Morgunblaðið - 31.01.1963, Qupperneq 15
Fimmtudagur 31. januar 1963
MORCUN BLAÐIÐ
15
BIRGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM
HLJÓMPLÖTUR
MAURICE Ravel, sem var
uppi árin 1875—1937, samdi
tvo konserta fyrir píanó og
hljómsveit. Báðir eru þeir
samdir árin 1930—31. Þá þeg-
ar var Ravel orðinn sjúkur
maður, þjáður af miklu svefn-
leysi og taugabiluij, er átti
eftir að ágerast mjog seinustu
ár ævi hans. Árið 1932 lenti
hann í bilsíysi og náði sér
aldrei eftir það. Þessir tveir
píanókonsertar Ravels hafa
notið mikilla vinsælda og hafa
margsinnis verið gefnar út á
hljómplötum. Margir munu
t.d. kannast við gamla hljóð-
ritun frá Columbia, þar sem
Marguerite Long leikur kon-
sertinn í G-dúr og Ravel
stjórnar sjálfur hljómsveit-
inni, sem leikur með. Verk
þetta er tileinkað Marguerite
Long, en upphaflega ætlaði
Ravel sjálfur að leika
einleikshlutverkið, er það
væri flutt í fyrsta sinn.
1 viðtali við „The Daily Tele-
graph“ 7. nóv. 1931, segir
Ravel meðal annars: „Verkið
er konsert í þess orðs fyllstu
merkingu, og samið mjög í
sama anda og konsertar
MoZarts og Saint-Saens. Ég
álít, að konsertar eigi að vera
með léttum blæ og glæsibrag,
og alls ekki miða að því að
vera djúphugsaðir eða leitast
eftir að ná fram dramatísk-
um áhrifum. Of margir af hin
um klassísku konsertum hafa
miklu fremur verið skrifaðir
gegn píanóinu en fyrir það“.
Svo mörg eru þau orð. Ravel
lék samt ekki verkið, þegar
það var flutt ‘í fyrsta sinn í
París 14. janúar 1932, heldur
Marguerite Long, en Ravel
stjórnaði hljómsveitinni. Hinn
píanókorsert Ravel, sá í D-dýr
getxir samt varla talizt ein-
kennast af svo mjög léttri
stemmingu, því að hann
er næsta dramatískur. í hon-
um notar Ravel m. a. jazzele-
ment. Þessi konsert er fyrir
vinstri hendi eingöngu, enda
saminn fyrir austurríska píanó
leikarann Paul Wittgenstein,
en hann missti hægri hand-
legginn í heimsstyrjöldinni
fyrri. Það verk var fyrst flutt
í Wien 27. nóv. 1931 af sjálf-
um Wittgenstein.
Af þeim upptökum, sem til
eru á þessum verkum, er rétt
að benda á upptöku frá
Columbia (umboð ,,Fálkinn“),
þar sem franski píanóleikar-
inn Samson Francois fer með
einleikshlutverkið, en hljóm-
sveit Tónlistarháskólans í
París leikur með undir stjórn
André Cluytens. Bæði þessi
verk leikur Francois af mik-
illi músikgleði, og leiftrandi
tækni. Francois leyfir sér
ýmsar tempóbreytingar, en
þær eru yfirleitt mjög svo
réttlætanlegar og gefa verk-
unum persónulegri blæ. Hljóm
sveitin er sömuleiðis mjög góð
og hljóðritun fyrsta flokks.
Ýmsar furðulegar sögur hefur
maður heyrt af Samson Fran-
cois. Eitt sinn, er hann átti
að leika þriðja píanókonsert
Prokofievs með Hallé hljóm-
sveitinni, ,var hann hvergi
sjáanlegur, þegar verkið
skyldi hefjast. Var skundað í
snatri til gistihússins, sem
hann dvaldi í, og þar var
hann steinsofandi. Fram-
lengja var hléið, unz loks
hann kom inn á sviðið bros-
andi eins og misskilið barn,
klæddur hversdagslegum föt-
um, í stað kjólfata, en
hann spilaði eins og engill og
átti hugi og hjörtu allra við-
staddra. Nokkrum dögum eftir
að þetta gerðist, átti Francois
að leika einleikshlutverkið i
e-moll Chopins, og mætti þá
aftur í seinna lagi. Hann hafði
að vísu ekki sofið yfir sig, en
verið í verzlunum að leita sér
að heppilegum leikföngum til
þess að láta fljóta í baðkerinu,
þegar hann færi að baða sig.
En nóg af svo góðu. Þeir, sem
ekki eiga þessi ágætu verk,
ættu að athuga þessa plötu.
Númer eru 33CX 1747 (m),
SAX 2384 (s).
Af þeim óperuútgáfum árs-
ins 1962, sem hvað mesta at-
hygli hafa vakið, er útgáfa
Decca á óperunni „Salóme“
eftir Richard Strauss (ekkert
skyldur þeim Straussum, sem
frægir eru fyrir Vínarvalsa!).
Ópera þessi er einhver hin
frægasta seinni -tíma; að vísu
samin 1904—5. Efni hennar er
byggt á leikriti Oscars Wilde
og textinn þýddur af Hedwig
Lachmann. Það mun varla of
sagt að telja verk þetta til
hryllingsverka (sbr. t. d.
„Spaðadrottninguna" eftir
Tchaikovsky) og ekki eru
orðin geðsleg, sem Salome er
látin syngja, þegar hún í- lok
verksins kyssið afhöggið höf-
uð Jóhannesar Skírara. Enda
gengur svo fram af sjálfum
Heródes, að hann fyrirskipar
hermönnum sínum að kremja
Salome til bana með skjold-
um sínum. Líkur verkinu með
því. Það mun nú kannske vera
farið að hvarfla að einhverj-'
um, hvort hér sé um að ræða
verk, sem hlustandi sé á. Ric-
hard Strauss á sína andstæð-
inga, sem telja verk hans nán-
ast rusl, en helzt. munu þeir
vera í þeim hópi manna, sem
dyggilegast fylgja nýjustu
stefnum í tónlist, en þeir telja
gjarnan Hindemith úrelt fyrir
brigði o. s. frv. Þetta er heid-
ur ekki músik fyrir þá sem
halda mest upp á tónskáld eins
og Telemann, Vivaldi, Cima-
rosa, Corelli o. s. frv., eða
komast ekki nær nútímanum
en að Brahms. En fyrir þá,
sem hafa ánægju af flestri
tónlist allt frá t. d. Palestrina
til Varese, er alveg óhætt að
mæla með þessu verki. Strauss
notar mjög „leitmotiv“ í þess-
ari óperu og óhemjustjóra
hljómsveit. Ekki eru hlutverk-
in skrifuð fyrir néina aukvisa,
þar sem Strauss gerir óskap-
legar kröfur til söngvaranna.
Ég man ekki hvort það var
þessi ópera eftir Strauss, sem
hann var að æfa, eða einhver
önnur, þegar hann bað hljóm-
sveitina að leika ennþá sterk-
ara, þar sem enn heyrðist í
söngvurunum. Þó minnir mig
það. Það sem miklu veldur
um hinar stöðugu vinsældir
þessa verks er án efa m. a.
litrík og höfug hljómsveitar-
útsetning og sterkar andstæð-
ur hlutverka. Margir
munu kannast við eldri útgáf-
una frá Decca á þessu verki
þar sem Clemens Krauss
stjórnaði og Julius Patzak var
svo minnisstæður í hlutverki
Heródesar". Clemens -Krauss
var svö sannarlega Strauss —
hljómsveitarstjóri „par exell-
ence“. í þessari nýju
upptöku er hljómsveitarstjóri
Georg Solti. Ég bjóst ekki við
að hlutur hans yrði svo frábær
í þessu verki sem raun ber
vitni. Maður hafði jú saman-
burðinn við Clemens Krauss,
og hélt, að ekki yrði svo auð-
velt að nálgast hann, hvað þá
að slá hann út. Solti slær að
vísu Krauss hvergi nærri út,
en stjórnar verkinu engu að
síður sem innblásinn. Hann
tekur óperuna sem eitt stórt
crescendo þar til í lokin, þeg-
ar Salome (sungin af Birgit
Nilsson) syngur sinn geggjaða
ástardauða hins illa, að hljóm
sveitin brýzt fram eins og
ófreskja úr fjötrum. Birgit Nil
son syngur hlutverk sitt af
ótrúlegu öryggi og meiri inn-
lifun en t. d. í „Tristan og
Isolde“. Rödd, hennar skín i
gengum hin stærstu fortissimi
eins og stingandi ljó's. Ger-
hard Stolze fer með hlutverk
Heródesar og nær fram á
aldeilis ótrúlegan hátt hinum
andstyggilega karakter tetr-
arksins (landstjórans). Ef til
vill er hlutur . Stolze hvað
beztur meðal söngvaranna.
Eberhart Wachter syngur
hlutverk Jóhannesar Skír-
ara. Hann syngur hér vel
að vanda, en er á köflum
ekki nægilega kraftmikill,
t. d., þegar hann formælir
Salome. Þrátt fyrir allt, er það
sjálf hljóðritunin hjá Decca,
Samson Francois og hljóinsveitarstjórinn Ataulfo Argenta.
sem hvað mesta athygli h^fur
vakið á þessari útgáfu. Decca
beitir hér nýrri tækni, sem
þeir virðast hafa sem nokkurs
konar leynivopn. Svo mikið
er víst, að þeir hafa ekki gefið
nema mjög litlar og ófull-
komnar upplýsingar um hana.
Þeir kalla þessa tækni „Sonic |
stage“ og erum við lítils vísari
á eftir. Eitt er samt víst, að
sem hljóðritun stendur þessi
upptaka öðrum upptökum
langtum framar. Hver eru
helztu einkennin? Þau eru hin
ótrúlegi raunveruleikablær og
nákvæmu og eðlilegu hlutföll
á milli söngvara og hljóm-
sveitar og einstakra hljóðfæra
innan hljómsveitarinnar. Eins
og svo oft áður beitir Decca
ýmsum brögðum til að ná
fram þeim áhrifum, sem þeir
telja einhvers virði hvert
sinn. Þeir, sem heyrt hafa t.d.
upptöku Decca á „Das Rhein-
gold“ eftir Wagner skilja ef-
laust gerla hvað ég á við. Það
er reyndar upptaka, sem vert
væri að fjalla um við tæki-
færi. Af þeim brögðum sem
Decca notar vil ég aðeins
nefna það, sem þeim er hlust-
að hafa á þessa upptöku,
finnst einna áhrifamest. Þegar
Salome bíður eftir því, að
böðullinn láti öxina falla á
háls Jóhannesar Skírara, kem-
ur hún fram í annan hátalar-
ann (£ stereo) og næstum
hvæsir þungum stynjandi and-
ardrætti unz hann raddmynd-
ast og hún byrjar að syngja.
Þessi hljóðritun er það sem
kallað er á slæmri íslenzku
„sensation“ og fékk Grand
Prix verðlaun ársins 1962.
Númer eru: MET 228—9 (m),
SET 228—9 (s).
Það eru mörg hljómplötu-
merki, sem maður verður lítið
var hér í verzlunum. Eitt
þeirra er Westminster. Nú í
sumar gaf Westminster út tvo
píanókonserta eftir Mozart,
K. 503 í C-dúr og K. 595 í
B-dúr, leikna af kínverska
píanóleikaranum Fou Tsong,
en hann er tengdasonur fiðlu-
leikarans fræga Yehudi Menu
hin. Það er ekki oft, sem okk-
ur gefst kostur á að heyra
Asíumann leika verk okkar
vestrænu meistara, og því for
vitnilegt mjög að heyra þessa
upptöku. Oft hefi ég hlustað
á fólk vera að tala um Mozart
og það eru ótrúlega margir,
sem virðast ekki koma auga
á neitt annað en yfirborðslega
fágun í hóxis verkum. En ekk
ert er fjær sanni. Kannske er
Mozart það tónskáld, sem tjáir
hvað daprastar og raunaleg-
astar tilfinningar, en hann ber
þær bara ekki utan á sér eins
og veifu. Mozart grét án þess
að rífa hár úr höfði sér, og
píanókonsertar hans eru fullir
af svo ríkum, göfugum og
margbreytilegum tilfinning-
um, að þeir eiga enga sinn
líka. Við getum byrjað á því
að hlusta á Mozart strax, þeg-
ar við erum fyrst að kynnast
sígildri tónlist, og við getum
líka endað á því. Á þessari
plötu eru tveir af vinsælustu
og fegurstu konsertum
Mozarts, mjög vel leiknir af
Fou Tsong, þó er flutningur
hans á konsertinum í C-dúr
betri. Hæga kaflann í B-dúr
konsertinum leikur hann
nokkuð hægt, en það gerði
Schnabel einnig á sínum tíma,
og upptaka Schnabels er að
verðleikum löngu fræg orðin,
en hljómsveitarundirleikur-
inn í Schnabel upptökunni
var hvergi nærri nógu góður
undir stjórn Sir John Barbir-
olli. Hér á þessari nýju upp-
töku er hljómsveitin aftur á
móti miklu betri undir stjórn
Victor Desarzens. Hljóðritun
verður að teljast góð, en
stereo-upptakan er að einu
leyti dálítið skrítin. Tréblásar
arnir eru allir vinstra megin.
Númer eru XWN 18955 (m),
WST 14136 (s).