Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐ1Ð Laugardagur 2. februar 1963 Áfanginn, sem nú er verið að ljúka við. 1 framtíðinni er gert ráð fyrir viðbyggingum, m. a. l>remur viðbótarhæðum ofan á Laugavegsálmuna. Reitirnir milli akreina og umhverfis bílastæði, sem öll eru úr járnbentri steinsteypu, eru gróðurreilir. i (Teikn. Halldór Pétursson). Bylting á sviði bílaviðgerða Hekla hf. flytur í ný húsákynni H E K Ii A h.f. tekur í dag í notkun nýbyggingu sína við Láuga- veg 170—172, og opnar þar glæsilegasta bílaverkstæði, sem þekkzt hefur hér á landi. Er verkstæði þetta á allan hátt útbúið eins og bezt gerist erlendis, með mælitæki og rannsóknartæki, sem kanna ástand bifreiðar og hreyfils áður en viðgerð hefst og eftir að henni er lokíð. Þarna er þvottastöð með úðunarækjum til að þvo bifreið- ir, stöð til að kvoða undirvagn til varnar ryði og sérstök verkstæði iyrir mælingar, skyndiviðgerðir, aðalviðgerðir, vélaviðgerðir og réttingar. Þá er í nýbyggingunni stærðar verzlun fyrir varahluti í Volkswagen og Land Rover bifreiðir auk varahluta í Caterpillar tæki. Sú hlið verzlunarinnar ,sem snýr að Laugaveginum, er 27 metra löng og samfellt gler í stálrömmum. Alls er þetta nýja hús- næði um 4.200 fermetrar eða um 18.400 rúmmetrar. Fara hér. á eftir nokferar upp- lýsingar um búsnæðið frá í>ór Sandiholt arkitekt, en hann heíur hatft yfirumsjón með teikning- um að húsinu, gerð þess og inn- réttingu. Húsið er byggt fyrir Heild- verzluninan Heklu h.f. og önnur þau fyrir tæki, er Sigfús Bjarna- son forstjóri veitir forstöðu. Sjálf uir hefur hann, ásamt bróður sínum Svaivairi, haft yfirumsjón með fraimlkvæimdum allt frá því að bygging þess í núverandi myrvd hótfst 1959. Áður hafði ver ið byggð uin 330 fermetra verk- stæðisbygginig eftir teikningum Sigmundar Halldórssonar arki- tekts. Það, sem byggt hefur verið, er ekki nema bluti þess, sem vonir standa til að síðar verði, því ætl- unin er að byggja þrjár hæðir ofan á álmuna, er liggur við Laugaveg, nýja álmu austast á lóðinni og hækfca elztu byigging una. Nú er gólfflötur alls um 4.200 fermetrair í um 18.400 rúmmetra byggingum. En með þeim viðbót um, sem að ofan greinir, bættust Framhald á bls. 17. Breytingar á starfs- tilhögun . f sambandi við flutninga Heklu h.f., ræddi Sigfús Bjarnason for- stjóri við. fréttamenn blaða og úitvarps s.l. fimmtudag, og gaf þeim kost á að skoða hin glæsi- legu búsakynni við Laugaveginn. Tilgangurinn með þessu stór- hýsi er að koma upp höfuðstöðv- um allra fyrirtæfcja, sem Sigtfús Bjarnason stjórnar. Gerir husið það kleitft að breyta algjörlega allri starfstilhögun. Þótt húsið við Hverfisgötu 103 hafi verið atfar rúmgott fyrir tíu árum, hef- ur starfsemin aukizt svo gífur- Iega, að undanfarin tvö til þrjú Hver bílvirki fær sína verkfærakistu, sem er á hjólum til að avðvelda flutning. Kisturnar eru með læstu loki, sem er jafn- framt sæti fyrir viðgerðarmanninn, og með skúffu fyrir bolta og rær. Verkfærakisturnar eru smíðaðar hjá einu af dóttur- fyrirtækjum Heklu. Myndirnar hér á síðunni tók Kristján Magnusson, ár hefur hver starfsmaður orðið að skiia tvöföldu dagsverki við hin erfiðustu skilyrði. Óskar Sig- fús sérstaklega að láta í ljósi inni lega þafekarskuld sína við starfs fólkið allt fyrir ósérihlífni þessj Nú fást starfsskilyrði, sem sam bærileg eru því bezta erlendis. Samt er ljóst að innan skamms verður verkstæðisrými ekki leng ur fullnægjandi, og hatfa verið gerðar ráðstafanir til þess að tryigigja fyrirtækinu lóð undir frekari verkstæðisbyggingar. Fyrirtækjum Sigtfúsar Bjarna- sonar verður nú skipt niður í deildir. Er þar fyrst að nefna bifreiðadeild Vol'kswagen og Land-Rover. Framikvœmd'astjóri þessarar deildar verður Árni Bjarnason, sem um tuttugu ára skeið hefur starfað hjá Heklu h.f. Hjá honum munu starfa Finn bogi Eyjólfsson verzlunarstjóri, Jón Ármann Jónsson, fram- kvæmdastjóri verkstæðisins, Óli M. fsaksson sölustjóri Land-Rov er, örn Egilsson sölustjóri Volks wagen, og Gunnar Pedersen sölu maður á Keflavikurflugvelli. Finnibogi hefur séð um verzlun og varahluti bifreiðadeildarinn- ar, og starfað hjá fyrirtækjum Sigfúsar í um 20 ár. Einniig hef- ur hann verið yfirmaður verk- stæðisins. Þessi störf hafa aukizit svo mjog að Finnbogi hefur neyðzt tii að leggja nótt við dag, og var þess vegna nauðsynlegt að skipta starfinu. Jón Ármann Jónsson var áður kennari við Vélskólann. Hann fór á síðasta ári í kynninigardvöl til Skandinavisk Motor A/S í Kaupmannaihöfn og víðar í Dan- mörku, en fyrirtæki þetta hefur umboð fyrir Volkswagen og Land-Rover í Danmörku. Kynnti Jón sér sérstaklega tilihögun og fyrirkomulag ákvæðisvinnu, sem tíðkast um allan heim hjá Volks- wagen. Er það tilgangur Sigfús- ar að bjóða bílvirkjum ákvæðis- vinnu í nýja verkstæðinu, en að sjálfsögðu tekur það nofekurn tíma að koma á slíkri vinnutil- högun. Óli M. fsaksson hefur starfað hjá fyrirtækjum Sigfúsar síðan 1&45, og er aufe þess elzti starfs- maður bílaiðnaðarins hér á landi. Hann er formaður Samibands bitfreiðaverkstæða á fslandi. Oaterpillerumboðið verður sér stök deild í nýju húsaikynnunum, og verður Sverrir Sigfússon fram kvæmdastjóri hennar. Sölustjór- ar verða Kjartan Kjartansson fyrir bátavélar og Davíð Erlends son fyrir landvélar. Verzlunar- stjóri varahlutadeildarinnar verð ur Karl Karlsson. Framkvæmdastjóri Rafmagns- deildar Heklu er Árni Ragnars- son, og framkvæmdastjóri Raf- tækjavinnustofu Heklu Svavar Bjarnason, bróðir Sigfúsar. Á Svavari hefur hvílt meginþungi við framlkvæmidir nýbygginganna við Laugaveg 170—172. Enn eru ekki talin öll umboð Heklu, en ætlunin er að sameina öll önnur umboð í eina deild. Af öðrum umboðum má t.d. nefna Goodyear, stærsta gúmmí- fyrirtaeki heims, Solex, sem smáðar blöndunga í flestar bif- reiðir Evrópu og The Benedix Corporation, sem smíðar bifreiða hluti fyrir margar bílasmiðjur bæði í Evrópu og Ameríku. Þá er ótalin fjáfhags- og bók- haldsdeild, sem Sigfús mun sjálf ur veita forstöðu, auk þess sem hann hefur að sjálfsögðu ytfir- umsjón með öðrum deildum og er tengiliður milli þeirra. Þar verður Lýður Björnsson skrif- stofustjóri, en hann hefur starf- að hjá Heklu í rúm 20 ár, og gjaldkeri verður Jóhanna Tryggvadóttir, sem sinnit hefur því starfi í um tíu ár. Á fyrstu hæð álmunnar við Lauigaveg verður afmarfeað svæði fyrir sýningarbíla, en aust asta hlut álmunnar hefur Siig- fús leigt út. Leigutakar eru Ge- org Ámundason & Co., Verzlun- arbankinn og rakarastofa Sfeúla Nielsen. Georg Ámundason ann- ast m.a. sölu og viðgerðir útvarps tæfeja í bifreiðir, og getur verið þægilegt fyrir eigendur Volks- wagen og Land-Rover bifreiða að eiga þar innangenigt. Einnig getur 'verið þægilegt fyrir við- skiptamenn að geta brugðið sér á rakarastofu meðan beðið er eftir smá viðgerðum. Sigfús Bjarnason vill vara við skiptavini gegn því að búast við of skjótum breytingum til batn- aðar á afköstum á nýja verkstæð inu. Það tekur einn til þrjá mán- uði fyrir bílvirkjana að aðlag- ast hinum nýjú starfshá'ttum og kynnast meðtferð og hagnýtingu hinna nýju tækja. Varðandi sölu bifreiða reiknar Sigfús með, að hún verði í Iífeu formi og undanfarið, þ.e. að mið að verði við staðgreiðslu, þar sem bankarnir eru ófúsir að lána út á bíla. Hins vegar geta orðið frávik frá þessu í þeim tilfell- um, þegair innflytjendur eiga ó- Framhald á bls. 17. Sigfús Bjarnason forstjóri. Þetta kom allt af sjálfu sér segir Sigfús Bjarnason AÐSPURÐUR um sjálfan sig svarar Sigfus Bjarnason: — Eg er bóndasonur úx Vestur-Húnavatnssýslu, og fluttist til Reykjavíkur haust- ið 1932, þá 19 ára að aldri. Áður hatfði óg hlotið alla þá skólamenntun, sem mér tokst að atfla mér, en það voru 12 vifcur í farskóla og hálfur ann- ar vetur í Reykjavík. Annað sem ég hef lært, hefur starfið kennt mér. Þegar til Reyfcja- vífcur kom vann ég fyrst í nofekra mánuði sem mjólkur- póstur hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur ag seinna við fisfcvenkun hjá Kveldlúlfi. Fljótlega eftir það réðist ég til Vátryggingarskrifstofu Sig fúsar Siglhivatssonar. — Heklu stofnaði ég 20. desember 1933 ásamt fleirum, en þegar félagið var gert að hlutatfélagi 1940, varð það jatfnframt einkaeign fjöl- skyldu minnar. — Fljótlega eftir komuna til Reyikjavíkur kynntist ég hinum kunna æskuiýðsleið- toga Kristjáni L. Gestssyni framkvæmdasitjóra, og má segja að verzlunarmenntun mín sé fengin gegnum samtöl við hann. Studdi hann mig af ráðum og dáð þegar ég stotfn- aði fyrirtæfcið og alltaf síðan. — Framgang fyrirtækisinis vil ég helat þakfca góðu starfs fóllki, sem lagt hefur milkið að sér og ég er mjög þakk- látur, ekki sízt þeim, sem mest hefur á reynt, en þeir eru Árni Bjarnason, Lýður Björns son, Óli H. ísaksson og Finn- bogi Eyjólfsson. Einnig tel ég það mikils virði að ég bef á- sebt mér að lofa aldrei meiru í peningamálum en ég get ör- ugglega staðið við. — Ég hef verið svo hepp- inn að ná í umboð fyrir fjölda heimsþekiktra fyrirtækja. Þetta feom allt af sjálfu sér. Ég hef efeki tekið umboð af neinum manni, heldur verið boðin þau öll, nema Land-Rov er. Ég var einn margra um- sækjanda um það umboð og varð hlutskarpastur. — Það er rétt að í þessum önnum hef ur efclki verið mikill tími fyrir fjölskylduna. En dSlt hefur þetta blessazt. Ég var svo lánsamur að kvænast góðri konu, Rannveigu Ingi- mundardóttur, sem ég kynnt- ist í Reykjaskóla. Hún hefur að mestu annast Uppeldi barn anna, en þau eru: Ingimund- ur, lögtfræðinemi, sem vinnur allar frístundir hjá fyrirtæk- inu, Sverrir, sem hefur starf- að hjá fyrirtækinu í þrjú ár, og tekur við Caterpillar deild- inni, Sigflús, nú við verzlun- arnám í Sviss og Margrét, sem er aðeins 15 ára og nem- andi í Verzlunarskólanum hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.