Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 16
Laugardagijr £. febrúar 1963 16 MOKCVjyBl 4Ð n \v lÐ W Árshátíð Máls og Menningar verður að Hótel Borg sunnudaginn 3. febrúar kl. 20.30. D A G S K R Á : Kristinn E. Andrésson: Liðinn aldarfjórðungur, ræða. Jóhannes úr Kötlum: les úr Oljóðum. Sverrir Kristjánsson: Ávarp. Brynjólfur Jóhannesson leikari: Upplestur. Kristinn Hallsson óperusöngvari: Einsöngur. D A N S . Kynnir verður Jón Múli Árnason. Aðgöngumiðar í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Mál og jVí Menning UuLI S herb. íbúð til sölu Höfum til sölu góða 9 herbergja íbúð við Miklu- braut. Þvottahús er á hæðinni, sér hiti og sér inn- gangur. íbúðin er í mjög góðu ástandi. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6 símar 1-2002, 1-3202, 1-3602. Póstafgreiðslumannsstarf Staða póstafgreiðslumanns við Póststofuna í Reykja vík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launa- lögum. Umsóknir er greini menntun og starfs- reynslu sendist fyrir 20. febr. n.k. Nánari uppl. um starfið í skrifstofu póstmeistarans í Reykjavík. PÓST og SÍMAMÁLASTJÓRNIN. Sólarkaffi Bílddœlinga verður drukkið að Hótel Borg sunnud. 10. febr. kl. 8,30 e.h. Merki afhent og borð tekin frá kl. 5—7 sama daga. NEFNDIN. Utgcrðarmenn — Fiskimenn Smíðum stálskip 20—200 brúttó rúmlestir. Stálskipasmiðjan h.f. Hafnarbraut Kópavogi Simar; 38260 og 22964. IVIargrét Ragnheiður Jónsdóttir, Keflavík — Minningarorð HINN 26. janúar andaðist að heimili sínu, Aðalgötu 5, Kefla- vík, Margrét Ragnheiður Jóns- dóttir. Vinir og vandamenn Mar- grétar fylgja henni síðasta spöl- inn í dag, frá Keflavíkurkirkju kl. 2. Margrét var fædd 6. júlí 1880 að Hóli á Skaga í Skagafjarðar- sýslu. Foreldrar hennar voru þau hjónin, Jón Benjamínsson bóndi á Spákonufelli og Sig- ríður Símonardóttir ættuð úr Skagafirði. Jón faðir hennar var bróðir Ingibjargar konu Odds Björnssonar prentsmiðjueiganda á Akureyri, en faðir þeirra var Benjamín bóndi í Stórumörk í Laxárdal, Guðmundsson á Vesturá, Guðmundssonar í Grjótá í Þverárhlíð, Jónssonar. Kona Benjamíns bónda í Stórumörk var Ragnheiður Árnadóttir, en móðir hennar var Ketilríður, systir Guðmundar Ketilssonar bónda á Illugastöðum á Vatns- nesi, annálaður umbótamaður í búskap. Margrét fluttist til Keflavíkur árið 1907 og giftist gftirlifandi manni sínum Gísla Sigurðssyni haustið 1909, og hafa þau átt heima allan sinn búskap þar. Gísli maður Margrétar var lengst af járn- og vélsmiður í Keflavík, og er snillingssmiður, en faðir hans var Sigurður, d. 26. nóv. 1922 járnsmiður og fyrsti vélstjóri í Keflavík (1906) Gíslasonar. Var hann kominn frá Narfa í Efstadal, sem frá er kominn mikill ættbálkur, þar af fjöldi nafnkunnra manna. Móðir Gísla var Guðrún Þórar- insdóttir, d. 10. marz 1922. Þau hjónin Margrét og Gísli hafa eignast 8 börn, 3 sonu og 5 dætur. Eru 7 þeirra á lífi, 4 þeirra gift og búsett í Keflavík, tvö í Reykjavík og eitt á Akra- nesi. Afkomendur1 þeirra hjóna eru nú sextíu manns. Það er mikið og erfitt verk að ala upp átta börn og koma sjö þeirra til manndómsára, og hefur móðirin af því mestan vand ann. Þegar því var lokið tók hún tvær sonardætur sinar í fóst- ur, er móðir þeirra féll frá í blóma lífsins. Þá var Margrét nær sextugu. Þessum sonardætr- um sínum reyndist hún sem ást- rík móðir. Það hefur reynt mjög á Margréti að koma upp niu börnum, en þann vanda leysti hún með mikilli prýði. Þegar vinir hverfa yfir landa- mæri lífs og dauða er margs að minnast. Ég man hana með hreinan og góðlegan svip, rólegt lundarfar, falleg kona, sem æðrast ekki um annríki og þreytu, enda var at- orka hennar óvenju mikil, því að eftir að hún hætti að ganga til almennra verka, sat hún ekki auðum höndum. Meðan heilsa leyfði 9at hún frá morgni til kvölds við hannyrðir, enda hafði hún yndi af starfi. Ég minnist síðustu æviára Mar grétar, þá var hún rúmliggj- andi og átti við mikla vanheilsu að stríða, en það mótlæti og þær þrautir bar hún æðrulaust. Allar þessar minningar og sam- verustundir, vil ég og fóstur- dætur hennar tvær þakka af heil- um hug og biðjum henni allrar blessunar. Eigihmanni hennar, börnum, barnabörnum og öðrum ættingj- um sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Gunnar V. Hannesson. Þennan bát VILHJÁLMUR ÁRNASON hrL TÓMAS ÁRNAS0N hdl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA IkfÖarbadkabtisina. Sitnar Z463S og 16307 F élagslíi Skíðaferð um helgina. Laugardag kl. 2—6 Sunnudag kl. 10—1. Afgreiðsla og upplýsingar hjá B.S.R. Keppendur við Bergens-skíða mótið mætið kl. 1 á laugard. Farið verffur til tímatöku í Skálafelli, bíll frá Guðmundi Jónssyni. Mjög áriffandi aff allir mæti. byggðum við á síðastliðnu ári, og hefur hann reynzi vel í alla staði — farsæll og fengsæll. Nú eru í smíðum bátar sömu tegundar og geta væntanlegir kaupendur valið um, hvort stýrishús verður staðsett að framan eða aftan. Stærð bátanna er um 14 smálestir. — Verð hagstætt. Kaupendur geta ákveðið vélartegund og stærð, svo og öll hjálpartæki. Talið við okkur sem fyrst Keilir h.f. sími 3-45-50. Fiat 1800 árg. 1VS0 er til sölu mikið skemmd eftir veltu. Bifreiðin er til sýnis að Höfðatúni 4, suðurdyr, í dag kl. 14—17. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Fiat — 6299“. HeildverzSunin Heklahf. P. Stefánsson hf. Höfum flutt skrifstofur, varahluta- hlutaverzlun og bílaverkstæði að Laugavegi 170—172 Smurstöðin verður fyrst um sinn áfram að Hverfisgötu 103 — Sími 13351.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.