Morgunblaðið - 23.02.1963, Qupperneq 8
8
r MORCV'NHLABtB
Laugardagur 23. febrúar 1963
Hljóp undir bagga
í mislingum
To/oð v/ð gamlan v'iking
Stefán á Skuggabjörgum
í MORGUNBLAÐINU í gær
var skýrt frá því, að þeir
bræður Óskar og Sveinn Stef-
ánssynir á Skuggabj örgum í
Deildardal hafi veikzt hastar-
lega af mislingum, ásamt fjór-
um börnum á heimilinu og
aðeins ein kona á bænum hafi
staðið uppi. Þá hafi faðir
þeirra bræðra, Stefán Sigur-
jónsson á 89. aldursári tekið
sig upp og haldið til sona
sinna að hjálpa þeim, meðan
faraldurinn gengi yfir.
Fréttaritari Morgunblaðsins
á Höfðaströnd, Björn í Bæ,
skýrði svo frá, að Stefán væri
vel mmningur á eldri atburði,
skynsamur og skemmtilegur í
samræðum. Hann kann auk
þess firn af vísum og sögn-
um og mun vera kvæðamaður
góður, og hrókur alls fagnað-
ar, ef hann kemur á manna-
mót.
Þessar upplýsingar þóttu
okkur nægar til þess að ástæða
væri að hringja í Stefán og
eiga við hann dálítið spjall í
blaðið. Auðvitað gerðum við
okkur ljóst, að hvorki gæti það
orðið langt né merkilegt, eins
og aðstæður voru.
„Komdu sæll, Stefán“.
„Komdu blessaður, hvað
heitir þú?“
„Það er Morgunblaðið".
„Jæja. Hvað segið þið gott
þarna fyrir sunnan?“
„Við segjum allt gott, en
þú?“
„Ojú, ég læt það vera, en
aldurinn færist yfir“.
„Bkki segir hann Björn í
Bæ það, hann segir að þú sért
léttur og hress“.
„Jæja, hvar segir hann
það? í blaðinu. Ég- hef ekki
séð það. í hvaða blaði birtist
þetta?“
„í blaðinu í gær“.
„Já, einmitt".
„Heyrðu, Stefán. Hann Björn
segir einnig að þú sért góður
kvæðamaður og kunnir firn af
sögnum. Heldurðu að þú
mundir ekki geta sagt okkur
eitthvað skemmtilegt?"
„Æ, góði, ekki gegnum síma.
Það kann ég ekki við. Maður
veit aldrei hvernig það er
þegar það kemst á leiðarenda,
Stefán Sigurjónsson
en einhvern tíma seinna gæt-
um við hitzt".
„Já, það væri skemmtilegt
að skreppa norður".
„Það getur þú gert hvenær
sem þú vilt. Þú er alltaf vel-
kominn“.
„Þakka þér fyrir, Stefán, en
heldurðu ekki að þú komir
bráðlega suður til Reykjavík-
ur?“
„Það held ég ekki, onei“.
„Þú hefur verið hér á ferð
samt?“
„Jú, ég hef einu sinni komið
til Reykjavíkur. Það var fytir
þremur árum“.
„Hvernig leizt þér á þig
hérna fyrir sunnan?“
„Mér leizt vel á sumt, síður
á annað. Mér þykir graslítið
víða. En útsýnið er fallegt".
„Þú ert sem sé ánægður
með Esjuna?"
„Já, hún er frekar "allegt
fjall. Ég sá snjó í henni. Ég
held það hafi verið þrír snjó-
blettir í henni. Mér þótt líka
fallegt niður við sjóinn og
einnig frammi í Mosfellsdaln-
um. Ég fór um hann á leiðinni
austur á Þingvöll“.
„Þótti þér ekki skemmtilegt
að koma þangað“.
„Ojú. En þar stóðum við
ekki lengi við, það gerðum
við ekki. Ég gat ekki sett
staðinn nógu vel á mig“.
„Fórstu víðar?“
„Nei, ég fór heldur lítið yfir.
Einna skemmtilegast þótti mér
þegar ég á heimleiðinni sá
ofan í Skagafjörðinn. Ég kann
bezt við mig hér fyrir norð-
an“.
„En við eigum ekki von á
þér til Reykjavíkur á næst-
„Það held ég ekki".
„Hvar ertu staddur núna,
Stefán?“
„í Gili í Borgarsveit. Þar
verð ég í vetur“.
„Býr dóttir þín þar?“
„Já, hvernig veiztu það“.
„Ég veit það eiginlega ekki,
ég fann það svona á mér“.
„Það er merkilegt hvað þið
getið fundið á ykkur þarna
fyrir sunnan".
„Ætli það fylgi ekki blaða-
mennskunni".
Nú hló Stefán.
„Þú fórst til sona þinna 1
mislingaf araldrinum? “
„Já, mér fannst ég þurfa að
skreppa þangað. Þeir lögðust
báðir og ég vildi hlaupa undir
bagga, þó heilsan sé ekki upp
á það allrabezta. Skrokkurinn
er að verða ósköp lélegur“.
„Bjóst þú á Skuggabjörg-
um?“
„Já, þar bjó ég í fjörutíu
ár. Ég var á hálflendunni frá
1936—49, en sat jörðina alla
frá 1909“.
„Hvernig er veðrið fyrir
norðan?"
„Veðrið er gott, snjólaust, að
eins föl á jörð. Það er mikill
munur á tíðinni nú eða áður,
og þarf ekki að fara langt til
baka“.
„Það hefur ekki verið mikill
snjór í Esjunni í vetur,
Stefán“.
„Nei, ekki það? En ég gæti
trúað að henni fari vel hvíti
liturinn. Mér leizt þannig á
hana“.
„Hefurðu gengið til verka
síðustu árin?“
„Það getur varla heitið. Ég
var þó svolítið við heyvinnu
á sumri sem leið. Ætli það
verði ekki það síðasta".
Samgöngumál
á Austurlandi
Fáein orð til Friðriks í HSsð
Skúrræfillinn sem þarna brennur var vestur við Granda.
Þetta var kaldur kofi með brotnum rúðum, sem lausingja-
fólk safnaðist oft saman til drykkju. En fyrir nokkru fjarlægðu
menn frá bænum hann með því að brenna hann upp.
Stjórn U. S. A. staðfestir að
jbús. Rússa verði
fluttar frá Kúbu
í 32. TBL. Tímans ritar Friðrik
1 Ytri-Hlíð í Vopnafirði, grein
um samgönigumál á Austurlandi.
Beinir hann þar einkum skeytum
til mín vegna þess, hvernig ég
hafi staðið í stykkinu við af-
greiðslu fjárlaga. Telur hann það
merki um að ég sé „múlbundinn
á klafa“ að hafa staðið í fylkingu
stjórnarliðsins við afgreiðslu
fjárlaganna — einnig í atkvæða-
greiðslum um vega- og brúagerð-
ir í Austurlandskjördæmi.
Ég er viss um að Friðrik í
Hlíð er ljóst, þrátt fyrir þessi
skrif sín, að við aígreiðslu fjár-
laga verður fyrst og fremst að
gæta þess að afgreiða þau tekju-
hallalaus. Af því leiðir að óhjá-
kvæmilegt er að ná samstöðu um
það meðal þeirra, er meirihlut-
ann mynda á Alþingi og ábyrgð
bera á stjórninni, hvað fært er að
samþykkja af útgjaldatillö>gum.
Það er ósköp auðvelt að segja:
Hvað munar um 800 þús. kr. brú
á Vesturdalsá í meira en 2ja
milljarða fjárlögum? En þær eru
bara margar Vesturdalsárbrýrn-
ar um allt land og í ýmsu formi,
ef þessi er aðeins notuð sem tákn
eða dæmi.
Mér dettur ekki i hug að vist
sé að hitt hafi verið á hið rétta
meðalhótf við afgreiðslu fjárlaga.
En einhvers staðar verður að
draga mörkin.
„Þrátt fyrir síhækkandi kostn-
að, er alltaf veitt svipað fé til
vega hér,“ segir Friðrik. Ég vil
minna á, að síðustu ár hefur Sand
víkurheiðarvegi verið að mestu
lokið og síðan unnið í Hellis-
heiði, en báðar þessar leiðir eru
tengiliðir Vopnafjarðar. Á þessu
ári er einnig eftir að skipta 1
millj. króna til vega í Austur-
landskjördæmi, sem væntanlega
kemur eitthvað af í Vopnafjörð.
Friðrik segir að ég hafi ferðast
mikið um Vopnafjörð í sumar.
Já, — ég fór um alla sveitina og
ekki sízt til að kynna mér sam-
göngumálin, ástand í vega- og
brúamálum. Og. ég gerði það
vegna þess að ég veit, að vega-
málin eru grundvallarmál hvers
byggðarlags. Friðrik lýsir ástandi
vegamála í Vopnafirði illa og lík
lega er þar fátt ofsagt. En hvarfl
ar það nú ekki að Friðriki, að í
þessu felst líka dómur um fortíð-
ina. Framsóknarmenn hafa haft
öll ráð í málefnum Austurlands
að segj a má í 20—30 ár. Friðrik
segir í upphafi greinar sinnar að
viðunkennt sé, að lélegastir séu
vegir á Austurlandi. Slíkt virðist
fyrst hafa runnið upp fyrir
Framsóknarmönnum þegar þeir
höfðu misst völdin. Er það til-
viljun eð^i hvað, að þar sem Fram
sóknarmenn hafa verið einráðir
um lanéa hríð, þar eru vegir
verstir, segir og á Austurlandi?
Um Hofsárbrúna er það að
segja að nauðsynlegt er að hún
verði byggð sem fyrst. En það
er mikill missikilningur að það
hafi' verið nokkurt afrek af
Halldóri Ásgrímssyni að koma
henni inn á brúarsjóð rétt áður
en vinstri stjórnin hrökklaðist
frá.
Annars virðist tilgangur Frið-
riks með greinarkorni hans ekiki
hafa verið fyrst og fremst að
vekja athygli á mikilli þörf
vegna brúa í Vopnafirði, heldur
að reyna að spilla hugarfari
Vopnfirðinga í minn garð. Ég
mætti hvarvetna á ferð minni vel
vilja og alúð. Fólkið skildi að
ég var að kynna mér viðhorf
þess og hugðarmál, ástand byggð
arlagsins í samgöngumálum o.fl.
Því er ljóst, _ eins og mér að
bein, persónulég kynni af rnálefn
um og aðstöðu hvers byggðarlags
eru mjög þýðingarmikil. Eg sendi
Vopnfirðingum beztu kveðjur.
Jónas Petursson.
Raui fram-
seldur?
Santiago, 21. febr. (NTB-AP).
í DAG kvað dómstóll í Ghile
upp þann úrskurð, að fyrrver-
and'i SS-foringinn Rau'f, skuli
framseldiur V.-Þjóðverjum. Rauf
hefur farið huildu höfði í Ohile
SjI. 5 ár, en í haust komust
ísraelskir njósnarar á slóð hans
og hann var tekinn fastur.
Vestur-þýzkastjórnin fór þess
á leit að Rauf yrði framseldur,
en hann er sakaður um að hafa
tekið þátt í því að myrða 90
þús. Gyðinga á árum síðari
iheimsstyrj aldarinnar.
Rauf hefur neitað sakargift-
um, en verjandi hans fyrir rétt-
inum í Ohile segir að ekki sé
hægt að vísa bonum úr landi
þar sean 15 ér séu liðin frá því
að glæpirnir, sem hann er sak-
aður uim, voru framdir.
Rauf hefur áfrýjað máli sínu.
Norðmenn hætta
viðræðum við EBE
Osló, 21. febrúar. (NTB).
NORSKA nefndin, sem fjallað
hefur um væntanlega aðild Norð
manna að Efnahagsbandaiagi
Evrópu, samþykkti í dag tillögu
þess efnis, að Norðmenn héldu
ekki áfram viðræðum um aðild
að E.B.E. þar sem viðræðum um.
aðild Breta væri hætt.
Tveir dýralæknar
EFRI deild Alþingis samþ. fyrir
nokkru tillögu frá landbúnaðar-
nefnd um að skipta dýralæknis-
umdæminu í Húnaþingi í tvö
umdœmi, annars vegar Vestur-
Húnavatnssýslu og Strandasýslu
að Árneshreppi og hins vegar
Austur-Húnavatnssýslu.
Frumvarpið var sent forseta
neðri deildar til afgreiðslu, en
það felur einnig í sér, að tveir
j dýralækinar skuli vera á Akur-
' eyri.
Washington 21. febr. (NTB-AP)
TILKYNNT var opinberlega
í Bandaríkjunum í dag, að
Sovétstjórnin hefði tilkynnt
Bandaríkjastjórn, að hún
hygðist flytja þúsundir
sovézkra hermanna og tækni-
fræðinga frá Kúbu fyrir
miðjan marz n. k.
Fyrr í vikunni bárust fregn
ir um þetta frá áreiðanlegum
heimildum, en Bandaríkja-
stjórn hefur ekki staðfest þær
fyrr enn í dag.
Um 17 þús. sovézkir hermenn
og tæknifræðingar eru nú á
Kúbu. Talið er að þeir, sem á að
senda heim hafi haft umsjón með
vopnunum, sem flutt voru frá
Kúbu í haust og einnig þjálfað
kúbanska hermenn.
Bandaríkjastjórn lagði áherzlu
á það í tilkynningu sinni, að hún
teldi loforð Sovétstjórnarinar um
að kalla hermennina heim, spor 1
áttina til þess að draga úr ólg-
unni í heimsmálunum.