Morgunblaðið - 23.02.1963, Side 24

Morgunblaðið - 23.02.1963, Side 24
Hjó af fingur MBL. átti í gær stutt símtal við Albert Allan, fyrsta stýri- mann brezka togarans Tom Danhessa frá Grimsby, en stýrimaðurinn varð fyrir því slysi sl. miðvikudag að missa vísifingur hægri handar er hann festist I trolli togarans. Allan liggur nú í sjúkrahús- inu á ísafirði og býst við að fljúga til Reykjavíkur á mánu dag og þaðan til Englands. Stýrimaður sagði að slysið hefði orðið um kl. hálf sex ú miðvikudagskvöldið, er togar- inn var að veiðum út af ísa- fírði. — „Ég festi fingurinn í köðlum, þegar við vorum að taka inn trollið og fór hann næstum alveg af um leið, hékk á einni taug. Ég sá ekki annað ráð en að höggva af fingurinn með hníf, og fann raunar ekki fyrir því, en sárt var þegar fingurinn slitnaði ar, lins vegar blæddi að heita ekkert úr sárinu“. Stýrimaður sagði að togarinn hefði haldið áleiðis til ísafjarðar og lóðs- báturinn hefði komið á móti og flutt sig til lands, þar sem hann var lagður í sjúkrahús- ið. — Allan sagði, að togarinn hefði ráðgert að veiða á þess- um slóðum í tvo daga enn er slysið varð, en hajda síðan til Grimsby með aflann, sem hann kvað vera í góðu meðal- lagi, aðallega ýsa. Allan sagði að sér liði nú á- gætlega, og lét hið bezta af l móttökunum á Isafirði og ver- unni í sjúkrahúsinu. Þrír ungíingar valdir oð tugþús. þjófna&i Akureyri, 22. febrúar Á TÍMABILINU okt. - jan. voru framdir allmargir innibrotsþjófn aðir á Akureyri, flestir í desem- bermánuði. Lögreglunni hefir tekizt að upplýsa flesta þeirra, eða 15 talsins. Fjórir þessara þjófnaða upplýstust skömmu eft ir að þeir voru framdir. Hinsvegar hefir 11 innbrotum verið ljóstrað upp nú fyrir skömmu. Voru þar að verki þrír unglingar 12—13 ára, sem aðal- lega höfðu stundað' innbrot ög gripdeildir í verzlunum og vöru geymslum og stolið flestu, sem þeir komu höndum yfir. þótt ekki verði séð að þeir hafi haft nein not af því sumu, en spillt varðarkaffi verður ekki í dag Þorleifur Sigurffsson Stjórnarkosning í Tré- smiðafélagi Reykjavskur í dag og á morgun Trésmiðir, vinnið að sigri B-listans! t D A G og á morgun fer fram stjórnarkjör í Trésmiffafélagi Reykjavíkur. Kosið er í skrifstofu félagsins, Laufásvegi 8 og hefst kosningin í dag kl. 2 e. h. og stendur til kl. 10 síðd. Á morgun (sunnudag) verður kosiff frá kl. 10 árd. til kl. 12 og frá kl. 1 til kl. 10 og er þá kosningunni lokið. Tveir listar eru í kjöri í félag inu. — B-listi, sem skipaður er lýffræðissinnum og studdur aí ndstæffingum kommúnista og A- listi er kommúnistar og nánustu Framh. á bls. 23. öðru. Á sumum innbrotsstöðun- um höfðu þeir einnig framið spellvirld. á hurðum og glugg- um. Verðmæti peninga og varn- ings, er þessir ógæfusömu dreng. ir hafa stolið, er talið nema um 37 þúsundum króna og eru þó sumir hlutirnir mjög lágt metn ir. Hér við bætast bótakröfur fyrir skemmdir. Auk alls þessa fundust í fór- um eins piltsins ljósmyndavélar og ljósmyndavörur, sem stolið hafði verið úr verzlun einni hér í bæ sl. sumar. Sá þjófnaður upp lýstist að öðru leyti en því, að innbrotsmaðurinn gat ekki gert grein fyrir hvað orðið hefði af þeim hluta þýfisins, sem nú er kominn í leitirnar og drengur- inn hafði fundið á víðavangi og geymt síðan. Nokkru af þýfinu hefir lög- reglan náð lítt skemmdu eða ó- skemmdu og afhent réttum eig- endum. Enginn þessara pilta hefir áð ur komizt undir manna hendur. Ólögíegor veioor ekki sonnaðor Vestmannaeyjum, 22. febr. DÓMUR var kveðinn upp í hér- aðsdómi hér. í Vestmannaeyjum í dag yfir skipstjóranum á vél- bátnum Glað héðan úr Eyjum, sém tekinn var að meintum ó- löglegum veiðum í landbelgi hinn 17. þ.m. Var hann dæmdiur í 12 þús. kr. sakt og afli o>g veiðarfæri upptæk gerð. Aðrir togbátar hafa að undan- förnu verið dæmdir í 20 þús. króna sekt, en ástæðan til að nú var sdktin lægri er sú, að ekiki sannaðist að báturinn hefði verið að ólöglegum veiðum esr hann var tekinn. FréttaritarL Ekki virðist vanþörf á, að for eldrar og yfirvöld hafi strang- ara eftirlit með útivist barna á kvöldin — og forráðamenn ung menna og almenningur, einkum verzlunarfólk, athugi um tor- tryggilegan eyðslueyri þeirra. Sv.P. | a M., átti í fyrradag leiff um Biskupstungur og brá sér upp aff Gullfossi. Færff var eins ■ og á sumardegi, effa jafnvel I betri, því vegir voru þurrir og harffir. Hvergi var snjór jörðu. — Ljósmyndarinn tók mynd þessa af Gullfossi í | klakaböndum. Snæbreiðan, / sem sést í kringum fossinn er klaki og hrímsnævi, sem' myndast af úðanum frá foss- inum. I Síldveiðibátarnir fara á þorskanót, tofgbátarnir á net Vestmannaeyjum, 22. febrúar AFLI Eyjabáta var góður í gær frá 6—14 lestir. I dag er dá- góður afli, en heldur lakari eða frá 4—10 lestir á bát. Fjöldi bát anna er enn á linu en þó eru 5 byrjaðir með net. Hefir einn J>át ur dregið lagnir sínar þrisvar og hefir hann fengið rúm 30 tonn. Nokkrir togbátanna eru að undirbúa sig á net. Tveir bátar voru í gær með fiskinót og öfl- uðu 14—16 tonn mestmegnis ýsu. Hér er um að ræða síldarbáta sem skipt hafa yfir á fiskinót meðan löndunarstopp er hér á síld og verður um óákveðinn tíma. Þriðji síldarbáturinn er að taka fiskinót. Flestir línubátanna gátu beitt mikið af línu sinni með loðnu bæði í gær og dag. Engin loðna barst til Eyja í dag. Samfara * löndunarstoppinu horfir til vandræða vegna þess að allt geymslurými fyrir síldar mjöl er nú fullt. Það stendur hins vegar til bóta, þar sem mjög bráðlega er væntanlegt mjöl- skip. Síldar og fiskimjölsverksmiðj an hér í Eyjum hefir nú tekið á móti um 135 þús. tunnum af síld og er það um þrisvar sinn- um meira magn en á sama tíma í fyrra. Verksmiðjan verður einn ig að vinna fiskúrgang á sama tíma. Á miðvikudagskvöld voru afla hæstu línul>átarnir og togt>átar það sem af er vertíð sem hér segir: Snæfugl 195 tonn, Stígandi 187, Kap 155, Júlía 152, Freyja (botn varpa) 145 og Glófaxi 144. Fréttaritari Stúdentofélags iundurinn í dug UMRÆÐUFUNDUR Stúdenta < félags Reykjavíkur um stöffu | og stefnu í íslenzkum bók-1 menntum og listum hefst kl. 2 í dag í Lídó. Frummælendur ern Bjöm I Th. Bjömsson listfræffingur | og Sigurffur A. Magnússon > rithöfundur. A3 framsöguer- indum loknum verffur kaffi-' drykkja og síffan almennar | umræffur. Öllum er heimill i aðgangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.