Morgunblaðið - 05.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.1963, Blaðsíða 3
Þriðju'dagnr 5. febrúar 1963 MORGUNBLAÐ1Ð 3 I FEBRÚAR 1960 réðu tvær íslenzkar stúlkur, sem höfðu unnið í Landsbankanum, sig til starfa sem flugfreyjur hjá stærsta flugfélagi heimsins, Pan American Airways. önn- ur þeirra, Alda Guðmunds- dóttir, vinnur ennþá hjá fé- laginu, og um þessar mundir er hún stödd hér heim í fríi. Við hittum Öldu að máli til að frétta af starfi hennar. — Hvernig datt þér í hug að ráða þig til Pan-Am? — Við sóttum nokkrar um og vorum valdar úr tvær. Ég veit ekki hvernig okkur datt þetta í hug. Við höfðum ekki verið flugfreyjur áður. — Hvernig líkar þér svo starfið? — Það er voðalega gaman að geta ferðazt hvert sem vera skal. Eftir að vera búin að vera þetta lengi, er ég komin í þá aðstöðu að geta valið sjálf sum flugin, sem ég fer, og það er ógurlega gam- an. Alda Guð mundsdóttir. — Það hafa flestir nóg að gera allan tíimann. Annars er sérstaklega gaman að atíhuga öryggisvörðinn, því það er aldrei hægt að segja um það, hverjir eru öryggisverðir og hverjir ekki. Þó rúaður sé far- in að kynnast mönnunum og hafi flogið með þá oft, er það ekki fyrr en maður rekst á þá á vappi á hótelgöngunum, að maður kemst að því að þeir eru í öryggisverðinum. — Þekkir þú ekki eitthvað af fslendingum vestan hafs? — Ég þekki mjög fáa þar, og þá helzt á flugvellinum. Annars eru tveir aðrir íslend- ingar hjá Pan-Am, Garðar Halldórsson, sem vinnur í flug þjónustunni og Árni Ágústs- son, sem er flugumsjónarmað- ur. Ég hef íbúð með finnskri stúlku, sem er hlaðfreyja hjá Loftleiðum á Idlewild. •— Hvernig er annars að halda sambandinu við ísland við? — Ég er alltaf hérna hálf- an mánuð á ári, hálft fríið. Hinn helminginn nota ég til að ferðast og síkoða mig meira um. Bréfaskriftirnar hjá mér gera ekki_ mikla lukku. Öll bréf mín eru send til New York, og þar liggja þau þar til ég kem þangað aftur. Þau liggja þar oft hálfan mán uð áður en ég sé þau og get svarað þeim. Annars kaupi Hong Kcng mitt annað haimili — Hvaða leið flýgur þú mest? — Hong Kong er mitt ann- að heimili. Þar er skipt um áhöfn á vélunum, sem eru í hnattfluginu. Við fljúgum líka alla leið til Johannesar- borgar í Afríku, pólflug til London og yfirleitt út um all- an heim. — Hvert finnst þér skemmti legast að koma? — Hong Kong, Bangkok og Lissabon eru mjög fallegar borgir, sem allar hafa sinn sérstæða arkitektur. Hong Kong stendur auk þess á ein- hverju fallegasta bæjarsætði, sem ég hef séð. — En hvernig finnst þér Evrópa? — Gamla Evrópa er ágæt á veturna, en þar er svo mikið af ferðamönnum á sumrin og svo mikið tilstand þeirra vegna, að mér finnst hún leið- inleg, En það er indælt að koma til Evrópu á veturna, góð leikrit í leikhúsunum og svoleiðis. — Hvaða flugvélar notið þið aðallega? — Við fljúgum ekki í öðru en þotum. Boeing 707 er not- uð í hnattfluginu og pólarflug inu, en DC 8 yfirleitt annars. — Ertu ekkert smeyk við að fljúga í Boeing vélunum? Nei, ég get ekki hugsað mér neitt betra. Það er alveg draumur að fljúga í þeim og ég mundi helzt aldrei ferðast í öðrum vélum. — Við höfum haft fréttir af því, að þú hafir verið flug- freyja á vél, sem flutti starfs- lið Hvíta hússins? •— Ég er flugfreyja á þeirri vél og er alltaf með þegar Kennedy hreyfir sig. — Hvaða fólk er þetta nú? — Þetta eru bæði blaða- menn, ýmsir starfsmenn Hvíta hússins og svo náttúrlega ör- yggisverðir forsetans. Forset- inn sjálfur flýgur aftur á móti í sérstakri flugvél frá hem- um. ég alltaf Morgunblaðið og fæ það sent vestur, og núna með- an prentaraverkfauið hefur staðið hef ég alltaf séð heims- fréttirnar þar fyrst. — Ég heyri að þú kannt vel við starfið, svo þú hefur nátt- úrlega engar áætlanir um að breyta til? — Nei, blessaður vertu, það er orðið alltof gaman núna, þegar ég er komin með þetta langan starfstíma. — Þ. — Er ekki gaman að fylgj- ast með vinnunni kringum forsetann? Flugstjóri og flugfreyjur á flugvélinni, sem starfslið Hvíta hússins notar á ferðaiögum Kennedys. Alda er lengst til hægri á myndinni. Barnagamcun í Háskólabíói Nýstárleg barnaskemmtun á sunnud. NÆSTA sunnudag gerir Háskóla bíó tilraun með barnaskemmtun, með allnýstárlegu sniði. Lárus Fálsson leikari mun sjá um skemmtanirnar en honum til að- stoðar verða fóstrur undir for- ystu Idu Ingólfsdóttur, forstöðu- konu í Stigahlíð. Skemmtanir þessar eru aðallega ætlaðar börn um á aldrinum fjögra til tíu eða ellefu ára. Barnagaman þetta kemur í stað kvikmyndasýninga kl. 3, og telja forstöðumenn Háskólabíós þetta breytingu til bóta. Foreldrar geti sent þangað börn sín og skilið þau eftir, þar eð þau verða á meðan á skemmtuninni stendur í höndum sérfræðinga, þar sem fóstrurnar eru, og muni þær hafa eftirlit með börnunum. Skemmtanirnar hefjast kl. 14 og er ætlazt til að börnin komi þá. Fósturnar taka á móti þeim í anddyrinu og fylgja þeim í sal- inn og sitja hjá þeim meðan á skemmtuninni stendur. Vand- að verður til þessara skemmt- ana eftir föngum, og áherzla lögð á að kenna börnunum góða frambomu og umgengni. Á þessari fyrstu skemmtun verður ýmislegt til skemimtunar, fóstrurnar syngja með börnunum, skátar sýna varðeld, krökkunum verða sagðar sögur og stutt kvik- mynd verður sýnd. Byrjað verður að selja aðgöngu miða að þessum barnaskemmtun- um á föstudaginn, og er það bæði gert til að forðast biðraðir og þrengsli og til að gefa börn- unum tækifæri til að hlakka til. f ráði er að þessar skemmtanir verði á hverjum sunnudegi. Á fundi sem Friðfinnur Ólafs- son og prófessor Alexander Jó- hannesson ásamt þeim Lárusi og Idu héldu með fréttamönnum í gær, lagði Friðfinnur áherzlu á, að ekkert sælgæti yrði selt á þessum skemmtunum. Verð að- göngumiða væri 25 krónur og mjög stillt í hóf og að það væri von sín að þessari nýbreytni yrði vel tekið af foreldrum jafnt sem börnunum og að hún yrði til menningarauka um leið og börn- umun væri séð fyrir góðri skemmtun. Skákþing Reykjavíkur TVÆR umferðir- hafa nú verið telfdar í úrslitakeppni Skákþings Reykjavíkur. Leikar hafa farið þannig: 1. umferð: Jón Kristinsson vann Jónas Þorvaldsson, Ingi R. Jó- hannsson vann Jón Hálfdánar- son, Friðrik Ólafsson og Sigurð- ur Jónsson gerðu jafntefli og Júlíus Loftsson og Björn Þor- steinsson jafntefli. 2. umiferð: Jón Kristinsson vann Júlíus, Friðrik vann Jón Hálfdánarson, Jónas vann Sigurð og Ingi R. vann Björn. Þriðja unlferð verður í kvöld kl. 8 í Snprrasal, Laugaveg líi. Þá hefir Ingi R. hvítt gegn Frið- rik Ólafssyni. SIAKSItlMR Framsókn og fríverzlun Vinstri stjórnin lót eins og kunnugit er fulltrúa sína í Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu greiða atkvæði með ályktun þess efnis, að komið yrði á íríverzl- unarsvæði við Efnahagsbandalag ið sem íslendingar ættu aðild að. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála- ráðherra, víkur að þessu í grein, sem hann ritar í Alþýðublaðið. Þar segir hann m.a.: „En ég gat aldrei orðið annars var en að Framsóknarflokkurinn teldi jafn sjálfsagt og Alþýðu- flokkurinn, að við tækjum þátt í þessum viðræðum, gerðum grein fyrir þeirri sérstöðu, sém ið töldum okkur nauðsyn á, og gerðumst aðilar að slíku fríverzl unarsvæði Vestur-Evrópuríkj- anna, ef það yrði stofnað.“ Afstaða Eysteins V Á ráðstefnu, sem Frjáls mewn ing hélt í fyrra, lýsti Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknar- flokksins því yfir, að hann teldi, að íslendingar ættu að tengjast Efnahagsbandalagi Evrópu á grundvelli 238 gr. Rómarsáttmál ans, þ.e.a.s. greinarinnar um auka aðild. Þá var ekki kominn kosn- ingarskjálfti í Framsóknarmenn og þess vegna leituðust þeir við að ræða málin á heilbrigðum grundvelli. Síðar féliu þeir í þá freistni að reyna að gera Efna- hagsbandalagstmálið að megin- kosningamáli og gerðu sér vonir um, að þannig myndi þeim auðn ast að auka fylgi flokksins og sérstaklega að geðjast kommún istum og fylgifiskum þeirra. En í rógsherferðinni á hendur Við- reisnarstjórninni hafa þeir verið svo óheppnir að benda á, að sú stjóm mundi reyna að Ieysa vandamál okkar í sambandi við efnahagssamvinnu Evrópu með svipuðu hugarfari og hún leysti landhelgismálið. Þá unnu íslend ingar einhvern mesta stjórnmála sigur sinn og sýndu hvort tveggja í senn, festu og hæfni til að ná ntákilvægum árangri með alþjóðlegum samningum. Það væri því sannarlega giftusam- legt, ef vandkvæði okkar út af tilvist Efnahagsbandalags Evrópu yrðu leyst á svipaðan veg og land helgismálið leystist. Aukið fé til íbúða Framsóknarmenn þykjast ttfi sérstakir baráttumenn fyrir því, að húsbyggjendum verði gert kleift að fá hagstæð lán til fram kvæmdanna. En ekki er úr vegi að rif ja upp, hvernig þessum mál um var háttað í þeirri stjóm, sem Fram.sóknarmenn telja bezta hafa verið hér á landi, þ.e.a.s. vinstri stjórninni. Þegar hún tók við völdum var hið al- menna veðlánakerfi nýtekið til starfa og liafði þá lánað að meðal tali 8,7 milljónir á mánuði hverj- um. Á tíir.um vinstri stjórnarinn- ar minnkuðu lánveitingar jafnt og þétt og voru að meðaltali 3,9 millj. á mánuði. Meðallán út á hverja íbúð lækkuðu líka mikið, en hinsvegar hækkaði bygging- arkostnaður við 100 fermetra í- búð úr 280 þúsund kr. í 375 þús. kr. Auðvitað hlaut þetta að leiða til mannkandi íbúðabygginga, og þess vegna var það eitt af meg- in verkefnum Viðreisnarstjóm- arinnar að byggja á ný upp heil brigt lánakerfi fyrir húsbyggj- endur. Miklu hefur þegar verið áorkað í því efni, þótt enn þurfi að auka lánveitingar, en það verð ur þvi aðeins hægt að viðreisn- in haldi áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.