Morgunblaðið - 23.02.1963, Side 13
Laugardagur 23. febrúar 1963
M O R C V IV B 1. Á Ð í Ð
13
Nú eru liðnar rúmar tvær
vikur frá því stjórnarbyltingr
in var gerð' í írak og enn eru
menn aff velta því fyrir sér,
hverjir séu hinir raunveru-
legu forystumenn — hvort þaff
sé Aref, forseti, effa hvort ein
hver annar standi aff baki
byltingarmönnum þeim, sem
opinberlega hafa komiff fram
sem forvígismenn.
í nýlegum fregnum frá Beir
ut í Líbanon segir, að Aref
hafi verið hækkaður í tign
innan hersins hann var ofursti
en er nú orðinn marskólkur.
Fréttaritari stórblaðsins „New
York Times“ í Beirut segir
Er Aref, forseti íraks,
leiötogi byltingarmanna?
Ef ekki — hver þá?
mikinn vafa leika á því, að
Aref sé hinn „sterki maður“
byltingarinnar — hinsvegar
sé með öllu óljóst hver það
þá sé. I>ó segir ’. ann augljóst
að það séu félagsmenn Baath
flokksins, sem mestu róði inn
an Þjóðbyltingaráðsins. Baath
flokkurinn er mjög fylgjandi
einingu Arabaríkjanna, en
fylgismenn hans eru ekki
ýkja ginnkeyptir fyrir hinni
tilfinningasömu hollustu Ar-
efs, forseta, við Nasser, for-
seta Egyptalands.
Nýlega ræddi Aref við
fréttamenn í Bagdad, eins og
skýrt var frá í Mbl. 16. feb.
sl. — Þar var forsetinn hlé
drægur mjög og ráðgaðist oft
við Ahmed Hassan Bakr,
hershöfðingja, sem er far-
sætisráðherra byllingarstjórn
arinnar. Bakr svaraði sjólfur,
engum spurningum blaða-
manna, en þeir voru ekki í
neinum vafa um, að hann
réði eins miklu — og e.t.v.
meiru um svör Arefs, en hann
sjálfur.
•
Ekki er með öllu ljóst, hve
margir menn tilheyra hinu
. svonefnda „Þjóðbyltingarróði"
Það hefur aldrei verið til-
kynnt opinberlega. Hinsveg-
ar hefur Aref sagt, að ráðið
telji heppilegt, að ekki séu
gefnar allt of miklar upplýs-
ingar, því þá verði auðveldara
að hafa samband við bylting
aröfl í öðrum löndum“ sem
enn eru ekki laus við yfir-
ráð heimsvaldasinna,* eins
og hann komst að orði. Aðrir
hafa sagt, að hæfileg leynd
geti komið í veg fyrir að ný-
ir menn, með einræðistilhneig
ingar, geti aðhafzt nokkuð
gegn byltingarstjórninni. Enn
aðrir segja, að margir aðilar
Þjóðbiltingarráðsins séu ungir
menn og óreyndir á sviði
stjórnmála, og hiki því við að
koma opinberlega fram, sem
helztu stefnumótendur þjóð-
arinnar.
En sá orðrómur hefur flog-
ið, að á fundum byltingarráðs
ins, sem ennþá séu haldnir í
útvarpsstöðinni í Abu Shur-
ai<b, í útjaðri Bagdad-borgar,
séu jafnan saman kómnir 40
—50 ,menn. Stjórnin hefur
hvorki staðfest þenan orðróm
né vísað honum á bug.
•
Eini þátturinn í stefnu bylt
ingarstjórnarinnar, sem eng-
inn vafi leikur á um, er and
úð hennar í garð kommúnista
Og sá þóttur varð fyrst og
fremst svo ljós, vegna þess
að kommúnistar gripu til
vopna gegn byltingarhermönn
um á götum helztu borga lands
ihs og skírskotuðu til íbúa
íraks, einkum þó Kúrda, að
undanlátssemi og dekurs við
kommúnista. Segir í fréttum
fró Kairo, að starfsmenn sov-
ézka sendiráðsins í borginni
séu afar áhyggjufullir vegna
þessa: Það er alkunna, að
Nasser hefur ekki hikað við
að fangelsa kommúnista enda
þótt hann fái efnahagsaðstoð
frá Rússum, m.a. til Aswan
stíflunnar miklu, og haldi vin
áttusambandinu k ytra borð-
inu — en sem dæmi um það
er, að dóttir Nassers, unglings
stúlka, er nýkomin heim frá
Rússlandi, þar sem henni var
m.a. boðið að dveljast dag-
langt með fjölskyldu Krúsj-
effs, að sveitasetri hans.
Þessi mynd var tekin í boffi hjá egypzka sendiherranum í Moskvu. — Dóttir Nassers, Hoda
(fremst til hægri) sézt hér á tali viff dætur Krúsjeffs, Rödu og Lenu, og Tanyu Satyukovu,
dóttur affalritstjóra Pravda.
rísa upp gegn hinum „blóð-
þyrstu afturhaldssinnum“, er
tekið hefðu völd. Var það kall
óvænlegt til svars, því að
Kassem hafði mánuðum sam
an átt í stríði við Kúrda, óð
ur en til byltingarinnar kom'.
Hafa Kúrdar, sem kunnugt
er, krafizt aukinna réttinda
og gert hverja uppreisnina á
fætur annarri.
Menn eru á ýmsu máli um
ástæðurnar fyrir hinum heift
ugu viðbrögum kommúnista
í Irak. Sumir telja þau eðlileg
með tilliti til andúðar þeirra
á hægfara framfarasinnum
ast. — aðrir, að þeir hafi sjálf
eins og Baath-sósialistar telja
ir verið í þann veginn að
gera uppreisn, en Baath-menn
orðið fyrri til.
Fregnir frá Kario herma,
að birzt hafi í vikublaðinu
„A1 Ahram," sem er sterkt
stuðndngsblað Nassers for-
seta, grein eftir ritstjórann,
Mohammed Hassanein Heikal
Þar segir, að í raun og veru
hafi það verið kommúnistar í
lykilstöðum innan stjórnar
Kassems, hershöfðingja, sam
hafi staðið fyrir ógnarstjórn-
inni í landinu. í blaðinu seg-
ir m,a. „Kommúndstar óðu í
blóði í Bagdad- Og í Mosúl og
Kirkuk frömdu þeir hina
skelfilegustu glæpi. - í Kirkuk
grófu þeir fólk lifandi . Á
hverjum degi skrifa Kairo-
blöðin, að Kassem hafi misst
allt traust þjóðar sinnar vegna
Sjaldan eða aldrei er sagt
frá þessum fangelsunum eða
öðrum aðgerðum gegn komm
únistum í blöðum í Kairo.
Hins vegar má nær því á
hverjum degi lesa árásir í
garð „vestrænna heimsveldis-
sinna“, með einstaka undan-
tekningum þó. Til dæmis er
um þessar mundir lítt eða
ekki róðizt á Bandaríkjamenn
í Kairo-blöðunum. Það atriði
hefur heldur ekki farið fram
hjá fránum augum kommún-
ista í nágrannalöndunum,
enda hefur málgagn kommún
ista í Beirut „A1 Nida“ —
en það er nálega eina komm
únistablaðið, sem kemur reglu
lega út á þessu svæði — látið
að því liggja, að Nasser hafi
undirbúið stjórnarbyltinguna
í írak í samvinnu við banda-
rísku leyniþjónustuna.
Ekki er vitað, hve margir
kommúnistar hafa verið tekn
ir höndum í Bagdad, Basra,
Mosul og Krikuk síðustu
tvær vikur. Á Eagdad svæð-
inu er talið, að 4000 manns
hafi verið handteknir, en
flestir látnir lausir aftur —
því að megintilgangurinn með
handtökunum hafi verið að
finna forystumenn flokksins
og þá menn, sem áttu þátt í
blóðbaðinu n.ikla í Mosul og
Kirkuk árið 1959. Segja frétta
menn í Beirut, eftir áreiðan-
legum heimildum, að enginn
fótur sé fyrir því, að fjöldi
kommúnista hafi verið tekn-
ir af lífi að undanförnu, eins
Og talið hefur verið, — hins
vegar verði á næstunni rann-
sakaður ferill þeirra, sem
grunaðir eru um ofbeldisverk
á síðustu árum — en öðrum
smám saman sleppt úr haldi.
Þorrablót, heitt
vatn og
Hellnum, 19. febr.
Laugardaginn 9. febr., efndu
Staðsveitungar til þorrablóts í
•amkomúóhúsi sinu að Görðum.
Buðu þeir Breiðvikingum, sem
fjölmenntu á þetta vel heppnaða
og skemmtilega blót, sem fór í
ftlla staði vel frafh. Hreppstjór-
inn, Kristján Guðbjartsson, setti
blótið, en sr. Þorgrímur Sigurðs-
•on á Staðarstað stjórnaði því
með sinni alkunnu snillL Fluttar
voru gamanvísur, gamanþóttur,
eöngur kirkjukórs og karlakórs,
kvikmyndasýning o.fl. Að lokum
var svo dansað fram undir morg
un. Veitingar allar voru hinar
rausnarlegustu.
Má heita að sé orðin föst regla
hjó þessum nágrannasveitum að
skiptast á heimboðum á þorran-
um og sarnkv. því fellur það í
hlut Breiðvíkinga að efna til
þorrafagnaðar á næsta ári.
Samkomur þessar eru mjög vin
eælar bæði af ungum og gömlum
og vill sjálfsagt enginn láta þær
niður falla.
Boraff eftir heitu vatnl
Eins og kunnugt er, er heitt
vatn í jörðu á Lýsuhóli í Staðar-
sveit. Fyrir nokkrum árum
rafmagn
byggði ungmennafélag sveitar-
innar sundlaug þar úr torfi, og
hafa margir notið góðs af laug-
inni og sundkennsla farið þar
fram. Nú hefir þegar verið hafizt
handa með borun á Lýsuhóli eft-
ir frekara vatnsmagni og gera
menn sér vonir, að góður árang-
ur nóist með þessari borun.
Rafmagn
Flokkur manna vinnur nú að
lögn hóspennulínu frá Ólafsvík.
Lokið er við staura og línulögn
yfir Kambsskarð og niðurse'tn-
ingu staura frá Hellnum að Barða
stöðum í Staðarsveit, en lengra
mun raflínan ekki fara í þessum
áfanga. Vonir standa til að hægt
verði að hleypa straum á þetta
svæði fyrir sumarið. — K.K.
París, 21. febrúar (NTB)
TVEIR hinna fjögurra, sem
enn voru í haldi í dag, sak-
aðir um tillræði við de Gaulle
Frakklandsforseta s.l. föstu-
dag, voru lótnir lausir í kvöld.
Vom það höfuðsmennirnir
d’Arbaumont og Gye-Jacquot.
Frá Aðalfundi Hins
ísl. náttúrufræðifélags
AÐALFUNDUR Hins íslenzka
náttúrufræðifélags var haldinn
í Háskólanum laugardaginn 16.
febrúar. Hér fara á eftir nokkur
atriði úr skýrslu formanns félags
ins um starfsemi þess síðastlið-
ið ár.
Samkomur voru haldnar reglu
lega í Háskólanum síðasta mónu
dag hvers vetrarmánaðar —
nema desember — alls sex að
tölu. Á hverri þeirra var flutt
fræðsluerindi um einhverja
grein náttúrufræði og jafnan
sýndar skuggamyndir til skýr-
ingar. Eftir erindin voru stund-
um fjörugar umræður um efni
þeirra. — Ræðumenn og ræðu-
efni voru sem hér segir:
Þorleifur Einarsson: Vitnisburð
ur frjógreiningar um gróður og
veðurfar á íslandi frá isaldarlok
um; Sigurður Þórarinsson: Frá
Dyngjufjöllum og síðasta Öskju
gosi; Örnólfur Thorlacius: Um
frumdýr; Guðmundur Pálmason:
Um hita í borholum á íslandi;
Sturla Friðriksson: Úr gróður-
sögu íslands og uppgræðsla ör-
æfanna; Stefán Aðalsteinsson:
Litaerfðir sauðfjár.
í sumar voru farnar tvær stutt
ar fræðsluferðir um nágrenni
Reykjavíkur og ein löng þriggja
daga ferð austur í Skaftafells-
sýslu og til baka vestur Land-
mannaleið.
í stuttu ferðunum var öllum
heimil þátttaka og urðu 80—90
manns í hvorrL í annarri þeirra
á uppstigningardag, voru eink-
um skoðuð upptök Kapellu-
hrauns, sem eru sprunga með
gígaröð með fram Undirhlíðum.
En hin stutta ferðin sunnudag-
inn 1. júlí, var einkum til gróð-
urathugana og grasatínslu. Leið-
beinendur voru: Guðmundur
Kjartansson um jarðfræði, en
Eyþór Einarsson, Ingimar Ósk-
arsson og Ingólfur Davíðsson um
grasafræði.
Langa ferðin, 17.—19. ágúst,
var aðeins fyrir félagsmenn og
gesti þeirra, og voru þátttakend-
ur 105. Hún var fyrst og fremst
farin til að skoða landslag og
jarðmyndanir, en einnig var
hugað að gróðri og dýralífi. Leið
beinendur voru Guðmundur
Kjartansson, Jón Jónsson, og
Þorleifur Einarsson um jarð-
fræðL Eyþór Einarsson um
grasafræði og Örnólfur Thorla-
cius um dýrafræði.
Rit félagsins Náttúrufræffing-
urinn kom út með sama sniði
oig að undanförnu, fjögur heftd,
samtals 12 arkir. Var þetta 32.
árgangur ritsins. Ritstjóri var og
verður áfram dr. Sigurður Pét-
ursson.
Stjórn félagsins breyttist lítið
á aðalfundinum. Hana skipa nú:
Guðmundur Kjartansson (flor-
maður), Einar B. Pálsson, Eyþóc
Einarsson, Gunnar Árnason og
Jakob Magnússon.
Tala félagsmanna er fyllilega
800.
Brotnaði á báðum
handleggjum
IAkranesi, 21. febrúar — Svo
slysalega tókst til sl. laugardag
er frú Karen, kona Gísla Vil-
(hjólmssonar forstjóra, var að
vinna í verzlun sinni að Skóla-
j braut 30, að hún hrasaði og féll
með þeim afleiðingum að hún
! brotnaði á báðum framhandleggj
(um. Brotnuðu báðar pípur í
| hægri handlegg og önnur 1
vinstri. Frú Karen liggur heima
og líðuc eftir öllum vonum.
— Oddur.