Morgunblaðið - 31.01.1963, Side 2
2
MORGUNBL 4ÐIÐ
í'immtudagur 31. 3anúar 1963
Scott’s minnismerkiff í Edinborg. Orin bendir á staðinn, þar
sem Viggó og Sgurður httu konuna, skömmu eftir að hún réði
börnum sínum bana, og ætlaði að fyrirfara sér með því að
varpa sér niður úr minnismerkinu. i
Menntamálaráöherrar Norður-
ianda styðja stofnun „Norræns
húss“ í Reykjavík
Á F U N D I menntamálaráð-
herra Norðurlanda, sem hald-
inn er í Stokkhólmi, var lýst
stuðningi við tillögu norrænu
menningarmálanefndarinnar
um, að stofnað verði „Nor-
rænt hús“ á íslandi. Fundur
menntamálaráðherranna er
haldinn til undirbúnings
fundar Norðurlandaráðs í
Ósló í febrúar nk. — Birgir
Thorlacius situr fund þennan
fyrir hönd Gylfa i». Gíslason-
ar, menntamálaráðherra.
Aðalumræðuefni fundarins var
norræn samvinna á sviði vís-
indalegra rannsókna og æðri
menntunar. Einnig var rætt um
endurskipulagningu norrænu
menningarmálanefndarinnar, og
stofnun „Norræns húss“ í
Mánafoss afhentur
EIMSKIPAFÉLAGI íslands var
í gær afhent skip það, m.s. Ketty
Danielsen, sem félagið festi ný-
verið kaup á í Danmörku. Fór
afhendingin fram í Frederiks-
havn og var skipinu við það
„Myrti þrjú börn sín dag-
inn sem viö hittum hana“
Samtal við Viggó Pdlsson um atburðinn
í Scott’s Monument í Edinborg
Mbl. hafði í gær upp á fs-
lendingunum tveimur, sem
talið er að orðið hafi til þess
að afstýra sjálfsmorði skozkr-
ar konu í desember sl., en
mennirnir eru mikilvæg vitni
í þessu máli sökum þess að
þeir munu hafa verið þeir
fyrstu, sem veittu konunni at-
hygli, eftir að hún hafði stytt
þremur börnum sínum aldur.
fslendingarnir eru Sigurður L.
Magnússon Langholtsvegi 7 og
Viggó Pálsson, Rauðagerði 29,
Reykjavík, en þeir reka í fé-
lagi fyrirtækið Jarðvinnuvél-
ar.
Mbl. átti í gær tal við Vigigtó
Fálsson, og sagðist honum svo
frá atburði þessum.
— Það mun hafa verið 4.
des. sl. að við Sigurður vorum
á ferð við Soott’s-minnismerk-
ið í Edinborg. Fórum við upp
í topp minnismerkisins til
þess að horfa yfir bæinn og
taka myrtdir.
Skömmu eftir að við vorum
komnir þarna upp kom kona
upp í( turninn. Var hún grát-
andi, og fórum við að velta
því fyrir okkur hvað til stæði.
Fannst okkur ekki eðlilegt að
konan væri að fara þarna upp
í turninn til þess eins að
snökta þar. Ekki sagði konan
eitt orð á meðan við vorum
uppi í turninum. Eftir skamima
stund gengum við niður og
sögðum dyraverðinum frá kon
unni. Spurðum við hann hvort
það væri hugsanlegt að konan
ætlaði að kasta sér niður, en
hann taldi litlar líkur á því,
og sagði að það væri úr tíaku
að kasta sér ofan úr minnis-
merkinu. Aðeins tvö sjálfs-
morð hefðu verið framin þann
ig þarna, hið síðara fyrir 30
árum.
Við töluðum síðan um stund
við dyravörðinn og annan
mann, sem þarna var. Var sá
mikill ferðalangur og kvaðst
ætla til íslands næsta sumar,
og sögðum við honum ýmis-
legt um land og þjóð.
Síðan gerðist lítið annað,
nema hvað daginn eftir voru
miklar forsíðufréttir um morð
konu þessarar á börnum sín-
um, og að hún hefði ætlað að
stytta sér aldur með því að
varpa sér úr minnismerkinu.
Lýst var eftir okkur í blöðun-
um, en við sáum þau ekki.
Daginn, sem Gullfoss lét úr
höfn, komu hins vegar lög-
reglumenn um borð og tóku
af okkur skýrslu um málið.
Sagði lögreglan að konan
hefði fyrirfarið þremur börn-
um sínum daginn sem við
hittum hana í tumi minnis-
merkisins. Málið væri hins
vegar mjög erfitt viðfangs,
þar sem konan hefði ekki
fengizt til að segja neitt. Væri
okkar framburður því lögregl
unni mikils virði sökum þess,
að við mundum hafa orðið
f^rstir til að veita konunni at-
hygli eftir að hún framdi
verknaðinn.
Kona þessi var á miðjum
aldri, sennilega um fertugt, og
virtist látlaus alþýðukona,
sagði Viggó að lokum.
Fjárhagsáætlun Hafn-
arfjarðar samþykkt
Kratar heyktust d vantrauststillögu
FUNDUR VAR haldinn í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar á þriðjudag,
og stóð hann fram á nótt. Fyrir
fundinum lá afgreiðsla fjárhags-
áætlunar bæjarins. Lagði bæjar-
stjóri, Hafsteinn Baldvinsson,
hana fram og gerði grein fyrir
einstökum liðum hennar.
Kristinn Gunnarsson, fulltrúi
Alþýðuflokksins, tók næstur til
máls og boðaði, að hann mundi
flytja tillögu um að bæjarstjóri
segði af sér og nýjar kosningar
færu fram. Kristján Andrésson,
fulltrúi Alþýðubandalagsins, lýsti
því þá yfir, að hann og fulltrúi
Framsóknarflokksins, Jón Pálma
son, hefðu tilkynnt Alþýðuflokkn
um, að þeir myndu standa gegn
vantrauststillögu á bæjarstjóra,
þar sem ábyrgur meirihluti væri
ekki fyrir hendi. Jón Pálmason
tók fram, að hann hefði staðið
að undirbúningi fjárhagsáætlun
arinnar ásamt Sjálfstæðismönn-
um, og mundi hann því stuðla að
afgreiðslu hennar, enda væri það
x þágu bæjarfélagsins, en krafa
Alþýðuflokksins um frestun henn
ar mundi einungis orsaka glund
roða og valda bæjarfélaginu
tjóni.
Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks-
ins sættu harðri gagnrýni á fund
inum fyrir ábyrgðarleysi, þar
sem ekki væri annað sýnna en
þeir vildu stefna málefnum bæj
arfélagsins í algert öngþveiti. Fór
svo, að þeir lögðu aldrei fram
vantraustsyfirlýsingu þá, sem
þeir höfðu boðað.
Alþýðuflokksmenn tóku þátt í
atkvæðagreiðslum um einstaka
liði fjérhagsáætlunarinnar, en
sátu hjá, þegar hún var að lokum
borin upp í heild. Var áætlunin
samþykkt með fimm atkvæðum
Sjálfstæðismanna og fulltrúa
Framsóknarmanna gegn einu at-
kvæði kommúnistans.
tækifæri gefið nafnið ,Mánafoss‘.
Skipið fer frá Frederikshavn
2. febrúar til Gautaborgar og
Kaupmannahafnar og fermir vör
ur til íslands.
Fyrsta affertoingarhöfn m.s,
Mánafoss á íslandi er áætlað að
verði Akureyri. Þaðan er gert ráð
fyrir að skipið fari til Dalvík-
ur og Ólafsfjarðar, og síðan aust-
um land til Norðfjarðar, Reyðar-
fjarðar, Vestmannaeyja og Faxa-
flóahafna.
Að affermingu skipsins lökinni
fermir það vörur í Reykjavík til
flutnings á vestur- og norður-
landshafnir. Ætlun Eimskipafé-
lagsins með þessu nýja skipi er,
að auka og bæta þjónustuna við
ströndina. Mánafoss, sem skipið
dregur nafn sitt af, er í Laxá í
Austur-Húnavatnssýslu.
— Finnskí . . ,
Framhald af bls. 1.
ar hefðu komið til greina —
en Morgunblaðinu er kunn-
ugt, að af íslands hálfu hafi
verið mælt með Guðmundi
Daníelssyni, fyrir bók hans,
„Sonur minn Sinfjötli“. — í
fyrra, er verðlaununum var
úthlutað í fyrsta sinn, var
mælt með Halldóri Kiljan
Laxness, fyrir bókina „Para-
dísarheimt“. — Fulltrúar ís-
lands í dómnefndinni eru
prófessor Steingrímur J. Þor-
steinsson og Helgi Sæmunds-
son, formaður Menntamála-
ráðs — en formaður nefnd-
arinnar er sænski prófessor-
inn Victor Svanberg.
Vainö Linna er 43 ára að
aldri, fæddur 1920. — Hann
vakti heimsathygli fyrir u. þ.
b. sjö árum fyrir skáldsöguna
„Óþekkti hermaðurinn'* — en
hún varð tilefni hinna heit-
ixstu umræðna í heimalandi
skáldsins. — Verðlaunabókin,
„Synir þjóðar", er síðasti
hluti þríverks, sem Linna
nefnir í heild „Her undir pól-
stjörnunni“. Þar segir frá ör-
lögu mnokkurra fjölskyldna
undir lok síðustu aldar og í
byrjun þessarar — og er fjall-
að sérstaklega um andstæður
auðs og örbirgðar og afstöðu
rauðliða í borgarastyrjöldinni
1917—18.
1 NTB-fregn segir, að Va-
inö Linna hafi látið í ljósi við
fréttastofuna mikla ánægju
og þakklæti fyrir verðlaunin.
Kvaðst Linna ekki hafa verið
sérlega bjartsýnn á líkurnar
fyrir því, að hann hlyti verð-
launin — talið líkur margra
annarra höfunda er til greina
komu, til muna sterkari.
Linna er væntanlegur til
Ósló undir miðjan næsta
mánuð til þess að veita verð-
laununum viðtöku. Þau verða
afhent eftir setningu fundar
Norðurlandaráðs, 16. febrúar.
Reykjavík. — Tilgangurinn með
stofnun þess er, að skapa nánari
tengsl milli íslands og hinna
fjögurra landanna, kynna íslend-
ingum áhugamál þeirra og kynna
þeim íslenzka menningu. — Á
fundinum var samþykkt, að
skipa nefnd til að undirbúa
stofnun „Norræna hússins" og á-
kveðið, að Daníel yrði formaður
hennar.
— Frakkar
Framh. af bls. 1
staðreynd,“ sagði forsætisráð-
herrann. „Við og vinir okkar
gerðum tilraun til þess I
Brixssel að efla V-Evrópu, og
gera hana færa um að gegna
mikilvægu hlutverki í þágu
ihins frjálsa heims."
Macmillan sagði frönsku
stjórnina hafa sýnt ljóslega,
að hún vildi ráða ein málefn-
um Evrópu, og héldi, að Ev-
rópa gæti komizt af án vina
og bandamanna. „Við Bretar
verðum að sjálfsögðu að hafa
samstarf við samveldislöndin
og öll önnur lönd hekns,“
sgði forsætisráðherrann, „og
við erum staðráðnir í því að
virða á allan hátt sáttmála
Atlantshafsbandalagsins.“
Forsætisráðherrann sagði,
að hvað Breta snerti, gæti
ekkert komið í stað aðildar
að EBE, enn sem komið værú
Meðan á viðræðunum hefði
staðið, hefðu þeir haft náið
samband við samveldislönd
in og nú myndu þeir leita
ráða hjá þeim, Markaðsbanda-
lagsríkjunum og Bandaríkjun-
um, um hvað gera skyldi.
„Við verðum að reyna að
koma því til Ieiðar, að sem
fl-est lönd lækki tollamúra
sína, því það er eitt bezta
ráðið til þess að auka verzl-
unina í heiminum,“ sagði Mac
millan.
Forsætisráðherrann vék atft-
ur að málalokunum í Brússel
og saigði, að eina skýringin á
því, sem þar hefði gerzt væri
að franska ríkisstjómin hefði
vonað að viðræðurnar um að-
ild Breta færu út um þúfur,
annað hvort vegna þess, að
samveldislöndin væru ékki
samþykk aðild þeirra að EBE,
að landsþing ílhaldsflokksins
myndi ekki samþykkja að við-
ræðunum yrði haldið áfram,
eða vegna þess, að viðræðurn-
ar rynnu út í sandinn vegna
of mikils ágreinings. „Engin
atf þessum vonum frönsku
stjórnarinnar rættist, og þegar
það var nær Ijóst fyrir
skömmu, að viðræðurnar
yrðu farsællega til lykta leidd
ar, gripu Frakkar til rudda-
legra aðgerða til þess að
stöðva þær.“
Macmillan sagði Breta hafa
vonað, að stækkun EBE yrði
þáttur í því að koma á fót
bandalagi, sem væri annars
vegar öflugra en Sovétríkin
og hins vegar öflugra en
Bandaríkin.
„Það er tilgangslaust að
ræða þetta nú, þegar viðræð-
urnar eru farnar út um þútf-
ur, sgði forsætisráðheirann,
„og nú verðum við að ákveða
hvað við tökum til bragðs.“
Menn spyrja? Er nokkuð,
sem getur komið í stað aðild
ar að EBE. Enn er mér ekki
kunnugt um neina leið, sem er
hagstæðari, en sú, sem við
höfum farið til þessa, en Bret
ar og samveldislönd þeiirra
geta gert mikið og verða að
gera það. Um fram alit mega
um við ekki sýna hefnigimi
heldur hugsa um uppbyggingu
og framfarir", sagði forsætia
ráðherrann að tokum.