Morgunblaðið - 23.02.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.02.1963, Qupperneq 20
20 MORCVNBL4ÐIÐ Laugardagur 23. febrúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR / HEIMSÓKN —- Það veit ég ekki. — Heldur ekki ég, Randal. Hann svaraði og röddin var gremjuleg: — Góða ungfrú Silver min, hvað ertu að reyna að sanna? Málið er leyst, morðinginn hefur framið sjálfsmorð — tveir og tveir eru fjórir. Hvað viltu hafa það meira? Hún hóstaði, eins Og afsak- andi: — Þú segir, að tveir og tveir séu fjórir. Mér þykir leitt að verða að segja það, en rétt eins og er, virðast þeir vera fim"1 XL. Ungfrú Silver barði á eldhús- dyrnar og gekk inn. Hún fann frú Crock sitjandi við eldinn, að hlustá á óskalög sjúklinga í út- varpinu. Verið þér ekki að gera yðúr neitt ómak, ég skal ekki tefja yður nema rétt andartak. Frú Crook seildist að tækinu og dró ofurlítið niður í harm- óníkulaginu. — Þakka yður fyrir, frú Crook. En hvað tækið yðar skil- ar vel músíkinni — þó að það geti haft fullhátt ef maður er að tala saman. Ég kom nú bara til að spyrja yður, hvort svo vildi til, að þér ætluðuð eitthvað út í kvöld. — Ja, ég var nú einmitt hálf- gert að hugsa um að líta inn til hennar frú Grover. Ungfrú Silver hóstaði. ÁLLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN PANTIÐ TÍMANLEGA VORIÐ ER í NÁMD VOLKSWACEN ER ÆTÍÐ UNCUR „BREYTINGAR‘* til þess eins „AÐ BREYTA TIL“ hefir aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og þessvegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldist í háu endursöluverði. — Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð tækni- lega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbætur farið fram á honura og nú síðast nýtt hitunarkerfi. ★ Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og afgreiða hann fyrir vorið. Volkswagen er einmitt framleiddur fyrir yður HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. — Mér var einmitt að detta í hug, að þér ætluðuð þangað, og datt í hug, hvort þér vilduð taka fyrir mig orðsendingu til sonar hennar. — Honum líður víst ekki vel, sagði frú Crook. — Það er hætt við því. — Hann var svo afskaplega hrifinn af frú Welby. Ég vil nú ekki fara að tala illa um þá framliðnu, en hún hefði ekki átt að gefa honum svona undir fót inn, eins og hún gerði — svona sveinstaula. Það ber ekki vott um rnikið stolt? — Ég býst nú við, að hún hafi litið á hann eins og hvern annan ungling, frú Crook. Bessie Crook hafði aftur á — Jæja, hann hefur nú víst sín- ar tilfinningar eins og aðrir. Hún hefði getað tekið tillit til -þess. En þarna var hún að kom ast upp á milli tveggja elskandi hjartna. Gladys og Alan hafa verið saman frá því að þau voru krakkar. Nei, ég segi ekki annað en það, að svona ætti fín dama ekki að hegða sér. Þetta var óvenjulöng ræða hjá frú Crook og hún hafði roðnað í framan, og nú leit hún ásak- andi á ungfrú Silver. — Ég segi nú ekki annað en það, að það ætti að láta unga fólkið afskiptalaust. En það gat hún ekki. Það er ekki iengra síð- an en í gær, að hún fór til Lenton og í skrifstofuna hans hr. Holderness. Gladys átti frí og þær fóru í sama vagninn, svo að hún hugsaði með sér: „Ég skal sjá, hvert hún fer“. Og hún þurfti ekki lengi að bíða, því að hin strikaði beina leið í skrif- stofuna hjá hr. Holderness. Og Gladys að minnsta kosti, trúir ekki öðru en það hafi verið til að hitta Alan. Það lá afskaplegd illa á henni, þegar ég hitti hana fyrir utan búðina. Orðsending ungfrú Silver gat varla fáorðari verið: Kæri hr. Grover! Mig langar mjög til að hafa tal af yður, ef það væri yður hentugt. Yðar einlæg Maud Silver. Þegar hún hafði beðið frú Crook fyrir bréfið, ásetti hún sér, að fara ekki í kvöldmessu með Ceciliu Voycey. Hún var því ein í húsinu, þegar barið var léttilega að dyrum og‘ er bún opnaði, sá hún sama dökkleita manninn, sem hafði orðið henni samferða yfir völlinn. Hún bauð honum inn í hlýja dagstofuna og nú gat hún í fyrsta sinn gert séj; hugmynd um piltinn af fleiru en röddinni og vaxtarlaginu einu saman. þetta var laglegur piltur, enda ; þótt augu hans væru rauð og — Gleymiff nú ekki aff skipta um umbúðir á hálftíma fresti r bólgin af gráti. Hann hafði til að bera eitthvað af þessum töfr- um, sem æskunni fylgja, svo og hreinskilni og ákafa. Hann sett- ist á stólinn. sem honum var bent á, horfði á hana með sorg- arsvip og sagði: — Ég ætlaði að koma og tala við yður. — Já, hr. Grover? — Og svo kom bréfið frá yð- ur. Ég hafði verið að leitast við að ákveða mig, af því að ég sá, að það gæti eyðilagt mig. En nú kæri ég mig ekki lengur, enda þótt það komi hart niður á for- eldrum mínum. — Já? Hann sat álútur og lét hend- urnar hanga niður milli hnjánna. Ýmist leit hann á hana eða starði til jarðar. — Maður getur ekki alltaf þagað, af því að það getur kom- ið manni í vandræði .... Ungfrú Silver hélt rólega á- fram að prjóna. Hún sagði: — Nei, ekki alltaf. — Ég hef verið að fara yfir það í huganum, fram og aftur, síðan ég heyrði um hana. Það ir ekki heiðarlegt að segja pabba og mömmu frá því, þar sem það gseti eyðilagt framtíð mína, og það væri sama sem að biðja þau að gerast þátttakend- ur í því. Og þau færu að hugsa um það á eftir — nei. það væri ekki sanngjarnt. Þá datt mér í hug að tala við yður. Þér leyfð- uð mér að tala við yður um Cyril. Mér datt í hug, að þér munduð skilja það. Þér hafið eitthvað í fari yðar.... Um leið og hann sagði þetta, leit hann snöggt upp. — Ég vona, að þér haldið ekki, að ég sé ókurteis. Það ætla ég að minnsta kosti ekki að ;ra. Hún svaraði með þessu brosi, sem hafði róað svo marga. — Það er ég lika viss um. Þér getið sagt mér, hvað sem þér viljið, og ég er viss um, að það borgar sig alltaf bezt að segja satt. Pukrið gerir engum gagn. Aðeins fæðir það af sér fleiri glæpi. — Fleiri? Það er nú annars nóg komið, finnst mér. — Já, Alan. Það varð ennþá meiri þögn, unz hann loksins rauf hana með KALLI KUREKI -K ~ Teiknari; Fred Harman SPOSEME BRW&-UM SHEEIFFAH OU-TIMEe,TOO--THEM WE ALL OET ON TRAIL OF BRONCO BOYD AM' THAT PROFESSOR' X BEENTHIMMIM’.-IVE .. SOT TH'CROSSBOW.'AN’ THOSE TWO MAY 8E HOLEP UP NEAR HERE/ J’D HATE T’LET’EM- &ET AWAY/ andvarpi, sem var næstum grát- kennt. — Ég átti ekki að elska hana, en ég gerði það samt. Ég get ekki leyft fólki að segja illt um hana og þegja við því — eða get ég það? Og án þess að bíða eftir svari hélt hann áfram. — Hún kom í skrifstofuna á laugardags- morgun •— í gær. Mér finnst bara miklu lengra síðan. Ég var í herberginu þar sem ég vinn. Hún opnaði dyrnar og fór inn. Ég vísaði henni svo inn í skrif- stofu hr. Holderness, og sneri svo við sjálfur, en ég gat ein- hvernveginn ekki verið kyrr. Þér skiljið, það var búið að tala svo mikið um heimkomu hr. Lessifers — hvort hann myndi nú sættast við ungfrú Cray — hvort hann myndi lofa frú Welby að búa áfram í Hliðhúsinu, og hvort hann mundi lofa henni að halda þessum munum, sem hún hafði fengið hjá gömlu frúnni. Ég hafði áhyggjur fyrir hennar hönd, ef hún skyldi verða rekin út, eða Lessiter tæki af henni þessa muni. Ég vissi ekki, hvern ig allt var í pottinn búið, en gat ekki annað en brotið heilann um það. Ég gat ekki farið og heim- sótt hana, af því að fólk hafði verið að kjafta — það gera allir í svona þorpi — og hún hafði sagt mér að halda mig í fjar- lægð. Ég var alveg að verða brjálaður. Hann leit upp og svo niður fyrir sig aftur og gaf aftur frá sér grátklökkt andvarp. — Þegar hún svo kom í skrifstof- una, vissi ég alveg, hvert erindið var: það var að tala við hr. Holderness og fá hjá honum ráð- leggingar. Ég þoldi ekki við fyr- ir forvitni að vita, hvernig á- statt væri, og — ja, ég hleraði samtal þeirra. Hann rykkti upp höfðinu og horfði í róleg augu ungfrú Silver. Svipurinn var ró- legur og ögrandi: — Ég vissi, að ég hafði engan rétt til þess arna.... en ég gat bara ekki stillt mig um það. f — Jæja, þá erum við búnir að saiuna okkur skinnpoka undir vatnið, og við erum búnir að fá okkur nóg «f þurrkuðu kjöti. Það er líklega bezt að ég fari heim og nái í hest og byssu íyrir þig. — Ég ætti kannski að koma með lögreglustjórann líka, þá getum við allir elt Bikkju-Bjama og prófessor- inn. — Ég veit ekki. Nú er ég búinn að fá þennan boga og það eru allar líkur að þessir tveir náungar séu einhvers staðar hérna í nágrenninu. Mér væri bölvanlega við að láta þá sleppa. — Þú heldur kannski að þeir verði farnir, þegar ég kem aftur. Þá er bezt að ég taki hestinn og skyggnist I um eftir þeim. aitltvarpiö Laugardagur 23. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir.) ..„ 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins). 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ást- valdsson). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra Ragnar Jónsson afgreiðslu- maður velur sér hljómplötur, 18.00 Útvarpssaga barnanna, L (Helgi Hjörvar). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Þyrnirós kóngsdóttir", tón- list eftir Erkki Melartin við leikrit Topeliusar (Hljóm- sveitin Finlandia leikur, Jussi Jalas stj.) 20.20 Leikrit: „Kíkirinn" eftir J. C Sheriff, í þýðingu Gunnari Árnasonar frá Skútustöðum Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. - 22.10 Passíusálmar (12). 22.20 Góudans útvarpsins, þ.á.m, leikur Neó-tríóið. Söngkona Margit Calva. * i 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.