Morgunblaðið - 02.03.1963, Side 16

Morgunblaðið - 02.03.1963, Side 16
16 MORCUNBLAÐIB Laugardagur 2. marz 1963 Verzlunarhúsnœði í Miðbænum óskast til kaups eða leigu. Há útborgun eða fyrirframgreiðsla, ef um leiguhúsnæði yrði að ræða. Þeir sem virdu sinna þessu leggi nöfn sín inn á afgreiðslu Morgunblaðsins eigi síðar en 6.þ.m., merkt: „Vefnaðarvara — 6336“. Vinna Brezkur útflytjandi upp- gerðra dráttarvéla óskar eftir áhugasömum íslenzkum innflytjanda, allar gerðir og módel fáanleg á mjög sann- gjörnu verði Hafið samband við. Box No. L5944 Milhado Organisation 140, Cromwell Road London S. W. 7. England. Ullariðnadur Duglegur maður óskast til starfa nú þegar í Ullar- yerksmiðjunni Framtíðin, Frakkastíg 8. Nánari upplýsingar í skrifstofu Sláturfélags Suðurlands Skúlagötu 20. BOKAMARKAÐUR BÚKSALAFÉLABSINS í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssona r Austurstrœti 18 Bœkur úr hókasafni Gunnars Hall koma tram í búðina í dag Mikill fjöldi gamalla íslenzkra bóka frá öllum stærstu útgefendum lands- ins á ótrúlega lágu verði. Allt að 70% afsláttur frá upphaflegu bókaverði. Sjaldgœft fœkifœri til hagkvœmra hókakaupa Bóksalafélag íslands Góður afli togara í Grælandshafi I JANUAR VEÐUR OG FÆRÐ. Vart við ífi á siglingaleið út af Horní (6). Allir vegir færir, en mikil frœt norðanlands (6). Tíð með eindæmum góð norðan- lands og austan (9). 18 stiga frost var við jörð á Reykja- víkurflugvelli, en 12 stig í mannhæð. Kaldast var 26 stiga frost á Möðru- dal á Fjöllum (13). Héraðsvötn í Skagafirði flæða yfir bakka sína, og er vatnið á veginum sunvs staðar á annan metra að dýpt (16). Víða vatnslítið í Skagafirði vegna mikilla frosta (16). Áætlunarbíl ekið frá Reykjavík til Reyðarfjarðar á 33 klst. um hávetur (23). Flugvöllurinn í Eyjum ófær vegna holklaka (24). Einmunatíð á Hólsfjöllum (26). Möl og leðja rótast upp á Skúia- götu í stórbrimi (27). Mjög vatnslítið á Vopnafirði vegna frosta (30). l»oftþrýsingur í Reykjavík 1045 mílli bar (30). Neyzluvatn að þrjóta í Egilsstaða- kauptúni vegna frosta (30). ÚTGERBIN. Vetrarvertíð hafin í Veslmanna- eyjum (3). Heildaraflinn 1962 820 þús. lestir (4). 71 sildarbátar með 65 þús. tunnur. Löndunarstöðvun á Akranesi (4). 12.000 tunnur síldar berast til Vest- mannaeyja (4). Síldaraflinn 666.194 tunnur til ára- móta (4). Nær 11 þús. tunnur síidar berast til Reykjavíkur (6). 100 þús. tunnur síldar veiddust um eina helgi (8). Fáir bátar hafa farið í róðra á vetrar vertíð (8). Heil-darsíldveiðin i vetur orðin 801.402 tunnur. 73 skip hafa afiaö yfir 5000 tunnur (8). Togarinn Júní selur fyrir 1,8 millj. kr. (8). 15200 tunnur sfldar berast til Akra- ness á tveimur dogum (9). Alls hafa verið saltaðar 113.112 tunn ur af Suðurlandssíid (10). Góður afii vertiðarbáta i Reykja- vík (10). Ekki þykir enn ástæða til flutn- ings á síld norður til bræðslu (11). Hásetahlutur á Höfrungi II var 325 þús, kr. sd. ár (11). (12). 72 þús. lestir af síldarmjöli fram- leiddar si. ár (13). 28 Eyjabátar farnir á llnu (13). 25 skip fá 26500 tunnur síldar (13). Rússnesku bátamir verða ekki sam- þykktir óbreyttir (13). Togarinn Freyr selur farm sinn fyrir tæp 200 þús. mörk (15). Heildarsíldaraflinn á vetrarvertíð orðinn rúml. milljón tunnur (15). Aukning á framleiðslugetu frystihús anna innan SH jókst um 53.500 tann árið 1902 (17). Minni bátamir hætta á síldveiðum (10). Tveir togarar selja erlendis fyrir rúml. 2 millj. kr. hvor (20). Vélbáturinn Freyja frá Vestmanna- eyjum fær 20 lestir af fiski á 14 tímum (22). Síldveiðin sunnanlands orðin 1,1 millj. tunnur (22). Heildarútflutningur SH 64 þús. lestir s.l. ár (23). Bíldudalsbátar afla vel (24). Norðmenn og Pjóðverjar að til- raunasíidveiðum við ísland (24). Róið á hverjum degi í þrjár vikur á Húsavík (26). Skip í smíðum fyrir íslendinga fyrir 316 millj. kr. (30). FRAMKVÆMDIR. Sjúklingar fiuttir i nýjasta hluta Landakotsspítala (3). Bókasafn tekur til starfa i Sól- heimum (5). Landsbankinn opnar útibú á Húsa- vík (5). Nýr snyrtiskóii tekur til starfa í Reykjavík (6). l>rír veitingamenn í Reykjavík kaupa veitingahúsið Vaihöii á Þing- völlum (6). Verzlunarbanki íslands ákveður að opna útibú í Keflavik (10). Virkjunarrannsóknir á sl. ári kost- uðu 25 millj'. kr. (12). 52 fiskiskip og bátar í smíðum fyrir íslendinga hér heima og erlendis (12). Síidarverksmiðjur sunnan lands stækkaðar svo að bræðsluafköst auk- ast um helming (15). Krabbameinsfélagið kaupir alla húseignina að Suðurgötu 22 (16). Nýr heimavistarskóli vígður í Mý- vatnseveit (16). Akfærir vegir lengdust um 80,8 km s.l. ár. 44 brýr voru smíðaðar (17). Ný snyrtistofa og snyrtivöruverzl- un opnuð 1 Reykjavík (16). HanUritasaifn La ndsbókasaf nsins flutt í ný húsakynni (18). Flugvélin G1 jáfaxi búin skíðum til Grænlandsflugs (23). Færeyingar reiðubúnir að hefja skipasmíðar fyrir íslendinga (23). Útvegsbankinn mun byggja ofan á hús sitt við Austurstræti og Lækjar- torg (25). Hlutafélag um síldarbræðslu stofnað á Dalvík (26). Flugfélagið Flugsýn fær nýja tveggja hreyfla flugvél (26). Heilfrystitæki sett í togarann Narfa (29). Fyrsta skipið, sem smíðað er héi; úr stáli, m.s. Arharnes, sjósett. Stál- smiðjan annaðist smíðina (30). Mánafoss, nýtt skip Eimskipafélágs íslands, afhentur (31). Olíufélagíð h.f. semur við Stálvík h.f. um smíði tveggja olíupramma (31). MENN OG MÁLEFNI. Guðrún Bjarnadóttir varð 3. og Auður Aradóttir 5. á fegUrðarsam- keppni Norðurlanda (8). Ólafur Þ. Jónsson, söngvari, ráð- inn við þýzkt óperuhús (8). Hörður Lárusson, menntaskólakenn ari hlýtur 110 þús. kr. námsstyrk í USA (9). Fimm nýir yfirlæknar ráðnir við Landsspítalann (9). Einar Oddsson skipaður sýslumaðtir Skaftiellinga (15). Fimm nýir yfir læknar skipaðir á Landsspítalanum, Kolbeinn Kristó- fersson, Ólafur Bjarnason, Hjalti Þórarinsson, Theódór Skúlason og dr. Friðrik Einarsson. Shalom Ranley Riklis frá ísrael stjórnar tónleikum Sinfónáuhljómsveitarinnar (18). Einar Olgeirsson situr Þing komm- únista í Austur Berlin (19). Hjörtur Pálsson ráðinn bókavörður i Winnipeg (26). Kristján Jónsson, lögfræðingur á Akureyri, skipaður borgardómari í Reykjavík (31). Pétur Sigurðsson, háskólaritari, að láta af störfum eftir 33 ára starf (31). BÓKMENNTIR OG LISTIR. 46 íslenzk máiverk sýnd í Lenin- grad (3>. Þrír rithöfundar hljóta styrki úr Rithöfundarsjóði útvarpsins (3). Þrjú tónskáld hlutu styrk úr Tón- skáldasjóði Ríkisútvarpsins (4). Ungur tenórsöngvari, Gestur Guð- mundsson, heldur tónleika í Reykja- vík (5). Brezka söngkonan Ruth Little syng- ur á vegum Tónlistarfélagsins (5). Musica nova sýnir óperuna ,,Amahl og næturgestirnir", eftir Menotti (6). Komin er út kennslubók um tón- list, Stafróf tónfræðinnar, eftir Jón Þórarinsson (9). Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjón- leikinn Ástarhringinn, eftir Arthur Schnitzler. Leikstjóri Helgi Skúla- son (11). Þjóðleikhúsið bar sig fjárhagslega s.l. ár (12). Minningarsýning á verkum Jóns Stefánssonar í Kaupmannahöfn (22). Leikflokkurinn Gríma sýnir Vinnu konurnar eftir Jean Genet (24). Guðmundur Guðjónsson, óperu- söngvari ráðinn til þess að syngja eitt af aðalhlutverkunum í Madame Butterfly eftir Puccini í Árósum (24). Þjóðleikhúsið sýnir „Á undanhaldi“ eftir Francois Billetdoux. Leikstjóri Baldvin Halldórsson (30). Sjöunda bindi af Kulturhistorisk Leksikon komið út (31). SLYSFARIR OG SKAÐAR. Ungur maður, Agnar Ingólfsson, loftskeytamaður á m.s. Amarfelli, féll í sjóinn á Vopnafirði og drukknaði (3). Ólæti í Hafnarfirði á gamlárskvöld (3). Mikið tjón í trésmiðaverkstæði Smiðs h.f. í Vestmannaeyjum í elds- voða (3). Lögreglan beitti táragasi gegn óróa seggjum í Reykjavík á gamlárs- kvöld (3). 57 manns fórust hér á landi af slys- förum s.I. ár. 147 manns var bjargað úr sjávarháska (4). Harður árekstur olíubíls og strætis vagns (4). Ungur maður, Hreinn Ágústsson, drukknar við bryggju á Reyðarfirði (5). Ms. Lagarfoss siglir á hafnarbakk- ann á Flateyri (5). Hús skemmist af eldi á Dalvík (6). Systkinin Halldóra Einarsdóttir, Egils stöðum og Vigfús Einarsson, Neskaup- stað, létu lííið í bílslysi á Fagradal (8—10). Ingi Bjarnason, 19 ára, háseti á Skipaskaga slasaðist mikið er síldar- háfur féll ofan á hann (8). Drukkinn ökumaður ekux á þrjá bíla á Hringbraut (10). Sæsíminn slitnaði sunnan Færeyja (12). Lítið hús, mannlaust, að Bústaða- vegi 2 brennur til kaldra kola (12)* Ungur maður, Kristján Valdimars* son, ferst í eldsvoða á Akranesi. Kona hans skaðbrennist (13). Brezkur togari rakst á ísjaka út af Horni (15). - Vinnsla tafðist um sólarhring i síldarverksmiðju Akraness vegna brunaskemmda (15). Bíll lenti út af veginum 1 Hvalfirði á svellbólstri. Bílstjórinn, Þorkell Þorkelsson, Krossmýrarbletti 14 Rvik störslasaðist (15). Eldur í hlöðu að Vestra Garðsauka í Hvolhreppi (16). Miklar skemmdir urðu á landhelgis flugvélinni SIF, er bíl var ekið á væng hennar (16). Sextugur maður barinn og rænd- ur í Miðbænum í Reykjavík (18) j Skartgripum fyrir um 100 Þús kr. stolið úr verzlun í Reykjavík (18). Níu nautgripir, og einn hundur brunnu inni á Melum í Fnjóskadal, er bæjarhús og fjós brann þar (18). Ungur skipverji á togaramim Röðli Snæbjöm Aðils, lætur lífið af eitr- un um borð í skipinu. Fjölmargir aðrir skipverjar veikjast (20—24). Sex ára stúl.ka, Lára Ólafsdóttir, Mosbarði 5, Hafnarfirði bíður bana í bílslysi (22). Tveir hrútar létu lífið í húsbruna að Fiskinesi við Steingrímsfjörð (22), Jeppi veltur út af Villingaholtsvegi og brennur (22). Vatnsrör springur og veldur miklu flóði við Miklatorg í Reykjavik (23). Þrennt fullorðið og sex börn bjarg- ast nauðulega er bærinn að Borg i Skriðdal brennur (24). Björgunarbátur og b j ö r gun a rsverit leita trillubáts með einum manni á Sundunum við Reykjavík. Bátur og maður fundust daginn eftir í Viðey (25 og 26). Ungux maður, Magnús Einarsson, ráðunautur, beið bana í bilslysi í Mosfel-lssveit. 13 ára stúlka, Hildur Ólafsdóttir, þingholtsbraut 47, Kópa- vogi, beið sama dag bana i bíLsíyai í Kópavogi (25 og 26). ísinn á Akureyrarpolli brýtur þa* bryggju (25). Vélbáturinn Straumnes losnaði írá bryggju 1 Stykkishólmi og rak inn í eyjar. Skemmdist hann lítið (26). Færeysku fiskiskipi hlekkist á út af Vestfjörðum (27). Ónýt flugvél, sem verið var að draga frá Keflavík til Reykjavíkur sat föst á Hafnarfjarðarvegi og tafði umferð alllangan tíma (26).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.