Morgunblaðið - 31.01.1963, Page 17
51 1 .. tsí| 8 '. •_ tl uJ
Fimmtudagur 31. janðar 1963
J fi Vi \S '3> Si <te W.
MORGUNBLAÐIÐ
17
Guðmundur Axel
B jórnsson—Minning
Fæddur 15. júm 1899.
Dáinn 21. janúar 1963.
HINN 21. janúar síðastliðinn
lézt að heimili sínu Framnesveigi
8a hér í bæ, Guðmundur Axel
Björnsson. Hann verður jarðsett
ur í dag kl. 1 %, e.h. fná Kap-
ellunni í FossvogL
Guðmundur Axel Björnsson
hét hann fulhi nafni, en flestir
muna hann með nafninu Axel
Björnsson. Hann var fæddur 15.
júní 1899 að Hlöðutúni í Staf-
holtstungum. Foreldrar hans
voru þau Kjónin Björn Jóhanns-
son og Þórunn Guðmundsdóttir.
Systkini Axels á lífi eru, þau
Ásta og Jóhann, en bróðir hans
Ingvi Björgvin, loftskeytamað-
ur, fórst með b.v. Jóni Forseta
1928.
J>eir Axel -og Jóhann bróðir
hans, bjuggu undir sama þaki,
svo að segja alla ævina. Aldrei
hefi ég þekkt innilegri kærleika
milli tveggja bræðra, en milli
þeirra.
Skömmu eftir fæðinguna fiutt-
ist Axel með foreldrum sínum
til Reykjavíkur og þar dvald-
ist hann mestan hluta ævi sinn-
ar, nema hvað hann á barnsaldri
var um sjö ára tíma á Akranesi
með foreldrum sínum. f Reykja
vík fermdist hann og þar fékk
hann alla sína dkólamenntun,
sem var barnaskólinn einn.
Foreldrar Áxels voru alþýðu-
fólk, er fluttust á mölina eins
og þá var títt. Hjá þeim var
ekki fjármunum fyrir að fara,
en hinsvegar var þar fyrir hinn
sterki hugur og hönd, að aldrei
skyldu þau vera upp á aðra
komin með sig eða börnin sín.
Til þess þurfti meira þrek þá,
en nú. Heiðarleiki og skyldu-
rækni var þeirra siðgæði. En
|>ar var sungið Ijóð og lag og
lesin mörg ein bókin. Sérstak-
lega var Þórunn mikil kvæða
kona.
Þetta var það andrúmsloft, sem
Axel ólst upp í og áhrif þess
einkenndu hann í lífinu. Eftir
fermingu byrjaði hann að
stunda eyrina og sjóinn og ekki
liðu mör,g ár þar til að hann
fór að vinna við vélgæzlu á
mótorbátum. Er fram liðu stund
ir byrjaði hann að vinna í vél-
smiðjum og varð vélsmíði hans
ævistarf. Hann rak eigin smiðju
meir en 20 ár.
Smiðjurekstur Axels var nokk
tið sérstæður. Ekki bar mikið á
smiðjunm, en á hurðinni inn í
hana mátti lesa þessi orð: „Oft
er það í koti karls, sem kóngs
er ekki í ranni. „Þetta voru orð
að sönnu, því karlinn og ýmis-
legt þar inni var sérstætt. Það
var sama hvern dag ársins eða
hvaða tíma sólarhringsins
menn voru í vanda staddir með
sína bátamótora eða aðrar vél-
ar, alltaf var Axel tilbúinn til
hjálpar með sinni góðvild og
sínu jafnaðargeði. Það var ekki
aðeins úr Reykjavík, sem til
hans var leitað, heldur víðsveg-
ar að aí landinu. Hann gerði
ekki greinarmun á því hvort
til hans leituðu stórútgerðar-
menn eða gamall útslitinn fiski-
maður á grásleppuveiðum. Fjár-
munir til handa Axel í þessum
söukm voru honum aukaatriði.
Axel var í eðli sínu hlédrægur
maður. Hitt var, að við sem
eignuðumst vináttu hans, fund-
um þar fyrir sérstakann per-
sónuleika. Á gleðistund í góðum
vinahóp, gat hann leikið á alls
oddi. Á slíkum stundum kom
«>tft í ljós, hversu Ijóðelskur hann
var og hversu mörg kvœði hann
kunni. Komið gat og fyrir á
slíkum stundum að skoluðust
upp vísur eftir hann sjálfan, því
hann var hagmæltur vel, þótt
lítið bæri á því. Páa menn hefi
ég þekkt, sem voru jafn kröfu-
harðir um vöndun á sínu móður
ntáJi. Axel var greindur vel, víð
lesinn og ágætlega sjálfmennt-
aður. Hann rökhugsaði hvert
mál vandlega áður en hann
myndaði sér sínar skoðanir, en
eftir það hélt hann sér við þær.
En hugur hans var samit sem
áður svo frjáls og óheftur, að
fynndi hann í rökum annara nýj-
ann sannleika, þá féll hann frá
sínum fyrri niðurstöðum, hvert
svo sem málið var.
Árið 1921 hinn 4. apríl giftist
Axel eftirlifandi konu sinni
Júlíönu Rannveigu Magnúsdótt-
ur, ættaðri úr Rauðasandshreppi
við Patreksfjörð. Þau bjuggu
alla tíð í Reykjavík. Þessi eru
börn þeirra: Bergljót: og Þór-
unn, í foreldrahúsum, Björii vél-
vm. Reykjavík, giftur Unni
Jónsdóttur, Einar, vélsm. Kópa-
vogi, giftur Hafdísi Jóhannsdótt-
ur og Gunnlaug, gift Earnst R.
Baldwin, búsett í Winnepeg,
Canada.
Tveir dætrasynir Axels hafa
alizt upp hjá honum. Þar hefir
ekki á milli mátt sjá hver mest-
ur er augasteinninn, afinn hjá
drengjunum eða drengirnir hjá
afanum.
Ég vil að lokum þafcka Axel
vináttu hans til mín og minnar
fjölskyldu og fyrir yndislegar
samverustundir. Ástvinir hans
og vinir sakna hans, því hann
var drengur góður.
Ingólfur B. Guðmundsson.
— Rannsöknir
Framhald af bls. 14
fyrst koma þeir fræðslubrunnar
að fullum notum í þróun iðn-
menningar, sem sótt er í erlendis,
og vissulega eru okkur mjög nauð
synlegir.
Þegar nú hefur verið saminn
mikill frumvarpsdálkur, með
nýju stórsniði hið ytra í rann-
sóknarmálunum, verður það enn
tilfinnanlegra hve mjög hér er
ábótavant í barna- og unglinga-
fræðslunni annarsvegar, og æðri
tæknimenntun hinsvegar.
í íyrra tilvikinu, barnafræðsl-
uni, skal á það bent, að 11 ára
barn er farið að rifja upp tuga-
brotareikning og ætti því að geta
farið að beita honum á raunhæf
an hátt. Hvað væri þá eðlilegra
en að tengja saman reikning og
raunfræði, meir én nú á sér stað.
Reikningur og stærðfræði eru í
daglegu lífi að langmestu leyti
hjálparfræði við raunfræðin, en
það er kunnugt hve miklum erf
iðleikum þau valda í framhalds-
námi unglinga, mestmegnis sök-
um æfingarleysis í notkun þeirra
Það má því slá tvær flugur í
einu höggi með nánarl samskipt-
um þessara fræða, strax á unga
aldri. Það má byrja á því að
kynna mælingarnar og einföld-
ustu aðferðir í notkun þeirra við
mælingu lengdar, flatar, rúms,
þyngdar, orku o. s. frv. með æfing
um og reikningsdæmum, sem
þjálfa barnið í hvorttveggja. Jafn
framt gefst gott tækifæri á að
fræða það um frumatriði eðlis- og
efnafræ'ði.
Auk þess er raunteiknun barna
nauðsynleg, eða teiknun eftir
mælingum hluta, en ekki bara
sjónteiknun. Það þarf að leiða
hugann snemma inn á þessar
brautir, því raunfræðanámið er
nám í áföngum, eftir þroska ungl
inganna.
Mér voru það vonbrigði að sjá
sýningu barnaskólanna á eðlis-
fræðatækjum sl. sumar, sem var
í rauninni tildursýning og átti
lítið erindi í barnafræðsluna. En
engin tæki sá ég til eðlilegra
frumæfinga í raunfræðum.
Það skal tekið fram, til að girða
fyrir misskilning, að ég álít að
ekki þurfi að koma til óeðlilegr
ar aukningar í námsálögum á
barnið og unglinginn, þótt raun-
fræðum verði almennt gefinn
meiri gaumur í kennslunni en nú
á sér stað. Mikið má öðlast með
þarf námstíminn á viku hverri
að aukast um 2—4 stundir frá
því, sem nú er, enda mun slíkt
ekki vera tiltökumál.
Við höfum gagnfræðastig, er
skiftist í bóknám og verknám.
En í aðalskóla hins síðara, gagn
fræðaskóla verknáms, er ekki að
finna staf um kennslu í efna- og
eðlisfræðum.
Væri ekki full ástæða til þess
að ná fræðum hins svonefnda mið
skóla inn í skyldunámið, en það
er fyrri bekkur gagnfræðaskól-
ans. Flestallt framhaldsnám
krefst miðskólaprófsins, auk þess
má ekki hefja iðnnám fyrr en
náð er 16 ára aldri, sem er ald-
urinn við miðskólaprófið. Sext-
ánda árið er því hálfgert utan
veltuár, því unglingurinn er ekki
nægilega þroskaður til fullrar lík
amlegrar vinnu. Á hinn bóginn
veitir ekkert af því að sérhver
unglingur í landinu fái þetta ár
til frekari bóknáms, á hvaða hillu
sem hann lendir í lífinu.
Á hverju ári eru nú haldnir
starfsfræðsludagar, að loknu
skyldunámi, en í skólunum hef-
ur engin kennsla farið fram í at
vinnulýsingu þjóðarinnar, sem þó
er undirstaða undir það að ungl-
ingarnif geti valið og hafnað.
Slíka lýsingu þarf að kenna í lok
skyldunámsins, og má flétta inn
í hana raunfræðum til frekari
skýringa, þar sem það á við.
í Danmörku er gagnfræðapróf
þess eðlis, að með eins vetrar
framhaldsnámi í forskóla tækni
háskólans danska geta unglingar
tekið inntökupróf þar.
Ég sat í þessum forskóla eftir
stúdentspróf úr máladeild hér,
við hlið danskra gagnfræðinga
og virtist þeim ekkert að van-
búnaði til námsins.
Hér á landi er almenn kennsla
í raunfræðum aðeins fáanleg
stærfræðideildum menntaskól
anna. Allir sjá, að þetta fyrir-
komulag hentar ekki nútíma þjóð
félagi. Vankennsla í raunfræðum
í barna- og unglinganámi lokar
leiðum til æðra náms, nema far
inn sé menntaskólavegur, og til
miðskólanáms í tæknifræðum er
menntunarleysið til mikils traf
ala.
Það þarf að vinda bráðan bug
að því að lagfæra gagnfræða
kennsluna þannig, að við hlið
núverandi fyrirkomulags komi
raunfræðadeild, sem gerði ungl
ingum kleift að fara beint í er
lenda tæknimiðskóla (teknikum)
tilfærslum í náminu, en auðvitað og síðar í innlenda.
— Karlamagnús
Framhald af bls. 13.
af sameinuðu Þýzkalandi. Keis-
arinn og kaþólska samibandið
unnu mikla sigra fyrsta áratug-
inn en Gustaf Adolf Svíakonung
ur, styrktur frönsku fé, rétti
hlut mótmælenda. Riohelieu
varð rnanna bezt ljóst hvað í
húfi var fyrir forræði Frakka
á meginlandi Evrópu, ef keis-
aranum tækist ætlunarverk sitt,
en var vanbúinn að láta Fraka
hefja beina þátttöku í styrjóld-
inni, enda upptekinn um skeið
við að brjóta niður síðustu leif-
ar af hervaldi húgenottanna
heima fyrir.
En jafnskjótt sem franski Ker
inn hafði hvílt sig eftir að hafa
barið niður mótmælendur í
FrakStlandi sjálfu, sendi kardi-
nálinn hann tii liðs við mótmæl
endur í Þýzkalandi. Hlutdeild
Frakka í lokaþættinum tryggði
sigur mótmælenda og óskir
Frakka, Svía og Dana rættust
framar öllum vonum. Eftir Vest-
falska friðinn 1648 datt Þýzka-
land í mola, hvorki meira né
minna en 1830 smáríki, og vald
keisarans þar hvarf algjörlega úr
sögunni. Frakkar fengu viður-
kennd yfirráð sín í Metz, Toul
og Verdun, náðu Elsass og fengu
óátalið að hernema hertógadæm
ið Lóthringen. Skömmu síðar
svældu þeir hertogadæmið Ar-
tois, sem lá við norðurlandamæri
Belgíu ag Frakklands af Spán-
verjum. Frakklandskonungur
hafði náð verulegum árangri í
sókn sinni til Rínar í þessum á-
fanga.
SÓLKONUNGURINN A
SVIÐINU
Hafi þýzku furstunum ekki
verið alveg ljóst hvert stefndi
hin franska útþenslustefna á dög
um Loðvíks XI, Hinriks IV og
Riohelieu, þá varð þeim það á
stórveldisdögum Frakka á tím-
um Mazarins kardinála og sól-
konungsins Loðvíks XIV. Ljómi
sá sem stafaði af stjórn Frakk-
lands á valdadögum Loðvíks er
i senn að þakka hinni mikil-
úðlegu persónu konungs sjálfs,
frábærum stjórnmáilahæfileik-
um ráðgjafa hans og herstyrk,
sem naut stjómar ágætra hers-
höfðingja og frábærrar skipulagn
ingar Louvois hermálaráðherra.
Loðvík batt enda á ófrið við
Spánverja 1668 og lét sér nægja
nokkur mikilvæg virki við landa
mæri spönsku Niðurlanda. Hug-
mynd hans var að ráðast síðan
gegn Hollendingum, leggja land
þeirra undir sig, þá hefði hann
spönsku Niðurlöndin í greip
sinni. Stjórnmálaerindrekum
hans tókst ekki einungis að ein
angra Hallendinga frá hinum
fornu bandamönnum þeirra,
Englendingum, heldur fengu þá
í lið með sér, ásamt Svíum og
allmarga hina þýzku fursta.
Sýndust örlög Hollendinga þá
ráðin, er helztu stórveldi álfunn-
ar sameinuðust gegn þeim. Þetta
stríð fébk þó óvæntan endi.
Hollendingar stöðvuðu framsókn
óvinaherjanna með því að brjóta
niður flóðagarðana og veita sjó
yfir land sitt. CXg innan tíðar
komu Danir, Spánverjar, Austur-
ríkiskeisari og kjörfurstinn af
Brandenburg til liðs við þá.
Spánverjum var ljóst að örlög
Belgíu voru ráðin, ef Frakk-
land innlimaði Holland. Á hinn
bóginn neyddi enska þimgið kon-
umg sinn, Karl II Stuart, frænda
og aðdáanda Loðvíks, til að hætta
þátttöku í þessu óvinsæla stríði.
Loðvík neyddist þannig til að
hætta við áform sitt gagnvart
Hollendimgum og hafði þar ekk
ert fyrir snúð simn, en sá um
að bandamenn Hiollendinga
höfðu ekki erindi sem erfiði.
Spánverja neyddi hann til að af
henda franska frígreifadæmið
og mikiilvæg landamærahéruð í
Belgíu og hafði þá fœrt franskt
yfirráðasvœði austur að Sviss.
Næstu árin hóf hann frekar
hefndaraðgerðir gegn keisara og
Spáni, lagði undir sig stór hér-
uð meðfram Rín, þar á meðal
hina fornfrægu fríborg, Strass-
bourg, og spánska hluta Luxem-
burg. Til þess að koma á yfir-
skinsréttlætinu þessa ofríkis lét
Loðvífc franska dómstóla kveða
upp úrskurði á þá lund, að þarna
væri verið að endurheimta lönd,
sem væru fornfrönsk yfirráða-
svæði, en hefðu gengið undan
Frökkum á síðari tímum. Allt
þetta framferði jók auðvitað það
hatursbál á Frökkum í Þýzka-
landi, sem kviknað hafði í 30
ára stríðinu. Þá bætti ekki úr
framferði frönsku hersveitanna
í Pfalz erfðastríðinu. Loðví’k
hafði látið hersveitir sínar sækja
langt inn á Þýzkaland, er erki-
óvini hans, Vilhjálmi af Or-
aníu, landsstjóra í Hollandi og
nú konungi í Englandi (eftir
1688) tókst að koma á banda-
lagi milli Englendinga, Hollend
inga og Austurríkiskeisara gegn
Frökkum. En samkvæmt skipun
Þá berast böndin- næst að Há-
skóla íslands. Þegar atvinnudeild
háskólans var upprunalega stofn
uð, var kveiktur neisti, svolítill
manndómsneisti, er gaf fyrirheit
um átök við erfitt en veiga-
mikið viðfangsefni, kennslu i
tæknifræðum við háskólann. En
aldrei magnaðist neistinn og -nú
er hann slokknaður, eftir að hafa
verið falinn í 25 ár í ösku at-
hafnaleysis.
f háskóla vorum hafa ríkt sjón
armið, sem'sennilega stafa af of
miklu dekri við hugvísindin, að
háskólinn sé eingöngu mennta-
og vísindastofnun, sem eigi ekki
að blanda geði við atvinnulífið.
Rannsóknarstofnanirnar, sem
risið hafa upp í atvinnudeild há-
skólans, voru alla tíð utangátta
hjá honum. Þessu hefði háskól*
inn sjálfur getað breytt á betri
veg, og sótt til atvinnudeildar-
innar kennara, t. d. í svonefnd-
um B.A. fræðum, auk fullkomn-
ari verkfræðikennslu. En jafn-
vel á styrjaldarárunum, þegar erf
itt var sóknar í erlenda skóla,
var ekkert um þetta hirt.
Nú á að leggja atvinnudeild
háskólans niður með nýja frum-
varpinu, en ekkert boðað í stað
inn í því skyni að tengja háskól-
ann nánari böndum við atvinnu-
lífið.
Ég sé engin tormerki á þvi að
háskólinn setji á fót kennslu í
þremur til fjórum greinum verk
fræði, og í búnaðarfræðum, verði
hann ötullega til þess hvattur og
studdur.
í minni tíð var ekki merkilegri
aðbúnaður til efnafræðináms i
verkfræði í Kaupmannahöfn, en
finna má í flestum rannsóknar-
stofnunum hér, að meðtöldum
vinnustofum Vélskólans, eði
bæta má við með litlum tilkostn
aði.
Forstjórar rannsóknarstofnan-
anna gætu sem bezt innt af hendi
nokkra kennslu í háskólanum,
auk sérfræðinganna, engu síður
en kennarar læknadeildar háskól
ans, sem að sínu leyti hafa um-
sjón með veigamiklum rannsókna
störfum samfara kennslunni.
Nú verður brátt tekin ákvörð-
ún um það á Alþingi, hvort tíma
bært þykir að taka rannsókna-
málin þeim tökum, sem lagt er
til með frumvarpinu. Hvermg
sem því máli reiðir af, tel ég þó
að ekki megi dragast lengur að
endurskoða frá rótum raunfræða
kennsluna í landinu, á öllum stig
um hennar, frá barnaskóla í há-
skóla.
En hvaða augum lítur Háskóli
íslands á þessi mál öll? Má vænta
þess, að neistinn frá gömlu at-
vinnudeildinni verði bráðlega
endurnýjaður?
Louvois eyddu frönsku hersveit-
irnar byggð í Pfalz á undarí-
haldinu til að hindra eftirför.
Brenndu þær m.a. bongirnai
Mannheim, Speier, Worms og
hið fornfræga Heidelberg, ásamt
fjölda bæja og þorpa.
Nú snerust margir hinna þýzfcu
fursta til fylgis'við Habsborgara
keisara og í Rijsvifc friðnum
mátti Loðvífc skila aftur stórum
landssvæðum, þ.a.m. Lóthring-
en og Luxembung. Enn verr fór
fyrir Frökkum í síðasta áhættu-
spili Loðvíks, spánska erfðastríð
inu, 1700—1713, er Frakkar börð
ust gegn bandalagi Englands,
Hollands, Austurríkis, sem auk
þess var stutt af Brandenburg,
Hannover og Danmörku. Að vísu
tókst Loðvífc við Utrecthfriðinn
1713 að koma sonarsyni sínum
íil valda á Spáni og rjúfa þar
með hring Habsborgaralandanna
umhverfis ríki sitt, en hið austur
ríska Habsborgaraveldi fékfc þá
mifcla landauka á Ítalíu pg var
nú orðið voldugt forysturíki í
þýzkalandi gegn franskri ofríkis-
stefnu. Og eitt enn: Kjörfurstinn
af Brandenburg hafði fengið
leyfi til að taka sér konungsnafn.
Nefndi hann hið vaxandi ríki
sitt Prússland. Austurríki hafði
fengið keppinaut um forystu á
Þýzkalandi, Frakkland nýjan
óvin