Morgunblaðið - 16.02.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 16.02.1963, Síða 23
Laugardagur 16. febrúar 1963 MORCVNBLAÐIÐ 23 FlugvéBar og skip Keita ,Anzoategui6 Castro býður ræningjunum landvist Caracas, 15. febrúar _ AP — NTB. TALIÐ er nú fullvist. að það séu kommúniskir ofbeldisseggir, sem tekið hafa skipið „Anzoa- tegui“. Hafa skip og flugvélar bandaríska flotans leitað þess í allan dag, en án árangurs. Dimmviðri er á bví svœði, sem talið er að skipið sé nú á, og telja leitarmenn, að það njóti skjóls af þoku. Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, hefur lýst því yfir, að ekkert sé vitað á Kúbu um það, hvar skipsins sé að leita. en hins vegar er tekið fram, að ef það leitar þár hafnar, þá muni þeim, sem skipinu rændu, verða veitt landvistarleyfi. Ekki er enn vitað, hve mörg skip og flugvélar Bandaríkja- flota leita skipsins. Talið er, að ræningjarnir séu níu talsins. Hafa þeir lýst því yfir, að þeir hafi tekið skipið „vegna föðurlandsástar", og í mótmælaskyni við forseta Venezuela, Romulo Betancourt. Bridge SVEITAKEPPNI meistaraflokks hjá Bridgefélagi Reykjavíkur er lokið og var sveit Einars Þor- finnsson sigur úr býtu.m. Auk Einars eru í sveitinni Gunnar Guðmiundsson, Lárus Karlsson, Kristinn Bergiþórsson, Ásmund- ur Pálsson og Hjalti Elíasson. f í síðustu umferð urðu úrslit þessi: Sveit Einars vann sveit Elínar 6—0, sveit Þóris vann sveit Jóns 6—0, sveit Eggrúnar vann sveit Ólafs 5—1, sveit Úlfs vann sveit Benedikts 6—0, sveit Halls vann eveit Hjálmars 5—1. Röð efstu sveitanna varð þessi: 1. Sveit Einars Þorfinnssonar 46 stig. 2. Sveit Þóris Sigurðsson ar 45 stig. 3. Sveit Halls Símon- arsonar 38 stig. Rridgefélagi Reykjavikur hef ur borizt boð um að senda tvo epilara til hinnar frægu keppni sem fram fer í Juan Les Pins í S-Frakklandi dagana 4. til 17. maí n.k. Keppt verður í einmennings tvímennings-, og sveitakeppnum og eru verðlaun samtals að f jár hæð kr. 400.000.00. Boð þetta má vafalaust rekja til heimsóknar hollensku bridgesveitarinnar fyrr í vetur, en þeir voru mjög hrifnir af ísl. spilurum og róm- uðu allar móttökur. Sveitakeppni Bridgefélagi kvenna er lokið og bar sveit Egg rúnar Arnórsdóttux sigur úr být um. Auk Eggrúnar eru í sveitinni Ásta Flygenring, Guðrún Guð- fnundsdóttir, Guðrún Bergsdótt ir, Halla Bergþórsdóttir og Krist jana Steingrímsdó.ttir. Röð efstu sveitanna varð þessi: 1. Sveit Eggrúnar Arnórsdótt- ur 49 stig. 2. Sveit Laufeyjár Þor geirsd. 42 stig. 3. Sveit Elinar Jónsdóttur 41 stig. Öryggismákstjóri kyimir sér orsakir sprenginga VEGNA sprengingar, sem nýlega varð í ammoníumnitrati í verk- smiðju Aktielbolaget Typpi OY, Uleáborg, Finnlandi, hefur af eðli legum ástæðum nokkurs uggs gætt meðal manna í sambandi vió rekstur Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi. Við fyrirspurn minni varðandi orsakir sprengingarinnar hefur mér borizt svar frá forstjóra finnska öryggiseftirlitsins. Segir hann þar, að nefnd sú, sem skip uð var til að rannsaka orsakir slyssins hafi ekki enn lokið störf um og niðurstöður hennar liggi því ekki fyrir, en við bráðabirgða athugun hafi tvö atriði komið í ljós, sem ætla megi að orsakað hafi sprenginuna. Atriði þessi eru yfirhitun á ammoniumnitrati á einu stigi framleiðslunnar og tilvist líf- rænna efna eða óhreininda í am moniumnitratinu. Þá gefur svar forstjórans til kynna, að framleiðslukerfi finnsku verksmiðjunnar sé á annan veg en Áburðarverksmiðj unnar og þannig að litlar líkur geta talizt fyrir því, að í Áburð arverksmiðjunni geti myndazt það ástand, eða svipað því, sem á þessu stigi málsins er talið lík- legt að valdið hafi sprengingunni. Þórður Runólfsson. Málsskjölin með Esju SKJÖLIN í máli skipstjórans á mb. Sævaldi munu vera á leið- inni til Reykjavíkur frá Vest- mannaeyjum með Esju, sem væntanleg var hingað snemma í morgun. Fær saksóknari ríkis- ins málið til umsagnar. Laust eftir klukkan sex síðdegis í gær var slökkviliðið kvatt að vörugeymslu SIS við Tryggvagötu. Er á staðinn kom log- aði glatt í vörulyftara, en eldurinn var þegar slökktur með bandslökkvitækjum. Skemmdir munu þó hafa orðið töluverðar á lyftaranum. — Myndin sýnir vörubíl draga lyftarann út úr akenununni. Ljósm. Mbh: Ó1.K.M. Halina Czerny-Stefanska bauðst til að halda konsert fyrir nemendur og kennara Tónlistarskól- ans. Mynd þessi var tekin í gær, þegar þeir fóru fram í hljómleikasal skólans. — Flugmálastjórn Framhald af bls. 24. hólmi eða Osló, eða millilend ingar á íslandi eða í Græn- landi. Eru fargjöldin miðuð við farmiðaverð Loftleiða. SAS fær þannig leyfi til að fljúga fjórum sinnum í viku. Hefjazt þær ferðir í október og standa út febrúarmánuð. SAS gebur þó aðeins flutt þá, sem eru búsettir í Bandaríkj unum, Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. Flugmálastjórnin lýsti ó- ánægju yfir því, að aðeins borgarar nokkurra landa fengju að vera lágu fargjald anna aðnjótandi, og það hjá einu flugfélagi, sem gæti að- eins farið takmarkaðan fjölda ferða, þegar um væri að ræða mörg önnur flugfélög, er Loft leiðir kepptu við. Segir í til- kynningunni, að ef ekki væri um að ræða tiltölulega stuttan tíma, er þessi fargjöld gilda, og að gert sé ráð fyrir endur- skoðun innan tíðar, þá myndi stjórnin hafa lagzt gegn leyfi til SAS, eða einstökum þátt- um samþykktarinnar. Segir svo orðrétt. „Við von umst eftir því, að á þeim mán uðum, er líða, þar til þetta mál verður tekið til athugun ar ,þá muni verða gerðar ráð stafanir, er miða að því, að sem flestir geti notið lægri fargjalda, og það með fleiri flugfélögum en einu.“ Tveir af meðlimum flug- málastjórnarinnar jjáfu sér- — Molar Framhald af bls. 15. en styrjaldarárin urðu hon- um sá reynslubrunnur er hann hefur bergt af í skrifum sínum. Að styrjöldinni lok- inni kvæntist hann og byrj- aði að skrifa, en vann áfram sem vélaviðgerðarmaður. — Fyrsta bók hans, „Takmark- ið“ kom út 1947 og er hún lýsing á uppvexti sveita- drengs, byggð á æsku hans sjálfs. Næsta bókin var „Svört ást“, harmleikur verka mannsfjölskyldu. „Óþekkti hermaðurinn var þá þegar í smíðum og kom út 1955. Sag- an hefur verið gefin út í hátt á fjórða hundrað þúsund ein- tökum, hún var kvikmynduð fyrir nokkrum árum og síðar færð í leikbúning og léikin í Helsinki. Leiðrélting í FRÁSÖGN af ræðu Bjama Benediktssonar kirkjumálaráð- herra í gær segir, að Skáliholt hafi verið afbent Gissuri biskupi ísleifssyni. Þarna hefur skolazt til. Hið rétta er að sjálfsögðu, að Gissur biskup gaf Skáiholt sem biskupssetur. __ álit. Töldu þeir, að ekki ætti að leggjast gegn hærri far- gjöldum á Atlantshafsleiðinni, þar eð fjárhagur fyrirtækja, er það flug önnuðust, væri bágur. Þá kæmi og til, að um óverulega hækikun væri að ræða, skv. samþykkt IATA. Skíði með PLAST-SÖLA Verð frá kr. 1640,- SKÍÐASTAFIR skwim SKÍÐABIIXUR ic'ósésendum. Félagslíl Körfuknattleiksmót íslands heldur áfram nú um helg- ina og verða leikir eins og hér segir: Laugardagur 16. febrúar i kl. 20.15 að Hálogalandi: 1. fl. karla U.M.F.B. — K.R. M. fl. karla Í.R. — Ármann. (Umsjón K.R.). . Sunnudagur 17. febrúar kl. 13.00 í Iþróttahúsi Hásk.: 2. fl. kvenna: I.R. — Fim- leikafélagið Björk. M. fl. kvenna: l.R. — U.M.F.B. 4. fl. drengja: Í.R. c — Ármann. 4. fl. drengja: K.R. — Í.R. a 3. fl. drengja: l.R. c — Árm. 3. fl. drengja: Í.R. a - K.F.R. 3. fl. drengja Í.R. b — K.R. 2. fl. karla: K.R. b - Arm. b (Umsjón K.R.). Kl. 20.15 að Hálogalandi: 1. fl. U.M.F. Skarph. — U.M.F.B. M. fl. Í.S. — K.F.R. (Umsjón Armann). Stjórn Stjórn K.K.R.R. Valsmenn. Fjölmennum í skálann um helgina. Ferðir frá B.S.R. á laugardag kl. 2 og 6 og á sunnudag kl. 10 og 1. Framarar — Framarar Skemmtifundur v e r ð u r haldinn í félagsheimilinu í kvöld kl. 9. Fjölmennið. — Mætið stundvíslega. Handknattleiksdeild kvenna. Hamragil Skíðaferð í ÍR-skálann kl. 2 og kl. 6 á laugardag, kl. 10 og kl. 1 á sunnudag. Skíðakennsla — Notið snjó- inn og sólskinið í Hamragili. — Kvöldvaka. Skiðadeild ÍR. TBR — Valshús. Barnatími kl. 3.30. Meistara- og 1. íl. kl. 4.30. Fjölritunarpappír Kvartó — Din A-4 — Fólió. Hagkvæmt verð. 1 EGGERT KRISTJANSSON *CO HF SÍM111400

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.