Morgunblaðið - 31.01.1963, Side 23

Morgunblaðið - 31.01.1963, Side 23
Fimmtudagur 31. januar 1963 MORCVNBLAÐIÐ 23 y Varnaðarorð til ungu sovétskáldanna: Ríkisstjórnin hefur ekki fóstrað ykkur til þess að þið varpið fyrir borð hugsjónum kommúnismans FYRIR SKÖMMU birtist í „Pravda", málgagni sovézka kommúnistaflokksins, kvæði eftir eitt af eldri Sovétskáld- unum, Nikolai Gribachev, þar sem hann beinir þeim orðum til listamanna af yngri kynslóð inni, að þeir íhugi, að ríkis- stjómin hafi ekki fóstrað þá við barm sér árum saman til þess, að þeir nú varpi fyrir borð hugsjónum kommúnism- ans. „I>að er einmitt fyrir ykk ur, sem við berjumst í dag, svo að hringiða straumsins færi ykkur ekki í kaf“, segir skáldið Gribachev. Kvæði hans fjallar um deil una, sem risið hefur milli eldri og yngri listamanna í Sovétríkjunum. Bandaríska stórblaðið „New York Times“ segir marga þeirra skoðunar, að árásirnar, sem undanfarið hafa verið gerðar á þá lista- menn, er hneigjast að vestræn um listaáhrifum, séu runnar undan rifjum gömlu lista- mannanna, — rithöfunda, mál ara og tónlistarmanna, — sem óttist samkeppni við þá yngri, ef þeir fá frjálsari hendur í listsköpun sinni. Gribachev er 52 árá að aldri. Hann hefur átt sæti í mið- stjórn ■ sovézka kommúnista- flokksins' og tvívegis hlotið Stalin-verðlaunin fyrir Ijóð. -- XXX ----- Kvæðið í „Pravda* ber heit- ið „Nei, drengir" — og segja vestrænir fréttamenn í Moskvu það greinilegt svar við nýlegu kvæði eftir Évgeni Évtusjenko, sem hann kallaði „Áfram drengir". f>að var vörn Évtusjénkos gegn þeim ásökunum, að hann væri orð- inn íhaldssinni og jafnframt hvatning til „drengjanna“, ungu skáldanna, að gefa til- finningum sínum lausan taum inn og skorast ekki undan rit- deilum. Gribachev byrjar kvæði sitt með því að vísa til ungra skálda og rithöfunda, sem hafa aflað sér vinsælda meðal rússnesku þjóðarinnar á síð- ustu árum. Hann segir: „Af og til ráfa drengir um Rússland gæddir — Guð hjálpi okkur — aðeins einni ástríðu — frægðarþorsta ..." Hann segir, að unga kyn- slóðin hafi aldreí vitað neitt af þeim erfiðleikum, er sam- fara séu uppbyggingu þjóðfé- lagsins á friðartímum — né heldur af styrjöldum, — en nú rísi hún upp og veki á sér athygli. Unga kynslóðin „skiptir á liæfileikum og hégómagimi og lítur stundum á Rússland eins og þar sé lifað einhverju annarlegu lífi“. Gribaohev segir unga rit- höfunda og listamenn svo mikla „græningja“, að þeir geri sér ekki grein fyrir því, hve verk þeirra eru „léleg og leiðinleg“, en þeir bjóði þau fram eins og þau væru far- seðill upp á frægðarinnar tind. Skáldið varar menn við því að víkja út af þeirri braut listtjáningar, sem opinberlega er viðurkennd. — „Við erum þolinmóðir gagnvart kenjum og höfum sjálfir séð allskyns tízkufyrirtjrigði. En drengir, hverjum hafið þið gefið sálir ykkar — hverjum veðsett hjörtu ykkar?“ Gribachev vísar til aukins frelsis í sovézku þjóðfélagi. „Fætinum er frjálst að skrika og tungunni að tala En það er þessi hræðilega svipstund á mörkunum — þegar þú stígur eitt skref og verður rótlaus og stendur ekki lengur undir rauða fánanum“. Síðan snýr höfundur sér aft ur að meginstefi ljóðsins. „Nei, drengir, við vorum ekki að fóstra ykkur, aðframkomnir af þreytu — til þess að láta rótlausa sölumenn og bragðarefi hremma ykkur, nema ykkur á brott og ginna. Við stóðum ekki undir öskrum vopnanna eða þrömmuðum vinnuklædd- ir í byggingarvinnu til þess að láta ykkur monta ykkur á markaðs- torgum eða leika á gítar fyrir stúlkur sem gapa máttlausar af hrifningu“. Síðustu línunum er beint til ungu skáldanna, sem að undan förnu hafa gert mikið af því að lesa ljóð sín opinberlega fyr ir sovézkri æsku — og enn- fremur til söngvara, er syngja ljóð þeirra við gítarundirleik. — Samvinna . . . Framhald af bls. 1. hrósa Heath, þó að Verkamanna- flokkurinn væri ekki samþykk- ur stefnu stjómarinnar varð- andi aðild að EBE. Wilson sagði, að ekki bæri að líta á það, sem gerzt hefði í Brússel, sem hræði- legan atburð. Framtíðin gæti leitt I ljós, að það yrði til hags- bóta fyrir Breta, að þannig tókst til. Eftir fundinn I Neðri deild- Inni, sagði Heath við frétta- menn, að eitt land innan Efna- hagsbandalagsins gæti ekki boð- ið Bretum aukaaðild, þegar ljóst væri að hin fimm teldu að þau atriði varðandi fulla aðild, sem samkomulag hefði ekki náðst um, væru yfirstíganleg. Duncan Sandys, samveldis- málaráðherra, sem einnig var í Brússel í gær, sagði við komuna til London, aðekki væri hægt að líta á það, sem vilja frönsku þjóðarinnar, að viðræðurnar við Breta færu út um þúfur. Það væri aðeins einn maður, maður ú villigötum, sem vildi útiloka Breta frá aðild að bandalaginu, maður, sem héldi að hann væri Frakkland og Frakkland Evrópa. Ekki sáttasemjari A fundi sínum í morgun sam- þykkti stjórn Vestur-Þýzlcalands einróma, að lýsa hryggð sinni yfir því, að viðræðurnar við Breta í Brússel hefðu farið út um þúfur, þrátt fyrir tilraunir stjórna landanna fimm til þess að hindra að svo færi. Þá sagð- ist stjórnin vera ánægð með það, að Bretar óskuðu enn eftir því að gerast aðilar að EBE og sagð- ist telja víst, að stjórnir land- anna fimm myndu gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að stuðla að því. Talsmaður v-þýzku stjórnar- innar skýrði fréttamönnum frá þessu. Var hann spurður hvort Adenauer kanzlari myndi reyna að hafa áhrif á afstöðu de Gaulles, en hann svaraði, að V- Þýzkaland myndi ekki taka að sér hlutverk sáttasemjara. Óaðgengileg skilyrði Á fundi frönsku stjórnarinnar í morgun vair lýst eindregnum stuðningi við aðgerðir utanríkis- ráðherra hennar, Couve de Mur- ville í Brússel í gær. Upplýs- ingamálaráðherra stjórnarinnar. Alan Peyrefitte, skýrði frá þessu að afloknum fundinum. Peyre- fitte sagði, að það hlé, sem nú yrði á viðræðum í Brússel um aðild Breta að Efnahagsbanda- lagi Evrópu, þyrfti ekki að tákna það, að Bretar gætu ekki gerzt aðilar að bandalaginu í framtíð- inni, ef þeir óskuðu. En skilyrð- in, sem Bretar settu nú í Brússel væru óaðgengileg. Stjórnarandstaðan í franska þinginu fór fram á það á fundi í dag, að gert yrði hálfrar klukku- stundar hlé á viðræðum þings- ins og Couve de Murville látinn gera grein fyrir atburðunum í Brússel. Var tillaga um þetta borin undir atkvæði, en felld með nokkrum meirihluta. Engin stefnubreyting Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna gaf í dag út yfirlýsingu, þar sem látin var í Ijós hryggð yfir því að viðræðurnar um að- ild Breta að EBE skyldu fara út um þúfur, því að það gæti tafið sameiningu Evrópu. f yfirlýsing- unni segir enn fremur, að Bandaríkin hyggist halda áfram að vinna að eflingu Atlantshafs- bandalagsins og stefna að frjáls- ari heimsverzlun. Atburðirnir i Brússel breyti ekki stefnu Banda ríkjanna í þessum efnum. VID MIÐBÆINN! MORGUNBLAÐIÐ þarf að fá duglega unglinga eða krakka til að bera Morgunblaðið um nokkur hverfi í námunda við Miðbæinn. — .Gjörið svo vel að hafa samband við skrif- stofuna eða afgreiðsluna. SÍMI 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.