Morgunblaðið - 05.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.1963, Blaðsíða 10
10 MORGVISBLAÐIO Þriðjudagur 5. febrúar I965> P á m mm i. C A R D I N VORSÝNINGARNAR í París byrjuðu hjá Cardin. Sýning hans er, að sögn sumra, eins og ástarbréf til Jeanne Mor- eau, sem. kom til sýningar- Gnlur krepkjóll frá Heim með sléttu pilsi og síðri blússu með bjölluermum. innar klædd í græna rúskins- dragt og sat fyrir hjá ljós- myndurunum .að henni lok- inni með arm tízkukonungs- ins um mittið. Cardin hefur verið svo hepp inn að fá sýningarstúlkur sem hafa sama fjarræna yndis- þokka til að bera og Jeanne. Kvöldgreiðsla þeirra ein- kenndist af smátagli í hnakk- anum, sem mjög minnti á skólastúlkur. Höfuðeinkenni sýningarinnar eru mýkt og belti. Fötin eru yfirleitt opin í hálsin og frjálsleg, pilsin eru aðskorin eða með felling- ar að neðanverðu, jakkarnir eru hnepptir að framan en lokast ekki alveg. Litimir eru jafn mjúkir og sniðin. Sum efnin eru nærri því eins og þau hafi verið púðruð. Cardin hefur ennþá trú á drögtum og teiknar meir af þeim en nokkur annar í París. Þær eru af alls konar gerð- um en margar 'með fellinga- pilsum, beltum og minna yfir- leitt meira á sveitasælu en ysinn í viðskiptalífi borg- anna. Dragtirnar þykja betri hjá honum en í fyrra, enda pilsin styttri. Sum fötin, sem sýnd voru, þóttu helzt til flókin, svo ekki var unnt að sjá hvort um var að ræða kápu, dragt eða kvöldkjól, en tveir kvöld kjólar þóttu bera af, báðir síðir og þröngir, annar úr svörtu en hinn úr hvítu crepe og ætlast hann ekki til að konur beri skartgripi með þeim. Talsvert gætti jap- anskra áhrifa á sýningu Cardins — mörg breið obi- belti og danskjólar úr jap- önsku brókaði — enda er ein af uppáhaldssýningarstúlkum Cardins japönsk. D E S S E S Ef maður vill sjá eitthvað óvenjulegt er bezt að fara til Jean Desses. Þar eru sumir danskjólarnir með gullna snáka fyrir hlýra. Snákarnir eru eftir vin Desses í Grikk- landi. Hinn nýi aðalritstjóri Vogue sagði að, danskjóll frá Desses, sem gerður er úr tjullræm- um í litum frá ljósgráu til kolsvarts, væri glæsilegasti kjóllinn í París núna. Auk hlýranna er beltið líka gull- inn snákur. Dragtirnar hjá Desses eru í þetta sinn fóðraðar blóma- mynstruðu silki með tilsvar- andi blússum. Annars ber einna mest hjá honum á breið- um beltum í andstæ. rm lit- Roger Vivier sýndi hjá Christian Dior skó með rós- rauðu ristarbandi. Fyrir neð- an það sjást áprentaðir lérefts skór með rennilás og gúmmí- sólur.1. T. v. jakkablússa frá Cardin með ópressuðum fellingum yfir mittisþröngu pilsi. Hatt- arnir voru stórir og slúttu út í aðra hliðina. í miðju að ofan hárkolla Desses með lökk- uðum gervilokkum yfir demantabandi, þar fyrir neðan er hetta úr rósrauðu chiffon yfir túrban t. h. rósrauð slaufa á svörtu chiffon frá Desses. Greiðsla sýningarstúlkna Cardins. um, fellingakjólum og crepe. Mikla eftirtekt vöktu kjól- ar, sem eru ólíkir því sem hann áður hefur gert, kannski mest vegna þess að stúlkan sem sýndi þá, er nauðalík grísku prinsessunum. F E R A U D Sýningin hjá Feraud var í Til hreinsunar á stál- vöskum, pottum. pönnum og öðrum búsáhöldum- Ólafur R. Bjprnsson & Co. Sími 11713. þetta sinn jafn lík fótbolta- keppni og tízkusýningu, aðal- lega vegna þess að lúðrasveit lék vinsæla fótboltamarsa í hléunum. Feraud reynir ekki að valda aldahvöríum í tízk- unni, heldur sýnir unggæð- ingsleg og falleg föt. Hjá honum eru líka yngstu og lag legustu sýninarstúlkurnar í París. Enginn þeirra lítur út fyrir að vera eldri en sextán ára. Feraud þykir einna beztur þeirra, sem ekki miða að list- rænni fatagerð fyrst og fremst. Sýningin er afskap- lega mexikönsk, hann notar mexikanskt léreft og mexi- kanskan útsaum, og breið belti í mexikönskum litum við kjólana. Feraud sjálfur var hinn tízkulegasti, í dimmblárri peysu og var nú með háls- bindi í fyrsta sinn á ævinni. L. A R O C H E Hjá Guy Laroche eru fötin alltaf unglingslegri og ekki eins hástemmd og hjá hinum. Innblástur sinn ■ hefur bann fengið í þetta sinn frá karl- mannaskyrtunni. Laroche notar skyrtujakka úr alls konar efnum, þar á meðal köflóttum ullarefnum og «■ röndóttum eða dropóttum silki efnum. Með þeim fylgja sam- stæð dragtarpils úr twee eða kjóll í öðrum lit. Laroche breytir skyrtusniðinu ekki til muna, hvorki flibba, herða- stykki né ermum. Hún er alltaf höfð óformleg og öpin í hálsinn. Einn skemmtileg- asti skyrtuklæðnaðurinn er gerður með skyrtu úr grá- og hvítröndóttu silki, sem hang- ir laus yfir gráum ullarkjól. Dragtarhattar hans eru flest húfur með derið í hnakkan- um. Danskjólar eru útsaumaðir í kórallitum og sýningar stúlk urnar báru hárgreiðslur í stíl við tyrkneska turna eða stór japanska prjóna, sem reknir voru gegnum gervihár þeirra. H E I M Jacques Heim er einnig með ermar. Eftir því sem líð- ur á daginn verða þær stærri Og á kvöldkjólunum l.anga þær alveg niður á gólf. Dag- kjólar eru tvískiptir og pilsið er lítið en blússan þríhyrn- ingslaga og útsniðin. Þó blúss- urnar nái alveg niður á mjaðmir eru á þeim örmjó belti, sem gefur til kynna hvar mittið er undir. Kjólarnir eru yfirleitt háir í mittið, annað hvort með blússu eða drégnir að með þvengjum, tveim þumlung- um fyrir ofan mittið á kon- unum. Stundum eru þeir í tveim litum. Miðdegiskjólar eru svartir með flegnu V- Framhald á bls. 23. Patou sýndi dimmbláan kvöldkjól með mittið á rétt- um stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.