Morgunblaðið - 23.02.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 23.02.1963, Síða 2
2 MORCVTSBLÁÐIÐ Laugardagur 23. febrúar 1963 ICommúnistar í Tré- smiðafél. kasfa grímunni ÞAÐ HBFUE vafkið sérstaka athygli trésmiða nú hvernig „línu“-kommúnistuni hefur verið raðað á A-listann í Tré- smiðafélaginu í þeim kosning- um, sem fram fara um helg- ina. í efstu sætuim listans, stjóm og varastjórn eru tveir af fram/bjóðendium kommúnista í síðustu borgiarstjórnarkosn- ingiurn, þeir Sturla H. Sæm- undsson og Sigurjón Péturs- son. Hóknar Magnússon, seim verið hefur formannisefini kominaúnista í Sjómannafélagi Reykjavikur á undanförnium árum, skipar saeti vararitara. f>á er S.Í.A.-maðurinn Þórð- ur Gíslason settur í ritara- stöðu á listanuim, ein hann er einn af ötulustu starfskröft- um Æskulýðsfyikingar komm- únista í Reykjavík. AlHr þessir menn eru mjög athafnasamir í stjórnmálium eins og sést af vegtyllum þeim, sem kommúnistaflokk- urinn hefur veitt þeim í flokks 'kerfi sínu. Auk þessara framá manna kommúnista eru a.rn.k. ekiki færri en 15 til viðlbótar af sama sauðahúsi á listanum í trúnaðarmannaráði og öðr- um stöðum. >að er því auðsaett, að nú þykjast þessir menn, sem nú stjórna félaginu, hafa efni á því að kasta grímunni. Bkki getur það verið, að upp stillingin sé gerð með það fyrir augum, að skipa Hstann mönnum með þekkingu á mál efnum félagsins, því að sum- ir þessara framámanna komm- únista hafa aðeins verið í fól- aginu innan við eitt ár. Það er því annað hlutverk sem þeim er aetlað, en að vinna að málefnum stéttarinnar. Trésmiðir, sem þykir vsent um sitt gamXa og virta félag, geta ekki tekið svo gróflegri ögrun, án þess að svara á við- eigandi hátt. Þeir geta ekki lakað aug- unurn fyrir þeim staðreynd- um, að á A-listanum í Tré- smiðafélaginu er þeim boð- ið upp á að kjósa þó merm, sem er beinlínis falið það (hlut verk, að flaekja félagið í hið póHtíslka net kommúnista. Þeir rnunu því sameinast um að veita Þorleifi Sigurðssyni og þeim mönnum, sem skipa B-listann með homum, þann stuðning sem dugir' til þess, að fullur sigur vinnist á þeim óheiilaöflum, sem nú hyggj- así leggja félagið undir sig fyrir fullt og alit. Kjósum því alHr B-listann. S. J. Tvær nýjar bækur hjá Sigfúsi Eymundsen ÚT ERU komnar hjá Bókaverzl- im Sigfúsar Eymiundssonar tvser bækur. Á sautjónda bekk, ljóð eftir Pál H. Jónsson frá Laug- um og skáldsagan- Réttur er sett- ur, eftir rússneskan höfund, sem raefnir sig Tertz, en þýðandi er Jökiull Jakobsson. Á sautjánda bekk er önrauc Ijóðaibók Páls H. Jónssomar. Hin fyrri, Nótt fyrir norðan, bom út 1955 og var sérlega vel tek- ið og hlaut lof fyrir fáguð Ijóð. Bókin er 63 bls. að stærð og hefur að geyma 22 ljóð. Eitt Kópavogur í DAG kl. 4 hefst erindi Matt- híasar Á. Mathiesen, alþingis- manns: Stjórnmálaástandið og kosningar framundan. — Að loknu erindinu verða frjálsar umræður. Kaffiveitingar verða á staðnum. Allt Sjálfstæðisfólk I Kópa- vogi er velkomið á fundinn með- an húsrúm leyfir. Fundurinn hefst kL 4 i Sjálf- stæðishúsinu við Borgarholts- braut. TÝR, félag ungTa Sjálfstæðismanna. ÁRNESINGAR! Sjiálfstæðisfélag Eyrarbakka heldur almennan fund sunnu- daginn 24. febr. kl. þrjú efitir hádiegi í samkomuhúsiniu Fjölni. Frummælendiur: Ingólfur Jóns- son, landlbúnaðarráðherra, Guð- iaugur Gíslason, alþingismaður o. fl. AUir Sjálifstæðismenn eru velkomnir. Hafnarfjörður STEFNIR, fél. nngra Sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði, heldur málfund í Sjálfstæðishúsinu n.k. mánudagskvöld kL 8,30. Rætt verður um lokunartíma verzl- ma og eru frumtnælendur Birna Loftsdóitir og Ævar Harðarson. — Þá verða kosnir fulltrúar á landsfnnrt SjálxsUeðisflokksins. [ megineinkenni ‘þeirra er mfkil | ljóðræn fiágun, en uradir yfir- , borði, alvöruþungi álhyggjufulls marans, sem vandd samtímaras ork ar svo á, að áhrifa hans gætir j sem undirtóns í flestum ljóð- anna. Bókin er prenbuð í Prent- smiðju Jóns Helgasonar og er hin snotrasta í frágangi. Skáldsagan Réttur efi setfeur er 127 bls. að stærð. Um hana og höfund hennar segir m.a. í formálsorðum: „Abram Tertz er óþekktur rússnesikur höfundur, búsettur í Sovétríkjunum .Um hann er ekk ert vitað annað en það sem ráð- ið verður ai verkum hans; þau eru gefin út í París, en hand- ritum þeirra smyglað þangað eft- ir óþekktum leiðum frá Sovét- ríkjunum. Höfundarnain hans, AJhram Terts er dulnefni, hið rétta nafn hans er að sjálfsögðu óþekkt Þrjár bæbur hafa birzt afitir Abram Tertz, skáldsagan Róttur er settur, sem birtist 1959, og ritgerð Um sósíairealisma, hæðin ádeila á ráðandi bók- menntastefnu í Sovétríkjunum, sem út kom sam,a ár. Árið 1961 birtist svo í París sain fimm „fiurðusagna“. Réttur er settur gerist á síð- ustu stjórnarárum Stalins, þegar einræði hans hafði raáð hámarki og sjúkleg tortryggni hans og ótti við andstöðu og „óvini“ setti svip sipn á allt líf í Sovét- ríkjunum. Sagan er nöpur og hæðin lýsing þesa tíma. Bókin er í kartonkápu „paper- back“. Hiún er prentuð í Víkirags- prenti. Góður afli Akranesbáta Akraraesi, 22. febrúar. AFLI bátanna bér var 140 tonn á Hnu og í þorskanót. Atlahæst- uir þorskanóteiijáturinfli Skírnir með 22,8 tonn. Af línubátun- um voru hæstir Sigurður með 11,3 tonn, Heimaskagi með 9,5 tonn, Sveinji Guðmiundsecxn með 8,5 tonn og Sigrún með 8,3 tonn. Goðafoss leetar í dag freðfisk á Ameríikumarkað. — Oddur. InQáenz'.j í Reykjnvík I GÆR var fátt nýtt að frétta af influenzunni utan hvað hún breið % ist út. Ekki befir enn borizt frétt um hvað bóluefninu líður, sem væntanlegt er frá Bandaríkjun- um. Þá tókst ekki beldur að afla um það upplýsinga frá Til- raunastöðinni á Keldum hverrar tegundar sýkin er. Sett upp útibú Landsbankans í Grindavík Keflavík, 2i2. febrúar UNNIÐ er nú að stofmm Lands bankaútibús í Grindavík. Er ver ið að útfb. húsnæði fyriir útiíbúið að Gimli, sem áðuir var verzlun Ólafs Árnasonar. Ekki er gert ráð fyrir að útibú ið verði starfrækt daglega held ur tvisvar til þrisvar í viku hverri fyrst í stað. Koma þá starfsmenn Landsbankans í Reykjavík suður eftir og annast bankastörfin. þetta þykir mikil bót fyrir at vinnurekstur og fjármálalíf í Grindavík því mikill hluti vinnu launa er greiddur í ávísunum og hafa verzlanir á staðnum því orðið að gegna að nokkru hlut- verki hanka til þessa. Ráðgert er að útibúið taki til starfia um næstu mánaðamót. Iðrakvef geisar í BretBandi VEIKI sú, er hér á landi kall- ast iðrakvef, en „gastric flu“ í Bretlandi, geisar nú þar og vilja menn kenna það kuldunum. Sir Graham Wilson fram- kvæmdastjóri rannsóknarstofu heilbrigðismálaráðuneytis Bret- lands, segir, að veikin taki menn á tvennan hátt. Annað hvort verði þeir skyndilega mjög veik- ir eða þeir kenni slappleika, sem fylgi lágur hitL Sir Graham sagði, að iðra- kvefið væri mjög útbreitt í Bret- landi og ylli miklum örðugleik- um, sérstaklega í verksmiðjum, því að verkamenn væru margir veikir allt að fimm dögum. Ekki er talin ástæða til að ótt- ast þessa veiki hér á landi. Iðra- kvef gengur hér af og til og er jafnan skráð á farsóttarskýrslur, sem gerðar eru mánaðarlega. Kl. 11.30 í gærmorgun varð harður árekstur milli vöru- bifreiðar, er ók niður Nóatún i og Laud-Roverjeppa, sem ók | austur Laugaveg. Við áreksturinn kastaðist ’ ökumaður jeppans aftur í bíl I sinn, hlaut höfuðhögg, svo | hann missti meðvitund. Miklar skemmdir urðu á báðum bílunum og þó eiukum ' á jeppanum. Meiðsli ökumannsins eru | ekki talin alvarleg. Má það, furðu gegna að ekki hlauzt verra af, jafuharður og árekst i urinn var. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) 12. fundi Norður- landaráðs lokið I Osló, 22. febrúar — (NTB) I 12. FUNDI Norðurlandaráðs- ins lauk í Osló í morgun. Á þessum fundi sínum sam- þykkti ráðið 29 tillögur, sem lagðar skulu fyrir ríkisstjórn- ir landanna. Markaðsmálið, mikilvægasta málið, sem ráðið ræddi á 12. fundi sínum, var tekið til um- ræðu utan dagskrár. í dag lýsti Nils Hönsvald, forseti Norður- landaráðsins, þeirri skoðun sinni, að tillagan um stefnu í markaðs- málum, sem Norðurlandaráðið samþykkti gæti orðið mikilvæg, er ríkisstjórnimar ræddu þessi máL Berserkir frá Efvanneyri Akranesi, 22. febrúar BERSBKIR, 40 talsins, komu hing að í gær á langferðabíl beint úr skólastofunum á Hvanneyri. Eg hafði tal af tveimur þeirra og spurði hver hefði blásið Hð- inu til orrustu. — Haraldur Böðvarsson & Co svöruðu þeir. M.s. Lrangajökull lestaði hér í gær 300 tonn af freðisíld og var því leitað til bændaefnanna, sem unnu að útskipuninni. 60 nemendur stunda nám í vet ur á Hvanneyri hvaðanæva af landinu, þar af 8 í framhalds- deild. Undanfarið hafa geisað misl- ingar meðal nemenda, en eru nú í rénun. 40 gæðingsefni eru í tamningu hjá skólapiltum. Oddur. Ungir pilfar dœmdir i 12-18 mánaða fangelsi — fyrir 88 innbrot ocj þjófnaði I GÆR var kveðinn npp í saka- dómi Reykjavíkur af Halldóri Þorbjömssyni sakadómara, dóm ur í máli tveggja ungra pilta, 17 og 18 ára, sem ákærðir voru fyr ir 88 innbrot og þjófnaði, sem framdir voru á sl. ári. Voru pilt arnir dæmdir í 12 og 18 mán- aða fangelsi óskilorðsbundið, en gæzluvarðhaldsvist þeirra kem- ur til frádráttar. Nánari atvik eru þau að í lok sl. okfóber handtók rannsóknar- lögreglan fimm pilta 17-18 ára gamla, sem játuðu á sig sam- tals 95 þjófnaði og innbrot. Höfðu þeir farið m.a. í mannlaus hús og stolið þaðan peningum o.fl. Skaðabótakröfur, sem þá bárust námu liðlega 58.000 kr. Piltarnir sátu í gæzluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins fiór fram en var síðan sleppt. í des embermánuði urðu tveir þeirra, sem nú hafa verið dæmdir, upp visir að nýjum afbrotum, annar að einu og hinn að tveimur. Voru þeir þá settir í varðhald og hafa setið síðan. Ákæran, sem fram kom á pilt ana tvo, var í 88 liðum. Frestað hefur verið ákæru í nokkrum at- riðum. Piltarnir tveir, sem dæmdir voru, reyndust höfuðpaurarnir f þessum innbrotahring, en ákæra á hina þrjá befur enn ekki kom ið fram. Þjófnaðarmál þetta var eitt hið umfangsmesta. sem rannsóknar- lögreglan í Reykjavík hefur fjall að um U1 þessa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.