Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 14
14 M ORCTi isbL 4 ÐIÐ Miðvikudagur 27. febrúar 1963 Innilegt þakklæti til allra sem auðsýndu mér vináttu á 70 ára afmæli mínti 18 febrúar s.L Einar Tómasson. Sfúlka óskast í kjörbúð. — Upplýsingar í verzluninni í dag. SlilMNUBÍUÐIIM Mávalilíð 26. — Sími 18725. Sfúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. Sæla Café Brautarholti 22. Vegna mikillar þáttóku i erindaflokknum um Fjölskylduna og hjónabandið verða erindin flutt í samkomusal Hagaskóla alla sunnu- daga í marz. Fyrsta erindið hefst kl. 4 n.k. sunnudag. Vegna stærra húsnæðis verða nokkur ný þátttöku- skírteini seld í Bokabúð KRON í Bankastræti meðan til eru. Hagaskóli stendur á milli Háskólabíós og Neskirkju. Strætisvagn á leið nr. 24 (Hagar—Seltjamarnes) stanzar við skólann. Fer frá Lækjargötu ( fyrir neðan Menntaskólann) kl. 3.40 á sunnudögum. Aðrir strætis- vagnar, sem til greina koma, eru leiðir 16 og 17 (Austur- bær Vesturbær — Vesturbær Austurbær), sem leggja af stað frá Kalkofnsvegi 10 mín fyrir heila og hálfa tímann. Munið að taka þátttökuskírteinin með ykkur, þar sem að þau gilda sem aðgöngumiði. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir SIGURÐUR EINARSSON frá Fagurhóli, andaðist að heimili okkar, Varmalandi, Sandgerði, 26. febr. 1963. JaiOarförin auglýst síðar. Eiginkona, dætur og tengdasynir. Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ÚLFAR KRISTJÁNSSON andaðist af slysförtun 24. þ. m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkj u föstudaginn 1. marz, kl. 1,30 e.h. Hrefna Svava Þorsteinsdóttir, böm og foreldrar. Jarðarför föður mins JÓNS KRISTÓFERSSONAR frá Köldukinn á Ásum, fer fram frá Fossvogskirkju í fyrramálið, fimmtud. 28. febr. kl. 10,30. — Blóm afþökkuð, en bent á líknar- stofnanir. Þórir Jónsson, Miklubraut 40. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR frá Skeggjastöðum. Aðstandendur. Þökkum hjartanlega sýnda samúð við andlát og útför SESSEI>JU ÁRNADÓTTUR frá Kálfatjörn. Ingibjörg Helgadóttir, Eiríknr Helgason, Steinunn Helgadóttir, Hansína Helgadóttir, Gróa Helgadóttir, Sigurður Ágústsson, Unnur Jónsdóttir, Haraldur Ágústsson, Baldur Jónsson, Guðm. Guðmundsson. Hafliði Jónsson ráðunautur: Furðuskrif og garðyrkja LESENDUM Morgunblaðsins, mun trúlega þykja ærið nóg komið, af skrifum þeim, sem far- ið hafa á milli okkar garðyrkju- manna á síðum blaðsins að und- anförnu. Ég trúði því að þeim væri að fullu lokið með píslarvættisbréfi postulans Jóns H. Björnssonar, er birtist í Velvakanda 9. febr. sl. Munum við kollegar hans, allir hafa verið á það sáttir að leyfa honum að hafa síðasta orð- ið í þessu stagli, enda þekkjum við af reynslunni að hann kann því betur, að mega segja seinasta orðið, hverju sinni í viðræðum. Það kom mér mjög á óvart, er ég leit yfir blaðið á fimmtu- dagsmorgunin 14. sama mánaðar, og sá viðbótarsvarbréf frá mín- um gamla vini og skólabróður Jóni H. Björnssyni, og undrun min óx til muna, er ég fór að lesa svarið, sem er dagsett (takið eftir því) sama daginn (9. febr.) og fyrra „lokasvar" hans birtist. Mikið hlaut manninum að liða hörmulega á sálinni, og mikið megum við allir fjórir andstöðu- menn hans, hafa á samvizkunni, ef við höfum raskað svo jafnvægi hans, eins og þessi síðustu skrif hans, gefa tilefni til að halda. Við sjálft liggur, að maður fái löngun til, að fara að dæmi hans og biðjast afsökunar, án þess þó, að hóta samtímis lögsókn. Hvernig áttum við líka að muna það, að okkur litlu drengjunum bar að þegja „þegar hreppstjór- inn vildi láta ljós sitt skína". Guð veri okkur samt liknsamur, af framhleypni okkar skyldi hafa alvarlegar afleiðingar til lang- frama, á heilsufar þess manns, er hefur hjá sér í „vetrargeymslu" — fjóra fullgilda garðyrkjumenn, meðan aðrir hafa „enga“ garð- yrkjumenn „í sinni þjónustu" — eins og hann kemst sjálfur svo smekklega að orði, í hlutverki miskunsama Samverjans. Hvað yrði um þessa fjóra full- gildu, ef eitthvað slæmt kæmi fyrir húsbóndann? Máski fengju þeir ekki mat sinn á réttum mál- um og yrði óviðráðanlegir galla- gripir, er gripu til „hefndar"- aðgerða gagnvart sínum herra? Vita líka af yfirlýsingum hans, á opinberum vettvangi, —" að hann telur þá ósköp lítilsiglda menn, með svo takmarkaða þekk ingu, að rétt af illri nauðsyn, sé mögulegt að notast við þá til að liðsinna borgbúum með „um- fangsmikla leiðbeiningastarf- semi“ og „hagmunalausa þjón- ustu“, eins og sjálfsagt er af hjú- um á öndvegisheimilum Ég er svo lánsamur, að hafa aldrei dvalist á hreppstjóraheim- ili og að hafa ávallt getað hagað mér, eins og bömin á biskupssetr- inu. Þar af leiðandi hef ég stöku sinnum leyft mér, að láta til min heyra, en þykist þó jafnan hafa vitað mín takmörk. Veit líka vel að hreppstjórar geta verið danne- brogsmenn, ef forsjónin hefur verið þeim hliðholl og þá er nú skynsamiegra að hafa hugfast, það gamla heilræði að „— Heiðra skal skálkinn, svo hann skaði ekki“ með meiðyrðalaga-svip- unni. Ég mun því forðast af fremsta megni hnútukast við Jón H. Björnsson, hvernig svo sem hann hagar orðum sínum í minn garð eða verka minna. Hitt mun ég ekki geta staðizt að taka upp hanzkann fyrir stéttarbræður okk ar, þegar ráðist er að þeim ómak- lega. Síðustu furðuskrif hans em þess eðlis, að það tekur því ekki, að virða þau svars í rökræðustíl. Hann gerir tilraun til að hagnýta sér lítilsgildustu aðferð stjórn- málamennskunnar, að slíta orð og setningar mótherja sinna úr samhengi og hagræða sjálfum sér í hag. Þó er hann ekki fær um slika iðju. Allt kemur í sama stað niður, fyrir sjálfan hann, og hann er berskjaldaður sem áður og öllu ver þó, — hann hefur einnig misst brand sinn. Honum virðist svo mikið í mun að sýna, með þessari ritgerð, al- gjöra yfirburði, í faglegri þekk- ingu, að hann gáir ekki að sér. Þeim sem ekki vissu það áður, er nú sagt frá því, að hann hafi skrifað masterritgerð, við erlend- an skóla, og það liggur beinast við að lesa út úr línum greinar- innar, þá öruggu vissu mannsins, að hann viti öðrum meira, og í hneykslunarspurn til lesandans, er óbeint spurt, hvort hægt sé að efast um að svo sé? Þá er nú ekki efazt um það, að hann hafi haft frumkvæði um flestar nýungar á sviði ísl. garð- yrkju. Og skal ég síst draga úr því, að Jón H. Björnsson, hafi átt fmmkvæði að mörgu nýmæli. En óþarflega langt er gengið, þegar hann vill eigna sér alla hluti, er vel hafa komið sér í viðureign okkar við skordýr þau er herja á garðagróður. Ég veit t. d. ekki. betur, en að lyfið Bladan, sem hann seg- ,ist hafa notað hér fyrstur manna, hafi verið notað í skrúðgörðum Reykjavíkurborgar ári áður en Jón hóf starf sitt með Alaska- stöðinni, og skógræktin mun þá einnig hafa verið búin að nota það í 2—3 ár, og garðyrkjubænd- ur nokkru lengur í gróðurhús- um sínum. Hvað viðkemur eiturlyfinu Basudin „sem ekki drepur fugla“, þá inniheldur það 20% Diazinon, og var það mjög á dagskrá haust- ið 1954. Lyf þetta er nokkru hættuminna fyrir dýr og menn en eitrið Bladan, en hefur samt svipaðar verkanir gegn skordýr- um. En það hefur sína ókosti, sem Jón H. Björnsson vekur ekki athygli á í auglýsingum sínum. Ef það á að koma að öruggu gagni við eyðingu skordýra, þarf lofthitinn að vera helzt yfir 10°C. En eins og allir vita getur orðið misbrestur á að svo sé, hér á landi, jafnvel þótt við teljum sæmilegt sumarveður. Hitt er og mikill ókostur við lyfið, að það er mjög vandmeðfarið í görðum, þar sem mikið er um útsprungin blóm. Blómin þola illa eða ekki lyfið. Þá er einnig vert að hafa það í huga, eins og Jón bendir á, að lyfið er dýrara í notkun en Bladan, vegna þess að meira magn þarf af lyfinu. Þessar eru ástæðurnar fyrir því, að lyfið hefur ekki almennt verið notað af garðyrkjumönnum. Hinsvegar augiýsir Alaskafyrirtækið, það sem nýtt lyf, röskum sjö árum eftir að það var á dagskrá hjá okkur garðyrkjumönnum, og næg ir í þessu sambandi að vitna til 1. tbl. Garðyrkjublaðsins er Félag garðyrkjumanna gaf út í nóvem- ber 1954. Þá heldur Jón H. Björnsson því fram, að ég hafi kært fyrirtæki hans, til borgarlæknis sumarið 1953, vegna notkunar á Bladan. Hann tekur stórt upp í sig, þegar hann ber borgarlækni fyrir þess- um ósannindum. Hvað átti mér að ganga til að kæra frekar notkun Bladan- lyfsins hjá Alaskafyrirtækinu en öðrum aðilum. Undarlegt vhað stórir menn, geta stundum verið barnalegir. Það mun hafa verið um þessar mundir, sem banaslys orsakaðist af eiturlyfinu Bladan í Danmörku og komst það þá ofarlega á dag- skrá um öll Norðurlönd. Ég hafði þá um árabil barizt fyrir þvi, að sett yrði reglugerð af háifu löggjafarvaldsins, um notkun og meðferð þeirra eiturlyfja, sem við garðyrkjumenn notuðum I starfi okkar, og hef alla tíð, talið það mjög varhugavert, að hver sem væri, gæti fest kaup á, og meðhöndlað þessi eiturlyf. Um þetta mál ræddi ég að sjálf sögðu mikið við borgarlækni, landlækni og fleiri aðila. En ég minnist þess ekki, að Alaska bærist í tal í slíkum viðræðum. Skoðanir mínar eru óbreyttar frá þessum tíma og ég mun halda áfram umræðum um þau, hvenær sem mér bjóðast tækifæri til. Hinsvegar mun ég ekki hirða um frekari viðræður við Jón H. Björnsson á opinberum vettvangi, þó hann vilji gefa mér tækifæri til, nema því aðeins að ég veiti félögum mínum í garðyrkjustétt- inni liðsinni í slíku þrasi. Reykjavík, 15. febr. 1963. Hafliði Jónsson. - Utan úr heimi Framhald af bls. 12. hafa það hugfast þegar þeir skoðuðu verk Legers, að hann hefði lifað og starfað í borgara legu þjóðfélagi, þar sem skað- legustu hugmyndir um listir blómguðust. „Ef tekin er til íhugunar megin stefna í lífi Legers, sem manns og listamanns“, heldur ritstjórinn áfram, „þá endaði hann líf sitt sem kommúnisti og var augljóslega á réttri leið þó varla hafi verið hægt að telja hann raunsæjan í list sinni“. Chakovsky lagði áherzlu á, að enginn sovézkur málari gæti réttlætislega gert sömu tilraunir með formin.og Leger. „í Kapítalískum lönd- um gerirðu ráð fyrir að menn vaði í villi og svima“, segir ritstj., „en í sósíalizku þjóð- félagi þar sem menn þekkja sannleikann um málaralist, guð og. önnur mál, er alveg jafn fráleitt að mála abstrakt og trúa á guð“. Eftir að Ballettflókkur New York borgar hafði sýnt listir sýnar í Moskvu, var hann til umræðu á fundi sovézkra balletthöfunda. Nokkrir fund- armanna lýstu því yfir, að þeir hygðust hafa augun opin fyrir utanaðkomandi áhrifum og nota það, sem væri mikils- virði, jafnvel þó að ballett- flokkur frá Bandaríkjunum ætti í hlut. Einn hinna eldri balletthöfunda, sem var í for- sæti á fundinum lýsti því yfir, að sovézkur ballett væri bezti ballett í heimi og þess vegna gætu balletthöfundar í Sovét ríkjunum ekkert Iært af öðr- um. SKÍÐAFERÐ í Hamragil kL 1 í dag frá B.S.R. Skíðadeild ÍR (OBSERVER — öll réttindi áskilin),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.