Morgunblaðið - 23.02.1963, Qupperneq 9
Lítugardagur 23. febrúar 1963
MORC VTSB L.A Ð 1 Ð
Loftþjöppur og verkfæri
ÞAÐ BEZTA A MARKAÐNUM.
LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ EINKAUMBOÐINU.
LANDSSMIÐJAN
Sími: 20680.
SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS
RÍKISCTVARPIÐ
Tónleikar
í Háskólabíói í kvöld kl. 19.00.
Stjórnandi: GUSTAV KÖNIG.
Einsöngur: IRMGARD SEEFRIED.
Einleikur: WOLFGANG SCHNEIDERHAN.
Efnisskrá:
Mozart: Sinfónía í g-moll.
Mozart: Aría úr óp. Brúðkaup Figaros.
Richard Strauss: Traum durch die Dámmerung,
Zueignung.
Beethoven: Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit op. 61.
Aðgöngumiðar í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar og bókaverzlun Lárusar Blöndal á Skóla-
vörðustíg og í Vesturveri.
ALLT A SAMA STAÐ
ATVINIMA
vonum
Öskum eftir bifvélavirkum eða mönnum
bílaviðgerðum.
Einnig óskast rennismiðir og nemar í rennismíði.
Getum bætt við 1—2 bifreiðasmiðum.
Upplýsingar hjá Matthíasi Guðmundssyni.
EGILL VILHJÁLMSSON H.F.
Laugavegi 118, sími 2-22-40.
Sniðskóli
BERGLJÓTAR OLAFSDOTTUR.
Sniðkennsla. — Sniðteikningar. —
Máltaka. — Mátanir.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 25. þ.m.
Saumanámskeið. Innritun stendur yfir.
BERGLJÓT ÓLAFSDÓTTIR
Laugarnesvegi 62 — Sími 34730.
7/7 sölu
2 notuð amerísk rúm með
„Beauty Rest“ dýnum, kr.
3000,-. 3 járnslegnar búferla-
kistur, kr. 1.500,-. Notuð
dönsk 3ja hellna eldavél,
kr. 2.000,-. Upplýsingar í
síma 38489.
Athugið!
að borið saman við útbreiðslv
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu, en öðrum
blöðum.
Ásgeir Jónsson
Hjarðarholti
HANN varð bráðkvaddur að
heimili sínu á Akranesi 14. þ.m.
og verður jarðsunginn í dag frá
Hj arðarholtskirkj u.
Ásgeir Jónsson var fæddur í
Hjarðanholti í Stafholtstungum,
24. júní 1885. Foreldrar hans voru
Jón bóndi Tómasson í Hjarðar-
holti og kona hans, Sigríður Ás-
geirsdóttir frá Lundum. Ásgeir
ólst upp hjá foreldrum sínum í
Hjarðarholti.
Ásgeir giftist 2. ágúst 1919,
Mörtu Oddsdóttur frá Eskiholti,
sem lifir mann sinn. Foreldrar
Mörtu, Oddur Jónsson og kona
hans, Guðfinna Þórðardóttir,
bjuggu í Eskiholti í Borgar-
hreppi. Ásgeir og Marta reistu
bú í Borgarnesi 1919 og byggðu
sér þar hús. í Borgarnesi áttu
þau heima í 7 ár, eða til ársins
1926, er þau fluttust að Haugum
í Stafholtstungum, en þá jörð
keypti Ásgeir. í full tuttugu ár
annaðist Ásigeir póstferðir frá
Borgarnesi til Búðardals. Byrjaði
hann þær ferðir meðan hann átti
heima í Borgarnesi. Á Haugum
bjuggu þau Ásgeir og Marta í 22
ár, en fluttust síðar til Akraness
og áttu þar heima síðan. Marta
og Ásgeir eignuðust eina dóttur
barna, Sigríði. Er hún gift Karli
Guðlaugssyni frá Litlu-Skógum
í Stafholtstungum. Eru þau bú-
sett í Reykjavík.
Ásgeir hafði aldrei stórt bú á
Haugum, en fullkominn arð hafði
hann af hverri skepnu. Bar þar
aðallega tvennt til: ágæt fóðrun
og umhirða á öllum búpeningi og
svo hitt, að Ásgeir hafði ágætt vit
á öllu búfé, ekki einungis á hest
um, sem seinna verður að vikið.
Þó búið væri ekki stórt var þar
fráfoær snyrtimennska í búnaði,
utanhúss og innan. f>au Hauga-
hjón, Ásgeir og Marta, voru mjög
gestrisin, var gott til þeirra að
koma og vera gestur þeirra.
Það var (og er) margra manna
mál, að Ásgeir hafi verið einn
af alslyngustu hesta- og tamn-
ingamönnum í Borgarfjarðarhér-
aði og jafnvel þó víðar væri leit-
að. Stóðu honum þar fáir á sporði
Ásgeir hafði ákaflega næmt
auga fyrir hestum og einkennum
þeirra og gat lesið þá ofan í kjöl-
inn eins og opna bók. Hann
tamdi marga hesta, keypti marga
hesta oig seldi marga hesta. Úr
höndum Ásgeirs komu margir
heilstyptir gæðingar. Það þóttu
alltaf meðmæli með hesti ef hann
hafði verið í þjálfun hjá Ásgeiri
frá Hjarðarholti.
Ásgeir Jónsson var vörpuleg-
ur maður og vel á sig kominn.
Yfirbragðið nokkuð mikilúðlegt
en þó hreinlegt. Brúnin stundum
nokikuð hvöss. Ásgeir var alltaf
mjög snyrtilegur í klæðaburði.
Það er mín trú að meðan reið-
götur duna í Borgarfirði, og ár-
ba'kkar stynja undan hófatökum,
muni Ásgeirs frá Hjarðarholti
verða minnzt
Á.Þ.Ó.
Laxveiðlmenn
Tilboð óskast í veiðirétt í Laxá í Leirársveit næsta
veiðitímabil. Veiðisvæðið er frá ós að Eyrarfossi.
Tilboðum sé skilað til formanns Veiðifélags Laxár
fyrir 10. marz n.k. Félagið áskilur sér rétt til að taka
hvaða tilboði seir er eða hafna öllum.
Iðnfyrirtæki
I góðum rekstri er til sölu. Söluverð ca. kr. 900.000.—
Til greina kemur að taka íbúð upp I greiðslu.
Þeir sem hafa áhuga á þessu leggi nöfn sín inn á af-
greiðslu Morgunbl. merkt: „X 304 — 1764“ fyrir
28. þ. m.
HLUTAVELTA
Málfundafélagið Óðinn heldur lilutaveltu í Listamannaskálanum
á morgun kl. 2. — Þúsundir vinninga. — Ekkert happdrætti. —
Ekkert núll. — AÐEINS VINNINGAR.