Morgunblaðið - 31.01.1963, Side 20

Morgunblaðið - 31.01.1963, Side 20
20 MORGVNBL4ÐIÐ ÍPimmtuda'gur 31. janúar 1963 PATRICIA WENTWORTH MAUD KEMUR í HEIMSÓKN — Það hefur ekki getað verið, ef Jim hefur hitt hann, sagði hún loksins. — Jim kom einmitt úr hinni áltinni. Wairrenfólkið á heima í fyrsta litla húsinu til vinstri, og bá leið hlýtur Carr að hafa farið, því að Jim segir, að hundurinn þeirra hafi kom- ið út og gelt að honum þegar hann fór fram hjá. En svo er líka sagt, að það geti vel hafa verið hr. Lessiter, sem strauk með konuna hans Carrs, og það geti sýnt sig seinna, að Carr hafi myrt hann í hefndar skyni. Frú Voycey var nýbúin að heyra alla þessa sögu, þegar Maud Silver sagði henni frá hádegisverðarboðinu og hún sjálf sagði „Óh!“ >að var svo ólíkt henni að hafa ekkert meira að segja en eitt einsatkvæðisorð, að Maud Silver hinkraði við, til að heyra framhaldið. Andlitið á frú ' roycey tók á svip eftirvæntingar og forvitni, og hún sagði: — Maud! Hefur hún spurt þig ráða? Eg á við sem sérfræðing. Ó, ég vildi að hún vildi gera það! — Hún hefur bara boðið mér til hádegisverðar, sagði ungfrú Silver. frú Voycey spennti greipar. Þrír fallegir hringir, sem voru orðnir henni heldur þröngir, glitruðu í birtunni. — Þá verðurðu endilega að fara! Það var eins og hver önn- ur forsjónarinnar ráðstöfun, að þú skyldir vera hér stödd, því að ekkért gæti fengið mig til að trúa öðru eins á Riettu Cray. Það er sannarlega of hneykslan- legt og sýnir, hvað slúðrið getur verið hræðilegt. Mannauming- inn var ekki fyrr búinn að geispa golunni, en allir hér í þorpinu eru farnir að segja, að hann hafi stungið af með konu- una hans Carrs, og að Rietta hafi.kálað honum af ,því að hann hafi verið búinn að arfleiða hana að stórfé. Eg á við, þetta er ekki nein meining, eða finnst ykkur það? Eg býst helzt við, að hann hafi aldrei Marjorie aug- um litið. Eg sjálf sá hana ekki nema nokkrum sinnum, og ég minnist ekki að hafa séð mann- eskju, sem mér leizt ógæfuleg- ar á — nóg var I n lagleg, en hjarta átti hún ekki fyrir tvo aura! Og Carr, sem var trúlof- aður svo indælli stúlku áður en hann hitti hana! Marjorie bók- staflega hrifsaði hann frá henni, og hann auðvitað steinlá eins og sveskja, og þessi ágæta stúlka hún Elísabet Moore gekk í hjúkr- unardeildina. Eg held hún hafi stjórnað loftvarnarstöð eða e'itt- hvað þessháttar. Og svo stakk Marjorie af, eins og ég sagði þér, en ég get bara ekki skilið í hvaða sambandi það þarf að standa við James Lessiter. Maud Silver hóstaði ofurlítið. — Eg verð vist að fara að koma mér af stað, góða mín. En hún komst ekki af stað næstu tíu mínúturnar. Þegar hún kom í Hvítakofa, «á hún, að ungfrú Cray var þar ekki einsömul. Frú Welby var þar hjá henni, en stóð næstum strax upp Og sýndi á sér ferða- snið. Ungfrú Silver athugaði hana vandlega og tók þá eftir því, að andlitsmálningin á henni, sem var hófleg og smekkleg að frágangi, þakti náfölva, sem eng in málning getur dulið til fulls. Enginn, sem sá Maud Silver hefði getað sér til, að hún hefði mikið vit á andlitsmálningu, eð.i yfirleitt neinum tízkumálum, en samt var það í.ú svo, að hún tól: þegar eftir þessum fölva á and- litinu undir málningunni, og jafnframt því, að kremið, kinna- roðinn og púðrið, sem frú Wel- by hafði notað, var allt fyrsta flokks vara og af dýrasta tagi. Og þessi fegrunarmeðöl höfðu verið notuð af listfengi, og eins TVÖFALT EINANGRUNAR GLER 20ára revnsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF fannst henni, að af konu að vera sem hijóp yfir til nágrar.nans fyrir hádegi, þá væri allur klæðafourðurinn óþarflega vand- aður og formlegur. Þar var ekkert, sem var óviðeigandi eða stakk í stúf við annað. Rietta var bara í stuttu, brúnu pilsi úr grófu efni óg í ullarpeysu, sem hvorttveggja var allmjög slitið, en Katrín leit út eins og hver tuska á henni hefði verið vand- lega valin. Ekkert í fatnaði henn ar var óviðeigandi, en það var eins og hann allur væri óþarf- lega nýr. Hún hefði getað — eins og hún stóð — vel tekið þátt í sýningu á viðeigandi sveita fötum. Og að hún var berhöfð- uð, þá var það ekki af skeyt- ingarleysi, heldur vegna þess, að það var í tízku á þessum tíma. Og enginn lokkur úr ljósa hár- inu var öðruvísi en hann átti að vera. Hefði kynni Maud Silver af Katrínu Welby verið ennþá nýrri, hefði gamla konan orðið þess vör, að Katrín hafði að- eins farið yfir markalínuna, sem skilur nóg og ofmikið. En jafnvel með þessum litlu kynn- um af henni, varð hún vör ein- hvers í þess átt. En henni fannst gæta einhverrar ofurlítillar hörku og jafnframt eitthvað vanta til þess að heildarmyndin yrði fullkomin. Hún fylgdi ósjálfrátt Katrínu Welby með augunum, þegar hún gekk burt. XXV. Þegar dyrnar lokuðust á eftir henni, varð ofurlítil þögn. Ri- ettu Cray fannst svipaðast því sem hún stseði við ískaldan poll og væri að herða sig upp í það að stinga sér. Henni datt í hug, að til mála gæti komið að sleppa því alveg. Hún hafði enn ekki hafið nein trúnaðarmál. Hún hafði bara boðið ungfrú Silvsr til hádegisverðar. Ef eitthvað meira hefði verið gefið í skyn, var hægt að strika yfir það. Hún varð vör við augnatillit ungfrú Silver og • leit upp til að mæta því. En þá gerðist nokkuð, sem henni fannst óskiljanlegt. Hún fékk að reyna það sama, sem margir skjólstæðingar gömlu konunnar höfðu reynt á undan henni. Þegar hún hugsaði um það á eftir, var þetta sjón af sama tagi og var svo algeng á ófriðartímunum: hús, þar sem framveggurinn var hruninn, svo að hægt var að sjá inn í öll her- bergin í því í senn. Ungfrú Silver leit ekki undan, heldur horfðu augu hennar á hana róleg og rannsakandi. — Ofurlítið bros færðist yfir smá- gerða andlitið. Það vakti traust, — Ég hitti gamlan skólafélaga hennar. og á eftir hitti ég manninn en fyrst og fremst var það þó töfrandi. En þá hvarf þessi fein- kennilega sýn. Það var litla tuskulega kennslukonan, sem sagði: — Hvernig get ég hjálpað yður, ungfrú Cray? Rietta var ekki tilbúin með neitt svar. Henni fannst sér vera fooðið til sætis á sínu eigin heim ili. Hún fann einhvern myndug- leik streyma frá hinni konunni, en það var samt ekkert óvið- kunnanlegt. Hún laut áfram og sagði, blátt áfram eins og krakki. — Við erum í miklum vand- ræðum. Ungfrú Silver hóstaði ofur- lítið. — Já, ég veit víst hvað það er. — Það vita víst allir. Líklega er þetta alltaf svona, en maður gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en maður verðui fyrir því sjálfur. Allir geta spurt mann um hvað sem er, og ef þeir fá ekki svar, búa þeir það til sjálf- ir. Næði eða friður er-ekki leng- ur til. — Gerir það svo mjög til, ung- frú Cray? — Þér eigið við, hvort ég hafi nokkru að leyna? Líklega hef ég það. Eg býst við, að allir hafi eitthvað, sem þeir vilja ekki láta aðra troða fótum. Ungfrú Silver horfði á hana áhyggjufull. Hún sá ýms merki svefnlausrar nætur og andlegr- ar áreynslu. Undir augunum voru blettir, líkastir marblett- um. Hún sagði því með rödd, sem gaf til kynna, að ekkert óvenjulegt væri á ferðum: — Hvað fenguð þér til morg- unverðar? — Það veit ég ekki. Maud Silver hóstaði. — Klukkan er rétt eitt. Þér buðuð mér í hádegisverð og ég sting upp á, að við geymum all- ar viðræður þangað til við höf- um fengið eitthvað í svanginn. Viljið þér, að ég hjálpi yður? Rietta fann til bæði undrunar og léttis. Hún þurfti þá ekki að tala um þetta alveg straj. Hugs- unin um matinn var að vísu hræðileg, en þetta vax þó að KALLI KUREKI WHO YOU THIWK THAT eUN SUKk^ UOOKIN' FOR? * * Teiknari: Fred Harman — Að hverjum heldur bú, að þessi náungj áé að leita? — Ég vildi óska þess, að ég vissi það, því að hann hélt greinilega, að ég væri einhver annar. Heyrðu, hann Davíð sýslumaður írá Tascosa er af- ar líkur mér og hann sagði, að söku- dólgur, er léki iausum hala, kallaður professorinn, væri að gera tilraunir til bess að ráða sig af dögum. En þessi maður getur ekki verið prófess- orinn. — Nei, en gæti ekki verið, að hann >>' hefði fengið leigumorðingja til þess að drepa Davíð? — Þú segir nokkuð, við verðum að halda af stað heim hið skjótasta. Ég ætla að hringja strax, þegar við kom- um þangað og koma aðvörunum til Davíðs. minnsta kosti gálgafrestur, svo að hún þurfti ekki alveg strax að tala um James Lessiter. Hún sagði. — Maturinn er alveg tilbúinn. Fancy hjálpar mér til að bera hann á borðið. Það er stúlkan, sem er hér gestkomandi — Fran- ces Bell. Þér fáið að kynnast hénni og svo honum Carr. Eg held, að það gæti verið heppi- legt. 1 starfi sínu hafði ungfrú Sil- ver kynnzt máltíðum eins Og þeirri, sem hún átti nú að fara að taka þátt í. Kvíðanum og hræðslunni, sem hvíldi yfir öllu og öllum, og svo einstöku orð, sem sögð voru til að segja eitt- hvað, og með varkárni um að segja ekki neitt, sem betur væri ailltvarpiö Fimmtudagur 31. janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni1*: sjómanna- þáttur- (Sigríður Hagalín). 14.40 „Við sem he'ima sitjum" (Sig- ríður Thorlacius) . 15.00 Síðdegisútarp. 17.40 Framburðarkennsla í frönskil og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir . 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Úr ríki ránar;VII. erindi: Of- veiði og kjörveiði (Jón Jóns- son). 20.15 Einleikur á píanó: Gísli Magn ússon leikur yerk eftir inn- lend og erlend tónskáld. 20.45 Úr sumarferð Jóns Sigur- björnssonar og Stefáns Jóns- sonar. Flytj.: Magnús Sveins- son á Hólmavík, Hjörleifur Jónssoh á Gilsbakka í Austur dal og Stefán Vagnsson á Sauðárkróki. 21.30 Tónleikar: Sextett fyrir pí- ,anó, fiðlu ,tvær víólur, selló k og kontrabassa op. 110 eftir Mendelssohn. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ævisögu, Leós Tolstojs, ritaðri af synin hans Sergej, X. (Gylfi Gröndal ritstj.). 22.30 Harmonikuþáttur (Reynir Jónasson). 23.00 Dagskrárlok. 16250 VINNINGARI Fjórði hver miði vinnur að meðaltati! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur, Laegstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.