Morgunblaðið - 05.02.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.02.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur S. febrúar 1963 MORGVTSBL AÐIÐ 13 Svavar Guðnason seldi 4 myndir í Kaupmannahöfn \ en fékk ekkert vinnuherbergi í kuldanum i EINS og Morgunblaðið hefur j skýrt frá, fór Svavar Guðna- J son, listmálari, utan til Kaup- 1 mannahafnar og sýndi ný mál I verk eftir sig á Grönningen. | Myndir Svavars hafa hlotið '/ ágæta gagnrýni í dönskum ij blöðum. Hann kom, ásamt , Ástu konu sinni, heim aftur sl. laugardagskvöld og hitti ég 1 hann snöggvast að máli í gær- í dag. Svavar sagðist eiga erfitt með að sinna blaðamönnum vegna evðilees krankleiks. Svavar Guðnason „f Kaupmannahöfn hafa verið miklir kuldar,“ sagði hann, „og líklega höfum við ekki þoiað þá almennilega, a.m.k. hef ég verið kvefaður undanfarinn hálfan mánuð og konan síðustu viku.“ „En þú ert ánægður með sýninguna?“ „Já, ég er ánægður með hana og þær undirtektir sem myndir mínar hlutu í Kaup- mannahöfn." „Þú seldir fjórar myndir, var það ekki?“ „Jú, eina seldi ég mennta- málaráðuneytinu, hún hét Skumringsblomster, aðra seldi ég Kunstforeningen og tvær til einkasafnara. Annars fór ég ekki fyrst og fremst utan vegna þessarar sýningar, heldur hafði ég verið beðinn að skreyta garnla menntaskól- ann við Værnedamsvej íKaup mannahöfn, sem heitir -því þýzkvirðulega nafni Schnee- klothsskole. Ég ætlaði að vera tvo mánuði úti og vinna að skissum, en strauk eiginlega heim og vinn að þeim hér á Grettisgötunni, í skjóli reyk- hússins. Meiningin er ég skreyti forsal skólans, en hann er eitthvað um níu metrar. Hugmyndirnar að skreyting- unni á ég að leggja fyrir menptamálaráðuneytið eða þá nefnd danskra listamanna, sem hefur yfirumsjón með skreytingu skólabygginga fyr- ir ráðuneytið. Þegar húnhefur séð hugmyndir mínar, ákveð- ur hún hvort ég skuli halda verkinu éfram eða ekki. En þó skissurnar verði ekki tekn- ar, fæ ég þær samt borgaðar, svo þú sérð, góði, að vel er um hnútana búið á efnahagssvið- inu.“ „En hver var þá ástæðan til þess að þú komst heim, fyrst þú ætlaðir að vera í tvo mánuði?“ „Eins og ég sagði þér, var ég orðinn hálflasinn og auk þess ómögulegt að fá húsnæði í Kaupmannahöfn til að vinna í. Aftur á móti er alls staðar hægt að fá hótelherbergi, en andinn í þeim er óheppilegur til að vinna að málverki, mað- ur má ekki sletta úr pensli á gólfið í reiði sinni eða van- mætti, því síður að maður megi spýta á gólfið. Nú eru engir á ferðalagi á þessum slóðum vegna kuldanna. Ég spurði marga listmálara, hvort þeir gætu ekki útvegað mér herbergi, en þeir urðu sjálfir að standa í sínu eigin skjóli í þessum aftaka kuld- um. Nóttina sem við fórumfrá Kaupmannahöfn sátu fimm ísbrjótar fastir í Stórabelti og gátu enga björg sér veitt auk- in heldur öðrum skipum.“ „Sástu nokkrar merkilegar málverkasýningar meðan þú varst í Kaupmannahöfn?" „Ég sá skemmtilega sýn- ingu á dönskum collage- myndum, sem þeir kalla svo, en það eru alls konar klipp- ingar, þar, sem allt mögulegt efni er notað, jafnvel dúkku- lísur og dauðir mávar. Þarna var m.a. Lundström með eina af sínum frægu myndum frá í Sýningarskráin gamla daga, þar sem hann setur saman pjáturdósir og sykurkas?afj alir. Ég sá líka í Louisiana norska sýningu, sem hét: „Norsk myndlist í 100 ár“. Hún var stórskemmtileg og þar voru margar afbragðs- myndir, m.a. eftir Munch og Karsten, þetta voru karlar sem sögðu sex. Þegar ég hafði skoðað sýninguna, var mér boðið í mikla veizlu á eftir, svo ég þurfti ekki að fara í Nýhöfnina það kvöldið og eiga á hættu að mæta þar rit- stjóra frá Morgunblaðinu.“ m. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu yfir ísbreiðumii fyrir norðan. Norðaustanáttin bjargaði ,Hættan liðin hjá% segir Jón Eyþórsson UM síðastliðna helgi bárust frétt ir um mikið ísrek frá bátum í grennd við Horn. Vitavörðurinn í Hornbjargsvita sá einnig ís- breiðu skammt undah landi. Morgunblaðið átti í gær samtal við Jón Eyþórsson veðurfræð- ing og spurði hann um ástæður fyrir ísreki þessu. Ummæli Jóns Eyþórssonar. — í stillunum að undanförnu hefur myndazt lagnaðarís á haf- inu norður af Hörni, sagði Jón. ísröndin var um 60 sjómílur norð ur af Straumnesi. Hafís mynd- ast yfirleitt miklu norðar og er lagnaðarís oft milli jakanna, en svo ókyrrt er venjulega á hafinu milli Grænlands og fslands að það telst ti'l undantekninga að þar myndist lagnaðarís, en það hefur þó gerzt nú. Hins vegar er hafísinn oft í svo stórum breið- um að hann fyllir sundið milli fslands og Grænlands. — Nú bar svo við í fyrradag, að það hvessti á norðan og síðar norðaustan. ísinn bar undan vindi og straufni upp að strönd- inni og sá vitavörðurinn í Horn- bjargsvita ísspöngina í gær. — Skyggni er svo slæmt fyrir norð an land, að ekki er hægt að komast að hve stór ísbreiðan er. — Eg var hræddur um að norðaustanáttin dytti niður, en þá hefði straumurinn hrifið ís- inn með sér og borið hann aust- ur með noðurströndinni. Svo varð þð ekki, því að vindurinn hélzt og ísinn rak vestur fyrir og er hættan liðin hjá í þetta sinn. Það er því norðaustan- strekkingnum að þakka að ísinn tók þessa stefnu, en hjó ékki strandhögg við norðurströndina. Nú bíðum við bara eftir að rofi til yfir hafinu, svo að sjá megi hve víðáttumikill landsins forni fjandi er. — Hvað verður um ísinn, sem rekur suður með vesturströnd- inni? — Hanp rekur suður i haf. Meðan frost helzt, heldur áfram að bætast við hann. ★ olf Undraveröld ógnþrungin. Þorleifur Bjarnason, náms- stjóri, kynntist af eigin reynd hafisnum á Hornströndum og hefur mi'kið um hann skrifað. Sneri Morgunblaðið sér því til hans í gær og bað hann að lýsa hafísnum eins og hann kom hon- um fyrir sjónir í æsku. — Það var líkast óhugnanlegri og tignarlegri siglingu, sagði Þorleifur, þegar ísinn kom að landi og fyllti firði og víikur. Hann þrengdi sér langt upp í fjörur af óstjórnlegu afli. ísinn var sérkenni'legur í lögun og með ýmsum formum, — turna- hallir stóðu upp úr samanfrostnu hröngli. Þetta var undraveröld Og yfir henni hvíldi ógnvekjandi — djúp þögn og skapaði sérstak- an hugblæ. — Og svo var það biðin eftir að ísinn færi. Hún var oft löng og blandin óvissu og jafnvel ör- væntingu vegna kulda og skorts MORGUNBLAÐIÐ hafði í gærkvöldi tal af Sigurjóni S. Júlíussyni, skipstjóra á tog- aranum Apríl frá Hafnarfirði, sem undanfarið hefur verið að veiðum undan Homi, en vár í gær út af Austfjörðum á leið út með aflann. Fer hér á eftir frásögn Sigurjóns af hafisnum út af Homi: — Við höfðum verið að veið um í Reykjarfjarðarál í tíu daga, og þegar við komum, var ísbreiðan um þrjátíu míl- ur undan landi. Síðan hefur hún verið á hreyfingu eftir vindáttinni, en um helgina var hún komin upp undir land. — Við lentum í sæmilegum fiski við ísröndina í tvo daga á svona 130 faðma dýpi, en ísinn rak okkur upp að land- inu. í gær (þ-.e. sunnud.) ætluð um við að sigla vestur fyrir Hom og koma við í Hafnar- firði á leið út, en komum að ísbreiðunni, sem var þá að- eins hálfa sjómílu undan landi. Var hún samfelld eins langt og augað eygði, og rad- arinn, sem dregur um 5 míl- ur, sýndi samfellda ísbreiðu. — Þarna var einnig mikið af smájökum á víð og dreif og við komust ekki fyrir Horn ið, en snerum við og fórum austur fyrir land. Þarna í Reykjarfjarðarálnum voru þrír isl. togarar og nokkrir á fóðri fyrir kindur, þar sera fjörubeitin eyðilagðist, en hún var mjög mikilvæg. — Hvernig kvaddi svo ísinn? — Oft mjög snögglega. Allt í einu var kominn sunnanblær með hlýju, og ísinn var kominn á hreifingu út fjörðinn. Það var eins og floti, sem leysÍT land- festar og siglir ósköp rólega og letilega á brott, orðinn leiður á verunni og leggur af stað til nýrra umsátra. við IHbl. Sigurjón S. Júlíusson skipstjóri enskir, og ég sá að einn Eng- lendingurinn ætlaði líka fyrir Horn, en varð að snúa við. — Þetta var feiknarmikil ís breiða. Ég hef aldrei séð svona mikinn ís hér við land eða svo nálægt, þó ég hafi oft séð miklar ísbreiður við Græn- land. fsbreiðan fór með um tíu mílna hraða á sólarhring, þegar hún sigldi að landi. — Alimikill kuldastrekkingur var af ísnum, en gott sjólag, þar sem við vorum að veiðum við ísröndina, enda þótt all- hvass norðaustan vindur væri. ' ísbreiðan var 'A mílu undan landi segir skipstjórinn á Apríl í símtali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.