Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 24
Eldur í skipi
á Breiöafirði
Patreksfixði 1. febr.
E'tlur kom upp í m.s. Særúnu
í nótt, er skipið var :4 itt á
Breiðafirði. Kviknaði í farmi of-
an þilja, en skipverjum tókst að
slökkva á stundarfjórðungi.
M.s. Særún frá Bolungarvík er
í vöruflutningum milli Reykja-
víkur og Vestfjarða. Þegar skipið
var statt ^ Breiðafirði um kl. 3
í nótt, á vesturleið, kviknaði i
einangrunarplasti, sem geymt var
á bátapalli stjórnborðs megin.
Skipverjar hófu þegar slökkvi
starfið með því að dæla sjó á eld-
inn. Gekk greiðlega að sigrast á
honum, og tók það ekki nema 15
míniútur. Allt plastið var þá
brunnið, og eyðilögðust þama 60
búnt af einangrunarefni, eða 30
rúmmetrar. Harðviðarplankar
sem geymdir voru á sama stað,
Skemmidust og töluiverðar
skemmdir urðu á bátaþilfarinu
og björgunarbátum.
M.s. Særún kom hingað til
Vaitneyrar kl. 9 í morgun, og
átti ég tal við skipstjórann.
Hann telur, að neisti frá púströri
skipsins hafi valdið íkvei'kjunni.
Nokkuirt kul vair, þegar eldurinn
gaus upp, og var þá hægt að sigla
skipinu þannig, að eldinn lagði
út af skipinu, en erfiðara hefði
e.t.v. verið að ráða niðurlögum
eldsins, ef logn hefði verið á .
— Trausti.
Ljósm. Sv. I
Hér strandaði vörubíllinn, sem hinn drukkni piltur stal í Hafnarfirði
Enourtekin blóöpróf
ti! að sanna faðerni
Sýndu mismunandi niðurstöður
væri dæmt til þess að eiga, nema
hægt væri að benda á annan
föður. Maður sá, sem konan
lýsti barnsföður hefði útilokast
og kvaðst Árni ekki vilja flytja
málið fyrr en hann hefði þó
fengið það haldreipi að geta
snúið sér að öðrum manni á
eftir.
Bað Árni síðan Blóðbankann
að endurtaka blóðprufu þá, sem
Rannsóknarstofa Háskólans hafði
látið fram fara á aðilunum.
Voru allir aðilar fúsir til þess
að gangast undir endurtekna
blóðprufu. Síðari blóðprufan
reyndist ganga í berhögg við þá
fyrri, sem útilokaði þann mann,
sem konan kvað vera barns
föður sinn.
Árni tjáði Mbl. í gær að fyrir
kæmi að lögfræðingar fengju til
sín kvenfólk, sem orðið hefði
fyrir því að blóðpróf útilokaði
barnsföður þann, sem þær hefðu
bent á. Er þetta mál því hið
Framh. á bls. 23
„Dagur i lífi
Ivans Denisov-
ich“ komin
hingað
Á fimmtudag, 31. jan. kom
út í Bretlandi ensk útgáfa
bókarinnar „Einn dagur í lifi
Ivans Denisovich“, en Morg-
unblaðið sagði frá þessari bók
23. jan. sl. og birti þá jafn-
framt einn kafla hennar.. Ilöf
undur hennar er Alexander
Solzhenitsyn, sem sat í fanga
búðum Stalíns á sínum tíma.
Lýsir hann einum degi úr lifi
fanganna, og hefur bókin vak-
ið gífurlega athygli í Sovét-
ríkjunum, þar sem hún hefur i
birzt í tímaritinu „Novy Mir“,
og í hinum frjálsa heimi, þar í
sem útgefendur hafa keppzt
um að Iáta þýða hana og koma
henni á markað. Bókin kom
til íslands sama dag og hún
kom út í Bretlandi og fæst í
Bókaverzl Snæbjarnar Jónsson
ar & Co. í Hafnarstræti. Bókin I
nefnist á ensku „One Day in 1
the Life of Ivan Denisovich“/
og er gefin út af forlagi Vict- l
ors Gollancz. (
Miklir flutningar á
frystum fiski til USA
I MÁLAFERLUM, sem að und-
anförnu hafa staðið vegna fað-
ernis barns, hefur komið í ljós
að fyrri blóðrannsókn, sem úti-
lokaði mann frá faðerninu, stang
ast á við blóðrannsókn, sem síð-
ar var gerð. Mál þetta er ve-
fengingarmál og eru málavextir
þeir að móðirin hafði gifzt
manni, meðan hún gekk með
barni, en annar maður hafði
gengizt við barninu áður en
gifting fór fram. Fyrir fæðingu
bamsins skildu hjónin að borði
og sæng, en lögskilnaður hafði
hinsvegar ekki farið fram er
barnið fæddist. Nokkru siðar
lézt eiginmaðurinn. Úrskurðaði
undirréttur að barnið væri fætt
í hjónabandi en konan hafði áð-
ur fengið meðlagsúrskurð á
bamsföðurinn, en síðar var sá
úrskurður úr gildi felldur, er í
Ijós kom að barnið var fætt fyr-
ir lögskilnað hjónanna. Ströng
ákvæði laga kveða svo á, að
bam fætt í hjónabandi skuli
teljast skilgetið jafnvel þó hjón-
in útaf fyrir sig séu sammála
um að svo sé ekki.
Umrædd kona sneri sér, að
undirréttardómi gengnum, til
Árna Guðjónssonar hrl. og taldi
að kveðinn hefði verið upp yfir
sér vegna barnsins rangur dóm-
ur.
■ Árni Guðjónsson tjáði Mbl. í
gær að konan hefði farið þess á
leit að hann tæki undir kröfu
stefnanda málsins, þ.e.a.s. dánar-
bús eiginmanns hennar. Svaraði
Árni henni því til aö það gæti
hann ekki gert, og svipt barnið
þeim eina föður sem það þó
Sæusku- og norsku
kennsla í Há-
skólanum
KENNSLU í sffiu...a og
norsku fyrir almenning verður
haldið áfram á vormisserinu, og
hefst hún sem hér segir:
Sænski sendikennarinn, Jan
Nilsson, fil. mag. byrjar
kennslu mánudaginn 4. febrúar
kl. 8.15 e.h. í II. kennslustofu.
Norski sendikennarinn, Odd
Didriksen cand. mag., byrjar
kennslu fimmtudaginn 7. febr-
úar kl. 8.15 e.h. í VI. kennslu-
stofu.
ÓVENJUMIKIÐ hefur verið um
flutninga á frystum sjávaraf-
urðum til Bandaríkjanna að und-
anförnu. Hafa 4153 tonn verið
flutt vestur seinnihluta janúar-
mánaðar.
Lagarfoss hefur verið að losa
í Gloucester 968 tonn frá Sölu-
miðstöð Hraðfrystihúsanna og
475 tonn frá SÍS.
Á leiðinni vestur eru Jökul-
fell með 413 tonn frá S. H. og
500 tonn frá SÍS. Langjökull er
nýlagður af stað með 1327 tonn
frá S. H. og 470 tonn frá SÍS.
S. H. hefur alls sent 2708 tonn
til Bandaríkjanna af frystum
fiski í janúar og SÍS 1445 tonn,
eða samtals 4153 tonn.
Venjulega er mest um flutn-
inga vestur á vetrarvertíðinni.
Nú vantar aðeins meiri fisk, því
þörf er fyrir hann á Bandaríkja-
markaði. SÍS t. d. hefur þegar
sent vestur allan fisk, sem unn-
inn hefur verið fyrir Banda-'
ríkjamarkað, en gert er ráð fyrir
því, að Jökulfell verði sent aftur
vestur, þegar það kemur.
Verðið á frysta fiskinum er
hagstæðara á bandarískum mark
aði heldur en þeim rússneska.
Hins vegar er meiri vinna í frysti
húsunum við fiskinn, sem fer
á Bandaríkjamarkað, einkum
vegna smærri og mismunandi
pakkninga.
Gosdrykkjum
stolið
í FYRRINÓTT var brotizt inn í
verzlun að Grettisgötu 86. Brotin
var rúða og hafði þjófurinn með
sér nokkrar flöskur af gosdrykkj
1 um.
Drukkinn piltur stelur
tveimur bílum
UM KL. tvö aðfaranótt föstud.
stal drukkin piltur úr Reykja-
víik stórum vörubíl í Hafnar-
firði. Ók hann um bæinn, og
ætlaði síðan að stytta sér leið
út á Reykjavíkurvag um trjá-
garð. Braut bíllinn bæði girðingu
og tré, en lenti að lokum á stkru
tré og komst ekki lengra. Piltur
inn tók þá á rás og fann sér
annan vörubíl. Ók hann á hon-
um áleiðis til Reykjavíkur, en
var handsamaður hjá EngidaL
Voru þar að verki menn, sem
áttu heima við sörnu götu og
fyrri bíllinn hafði staðið á. Voru
þeir að leita að piltinum ásamt
lögreglunni.
Gdðar síldveiði-
horfur í gærkvöldi
AÐFARANÓTT föstudags«
héldu síldveiðiskipin sig á Skeið
arárdýpi. Fengu þar 14 skip
alls 9.200 tunnur á dreifðu svæði
og í allsæmilegu veiðiveðri.
Skipin lönduðu öll í Vestmanna
eyjum í gær, en þangað er um
12-15 tíma sigling frá miðunum
enda á móti vindi að sækja.
Komu þeir inn frá kl. 11 um
morguninn og fram eftir degi.
Síldin er jafnóðum sett í tog-
ara, sem sigla með hana til
Þýzkalands. Bv. Freyr fór frá
Eyjum í gærmorgun með rúm
300 tonn af síld og 20-30 tonn
af ýsu. Bv. Egill Skallagríms-
son fór í gærkveldi með um 90
tonn af síld ofan á aflann. Tog-
ararnir Þorsteinn Ingólfsson og
Neptunus áttu að fara undir nótt
ina, og síðan fara Röðull, Skúli
Landhelgisbrjótar
sektaðir
DÓMUR féll í Vestmannaeyj-
um í gær í máli fjögurra af
fimm togbátaskipstjóra, sem
varðskipið Óðinn stóð að ólög-
legum veiðum á miðvikudags-
morgun. Voru skipstjórarnir á
Vestmannaeyjabátunum Ver,
Glað og Farsæli og Djúpavogs-
bátnum Sævaldi dæmdir í 20
þús. kr. sekt hver. Afli og veiða-
færi var gert upptækt. Máld
skipstjórans á Unni frá Eyrar-
bakka er ekki lokið enn, en
hann hefur neitað sakargiftum.
i Magnússon og Úranus, þegar
þeir hafa verið fylltir. Fiski-
mjölsskip kom til Eyja í gær.
í gærmorgun fóru 26 skip
austur á miðin frá Eyjum, en
þau skip höfðu landað síld j
fyrradag. Allgóðar veiðihorfur
voru þá austur á Skeiðarárdýpi
og veður sæmilegt. Síldin stóð
fulldjúpt í gærkvöldi, mest á
30 faðma dýpi, en torfa og torfa
skauzt upp á 22-24 faðma. Veið-
in var á stóru svæði, og kl. 22
voru bátarnir farnir að tilkynna
afla. Víðir II. hafði fengið 1000
tunnur, Björn Jónsson 250 tunn-
ur í einu kasti af nokkuð stórri
síld og millisíld. Ekkert bar þar
á smásíld. Halkíon hafði fengið
300 tunnur af sæmilegri síld,
Víðir SU 300 tunnur af rusli,
en Auðimn lenti í vandræðum
með 250 tonna kast, vegna þess
að síldin ánetjaðist, en harin
mun vera með fremur smáriðna
nót.
Röðulsmenn
á batavegi
MORGUNBLÁÐH) spurðist i
gær fyrir líðan áihafnaxinnar á
bv Röðli. Þeir, sem fóru í Borg
arsjúkrabúsið, eru allir á góðum.
ibatavegi, og fjórir þeirra eru
þegax faimir þaðan. Annar þeirra
sem fór í sjúkralhiúsið í Vest-
mannaeyjum, er fárinn þaðan, en
ihinn er orðinn rólfær pg esr i
öruim ba>ba. ».