Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 13
I Laugardagur 26. Janfiar 1963 MORGUNBLAÐIÐ' 13 Úndungarnir og velferðarmin Eítir Sigurjón Bjömsson, sálfræðing Þessi þýzki álftarsteggur kom til Reykjavíkur með m.s. Brú- arfossi fyrir nokkru. Hann er gjöf Hamborgara til Reykvíkinga og á að vera maki þýzku álftarinnar, sem hefur verið einmana á Tjörninni, síðan steggi hennar drapst í fyrra. ÞAÐ rná með sanni segja, að menn hafi verið ólatir við að skrafa og skrifa um eilífðarmál in á þessum vetri. Og ekki ætlaði ég mér að stuðla að frekari mál tflóði, þótt ýmsum skeytum hafi verið beint að mér, ef ekki hefði gefizt sérstakt tilefni, sem ‘ég get Ihvorki né vil ganga fram hjá. Tveir spekingar, þeir Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum og síra Benjamín Kristjánsson á Lauga landi helguðu mér ritsmíðar sinn daginn hvor í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Þeim greinum er óþarft að svara nema að því er varðar eina htla klausu í grein síra Benjamíns. Þorsteinn skorar að vísu á mig að sanna drauma- ikenningu Freuds, en þvílíkum barnaskap þarf ekki að anza. Mér vitanlega hefur sú kenning aldrei gert kröfur til að vera skoðuð öðru vísi en sem tilgáta og ekki veit ég hvaðan Þorsteini kemur sú hugmynd að krefja xnig um sönnun. Vangaveltur eíra Benjamíns gefa heldur ekki tilefni til umræðna. Þær mora svo af vanþekkingu og rökvill- um, að engu tali tekur. Fárán- legt er til dæmis að sjá prest rugla saman hugtökum eins og trú og trúfræði, svo ekki sé minnzt á orð eins og hugur og sál, en merkingarmunur þeirra virðist vera honum algjörlega ókunnur. Þess háttar ritsmíðar er einungis hægt að leiðrétta eins og stíl, en ekki eru þær gjaldgengar í umræðum um veigamikil málefni. Það verður Iblessaður klerkurinn að láta sér lynda. Það var einungis áðurnefnd klausa í grein sira Benjamíns, sem ég ætlaði að fjalla um. Eftir mikil heilabrot um yfirskilvit- leg fyrirbæri, s. s. fjarskyggni o.fl., kemst hann að þeirri niður stöðu, að mun gagnlegra væri, að sálfræðingar legðu sig eftir dul- Ifræði í stað þess að velta vöng- um yfir því, -hvers vegna smá- (börn væta rúm á nóttum. Ástæða er til að ætla, að klerkur beini þessari ráðleggingu til mín. Ég skrifaði nefnilega smágrein um þetta efni í uppeldismálaritið Heimili og Skóla nú fyrir skemmstu og geri ég ráð fyrir, að hann sjái það rit. Ekki get ég ætlað síra Benjamíni þann skynsemisskort að halda, að sál ifræðingar hér á landi velti ein- göngu vöngum yfir ósjálfráðum þvaglátum barna. Hann hlýtur að vita, að sálfræðingar skrifa um margt annað í uppeldistíma xit þau, sem gefin eru út hér- lendis. Það hlýtur að eiga að skilja klausu hans þannig, að sálfræðingar eigi yfirleitt ekki að skipta sér af vandkvæðum barna og unglinga, heldur skuli jþeir helga alla krafta sína rann sóknum á dulrænum fyrirbær- um. Þetta sjónarmið klerksins vil ég staldra við, því að það er merkileg heimild um viðhorf mikilsmetins öndungs til velferð armála þjóðfélagsins. Þegar ég kom hingað heim til íslands fyr- Ir liðlega hálfu þriðja ári og byrjaði að starfa sem sálfræðing ur, varð mér fljótlega ljóst hversu geysilega mikil þörf var orðin fyrir sálfræðilega aðstoð. Verkefnin voru nálega ótæmandi bæði á fjölda mörgum sviðum uppeldismála og einnig hvað varð aði sálræn vandamál fullorðinna Hér þurfti að taka til höndum. Og það var vissulega ekki nóg, nð fáeinir sérfræðingar legðu sig fram og störfuðu myrkranna á milli. Það sem öllu fremur þurfti var gagngert skipulag geðvernd armála með hliðsstæðum hætti og hér hefur verið gert í berkla varnarmálum með ágætum ár- angri. Þetta má þó ekki skilja jþannig, að ég álíti að þjóðin væri á neinum glötunarbarmi, •iður ea svo. En vandamálin voru að megin þætti dálítið sér stæð. Hér höfðu orðið gjörbylt- ingar á nærfellt öllum sviðum þj óðlífsins og allt hafði komizt á fleygiferð. Kynslóðin, sem nú var orðin fullorðin og hafði vax- ið upp í umróti stríðsáranna, hafði ekki fengið það uppeldi sem skyldi og bar þess greinilega merki. Hana skorti ábyrgðartil- finningu, hún var á margan hátt kjölfestulaus og hún átti við~ margs konar innri vandamál að stríða, sem skyggðu á heilbrigða lífsnautn og farsæld. Þessi kyn- slóð var nú órðin foreldrar og greinilegt var, að henni var um megn að gegna uppeldishlutverki sínu sem skyldi. Auk þess komu til mörg önnur vandamál, sem ég hirði ekki að rekja. Sjáan- legt var, að innan skamms myndi rísa á legg ný kynslóð, engu bet Sigurjón Bjömsson. ur farin en sú fyrri, en mun fjöl mennari og þannig myndi halda áfram kynslóð eftir kynslóð með sívaxandi hraða, unz vandamál in væru orðin það viðamikil, að ekki yrði við þau ráðið. Eg veit hvílíkt stór vandamál geðvernd armálin eru orðin hjá grannþjóð- um okkar. Þar er fólksfjöldinn orðinn það mikill, að engin leið er að kippa erfiðleikunum burt með rótum. Menn verða þar að láta sér nægja að klóra í bakk- ann og horfa á ölduna rísa sér yfir höfuð. Átti að fara eins hér? Það var ekki nauðsynlegt, ef rétt væri á málunum haldið. Ennþá er þjóðin það fámenn, að unnt er að skipuleggja geðvernd armál á verulega róttækan hátt. Við eigum kost á því að ala upp andlega hrausta og heilbrigða kynslóð, ef við viljum færa okk- ur möguleika nútíma geðvísinda í nyt. Og við erum líklega eina þjóðin á Vesturlöndum, sem býðst slíkt tækifæri. Það kostar að vísu stórt átak, en þó ekki stærra en sem svari einni áburð- arverksmiðju eða virkjun meðal vatnsfalls. Það ættum við altj- end að ráða við. En við verð- um líka að athuga, að tækifær- ið stendur ekki lengi. Innan stundar er það, gengið okkur úr greipum, því eins og kunnugt er fjölgar þjóðinni mjög ört. Og ég fer hér ekki með neinn hræðsluvekjandi óþarfa áróður, úm það ættu þeir vel að geta borið, sem hafa svipaða aðstöðu og ég til að skyggnast undir yfir- borð þjóðlífsins. Enda höfum við ekkert tækifæri látið ónotað til þess að vara þjóðina við þeirri hættu, sem fyrir dyrum er. En það virðist lítinn árang- ur ætla að bera. Allur þorri fólks er sofandi, áhugalaus og jafnvel andvígur viðleitni okkar. Undanfarið höfum við t.d. mikið reynt til þess að fá almenning í lið með okkur til þess að safna fé í lækningaheimili fyrir tauga- veikluð börn. En slík stofnun er mjög nauðsynleg. Það hefur mætt sáralitlum skilningi. Á sama tíma hafa íslendingar safn- að stórfé handa bígistödddum börnum í Alsír. Það er að sjálf- sögðu bæði gott og fallegt og sýnir vel hversu íslendingar eru örlátir, þegar hjartað viknar. En hvers eigá okkar eigin börn að gjalda? Ef til vill þess að veikl- un þeirra er sálræn? Ég þykist hafa orðið var við mikla hræðslu og öfgakennda andúð á öllu því sem snertir sálrænar truflanir. Fólk vill ekki vita af slíku. Það afneitar erfiðleikimum hjá sjálf- um sér og sínum nánustu í lengstu lög og vill ekki láta bendla sig við neinn áhuga á þeim málum. Engu er líkara en taugaveiklun sé skoðuð sem blett ur á mannorði, en ekki sem sjúkdómur. Nú er slík afneitun vandamála alkunnugt fyrirbæri alls staðar um heim og í sjálfu sér ekki tiltökumál, því að skilj- anlegt er, að menn afneiti því, sem þeir eru hræddir við. Það þarf alltaf kjark til þess að horf ast í augu við sjálfan sig og sína eigin galla. En með auknum skiln ingi á orsakasamhengi andlegra vandkvæða á sú hræðsla að víkja. Þetta er þó alls ekki nægi- leg skýring á því ástandi, sem ríkir hér á landi. Hér er hræðsl- an og andúðin meiri en eðlilegt má kallast. Og hér á skilningur og þekiking óvenjulega erfitt upp- dráttar. Hvað veldur því? Smám saman hef ég hallazt að þeirri skoðun ,að orsökin liggi í hjá- trúarkenndj'i. afstöðu þjóðarinn- ar til sálréðnna fyrirbæra. Öld- um saman hefur þjóðin lifað við kynngimagnaða þjóðtrú. Og það er furðu stutt síðan Mórar og Skottur gengu hér í Ijósum log- um, riðu húsum og sliguðu bú- fé. Enn er fólk á lífi, sem hefur séð Ijós í klettum og steinum og fengið næturheimsóknir huldu meyja. Sú trú er að vísu að dvína, eða réttará sagt, hún hef- ur tekið sér fínna og nýtízku- legra gervi: andatrú. Draugam- ir eru orðnir að öndum, sem menn geta hitt að máli á miðils- fundum. Síra Benjamin, sem oft hittir naglann á höfuðið, gerði skemmtilega grein fyrir þessum samruna fornrar þjóðtrúar og andatrúar í einni af langlokum sínum í haust, er hann komist svo að orði, að það væri mikill fagnaðarboðskapur, að hinir góðu gömlu íslenzku draugiar væru raunveruleiki. Það er hjá andatrúnni sem höfuðorsökin liggur. Áratugum saman hafa öndungar alið á því, að hið eina og sanna hjálpræði sé fólgið í því að fá „sannanir að handan“. Þeir hafa soðið saman sína eigin sálarfræði, sumpart eftir frásögn um dramliðinna og sumpart með því að tína til alls konar brot úr vísindalegri sálarfræði, ein- göngu eftir því sem bezt hent- aði í þeirra kram. Og þeir hafa einnig byggt upp sínar eigin kenningar um orsakir og lækn- ingu andlegra meina, sem auð- vitað er helber heilaspuni frá upphafi til enda. Má í þessu sambandi minna á, að próf. Har- aldur Níelsson taldi „djöfulæði" sem orsök geðsjúkdóma stað- reynd (Hví slær þú mig, II., bls. 168, Rvk., 1922). Öllum þess- um flurðufræðum Ihefur verið pundað á þjóðina um langa hríð og virðist ekkert lát á. Það þarf engan að undra þótt dómgreind fólks, sem litla þekkingu hefur fyrir í sálfræðilegum efnum, slógvgist við þvílíkan áróður. Að lokum verður allt jafn gott: segularmbönd, voltakrossar straumar og skjálftar og hvers konar kukl, — og vísindalegar lækningar nútímans. í trúfrjálsu landi er mönnum að sjálfsögðu heimilt að hafa hvaða skoðanir sem þeir vilja á framhaldslífi. Og er ekkert við því að segja, þótt marga fýsi að skyggnast yfir landamærin. En illa hef ég skilið kristindóm, ef ákefð manna í „sannanir að handan“ heimilar þeim að sleppa fram af sér allri ábyrgð sem þjóðfélagsþegn. Það hlýtur ávallt að vera fyrsta skylda okkar að lifa eins og kristnum mönnum sæmir, leitast við að láta gott af sér leiða og bæta úr þeim misfellum sem eru á manni sjálf um og allt í kringum mann. Ég hi'ka ekki við að halda fram, að öndungar hafa brugðist þessari skyldu sinni á vítaverðan hátt. Hvenær hefur nokkur þjóðþrifa- starfsemi sprottið upp af kukli þeirra? Og skrif þeirra á þess- um vetri sýna betur en nokkuð annað hvernig þeim er innan- brjósts. Hverju eru þeir að berj- ast gegn? Því að íslenzka þjóðin öðlist heilbrigðan skilning á sál- Grímsstöðum, 23. ján. SNJÓINN, sem hér féll um vetur nætur, tók upp að mestu og síðan hefur hér verið einmunatíð, snjó- laust og stillt. Allar heiðar eru hílfærar og farið er yfir Möðru- dalsfjallgarð öðru hvoru, jafnt á litlum bílum sem stórum. Muna menn ekki jafn lítinn snjó á þeirri leið og nú er.. Fólkið hefur notað sér góðviðr- ið og brugðið sér á skemmtanir í aðrar sveitír. Nýlega hélt Jón A. Stefánsson í Möðrudal upp á 60 ára búskaparafmæli sitt, sem VÖRUBÍLSTJÓRAR í Keflavik hafa verið í verkfalli frá mið- nætti sl. föstudagskvöld og á samningafundi me sáttasemjara ríkisins sl. þriðjudag náðist ekki samkomulag með deiluaðilum. í máli þessu er ekki deilt um kaup og kjör bílstjóranna né heldur snýst deilan um leigugjald fyrir bíla þeirra, heldur kröfu bílstjóra um að útgerðarmenn og fiskkaupendur séu skyldir til þess að taka bíla á vörubílastöð- inni til aksturs, jafnv I þótt verkefni séu ekki meiri en svo, að þessir aðilar gætu annað þeim með eigin bílum. Málið er nú komið til sátta- semjara ríkisins, og hélt hann rænum vandamálum og geti far- ið að vinna að því markvisst og stefnufast að koma uppeldi þjóðarinnar í viðunanlegt horf. Þeim nægir ekki að fylla lands- búa með háskalegum bábiljum, heldur vilja þeir einnig hindra aðra í því að vinna að sjálfsögð- um mannúðarmáluim með því að ala á tortryggni í garð þeirra og reyna að gera störf þeirra hlægileg. Hvað er ábyrgðarleysi ef ekki einmitt þetta? Glegggsti votturinn um þetta hörmulega innræti er áðurnefnd klausa síra Benjamins. Hún staðfestir í raun- inni ekki annað en það sem ó- beint hefur komið fram hjá öðr- um öndungum. En þessi æru- verðugi klerkur á þó heiðurinn af því að hafa flumbrað því út úr sér, sem hinir voru of blygð- unarsamir til að segja upphátt. er á þessu ári. Bauð hann fólki víða að og skemmtu menn sér við söng og dans lengi nætur, og þágu höfðinglegar veitingar. Þess má geta að í haust keypti Jón fé og stækkaði bú sitt. Hann verð ur 83 ára 22. febrúar nk. í janúarbyrjun komu tvær ær veturgamlar til bæjar óheimtar af fjalli. Voru þær báðar frá Grímstungu. Hér hefur litlu verið eytt af heyjum í sauðfé, en bændur gefa síldarmjöl með beitinni. • — Benedikt. fund með deiluaðilum sl. þriðju dagskvöld. Þar buðu vinnuveit- endur bílstjórum sams konar samning og Vörubílstjórafélagið Þróttur í Reykjavík hefur við viðsemjendur sína og gerður var að afloknu sex vikna verkfalli 1961. Þessi samningur var einnig boðinn bílstjórunum áður en verkfallið hófst, en þeir höfnuðu í bæði skiptin. Nýr sáttafundur hefur ekki verið boðaður. Nokkrir útvegsmenn, sem eng- an bíl eiga, hafa samið við vöru- bílstjórana, enda munu þeir samningar litlu breyta í fram- kvæmd, þar eð þeir aðilar not- uðu eingönou bíla af vörubíla- Stöðinni. Einmunatíð á Fjöllum Vörubílstjórar í Keflavík í verkfalli Deilan snýsf um hvort úfgerðarmönn- um sé skylt að taka stöðvarbíla )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.