Morgunblaðið - 23.02.1963, Page 17

Morgunblaðið - 23.02.1963, Page 17
Laugardagur 23. febrúar 1963 woRCvisnr. Aðíb 17 ÖTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA —— 'r-y— XmA o. BITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL GUNNARSSON CX5 ÓLAFUR EGILSSON ALDIMIR OG EIIMAIMGR- AÐIR POSTULAR NÝLEGA varð bókaútgáfufé- lag kommúnista hér á landi, Mál og menning, 25 ára gam- alt. Afmælis þessa var minnzt með allmikilli viðhöfn. Gef- inn var út sérstakur hóka- flokkur með 12 hókatitlum, haldið var hóf mikið og ekki má gleyma, að nýlega var tek- ið í notkun stórhýsi félagsins við Laugaveg. Sú húsbygging hlýtur að hafa verið allmikið átak og það jafnvel þótt í hús- inu hafi oplnber sambúð verið upp tekin við fjársterka aðila eins og austur-þýzk verzlun- aryfirvöld. En f öllum þessum fyrir- gangi virtist þó vera nokkuð tómahljóð. Höfundarnir að bókunum 12 voru t. d. flestir gamlir menn, sömu gömlu kommarnir og Mál og menn- ing hefur hampað frá upphafi. Ungt blóð fyrirfannst þar ekki. Vissulega ber það vott um stöðnun og það er forsprökk- unum áhyggjuefni. Mál og menning er hætt að gegna eins þýðingarmiklu hlutverki og hún átti að gera í bar- áttunni fyrir „alræði öreig- anna“ á íslandi. í Tímariti Máls og menn- ingar, afmælisritinu, kemur þetta glögglega fram. Þar skrifar einn af forsprökkun- um, Gísli Ásmundsson, kenn- ari, mæðulega afmælisþanka. — Hann segir m. a.: „Það hefði mátt ætla, að alþýðan hefði haldið áfram að efla Mál og menningu svo sem hún gerði svo rösklega í upphafi. Þá hefði félagið getað færzt enn stærri viðfangsefni í fang og mundi nú á aldarfjórðungs- afmæli sínu telja tugi þús- undan félagsmanna. Því miður hefur raunin ekki orðið sú. Mál og menning hefur oft orðið að sníða sér þrengri stakk en félagið hefði viljað, og meðlimaf jöldinn hefur ekki aukizt um all langt skeið“. Þessum staðreyndum reynir greinarhöfundur síðan að finna orsakir í jafn fráleitum staðhæfingum og þeim, að al- þýðan vinni svo mikla eftir- vinnu, að hún gefi sér engan tíma tii lesturs eða annarrar menningarstarfsemi og láti þvi brauðstritið fæla sig frá því að ganga í Mál og menningu. Segir höfundur um þetta m. a. á þessa leið: „Setjum svo, að megninu af þeim tíma, sem farið hefur á s.l. tuttugu árum í eftirvinnu, hafi verið varið til félagsstarfsemi, menn ingarstarfs hvers konar, þar á meðal lestrar góðra bóka að gömlum og góðum sið, þá mundu alþýðusamtökin (þ. á. m. Mál og menning) nú tví- mælalaust voldug og sterk“. Vera kann að þetta sé sú skýring, sem hinir einangruðu menningarpostular í Máli og menningu dunda við að gefa hver öðrum og að þeir sætti sig við hana. Almenningur, sem ekki hefur fengizt til að ganga í félagið, veit þó betur. Rétt er að viðurkenna, að margt góðra bóka hefur verið gefið út hjá forlaginu, en allt hefur það virzt eiga' að vera eins konar hula yfir hinn eiginlega tilgang félagsins — að uppfræða menn um dá- semdir kommúnismans, þ. e. að vera áróðursmið'stöð hins alþjóðlega kommúnisma. Og oft hefur félagið lotið lágt í lotningu sinni fyrir „flokkn- um“ og þá hefur bókmennta- gyðjan verið sett út í horn. Þetta hefur almenningur fundið'. Hann hefur séð í gegn um huluna og hann hefur ekki viljað láta beita sér fyrir vagn inn, heldur snúið sér annað. Fólki hofur leiðzt að vera meðlimir i þessu flokksfélagi. — BÍG. S T J Ó R N Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur ákveð ið að efna til ráðstefnu utn íbúðarhúsabyggingar. Verður ráðstefnan haldin í Kópavogi helgina 9. og 10. marz n.k. Flutt verða f jögur erindi og verða fyrirlesarar þessir: Jó- hann Hafstein, alþingismaður, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, framkvæmdastjóri, Gísli Halldórsson, arkitekt og Man- freð Vilhjálmsson, arkitekt. Nánari dagskrá námskeiðs- ins verður auglýst síðar. Þátttaka er heimil öllum fé- lögum í samtökum ungra Sjálfstæðismanna. Væntanleg ir þátttakendur snúi sér til skrifstofu Sambands ungra Sjálfstæðismana, Valhöll við Suðurgötu. Sími 17100. Ráðstefna SUS um íbúðarhúsabyggingar Eðliiegast að ungiingar starfi i hinum ýmsum grein- um atvinnulífsins — Úr nefndaráliti um sumarafvinnu -fó AÐEINS 89 unglingar í allri Reykjavík eöa 2.3% voru atvinnu- eöa vevkefnalausir sl. sumar. 38% unglinga í Reykjavík unnu í sveit á sl. sumri. 2440 unglingar töldu sig hafa unniö 8 klukkustundir eöa meira á degi hverjum og var þaö 67% þeirra, sem athugaö var um. ■&■ Aöeins 95 unglingar eöa 2.5% unnu viö ýmis konar iön- aöarstörf á sl. sumri. •£■ 1 Vinnuskóla Reykjavíkur er nú mikill skortur á mönnum, er vilja taka aö sér verkstjórn og leiöbeiningar. —♦— Þessar upplýsingar koma m.a. fram í nefndaráliti um sumar- atvinnu unglinga, sem var lagt fram í borgarstjórn sl. fimmtu- dag. Á fundi borgarstjórnar 20. sept. sl. var kjörin nefnd til að athuga og gera tillögur um sum- aratvinnu unglinga. í nefndina voru kjörnir: Birgir Isl. Gunn- arsson, skólastjóri, Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, Hörður Bergmann, kennari og Kristján Benediktsson, kennari. Gerði formaður nefndarinnar nokkra grein fyrir niðurstöðum af starfi hennar á borgarstjórnar fundinum. Álit nefndarinnar er í tveimur meginþáttum. Annars vegar um Vinnuskóla Reykjavíkur og hins vegar um sumaratvinnu unglinga almennt. Vinnuskólinn 1 áliti nefndarinnar um Vinnu skólann segir m.a. að aðsókn að skólanum hafi aukizt mjög á sl. sumri og búast megi við að allt að 720 unglingar leiti eftir vinnu í skól^num næsta sumar. Verkefni vinnuskólans á þessu tímabili hafa verið margþætt, en það var álit nefndarinnar, að verkefni skólans hlytu að fara nokkuð eftir þörfum borgarinn- ar á hverjum tíma, enda óheppi- legt frá uppeldislegu sjónarmiði, að unglingarnir væru settir í einhvers konar atvinnubóta- vinnu, sem ekki væri brýn þörf að inna af hendi. Skortur á verkstjórum Nefndin gerði í stórum drátt- um tillögur að framtíðarverkefn- um Vinnuskólans, en benti hins vegar á, að heppilegast væri, að verkefni hans væru ákveðin sam hliða því, sem unnið er að fram- kvæmdaáætlunum borgarinnar á hverjum tíma og því eðlilegt, að það starf væri unnið í samráði við borgarverkfræðing eða und- ir eftirliti hans. Eitt af þeim aðalvandamálum, sem vinnuskólinn hefur átt við að glíma, er skortur á nógu mörg um vönum verkstjórum. Til verk stjórastarfa í vinnuskólanum hafa mjög gjarnan ráðizt kenn- arar, sem eru góðir starfskraft- ar, en þó er rétt að hafa í huga, að kennsla og verkstjórn eru að ýmsu leyti ólík störf og oft þarf verkstjóri að beita öðrum um- gengisvenjum en kennari. Nefnd in gerði það að tillögu sinni, að haldið yrði sérstakt námskeið fyrir þá ipenn, sem vildu taka að sép verkstjórn í vinnuskólan- um og var sú tillaga samþykkt í borgarstjórn. •v Athugun á sumaratvinnu 'l:' unglinga Nefndin lét í samráði við fræðslustjóra Reykjavíkur gera athugun meðal unglinga á aldr- inum 12—14 ára (incl.) á því, tiltölulega lág. 2592 unglingar, eða um 70%, telja sig hafa haft minna en'kr. 7:500.00 í laun yfir sumarið, þar af 1300 innan við kr. 2.500.00. Sumaratvinna ungl- inga virðist því ekki vera fyrst og fremst fjárhagsatriði fyrir heimilin í borginni. 4. Athyglisvert er, að litlar sveiflur virðast vera á milli mán aða. Unglingarnir virðast hefja vinnu strax að skólastarfi loknu á vorin og ekki hætta fyrr en í september eða stuttu áður en skólar hefjast á ný. Sveitirnar gegna miklu ; hlutverki 5. Sveitirnar taka við miklum fjölda unglinga og gegna mjög þýðingarmiklu hlutverki við að sjá þeim fyrir hollum verkefn- um yfir sumartímann. 1431 ungl- ingur var í sveit á sl. sumri eða 38% þeirra, er athugunin náði til. Er ólíklegt, að sveitirnar geti í náinni framtíð tekið við aukn- um fjölda unglinga á þessum aldri og því verði sú aukning, sem verða mun í þessum aldurs- flokkum að leitá sér starfa 1 ýh- - . - -r ~ Hraustir strákar hvað þeir hefðu aðallega haft fyrir stafni á sl. sumri. Athugun- in fór fram í skólum borgarinn- ar í einni kennslustund og voru þátttakendur samtals 3694. Heild artala barna í þessum aldurs- flokkum í skólum borgarinnar er 4172. Athugunin tók því til um 89% allra skólabarna borgarinn- ar í þessum aldursflokkum. Niðurstaða könnunarinnar gefa margar og merkilegar upplýs- ingar. Nefndin benti einkum á eftirtalin atriði og dró ályktanir af þeim: Aðeins 2.3% atvinnulaus 1. Athugunin sýnir, að næstum allir unglingar á þessum aldri hafa haft störf á sl. sumri. Að- eins 84 unglingar töldu sig hafa verið atvinnulausa eða verkefn- islausa heima eða 2.3% af þeim, sem athugunin náði til. 2. Vinnutími unglinga á þess- um aldri virðist lengri en bú- ast mætti við. 2440 unglingar, eða um 67%, telja sig hafa unn- ið í sumar 8 klukkustundir eða lengur á degi hverjum. Þess ber þó að geta, að flestir þeir, er hafa verið í sveit á sl. sumri, telja sig hafa unnið 8—10 tíma á degi hverjum, en draga má í efa, að um fulla vinnu sé að ræða allan þann tíma. 3. Miðað við hin langa vinnu- tíma virðast laun unglinganna , I .<. s s f * ' sv; '■* v' - ^ Jt* • aö störfum borginni sjálfri. 6. Það var álit nefndarinnar, að eðlilegast væri, að sem flestir unglingarnir kæmust til starfa í hinum ýmsu greinum atvinnu- lífsins og að hlutverk Vinnuskóla Reykjavíkur væri fyrst og fremst það, að sjá þeim fyrir störfum, sem umfram væru. I Aðeins 95 störfuðu við iðnað Nefndin gerði tilraun til að kanna, hvaða greinar atvinnu- lífsins í borginni tækju nú við mestum fjölda unglinga og' urðu niðurstöðurnar þessar: Verzlanir og skrifstofur tóku við 477 unglingum. Sjávarútvegur tók við 298 ungl ingum. Verkamannavinna ýmis konar 139. Iðnaður 95 eða aðeins 2.5% af þeim, er athugunin tók til. Nefndin taldi ótrúlegt, að hinn fjölþætti iðnaður í borginni gæti ekki tekið við auknum fjölda unglinga í framtíðinni og gerði það að tillögu sinni, að samtök- um iðnaðarins yrði skrifað um niðurstöður þessara athug^na með ábendingu um, að þarna væri um möguleika á vinnuafli að ræða og vinsamlegri ósk um, að leitast yrði við að haga starf- semi einstakra fyrirtækja þann- ig, að unnt yrði að koma þar fyr- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.