Morgunblaðið - 31.01.1963, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.01.1963, Qupperneq 13
Fimmtudagur 31. Januar 1963 MORCUl\BLAÐ1Ð 13 E. J. STARDAL: FRÁ karlamagnúsi til de gadlle Ca^[PHÁTb 0F corDOYa Evrópa árið 843, skipting Karlungaríkisins. MORGUNBLAÐIÐ hefur í tilefni hins nýja sáttmála Frakka og Þjóðverja heðið höfund þessarar greinar að draga saman helztu atriði úr samskiptum þessara ríkja á liðnum öldum. Fyrri hluti þessarar greinar fylgir hér á eftir. SAMNINGUR sá, er de Gaulle hefur nú í nafni þjóðar sinnar gert við forna erfðafjendur, sem hann einn landa sinna fyl'kti liði gegn er land hans var í helgreipum þýzka hers ins vorið 1940, hefur eðlilega vakið mikla athygli. Menn spyrja, hvort hér sé um al- varlega tilraun að ræða til að sætta gamla böfuðóvini, tvær stærstu og voldugustu menn- ingarþjóðir Vestur-Evrópu, þjóðir sem eitt sinn voru tvær greinar á samgermiönskum meiði, en sem hafa, eftir því sem aldir liðu, meir fjarlaegzt og fj andskapazt. KARLAMAGNÚS KEISARI DÝR. Karlamagnús, hinn mikli her- feonungur. miðalda, er sá eini þjóðhöfðingi, sem státar af því að báðar þessar þjóðir lutu hon um og töldu hann sinn konung, var hann frankverskur að ætt, sat í Aachen og mælti á ger- manska tungu. Þegar frægðar- ferill. herferða hans og land- vinninga náði hámarki sínu, er páfi krýndi hann til keisara Vest urlanda í Róm á jóladag sjálfan árið 800, lágu blóði drifin spor herferða hans vestan frá Ebró norður tiil Egðu, austur til Óder og Ungverjalands og suður á miðjan ftalíuskaga. Allt þetta landsvæði hafði hann sveigt und ir vilja sinn. Þetta sögufræga rífci var þó engan veginn eins heilsteypt og öflugt — sem það var víðlent: í raun réttri haldið eingöngu saman af járnaga hins drottn- unargjarna bonungs. Sunidrung- aröfl lénsskipulagsins nöguðu iþað innan frá, sunnan og austan Miðjarðarhafs var ríki kalífanna og strandbúar keisarans litu hivern dag með dkelfingu tid hans; þaðan mátti á hverri stundu vænta hraðfara galeiða með hálfmánaveifuna við hún. Mót norðri brýndu óþekktar þjóðir háskeftar axir sínar, hrundu langskipum á flot og hófu ógurleg hervirki meðfram ströndum og árbökkum keisara dæmisinis. SKIPTINGIN I VERDUN Þegar Karlamagnús dó 814 og sonur hans Loðvík gæfi tók við keisaratign, hefst raunverulega ®ú skipting sem greindi þetta víðlenda ríki með tímanum í þýzk lönd og frönsk og þessari fikiptingu lauk við samninginn í Verdun 834. Skiptist ríkið þá milli þriggja sona hans og fékk Karl, sem nefndist hinn sköll- ótti, löndin vestan Schilde Maas og Saón-Rón, en Loðvík þýziki fékk lönd austan Rínar- og enn fremur vínræktarhéruðin kring- um Mainz, Speier og Worms, svo hann gæti fengið sér í staup inu sem bræður hans. Þriðji bróð irinn Lóthar fékk breiða sþildu þar á milli, sem náði frá lönd- nm Frísa við Norðursjó suður á Ítalíu til Rómis. Þessi lönd greindust, er ríki hans sundrað- ist, í fjölmörg smáríki og her- togadiæmi. Af þeim skipta hér einkum máli hertogadæmið Bur- gund, Elsass, Lóthringen (sem kennt var við Lóthar yngri, son Lóthars), Franche-Comté eða Frígreifadæmið, Luxemburg og Niðurlönd. Skiptingin 843 var auðvitað fjarstæða, bæði frá stjórn- málalegu og hagfræðilegu sjón armiði. Ríki Lóthars var dæmt til að liðast í sundur, og leiddi af því mikla ógæfu. Á kom- andi öldum urðu þessi land- svæði auðvitað þrætuepli stóru ríkjanna sitt hvoru megin Rínar og tilefni margra styrjalda. MIÐALDIR OG ÞÝZKA KEISARADÆMIÐ. Saga franska ríkisins og hins þýzka féllu í ólíka farvegi, er leið á miðaldir. Bæði ríkin urðu í upplausn lénsskipulagsins að- eins skuggi af heilsteyptri ríkis- beild, liðuðust niður í fjölmörg smárilki lénshöfðingja, sjáilfum sér næg í nægjusemi barbarískra lifnaðarháttu miðaldanna. Kon- ungdæmið var nafnið tómt og sameiginlegt ríkisvald ekki til. Ótta konungur hinn saxneski, sem kom til valda á Þýzkalandi um sviipað leyti og fslendingar höfðu stofnað þjóðveldi, endur- reisti að vísu keisaradæmið 962 og tókst um skeið að bera ægis- hjálm yfir vestræna Þjóðhöfð- ingja. Eftirmenn hans á keis- arastóli lentu hver eftir annan í valdabaráttu sunnan Alpafjalla og í harðvítugum deilum við hið verðandi afl miðalda, kaþólsku kirkjuna og páfavaldið. Á þeim drangi brotnaði vald þeirra; lénshöfðingjarnir géngu á lagið og sjö þeirra voldugustu, kjörfurstarnir svonefndu, hrifs- uðu til sín réttinn að kjósa sér yfirmann, keisara, valdalausa toppfígúru. En það varð að venju að kjósa hann af sömu ættinni, sem kennd var við Habs borg. Mátti heita að hver kosn- ing kostaði hinn nýja keisara æ meira afsal valds og aukið mútu fé. Sundraðist þýzka ríkið þvi meir er nær leið að lokum mið- alda í fjölmörg smáríki, sín á milli sundurþykk. FRAKKLAND OG KONUNGS- DÆMIÐ. Franska konungsdæmið hékk einnig á horriminni margar aldir eftir dauða Kárlamagnúsar og hvergi varð lénsskipulagið eins algert sem þar. Árið 987 hlaut Hugo Capet þau örlög að skipta á þeim hlutverkum að vera voldugasti lénsmaður konungs og um leið leiðtogi stjórnarand- stöðunnar og að verða konung- ur yfir böldum lénsaðli, er nú snerist jafn ömdverður gegn hon um sem þeir voru honum áður hlýðnir. En hann og afkomend- ur hans gættu þess lengst að reisa sér ekki hurðarás um öxl heldur halda í horfinu. Vaxandi borgarastétt í lok miðalda studdi þá til brautargengis. Með Fiiipp usi fríða (1285—1314) og Loð- vík XI hófst konungsvaldið til vegs í Frakklandi. Þeir brutu niður hinn volduga lénsaðal og Loðvík náði umdir siig miklum héruðum og þar á meðal Bur- gund. Átökin voru hafin um þaS frá hvorum bakka Rinar skyldi hinu gamia ríki Lóthars stjórnað. Fyrri hluti UPPHAF HABSBORGARA- RÍKISINS. f byrjun nýju aldar var mál- um þannig komið, að annars vegar var allheilsteypt franskt konumgsdæmi, hinsvegar sundr- að Þýzkaland undir stjórn keis- ara af Habsborgaraætt, sem, réði raunverulega engu nema í sundurleitum erfðalöndum sín- um, hið helzta þeirra var her- togadæmið Austurríki. Tæplega hefur ættföðurinn, Rudolf, grun- að, hvílkt hlutverk beið afkomenda hans í Evrópu, er hann varð keisari 1273 og vann Austurríki af Ottokar Bæheims konungi. STÓRPÓLITÍSK HJÓNA- BÖND. Maximilian keisari af Habs- borg, (1493—1519) hóf hina miklu landvinnimga ættar sinn- ar, með hjúskapartengslum, er hann gekk að eiga Maríu einka erfingja Karls djarfa hertoga af Burgund. Karl hafði náð undir sig miklu af hinu gamla ríki Lóthars norðan Alpafjalla, en féll í viðureign við Svisslend- inga, er hann hugðist kúga þá 1477. Loðvík XI svældi undir sig mörg lönd hans, sem fyrr segir, þar á meðal Burgund, en í hefndarskyni tók María þá bónorði Maximilians Habsborgar keisara. Með þessu hjónabandi fengu Habsborgarar yfirráð yfir Niðurlönd og gerðu kröfu til allra landa Karls hertoga. Sonur Maximilians og Maríu, Filippus, fékk fyrir konu Jóhönnu, dóttur Ferdinands og ísabellu hinna kaþólsku á Spáni. RÍKI KARLS V. .Fyrir undarlega tilviljun for- laganna átti það fyrir syni þeirra Karli V, að liggja, að sameina undir sinni stjórn víðlemdasta ríki, sem heimurinm til þessa hafði séð. Eftir föður sinn og móður erfði Karl hin auðugu Niðurlönd og krötfu ti'l annarra ríkja langafa síns og nafna. Við dauða spánska ríkiserfingjans hlaut Karl ekki einungis Spán og lönd Spánverja á Suður Ítalíu, heldur hinar feikna víðáttu- miklu og auðugu nýlendur þeirra um alla Suður- og Mið- Ameríku og ítök í Asíu og Af- ríku, — nýlenduveldi, sem fór stækkandi með degi hverjum. Árið 1519 var hann kjörinn keis- ari alls Þýzkalands eftir lét föðurföður síns, Maximilians. Án efa liaifa draumar um mik- il stórvirki og sameinimgu þessa víðienda ríkis í styrka heild ólgað í huga þessa 19 ára pilts, í hvers ríki sólin aldrei gekk undir. Hér voru þó ekki öll met orð Habsborgara talin, þvi um skeið voru bæði konungar Eng- lands og Frakklamds kvæntir Habsborgaraprinsessum. Það var því ekki að ófyrirsynju, að það máltæki var fleyigt í Evrópu um skeið, að aðrir þjóðhöfðingjar hæfu blóðug stríð til landvinn- inga, en hið hamingjusama Aust urríki gengi í hjónabamd. En þessi pólitíska hjónabands hamimgja dró dilk á eftir sér. Fraflcklandskonungur, Fnanz I, vaknaði við illan draum, er Karl varð keisari; var land hans þá á alla vegu umkringt löndum Habsborgara. Hann hafði reynt að koma í veg fyrir keisarakjör Karls og sjálfur verið í kjöri, en ekki náð kosningu. Nú hófst hann og eftirmenn hans handa; á hvaða vettvangi sem var og á ölluom tímum var það æðsta boðorð að berjást gegn Habsborg urum og brjótast úr þessurn viðj- um. Þýzku löndin vestan Rínar, Niðurlönd og Rínarhéruðin urðu auðvitað aðalvettvangur þessara átaka. Segja mátti, að Frakkland leitaði sér hvarvetna banda- manna gegn erkifjandanum Habsborg. Hinir hundheiðnu Tyrkir, jafnt sem mótmælend- ur á Þýzkalandi, voru hinum kaþólska og kristnasta allra krist inna konunga jafnkærkomnir bandamenn. Franz I fór reyndar hinar mestu hrakfarir fyrir Karli keisana í þeirra mörgu styrjöld- um, en þó nægðu þær til þess að Karli gafst ekki tóm til að sinna málefnum Þýzkalands. Fengu furstarnir því að leika lausum hala og nú skópu atvik- in nýtt vopn þeim í hendur til þess að auka sjálfstæði sitt. í Wittenberg hafði munkur einn að nafni Marteinn Lúther, neglt upp mótmæli gegn kennisetning um heilagrar kirkju á Hallar- kirkjuhurðina og hreyfing sú, sem hann vakti með þessu, barst á vængjum hinnar nýju tækni, prentlistarinnar um allt Þýzka land. Hinir slóttugri meðal furst anna voru fljótir að sjá hv? r fiskur lá undir steini. Þeir tóku Lúther og kenningu hans upp á arma sína og þetta peð þeirra reyndist efni í þann kóngsgalla, sem rak keisaraleg yfirráð hins volduiga Karls á Þýzkalandi i mát. Furstarnir tóku við hinni lúthersku kenningu, fylltu fjúr hirzlur sínar upptælkum fjár- munum kirkjunnar og voru r ú reiðubúnir í krafti þess auðs að bjóða keisaranum byrginn. f öilum þessum átökum áttú þeir Frakklandskonung visan bandamann. Eftir misheppnaða styrjö’d Karls V. við jnótmælendafurrt- ana kom Ágsborgarfriðurinn 1555, þar sem lagt var í vald þjóðhöfðingjunum að ákveða hverja trú þegnar þeirra skyldu játa. Þessi samningur var þó að- eins vopnahlé, þar sem báðir að- ilar bjuggu sig undir koman li átök um örlög Þýzkalands og valdajafnvægið í Evrópu. SÓKNIN TIL RÍNAR. Við skiptingu ríkis Karls keis- ara 1556 féllu Niðurlönd í hlut sonar hans Filippusar II. 9pán- arkonungs. Um miðja 16. öld logaði Frkkland í trúarstyrjöld- um en um aldamótin 1600 hafði hinn dugmikli Hindrik IV af Bourbon bundið endi á þær. Á dögum sonar hans, Loðvíks XIII lentu stjórntaumarnir í höndum kardínálans njikilhæfa Richelieu og á hans dögum vann konungs valdið fullnaðarsigur í Frakk- landi. Frakkland varð nú tví- mælalaust voldugasta og heil- steyptasta ríki meginlandsins. Nú var því kominn tími til að full- gera verk Loðvíks XI og Hin- ríks IV um „les limites natur- elles“, þ.e. að færa landamærin austur að hinum eðlilegum landa mærum Þýzkalands og Frakk- lands, þ.e. Rínarfljóti. Á því voru þó ýmsir annmark ar. Trúarofsóknir Filippusar II. Spánarfconungs höfðu leitt til uppreisnar í Niðurlöndum sem lauk svo, að þýzkumælandi ríkin í norðri mynduðu bandaríki Niðurlanda, sem fékk nafnið Holland. En kaþólsfcu frönsku- mælandi ibúar suðurfylkjanna héldu tryggð við Spán. fbúar Elsass voru Þýzkumælandi og íbúar Lóthringen blandaðir; þessi héruð, sem nutu allverulagrar sjálfsstjórnar undir Habsborgara keisara höfðu litla löngun til að lúta Frakklandskonungi, frekar en Belgíubúar. Að slíku var þó varla spurt á þeim tím- um. Vopnaihlé Ágsbongarsamnings ins milli keisara og mótmælenda- furstanna lauk, er þrjátíu ára stríðið hófst 1618. f þeim átök- um gerði keisaravaldið úrslita- tilrauh til þess að brjóta niður sundrungaröfl Þýzkalands og sameina það í eitt ríki. Naut Habsborgarakeisara stuðnings frænda síns á Spáni og hinna kaþólsku ættarafla í Suður- Evrópu, en gegn honum fylktu liði öil þau ríki, sem töldu hags- munum sínum geta stafað hætta Framhald á bls. 17. Stutt yfirlit um sögu Frakka og Þjóðverja frá 800-1963

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.