Morgunblaðið - 02.03.1963, Síða 24

Morgunblaðið - 02.03.1963, Síða 24
Réltcirhuldin í máli hans í gær VESTMANNAEYJUM, 1. marz. — Réttarhöld hafa staðið í dag frá kl. 10 f. h. í máli skipstjór- ans á þýzka togaranum Trave, sem bjargað var hingað til hafn- ar í gær. Rétti var slitið kl. 7 í kvöld, en hefst aftur kl. 10 í fyrramálið. í dag komu fyrir réttinn Jón I. Sigurðsson, hafnsögumaður, og Einar. Jóhannsson, skipstjóri á Lóðsinum, einnig skipstjórinn á togaranum og meginhluti skips- hafnar björgunarskipsins Al- berts. Fram kom í réttinum að tog- arinn hafði tekið niðri á grynn- ingum er nefnast Breki, norðan við Bjarnarey. Á grynningum þessum er 7 m dýpi á stórstraums fjöru. Sýnir þetta hve mikið brimið' hefur verið er togarina tók niðri. Við höggið brotnaði stýrið af skipinu, skrúfan laskaðist og leki kom að skipinu um gat, er mynd» aðist á stjórnborðssíðu vélar- rúms. Síðan rak skipið stjórnlaust vestur og norðvestur með Faxa- skeri, en það mun aldrei hafa snert skerið. í dag kl. 3 síðdegis var byrjað að losa aflann úr togaranum, sem er 90—100 lestir fisks er verð- ur lagður upp í fiskvinnsiustöðv- ar hér. Enn er ekkert ákveðið um við- gerð á skipinu, en fulltrúi út- gerðarinnar er á leið hingað til lands með flugvél og væntan- legur til Reykjavíkur á morgun. Bólusetning Selfossi 1. marz. í gær og í dag voru. allir starfa menn Mjólkurbús Flóamanna bólusettir gegn Asíuinflúenzunni. Bændur héðan úr nágrenninu hafa einnig streymt hingað til læknis í bólusetningu, því víðast hvar er ekki það mikill mannafli ef veikindi ber að höndum, að hægt Sé að anna bústörfum. j Slysið á v Fagradal I»essa mynd tók Ari Björns son á Egilsstöðum af flaki bílsins, sem fór út af veginum á Fagradal og lenti niðri í gljúfri eftir um 70 m fall. Örin á myndinni bendir á flak bílsins. Bifreiðaeftirlitsmaður hefir skoðað flakið og komizt að raun um að ekkert var að stýrisbúnaði hans. Hins vegar er tali að hlíf utan um stýris- hjólið hafi verið laus á stýr- inu og hafi það valdið þvi að maðurinn- missti stjórn á bíln um. Þýzki togarinn lenti ekki á Faxaskeri Ákvæðisvirma i Iðju Björn Bjarnason afsalaði samningsréttinum KOMMÚNISTAR hafa grip Bjarnason og ber nú fram ið tiil þeirra<r furðuilegtu ó- lísta kommúnista í félag- svífni í sambandi við stjóm- inu- 12. gr. Ákvæðisvinna er því aðeins heimil, að aðiljar samnings þessa hafi samþykkt taxta þá, sem ákvæð- t,isvinnan skal unnin eftir. / arkosningar í Iðju að ásaka I stjórn félagsins fyrir- van- i rækslu varðandi ákvæðis- vinnutaxta félagsins. Segja þeir, að stjórnin fýlgist ekki með framkvæmd ákvæðis- vinnunnar og þess vegna séu taxtarnir miklu lægri en vera , ætti. Hafa þeir reynt að gera þessa gagnrýni að höfuðmáii j kosningann-a og kom það glöggt fram á Iðjufundinum í fyrrakvöld og í I>jóðviljan- um í gær. Sannleikurinn er sá, að samkvæmt samningum lief ur Iðja ekki rétt \il að semja um einstaka ákvæð- isvinnutaxta. En það sem er merkilegast í þessu sam- bandi er það, að Iðja hafði eitt sinn þennan rétt, en afsalaði sér honum í samn- ingum við iðnrekendur. j Sá, sem undirritaði þá samninga og var þá for- maður Iðju, heitir Björn Hér fyrir ofan er ljósmynd úr samningum Iðju, sem sýnir samningsákvæðið, er veitti Iðju óskoraðan rétt til að banna þá ákvæðisvinnu, sem félagið hafði ekki samþykkt. íætta ákvæði lét Björn Bjarna son fella burt úr kjarasamn- ingi Iðju á síðustu stjórnar- árum sínum í félaginu. Undir forystu núverandi stjórnar hefur Iðja gengið lengst í því allra stéttarfélaga ófaglærðs fólks að berjast fyr ir skipulagðri á.kvæðisvinnu og starfsmati. Forystumenn og starfsmenn félagsins hafa sér staklega kynnt sér þessi mál og sótt námskeið um þau. í samningum hefur það verið ein helzta krafa félagsins að fá aftur þann rétt, sem Björu Bjarnason afsalaði. Það er aum fyrsta gangan hjá hinum nýju frambjóðend um kommúnista að lenda í því að skamma Guðjón Sigurðs- -son fyrir eitt af venri óhappa- verkum þess manns, sem ber fram þeirra eigin lista. Fékk stein í höfuðið á siysstað á Fagradal EGILSSTÖÐUM, 1. febr. ÞAÐ sly>s vildi til í Skriðum á Fagra- dal í gærkvöldi að Guðmar Ra.gn arsson, bílstjóri á Sandi í Hjalta- staðaihreppi, slasaðist, er steinn félil í höfuð hans. í gærkvöldi fóiru þrír menh héð an frá Egilsstaðakauptúni, Guð- mar Ragnarsson, Hallgrímur Bergsson og Hreggviður Jóns- son, og hugðust þeir skoða slys- staðinn, þar sem bíllinn fór niö- ur í gljúfrið um daginn. í því bar að Kristján Sigurðs- son, kaupfélagsstjóra á Eski- firði, er ætlaði sér að taka mynd af bílflakinu fyrir dagblaðið Timann. Bað hann mennina að fara niður og taka fyrir sig mynd ina. Var þá farið að skyggja og mun klukkan hafa verið um sex. Voru þeir tregir til þess, því ekiki er girnilegt að fara þetta í hálfdimaniu, en létu þó til leiðast. Þeir fóru niðuir gilið með því að styðjast við kaðla eða bönd. Þegar þeir voru komnir niður, Framlh. á bls. 23. Kosninga- skrifstofan í Skáta- heimilinu KOSNINGASKRIFSTOFA B- listans er í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Skrifstofan er opin frá kl. 10 f.h. í dag til kl. 7 e.h. og frá kl. 10—10 á morgun, sunnudag. Símar skrifstofunnar eru: 17940, 17941 og 17942. Sjálfboðaliðar, sem vllja vinna að kosingu B-listans eru hvattir til að koma á kosninga skrifstofuna í Skátaheimilinu, því að nóg er að starfa. Guðmundur Steinn Ingi Jóna Ingibjörg Guðjón Ingimundur B.-listinn í Iðju B-LISTINN í Iðjukosningunum er skipaður eftirtöldum mönn- um: Aðalstjórn. Formaður: Guðjón Sv. Sigurðs- son, Hörpu; varaform.: Ingimund ur Erlendsson, Iðju; ritari: Jón Björnsson, Vífilfelli; gjaldkeri: Ingibjörg Arnórsdóttir, Svanur. Meðstjórnendur: Jónina Magnús- dóttir, Andrés; Guðmundur Jóns son, Nýja skóverksm.; Steinn 1. Jóhannesson, Kassagerð Reykja- víkur. Varastjórn. Runólfur Pétursson, ísaga; Klara Georgsdóttir, Borgarþvotta húsið; Ingólfur Jónsson, O. J. Kaaber. End urskoðandi. Eyjólfur Daviðsson, Andrés. Varaendurskoðandi. Jón Einarsson, Nýja skóverksm, Kosið verður í skrifstofu Iðju, Skipholti 19 (Röðulshúsinu) laug ardaginn kl. 10—7 og sunnudag- inn kl. 10—10. Iðjufólk er hvatt til að kjósa snemma. Munið, að B-listinn er listi nú verandi stjórnar, sem fært hefur féiagsmönnum hverja kjarabót- ina á fætur annarri — ÁN VERK FALLA. — Hrindum árás sundr ungaraflanna. Kjósum B-LISTANN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.