Morgunblaðið - 02.03.1963, Side 15

Morgunblaðið - 02.03.1963, Side 15
Laugardagur 2. marz 1963 MORCUISBL 4 ÐIÐ ' 15 í ANTILÍBANONFJÖLLIN nálg- ast og yfir Hermon hvílir sú tign, að augum hvarfla þangað tíðum. Það er auðnarlegt yfir að líta. Á stöku stað sjást tjöld Araba. Þau eru mikil um sig og opin að neðan, því ekki veitir af að flá svala, ef nokkur er. Sjálfir sitja Arabarnir í forsælunni, brúnir og skorpnir af langvarar^di sólar- breiskju. Sagt er, að í tjöldunum Omayyad-moskan í Damaskus munandi að gerð og lit, eru á öllum hinum géysistóra gólf- fleti. Þar stóðu og sátu menn, sem ræktu skyldur sínar við Allah. Þarna inni á að vera gröf Jóhannesar skírara. Hann kom víða við, blessaður, eftir dauða sinn. — Það var gamansamur, ungur Arabi, sem var fylgdar- maður okkar á þessum stað. Þegar út í garð moskunnar kom barst á tal fjölkvæni þeirra Mú- hameðsmanna. Hann sagði, að nú væri í lög leitt einkvæni þar í landi. Kvenfólk stundaði í- þróttir og tæki inn vítamíntöfl- ur og allt þess háttar, svo það væri orðið svo fjörugt, að karl- menn hefðu fullt í fangi með eina, hvað þá fleiri. Eftir þetta er haldið lengra Einar M. Jónsson ■PJr Austurlandaför V9II eéu vanalega 10—20 manns í heimili. Geitur narzla í sig ein- hvern sviðinn gróður í námunda i .Við tjöldin. j Á þessum slóðum eru sumur Iheit og þurrviðrasöm, en mikil úrkoma á vetrum í vesturhlíð- j um fjallanna. Uppi á hálendinu ' er meginlandsveðrátta, en fyrir eustan það er lítil úrkoma. Þurr- viðrasvæðið tekur yfir 3/5 hiluta landsins. \ Meðfram þjóðveginum eru Ar- ebar sumstaðar að byggja sér hús. Þau eiga að standa í þorp- um. Sumt af þessum húsum er i úr steyptum eða höggnum steini. Önnur eru þannig búin til, að eteinum, sem þarna liggja á víð j og dreif, er hrúgað saman og á [ þann hátt gerðir veggir. Utan á i grjótveggina er svo klesst leir, i eem er bleyttur og síðan látinn £ þorna í sólskininu. Slíkir veggir S þola ekki miklar rigningar. En f hér bagar ekki úrkoman. Þessi | hús eru mjög kumbaldaleg, byggð j I allsleysi, en af nauðsyn. Glugg- ; ar eru smáir, nánast ferhyrnd 1 göt. Hér er sólinni haldið í við- ! eigandi fjarlægð. Þetta land virð i Ist svo vönlaust til ábúðar. En j erabíski bílstjórinn okkar segir, [ eð ekki sé að marka að horfa ; yfir það núna. Þetta sé allgott ‘. land, þegar búið sé að koma ! rækt í það. Nú er jörðin örþyrst ! og bíður eftir svölun. Skýjadrög- ( in í vestri eru Aröbum jafnkær ■ og fyrstu vormerkin eru okkur norður frá. Himinninn er byrj- ' eður að safna í sig vætu. Það es ! tiltöluflega stutt þangað til regn- , tíminn hefst. ® í Við erum komin í suðaustur af f Antilíbanon. Hermon er við Ivestur. Að sumarlagi eru hér íniklir hitar og þurrkar, svo gróður skrælnar. En hann er mik ill Qg fjölskrúðugur, þar sem f vatns nýtur. Úrkoman er lítil á [ þessum slóðum, t. d. í Damaskus. > Talið er, að ræktað land hafi j verið meira áður, en ofbeit og j yfirgangur hirðingjaflokka, sam- ! fara eyðingu mikilla skóga, sem tóku yfir stór landsvæði fyrr- um, hafi valdið landspjöllum. j Á slóðum Páls postula j Nú fer að bregða til meiri gróðurs, Damaskus nálgast. Skyndilega eru allir bílarnir ! stöðvaðir og við göngum út. i Okkur er bent á staðinn, þar Bem Kristur birtist Páli postula. Péll, sem þá hét Sál, var á leið til Damaskus, til þess að færa kristna menn, sem hann ofsótti, I böndum, til Jerúsamflem. Um þetta segir í Postulasögunni, 9. kap.: „En er hann á ferðinni var kominn í nánd við Damaskus, leiftraði iskyndilega um hann Ijós af himni, og hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við j 6ig: Sál, Sál, hví ofsækir þú j mig? En hann sagði: Hver ert I þú, herra? Og við hann var sagt: í Ég er Jesús, sem þú ofsækir. En I Btattu upp og gakk inn í borg- | ina, og jþér mun verða sagt, hvað þú átt að gera. En mennirnir, Bem með honum voru, stóðu orð- lausir. Heyrðu þeir að vísu rödd- ina, en sáu engan. Og Sál stóð upp af jörðinni. En þegar hann lauk upp augunum, sá hann ekk- ert. Og þeir leiddu hann við hönd sér og fóru með hann inn í Damaskus. Þrjá daga var hann sjónlaus og át hvorki né drakk.“ — Að vísu er ekki hægt að benda á þann blett, þar sem þessi atburður átti sér stað, eins og gefur að skilja. En í þessu umhverfi var það; skammt frá borginni. „Perla eyðimerkurinnar" Við erum í Ghuta-dalnum. Um hann fellur áin Barada. Hún líður áfram lygn og settleg. Það er hún, sem hefur s(egið sínum töfrasprota á auðnina Og tendrað þetta margbreytilega líf, sem alls staðar mætir hér auganu. Skyndilega hefur breyting orðið á. Gróður, angandi gróður, hvolf- þak trjáa, þéttblaða olíuviðir. Spengilegar kýpressur gnæfa eins og grænar súlur. Fram undan er borgin, sem með réttu hefur verið nefnd „Perla eyði- merkurinnar". Það nafn á hún lífæð sinni, Barada-fljótinu, að þakka, einnig það, -að vera í fornöld talin af Múhameðsmönn- um ein af fjórum jarðneskum paradísum. Vart mun þar hafa verið átt-við borgina sjálfa og þær byggingar, sem þar voru, heldur umhverfi hennar, sem er fögrum aldingarði líkast. Eink- um er Ghuta-vinin sögð fögur að vorlagi í lok marzmánaðar, þegar hún laugast í sól, að end- uðum regntímanum. Nú ökum við inn í borgina með breiðstræturrí og stórhýsum. Þetta er nýtt bæjarhverfi og mjög fnanskt í sniðum. Gamli tímirin er að þoka, einnig hér í þessari borg, sem talin er ein af elztu borgum heims. í 1. bók Móse er hennar getið á dögum Abrahams. Þá hefpr hún senni- lega verið orðin gömul borg. Einu sinni var það, að Davíð konungur vann þessa borg, en Salómon tapaði henni aftur. Þegar stórborgir í Evrópu, sem nú eru taldar gamlar, voru aðeins skógar, fen og hrjóstur, þá átti hún langa sögu að baki. Blóma- skeið sitt átti hún á dögum kal- ífans 660—750. Þá var hún höf- uðbórg í ríki, sem náði frá Atl- antshafi til ósa Gangesfljótsins. Enn er það, að hún er í hugum margra, eins og feagdad, tengd töfrum huliðshjálma og fljúg- andi klæða. — Hér voru Tyrkir ráðamenn að mestu frá því 1516. Þá var tímabil hrörnunar og aft- urfara. En borgin hefur alltaf verið samgöngumiðstöð og því haldið lífskrafti sínum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina urðu Tyrkir að láta landið af hendi. Var það þá lengi frakkneskt verndarsvæði. Mjög gætir enn franskra áhrifa. Síðan 1941 hefur landið verið lýðveldi. Damaskus er nú tengd Beirút með járnbraut, og hefur það á síðari árum hleypt nýju lífi í borgina. Nú rennum við að Hotel New Semiramis, þar sem við eigum að dveljast eina nótt. Því miður getur viðdvöl okkar í börginni ekki orðið löng. Því er um að gera að nota tímann. Við kom- um dóti okkar fyrir inni' á her- bergjunum, sem eÁi vistleg og snotur, þótt ekki séu þau sam- bærileg við þau salarkynni, sem Útsýn hafði látið okkur í té áð- ur á þessu ferðalagi. Hér mun þó hafa verið látin gilda sama regla og á hinum stöðunum, að veita okkur tækifæri til þess að njóta þess bezta, sem völ var á. En nú er ekki hægt að gera sömu kröfur og áður, því við er- um komnir það langt austur á bóginn í Asíu. Sú fullvissa út af fyrir sig er ánægjuleg. Gamli bærinn skoðaður Við hvíldum okkur litla stund og svo var haldið af stað í skoð- unarferð um borgina. Við fórum fram hjá ýmsum opinberum byggingum. Arabarnir hrista höfuðið yfir Nasser, ánægðir yf- ir sambandsslitum ríkjanna. Götulífið í Damaskus er aust- rænt. Öllu ægir saman, einnig sundurieitri hjörð manna. Þama eru Evrópumenn, Arabar með fez og vefjarahetti í hvítum, skó- síðum kuflum, víðum og beltis- lausum. Jafnvel sjást konur í svörtum klæðum og með blæju fyrir andlitinu. Hér eru líka karlmenn í tyrkjabuxum, en þær vöktu alltaf athygli mína. Skálm- arnar eru nærskornar upp að hnjám, en þá bungar botninn út og lafir. Er engu líkara en þessir Arabar séu að því komnir að missa allt niður um sig. Einna helzt minna þeir í brókum þess- um á júgursíða kú. Heyrt hef ég skýringu á því, hvernig á þessu buxnasniði standi upprunalega. Sel hana þó ekki dýrar en ég keypti hana. íslamar kváðu hafa trúað því, að árftaki spámanns- ins ætti að fæðast út af karl- manni. En hverjum og hvernig, það vissi enginn. Það var því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, vera við öllu búinn, þegar hann fæddist, og veita honum viðtaku í rúmgóðri brók. Nú er farið til Omayyad- moskunnar eða Stóru moskunn- ar, eins og hún er líka kölluð. Hún var byggð 705 af Al-Wali I. kalífa á stað, þar sem áður stóð kirkja helguð Jóhannesi skírara. Sú kirkja hafði veiið reist á gömlum rústum 'heiðinna hofa. Mikil helgi hvílir yfir þessari mosku hjá Múhameðstrúar- mönnum. Hún er perla bygging- arlistar og mjög skrautleg. Grunnflöturinn er ferhyrndur. Annar helmingur hans er mikill garður, en hinn er sjálf moskan með háum turni. Veggir í mosk- unni eru með miklu mósaik- skrauti. Á loftbrúnum eru rit- aðar setningar úr Kóraninum. Þetta eru fagrir stafir, dregnir á með gulli. Veggir inni í mosk- unni eru með miklu mósaík- skrauti. Persneskar ábreiður, mis inn í gamla bæinn. Gamla Damaskus kvað hafa egglaga út- línur. Það á vel við, því í raun og veru er þessi borg eins og egg í dúnhreiðri Ghúta-vinjar- innar með óravíddir auðnarinn- ar umhverfis. En nú á dögum sendir borgin út frá .sér langar álmur til norðvesturs og suðurs. Það eru nýju borgarhverfin. Gamli borgarhlutinn hefur aust- rænan svip og lifnaðarhættir í þeim borgarhverfum líkir og þeir hafa verið um aldaraðir. Götur eru þar þröngar og óhreinar, framhlið húsanna oft óásjáleg, en bak við þau iðulega fallegur garður. Við göngum eftir stræti því, sem kallað er „hið beina". Þess er getið í Postulasögunni 9. káp. 11. Við þetta stiræti bjó Páll postuli „í húsi Júdasar". Gatan liggur frá austri til vesturs beint gegnum borgina og er 1700 m löng. Götur í gamla bæjarhlut- anum eru yfirleitt hlikkjóttar, svo það hefur verið viðburður að sjá þar beint stræti. Þessi ó- venjulegu einkenni götu á þess- um slóðum hafa ráðið nafni. Á arabísku heitir gatan Derb-el- mustakim. f Postulasögunni er sagt frá því, að kri&tinn maður að nafni Ananías hafi fengið guð lega vitrun, þar sem honum var boðið að fara á fund Páls, og leggja hendur yfir hann, að hann fengi sjónina aftur. Við komum í hús það, sem sagt er, að Páll postuli hafi búið í. Líka komum við í jarðhús eitt, kapellu heilags Ananíasar, þar sem arfsögnin segir, að Páll hafi verið skírður. Og þótt þetta sé, ef til vill, ekki sama húsið, er það helgað þess- um atburði, sem hefur að minnsta kosti átt sér stað á þess- um slóðum, einhvers staðar þarna í nánd, og er það aðalat- riðið. í þessari litlu kapellu, sem var algerlega laus við allan í- burð og prjál, átti ég ógleyman- lega helgistund. Þessi ‘húsakynni þarna eru hrjúf, næstum fátæk- leg. Einmitt það held ég að hafi aukið á þau geðhrif, sem ég varð fyrir þarna inni. Það jók einnig á hátíðleik stundarinnar, sem við áttum þarna, að fararstjóri okk- ar, Ingólfur Guðbrandsson, las úr Postulasögunni um aftur- hvarf Páls og þá atburði, sem voru tengdir þessum stað. í Postulasögunni segir enn- fremur: „En að allmörgum dög- um liðnum réðu Gyðingar af að taka hann (Pál) af lífi. En hann fékk vitneskju um svikráð þeirra. Og þeir gættu jafnvel borgarhliðanna nótt og dag, til þess að þeir gætu tekið hann af lífi, en lærisveinarnir tóku hann um nótt og hleyptu honum út um borgarvegginn, með því að láta hann síga ofan í vandlaupi.“ — Okkur var fylgt að staðnum, þar sem arfsögnin segir að þetta hafi átt sér stað. Ég reyndi að leiða mér atburðinn fyrir sjónir. Við sáum inn í nokkur híbýli á Beina stræti. Fátæktin virtist þar allsráðandi. Víða í Austur- löndum er jafnvel ekki annað sýnna en íslenzka orðið fátækt, sem virðist tákna það, að af fáu sé að taka, sé ekki nógu sterkt. Margt það fólk, sem þar býr, virðist ekki hafa af neinu að taka. Það er þetta, sem oft skap- ar ágengni í viðskiptum og stuld. En það er síður en svo, að þetta fólk virðist á yfirborðinu óhamingjusamara en þeir, sem lifa í allsnægtum. Örsakirnar fyrir því eru margþættar og ekki vettvangur hér til þess að rekja þá þræði. — Þarna á Beina stræti er mikið götulíf, enda hlý- indi nótt sem 'dag, og eins nú, þótt kvöld sé komið og dimmt örðið. Við húsvegg situr kona með ungbarn og sveipar um það sjalræfli, hér í borg hins þekkta damasks. Ung stúlka teygir sig út um glugga. Hún er lagleg, ein þessara dætra austursins, sem eiga nóttina dökka og dreymandi í augum og hári. — Svartskeggj- aður Arabi ríður framhjá á asna, sem er svo lítill, að fætur Arab- ans dragast næstum við jörðu. Ekki óalgeng sjón í Austurlönd- um. En einhvernveginn get ég ekki annað en furðað mig á því oft og einatt, að þessi litli reið- skjóti skuli ekki sligast. — Krakkasægur hópast að okkur með varning til sölu. Það eru aðallega litlir kassar, sem þeir hafa á boðstólum og bjóða fyrir sáralítið verð. En við erum vör- uð við því að gera kaup, því hugsazt getur, að það sjái á hlut- um, sem krakkar eru að flækjast með úti á götu, en ekki auðvelt að greina það úti nú, því dimmt er orðið. En krakkarnir ganga fast fram og gefa sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Eitthvað verður þeim ágengt. Um kvöldið sá ég sams konar kassa til sölu í verzlun í hótelinu, en þar voru þeir miklu dýrari. Þessir kassar eru mjög fallegir og vandaðir, smíðaðir úr valhnotuviði, og skreyttir rósaflúri örsmárra tígla úr hvítu beini, perlumóður og harðviði, svörtúm og rauðum. Þessir tíglar eru svo smáir, að mér hefur verið sagt af þeim, sem horft hafa á smíðarnar, að þeir, sem leggja tíglana, noti stækkunargler, sams konar og úrsmiðir nota við sína iðn. Það hlýtur því að liggja ofboðsleg vinna að baki þessum gripum, og verð á þeim ótrúlega lágt, ef bórið er saman við það, sem tíðkast í okkar landi. Á loki kassanna er greypt inn áletrun á arabisku. Á þeim kassa, sem ég keypti, stóð þetta: Ef þú lofar einhverju, þá efndu það. Hér f borg er alls konar listiðnaður úr leðri, vir, málmi og tré. Hús- gögn eru búin til, sem í er greypt skel og perlumóðir. Einnig teppi .mjög falleg. Áður var hér mikil vopnasmíði og talsverður silki- iðnaður. Borgin var líka áður þekkt fyrir vefnað, og er damask við hana kennt. Blökkuslúd- entum vísað úr hásköla í Moskvu Moskvu, 28. febr. — NTB Aðstoðarrektor Patrice Lu- mumba-íháskólans í Moskvu, sem stofnaður var til eflingar alþjóðlegrar vináttu, skýrði fulltrúum ríkisstjórnar Ghana sem nú eru staddir þar í borg, frá því að mörgum stúdentum frá Afríku hefði verið visað úr skólanum. Aðstoðarrektorinn sagði, að ástæðan til brottvikningar stúdentanna væri áhugaleysi þeirra á náminu. Sagði hann að allar aðferðir hefðu verið reyndar til að vekja áhuga þeirra og aðstoða þá, sem ekki höfðu notið eins mikillar til- sagnar og flestir, sem í skól- anum eru. Sagði rektorinn, að þegar sýnt hefði verið, að stúdentarnir væru annað hvort of treggáfaðir eða o<f latir til þess að læra, hefði þeim verið vísað úr skólanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.