Morgunblaðið - 23.02.1963, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.02.1963, Qupperneq 11
Laugardagur 23. febrúar 1963 MORGUIVBLAÐIÐ 11 Sextugur í dag: Jón Björnsson bóndi Hafsteinsstöðum Sextugur er í dag Jón Björnsson bóndi á Hafsteinsstöðum í Skaga- fixði. Hann er fædídur 23. febr. *03 að Glaumbæ á Langholti. For- eldrar hans voru Björn Jónsson hreppstjóri á Stóru-Seilu og fyrri kona hans, Steinvör Sigurjóns- dióttir. Jón var ungur þegar móð- ir hans dó, og ólst upp með föð- ur sínum og stjúpmóður, Mar- Var 23 ára gamall hóf hann bú- ekap í Brekku í Seiluhreppi, en érið 1939 keypti hann Hafsteins- 6taði, að % hluta jarðarinnar undanteknum, og hefur búið þar eíðan stórbúi, nú síðustu árin, á- samt syni sínum. Jón á Hafsteins stöðurn er einn af dugmestu bændum Skagafjarðar, og hefur hann stórlega bætt jörð sína að ræktun og húSakosti. En það er fleira, sem heldur nafni Jóns á lofti með okkur Skaj^firðingum en búskpur hans rekinn af árvekni og myndar- brag. Kunnastur er hann okkar á meðal fyrir einstæðan _ áhuga sinn á söng og sönglífi. Á þeim vettvangi hefur hnn reynst hér- aði sínu þarfur maður ekki síður sem góður búþegn. Um 34 ára skeið hefur hann stjórnað karla- kórnurn Heimi og nokkrum ár- um betur hefur hann gegnt org- anista- og forsöngvarastarfi ,og gegnir þvi starfi nú, sem undan- farna áratugi, bæði í sóknar- kirkju sinni að Reynistað og í Giaumfoæjarkirkju. Um þessar mundir er karlakórinn Heimir 35 óra og minnist þeirra timamóta í dag, á afmælisdegi söngstjór- ans, með fjölmennu samsæti í félagsiheimilinu Bifröst á Sauð- órkróki.' f*eir sem starfað hafa í strjál- býlinu að slíkum félagsskap sem karlakórinn Heimir er, vita það bezt, að þvílíku starfi verður ekki uppi haldið nema fyrir hendi sé ríkur áhugi, félagslund og fórnfýsi. Oft hef ég diáðst af þvi að sjá félaga mina í þessu söngfélagi mæta á æfingu einu hinni, tvisvar sinnum, já, og oft- ar í viku hverri, eftir þörfum, all an liðlangan veturinn, eftir anna saman dag og bæta við sig nætur vöku og erfiði, söngsins vegna og félagslífsins. Þessi félagsandi hefur orðið karlakórnum til langlífis og ellimörk eru ekki erin á honum að sjá. En þó dreg ég í efa, með allri virðingu fyrir íélagslyndi, starfsgleði og söng- gleði okkar Heimismanna, að kórinn hefði starfað svo lengi og óslitið sem raun er á, hefði hann ekki notið hins eindæma áfouga og dugnaðar söngstjórans. Eg minnist þess ekki, a.m.k. í svip, »ð í þau nær 20 ár, sem ég hef starfað með kómum, að nokkru einni hafi æfing fallið niður né heldur verið frestað vegna þess, að söngstjórinn gat ekki mætt. Undir stjóm Jóns hefur Heimir sungið þrásinnis opinberlega, far- ið í söngferðir og tekið þátt í söngmótum Heklu, / samibands noi'lenzkra karlakóra. í stjórn Heklu hefur Jón ótt sæti. Jón á Hafsteinsstöðum er gæddur ríkri tónlistargiáfu, og efalaust hefði hann komizt langt á braut hinnar göfugu listar, ef þau örlög hefðu verið honum búin að ganga þá braut og njóta nauðsynlegs undirbúnings og tónmenntunar og helga sig ó- skiptan tónlistinni. En svo varð nú ekki og þýðir ekki um að sak- ast. Um tveggja vetra skeið naut hann nokkurrar tilsagnar 1 söng og organleik hjá þeim Geir vígslubiskupi Sæmundssyni og Sigurgeir Jónssyni organleikara, og hefur tilsögn þeirra mikil- hæfu manna komið að góðum notum, enda við henni tekið af heilum hug og þakklátum, Jón Björnsson hefur samið allmargt af sönglögum. Eru mörg þeirra kunn hér í héraði og eiga sjálf- sagt eftir að gleðja margt söng- elskt eyra. Eg hef naumast kynnzt söng- elskari manni en vini mínum Jóni á Hafsteinsstöðum, og nær er mér að halda, að það sé skoð- un hans, að án söngsins verði vart lífinu lifað. Þar sem Jón á Hafsteinsstöðum er, þar er sungið. Ósjaldan ber það við, þegar gesti ber að garði á Haf- steinsstöðum, að húsbóndinn sezt við hljóðfærið og hvetur bæði heimafólk og gesti til þess að taka lagið, og fljótur er Jón, þeg ar menn koma saman á gleði- mótum, að safna um sig liði syngjandi fólks. Það er gott að eiga menn sem hann í byggð sinni. Kvæntur er Jón Sigríði Trjá- mannsdóttur, eyfirzkrar ættar. Sigríður er gagnmerk kona og mikilihæf, sem vinnur sér virð- ingu allra, sem henni kynnast. Son eiga þau einn, Steinbjörn, bónda á Hafsteinsstöðum, kvænt an Ester Skaftadóttur. Stein- björn er einn af einsöngvurum okkar Heimisfélaga. Með línum þessum vil ég, um leið og ég ósika Jóni til hamingjú, þakka honum fyrir vinsemd í minn garð, fyrir mikilvægt sam- starf í kirkjum mínum og fyrir langt og heillavænlegt félags- og ipenningarstarf, unnið í þágu héraðsins okkar. Gunnar Gíslason. í dag er Jón Björnsson, bóndi á Hafsteinsstöðum í Skagafirði, sextugur. Hann er - borinn og barnfæddur Skagfirðingur, son- ur Bjöms L. Jónssonar, sem lengi bjó að Stóru-Seylu, hrepp- stjóra þei'rra Seylhreppinga um langt skeið. Móðir Jóns og kona Björns var Steinvör Sigurjóns- dóttir, en hún lézt þegar Jón var kornungur. Jón hefur möng undanfarin ár búið að Hafsteinsstöðum, en fyrstu búskaparór bjó hann að Brekku í Víðimýrarsókn, þá að Reykjarhóli í sömu sveit, en festi siðan kaup á Hafsteinsstöðum og hefur síðan búið þar, hin síðari árin í samvinnu við Steinbjörn einikason þeirra hjóna, sem kvæntur er Ester Skaftadóttur fná Kjartansstaðaikoti. Ég minnist þess að sumarið 1930 var ég hjá þeim hjónum, Jóni og Sigriði Trjámannsdóttur, og bjuggu þau þá að Brekku. Þar var gott að dvelja og, Sigríður húsfreyja, sú mikla ágætiskona, lét ekki sitt eftir liggja að öllum liði sem bezt. Þá var Jón nýlega tekinn við söngstjórn karlakórs- ins Heimis, og hefur verið söng- stjóri hans alla tíð síðan. Það var mikið sungið og spilað það sumar, því oft komu sveit- ungarnir og lagið tekið svo undir tók. Þá k-omu Vestur-íslending- ar eftir Alþingishátíðina og heim sóttu frændur og vini í Skaga- firðl og man ég hvað þeir dáðust j að leilkni Jóns á hljóðfærið og sönggófu hans. Svo var farið í ötreiðir um helgar og komið við hjá kunn- ingjunum — og ekki vantaði ong elin — þau voru ómissandi á heimilum í þann tíð. Þótt Jón hafi skilað drjúgu dagsverki í stöðu bóndans, reist íbúðarihús og peningshús, og allt af verið að auka við byggingum og bæta vélakost, þá munu Ska,g firðingar og aðrir meta mikils þann skerf, sem hann hefur lagt af mörkum í þágu söngniienninig- ar í héraðinu. ' Jón hefur samið rriörg lag bæði fyrir einsöng og kóra, og eru þau flest í handriti. Munu kórar norðanlands hafa sungið nokkur þeirra. Það myndi mörgum tóm- legt þýkja í héraðinu éf karla- kórinn Heimir væri ekki til stað- ar, en söngmenn hans eiga allir skilið miklar þakkir fyrir þenn- an gleðiauka, sem þeir hafa veitt fyrr og síðar. Nú er Heimir 35 ára um þessar ’mundir og fer vel á að sameiginlega sé haldið upp á bæði afmælin og munu Skag- firðingar skemmta sér vel í Bif- röst í kvöld — og listavel verður sungið! Ég sendi karlakórnum Heimi beztu kveðju og árna Jóni söng- stjóra og fjölskyldu' hans allra heilla með afmælisdaginn. Ó.Þ. ALLT Á SAMA STAÐ WILLYS-JEPPINN BÆNDUR OG AÐRIR, sem ætla að panta Willys-jeppa fyrir vorið, vinsamlegast hafið samband við umboðið sem fyrst. I>AÐ SEM MÆLIR MEÐ KAUPLM Á WILLYS JEPPA ER: Þér getið valið um Willys-jeppa 6 manna eða 9 manna. Willys-jeppinn er með Egils-stálhúsi, sterku og varanlegu, sem er klætt að innan. Egils-stál- húsin eru ryðvarin að innan og utan.. Wiliys-jeppinn er kraftmikill og sparneytinn. Það er auðvelt að komast að öllum viðgerðum, varastykki ódýr og ávallt fyrirliggjandi. Wiilys-jeppinn hefir yfir 20 ára reynslu hér á landi, og er því ekki tízkufyrir- brigði, heldur þaulreyndur fjögurra-hjóladrifsbíll, sem hefir þegar sannað, að hann hentar okkar staðhóttum. Um kosti Willys-jeppans þarf ekki að fjölyrða, því beztu meðmæli hans eru ánægðir kaupendur um allt land. Sala Willys-jeppans hefir stóraukist, vegna breyttra sjónarmiða í vali bifreiða, t. d. pöntuðu 48 aðilar Willys-jeppa í janúarmánuði einum. PANTIÐ WILLYS JEPPA FYRIR VORIÐ. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118, sími 22240. Hestamannafélagið FAXI Afmælisfagnaður Hestamannafélagsins Faxa verður að Hótel Borgarnes, laugardaginn 23. marz n.k. og hefst kl. 20.00. Þátttaka tilkynnist til Sigursteins Þórðarsonar eða Símonar Teitssonar Borgarnesi fyrir 15. marz. Hver félagsmaður má taka með sér einn gest. STJÓRNIN. Iðnaðarhúsnæði óskast 60 — 100 fermetra. Upplýsingar í síma 11082. 5 herb. hæð er til sölu við Guðrúnargötu ásamt 2 herbergjum í kjallara. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9. — Sími 14400 og 20480.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.