Rafmagnsverð hækkar um 3,7%— 12,7% (7.) 300 manns vinna við jólapóstinn í Reykjavik (8.) Frímerkjasjálfsalar væntanlegir i Rekjavík (8.) Dr. Oddur Guðjónsson skipaður við sloiptaráðunautur rikisstjórnarinnar (9.) Þórhallur Ásgeirsson tekur að nýju við ráðuneytisstjórastarfi í viðskipta- málaráðuneytinu (9.) Maður á sundi í Hafnarfj .höfn (9.) Smyglað áfengi og „kinverjar" gerð ir upptækir (9.) Mislingafaraldur i Reykjavík (11.) Hundrað þúsundasti farþegi Flug- félags íslands á þessu ári var 7 ára stúlka úr Vestmannaeyjum (11.) Ástríður Jóhannesdóttir, prófasts- ekkja, arfleiðir Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra að húseign (11.) Stóru IATA-flugfélögin líta Loft- leiði óhýru auga (12.) Garnaveiki i 5 ám í Borgarfirði (12.) Brezki togarinn Dinas frá Fleet- wood tekinn að ólöglegum veiðum í landhelgi (12.) 42 millj. kr. lán veitt til byggingar verkamannabústaða (13.) Eigendaskipti verða á tveimur fisk- vinnslufyrirtækjum á Patreksfirði (14.) Bílum i Reykjavik hefir fjölgað um 1200 á þessu ári (14.) 3 menn dæmdir fyrir fals, svik og vanskil (14.) Fyrirhugað að slæða upp tundurdufl, sem lögð voru hér við land á stríðs- árunum (15.) . Mikil slagsmál urðu eftir dansleik í Þórscafé (15.) Hinrik Guðmundsson, verkfræðingur villtist á Haukadalsheiði á rjúpna- veiðum og var úti heila nótt (15.) Vinnustofa og verzlun öryrkja starf rækt á ísafirði (16.) Nýr sölusamningur gerður við Breta um útflutning sements (19.) Lífeyristryggingar greiða 30 millj. i desember (19.) Bókun gerð um viðskipti íslands og Sovétríkjanna (20.) Útsvör í Hafnarfirði áætluð 21,7 millj. kr. (20.) Gjaldeyriseign bankanna erlendis yfir þúsund miUj. kr. (21.) Lýst eftir skozkri viskí-gæs á ís- landi (21.) Örugg samstaða með öllum ríkjum NATO, segir utanrikisráðherra eftir Parísarfund (22.) Bandarikjamenn lána 11,8 millj kr. til Keflavíkurvegar (22.) Sex jólabréf til hvers Reykvíkinga til jafnaðar (22.) Hringurinn gefur eina millj. kr. til Landsspítalans (22.) íslendingar hljóta marga erlenda námsstyrki (23.) íslenzkir feðgar sækja um alþjóða- einkaleyfi á lesgrindum (23.) Kirkjusókn mikil um jólin (28.) Ný gjaldskrá pósts og sima gengur í gildi um áramótin (28.) Byggingaþörfin i Reykjavík 1960 til 1970, 660 íbúðir að meðaltali á ári (28.) Aldrei meiri verzlun á Suðurlandi en í ár (29.) 70—80 brennur verða í Reykjavík á gamlárskvöld (30). Eimskipafélag íslands gefur út jöfn unarhlutabréí með tíföldu verðgildi. (30.) 12 togarar teknir að ólöglegum veið- um í landhelgi á árinu, sem er að líða, allir brezkir (30.) Patreksfjarðarkirkju berst að gjöf hökull og altarisklæði (30). Áx-amót, eftir Bjarna Benediktsson, form. Sjáifstæðisfiokksins (30.) Annáll ársins í spéspegli(30.) ÝMSAR GREINAR Grautur sálfræðingsins, eftir séra Svein Vilíing (6.) Úr Austurlandaför, eftir Einar M. Jónsson, skólastjóra (1., 13., 20., og 29.) Um velferðarmál þjóðfélaga, eftir sr. Jóhann Hannesson (4. og 20). . Rökin studd, eftir sr. Svein Vík- ing (5.) Bréf frá New York, eftir Sigurð Bjarnason (5., 12. og 19.) Kristindómur og spíritismi, eftir Felix Ólafsson, kristniboða (6.) „Þjóðfylkingin" styðst við pólitíska lögreglu og sovézkan her (9.) | Fullveldisræða Thor Thors, sendi- herra (9.) Nokkur orð um vegamál Siglfirð- inga, eftir Einar Ingimundarson (9.) Lokunartími sölubúða, eftir Sverri Hermannsson (12.) Lokunartími sölubúða og verzlunar fólk, eftir Sigurð Magnússon (13.) Brot úr Rómarför, eftir Matthías Johannessen (13., 15. og 16.) Landið okkar (13.) Enn smá innlegg um veiðimól Ár- nesinga, eftir Guðm. Guðmundsson, Núpstúnl (13.) Framlög til verklegra íramkvæmda hafa meira en tvöfaldast frá 1958, eftir Gunnar Thoroddsen, fjámaála- ráðherra (15.) Vettvangur, eftir Ólaf Björasson, prófessor (15.) Flutningur fjár á tengivögnum, eft ir Sigurmon Hartmannsson (15.) Ný gerð mjaltavéla (15.) Frá Nígeríu, eftir Elinu Pálma- dóttur (15. og 20.) Hænsnamatur á hundafati, eítir Runólf Guðmundsson, Ölvesholti (16.) Alþjóðahátíð stúdenta í París, eftir Þorsteinn Einarsson (16). Haraldur Níelsson og Varsjárþing- ið, eftir Snæbjörn Jónsson (20.) Fréttabréf úr Ölpunum, eftir Gunnar Bjarnason, ráðunaut (20.) Ólafur Pétursson segir írá sögulegri reynslu í BerUn (20.) Fjáriagafrumvarpið og húsaleigu- nefndirnar, eftir Leif Sveinsson, lög- fræðing (20.) Vísitazía í Suður-Þingeyjarsýslu (21). Suma rferð á Winnipegvatni, eftir sr. Valdimar J. Eylands (21.) Frá Ólafsfirði, eftir Þorstein Matt- híasson (21.) Kommúnismi á íslandi, eftir Karl HaUdórsson (21.) Grundtvig í Frakklandi, eftir Bjarna M. Gislason (22.) Óperan í Hamborg, eftir Ingólf Þor- steinsson (22.) Skrítið er það, eftir Gísla Kol- beinsson (23.) Þegar Egill rauði strandaði, eftir Helga HaUvarðsson, stýrimann (23.) Katrin Guðlaugsdóttir skrifar bréf frá Konsó (29.) Góðir andar eða iUir, eftir sr. Benjamín Kristjánsson (29.) Um síðara axarskaft Helga á Hrafn- kelsstöðum (30.) MANNALÁT Steingrímur I>orsteinsson frá Lundi, Byggðavegi 88. Ásdis Halldórsdóttir, Unnarstíg 2. Magnús Kristjánsson, Hringbraut 81, Keflavík. Tryggvi Hjartarson, Efstasundi 9. Pálína Björgúlfsdóttir, Ásbúðartröð 9» Hafnarfirði. Björn Hallsson, fyrrv. alþm., Rangá. Jóhanna Eggertsdóttir Briem, Laug- arbökkum, Ölfusi. Jón S. Ólafsson, fyrrv. forstöðu- maður Bifreiðaeftirlits ríkisins. Guðlaug Sigurðardóttir frá Snæ- landi, Seífossi. Bjarni Jónsson, Svalbarða, Vestm.- eyjum. Andrea Eygló Gísladóttir, Grettis- götu 27. Margrót Ragnarsdóttir, Langagerð 100. Sverre Smith, loftsk.maður, Hring- braut 74. Guðjón Þorbergsson, Sogavegi 124. Garðar S. Gíslason, kaupmaður. Marteinn Þorbjörnsson, Suðurgötu 40 Hafnarfirði. Kristín Jónsdóttir frá Arnarstapa á Snæfellsnesi. Ágústa Vilhelmína Eyjólfsdóttir, Hörpugötu 13 B. Magnús Stefánsson, kaupm., Rauða gerði 16. Hulda Magnúsdóttir, Hnausum, A.* Hún. Sigurður Þ. Sveinsson, fyrrv. stýrU maður, Öldugötu 51. Björn Helgason, skipstj., HafnarfirðL Guðmundur Eggertsson, Aðalsteini Stokkseyri. Margrét Andrésdóttir, Stykkisrólmi Guðm. Eyjólfsson, Steig, Mýrdal. Björn Sveinsson, Tjarnargötu 10 c. Stefán Þormar, Geitagerði, Fljótsdal. Gimnar Sigurðsson, fyrrv. alþm. frá Selalæk. Jóhanna Gísladóttir, Háaleitisvegi 26 Jón Bergþórsson, Hlíðarbraut 10 Hafnarfirðí. Kristjón Þorsteinsson, Meiri-Tungu, Sigríður Bjarnad. Skipasundi 60. Ingimundur Hallgrímsson, Litla* Hvammi, Goðheimum 12. Sigurður E. Hliðar, fyrrv. yfirdýra* læknir. Hallvarður Einvarðsson, Vesturg. 87 Akranesi. Þorgerður Eggertsdóttir frá Vestur- koti, Leirum. Kristinn Þorbergsson, bifreiðastjórl. Gunnar Gunnarsson, bóndi Syðra- Va-llholti. Árni Árnaeon, Hólavegi 12, Sauðár- króki. Rögnvaldur Þórðarson, bifreiðarstj* Stigahlíð 10. Guðjón Sigurðsson frá Hnífsdal. Þorbjörg Friðjónsdóttir, Nönnugöta 10. Gísli Gunnarsson, kaupm., Suður- götu 74, Hafnarfirði. Eiríkur Ásgrímsson, skipasmiður. Ingibjörg Eiríksdóttir Valberg, frá Minni-Mástungu. Guðríður Sigurðardóttir, Munda- koti, Eyrarbakka. Guðrún Egilsson, Kambsvegi 37. Anton Guðmundsson, húsg.smiður, Jóna Ingunn Sigfúsdóttir Molander, Hlíðardal. Valdemar Árnason, Bergst.stræti 9, Marinó Guðmundsson, Brimhóla* braut 1, Vestmannaeyjum. Helga Magnúsdóttir, fyrv. Ijósmóðir Litlalandi, Mosfellssveit. Kristín Kristmundsdóttir, ísafirði. Bóas A. Pálsson, járnsmiður, Urðar- stig 12. Gísli Jónsson, Vesturkoti, Hvaleyrl, Þorsteinn Ólafsson, stórkaupmaður, Karólína Líba Einarsdóttir Xrá Mið- dal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.