Morgunblaðið - 03.03.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. marz 1963 ELZTA BJÚRGUNARFÉLAG í HEIM1130 ÁRA í DAG á elzta björgunarfélag í heimi, Em. Z. Svitzer björg- unarféjlagið, 130 ára afmælL Félagið var stofnað í Kaup- mannahöfn 3. marz 1833. Morgunblaðið sneri sér til skömmu til Ársæls Jónasson- ar, kafara, sem lengi starfaði bjá félaginu sem yfirkafari. Starfssvið Em. Z. Svitzer hefur ekki aðeins verið Norð- urlönd, heldur og Miðjarðar- haf, Rauðahaf og allt Austur tii Hong Kong, þar sem stærsta björgunarskip félags- ins Protector hafði lengi bæki stöð sína. Emil Zeuten Svitzer var prestssonur fæddur árið 1805 í Rerslef á Sjálandi. Hann vatr sendur til Kaupmanna- hafnar þegar hann var 14 ára til þess að læra verzlun. 19 ára réði Svitzer 'sig til þekkts kaupmanns, Jacobs Holm í Ohristianshavn í Kaupmanna höfn, en fimm árum síðar fékk hann borgarabréf sem heild- sali og tók þá að sér fyrir- tæki H.E. Lange, sem hann stjórnaði frá árinu 1830. 1833 réði hann til sín mjög þekkt- an stýrimann, H.C. Larsen, sem stofnar með honum björg unarfélagið. Fyrstu eignir fyrirtækisins voru að sjálfsögðu seglskip. Dælur voru handdrifnar og lytftitækin talíur að þeirwa tíma sjómannssið og handafl notað til alls. Björgunarstörf voru hjartans mál félagsins og fylgdust þeir mjög vel með öllum nýjungum, sem að gagni mættu koma . Fyrstu vélknúnu tækin voru gufu- dælur. Árið 1837 fann Ágúst Siebe upp kafarabúninginn og fimm árum síðar fékk Svitzer sér öll fullkomnustu kafaraáihöld, sem þá voru til, en allt björgunarstarf byggð- ist meira eða minna á kafara- vinnu og véldælum. Etatsrád Em. Z. Svitzer Athafnasvæði björgunarfé- lagsins var til að byrja með dönsku sundin, en þau voru þá ólagfærð og grynningarnar etoki merktar á nein kort, svo otft varð björgunar þörf á þeirri fjölförnu sjóleið. Brátt Sjs. Colombo frá Genúa, sem strandaði við Planiervitann 10 míl- nr utan við Marseille. Freyja, skip Svitzers, bjargaði Colombo 12, júní 1931 og tók Arsæll Jónsson þátt í því starfi. kom að því, að fyrirtækið færði út kvíarnar, keypti fleiri skip til björgunar á Stóra-Belti og við hina löngu og hættulegu strönd Vestur- Jótlands. Þannig var stofnað til björgunarstöðvar í Korsör og í Frederiikshavn. Síðar voru slíkar stöðvar stofnaðar einnig í Tyborön og í Esbjeng. í björg unarstarfseminni var mjög mikilsvert að hafa bækistöðv- ar á sem flestum stöðum, því á mestu reið að koma sem fyrst á strandstaðinn. Þess má geta, að þá voru póstferð- ir til og frá Kaupmannahöfn aðeins vikulegar. Einnig var nauðsyöiegt fyrir björgunar- félagið að koma á fót upplýs- ingaþjónustu og umboðs- mönnum. Með árunum 6x fyrirtækið úr grasi og margir dugmiklir menn eins og t.d. Frederik Stage tengdust starfseminni, sem þá var orðin nauðsynleg- ur liður í verzlun og sam- göngum á sjó. Eftir því sem skipin stækk uðu og gufuvélar ruddu sér almennt til rúms efldist á- huginn og þörfin á að endur- nýja og bæta björgunarflot- ann og tæki háns. Á árunum 1870 stóð athafna lífið í Kaupmannahöfn í miM um blóma og var þá skiln- inguf slíkur á starfsemi björg unarfélags Svitzen, að árið 1872 var það gert að hluta- félagi, sem margir stó'ðu að. Hinn kunni bankastjóri Pri- vatbanken í Kaupmannahöfn, C.F. Tietgen var fyrsti stjórn- arformaður hlutafélagsins, en Svitzer varð forstjóri og fékk hann í laun 2% af brúttótekj- unum sem þá voru 4000 ríkis dalir. Strax eftir stofnun hluta- félagsins undir formennsku Tietgens var samið um bygg- ingu fleiri björgunarskipa h’já Burmeister & Wain, og ekk- ert til sparað að gera þau sem bezt úr garði. Hið stóra björgunarskip, Kattegat, var byggt 1872, Drogden, 1873, og Fredrilkshavn 1875. Félagið hélt átfram að færa út kvíarn- ar og árið 1884 er björgunar- skipið Em. Z. Svitzer, sem ætlað var til björgunarstarfa erlendis, byggt. Árið 1881 var mikilhæfur liðsÆoringi Otto Heckscher úr danska sjóhernum ráðinn til félagsins, en hann hafði kynnt sér og starfað við félagið í átta ár. Var honum falin stjórn björgunarskipsins Em. Z. Svitz er með fasta bækistöð í Mar- seille. Fékk hann brátt mik- ilvæg. verkefni,'bæði við suð- lirströnd Frakklands og víðs- vegar um Miðjarðarhafið og var það upphafið að hinni miklu útþennslu félagsins . í Miðjarðarhafi og alla leið til Hong Kong, og var þá hafizt handa um að byggja skip, sem síðan voru send til bækistöðva Stórviðburður í Skagafirði Björgunarskipið Geir, sem hér var á árunum 1909 til 1925. í Lissabon, Gibraltar, Kon- stantínopel, Súez, Aden og Hong Kong. Var þá svo komið að björgunarstarfið á þessum aðalsiglingaleiðum var svo að segja alveg í höndum félags- ins, og litu ýmsir í nágranna- löndunum Svitzerfélagið nokkru öfundarauga. Var haft á orði hvort Danir væru að koma á nýjum Eyrarsunds- tolli. Brátt toom að því að Svíar, Norðmenn og Þjóðverj ar létu tiíl sín taka á þessu sviði í samikeppni við Svitzer, sem kaus þann mótleik að fara samningaleiðina og kom hann á fót þeim samningsgrund- velli, sem enn stendur. ★ Hin víðtæka starfsemi Svitz erfélagsins stendur enn með miklum blóma og er þess skemmst að minnast björgun- ar félagsins á sokknum skip- um í Súezskurðinum. Frá því að gufuskipin voru tekin í notkun og hin víðtæka utan ríkisstarfsemi félagsins hófst, hefur stjórn fyrirtækisins aðallega hvílt á herðum Otto Hectosdher, C.F. Silfverbeng og Hector Kiær. Núverandi forstjórar félagsins eru Godt Bengtsen og Svend Fage-Pet- ersen og núverandi stjórnar- formaður er kommandör dir- ektör Rostock-Jensen. Geta má þess, að íslend- ingar hafa notið góðs af starf semi félagsins, enda hefur það frá byrjun haft skip við vest- ur- og norðurströnd Noregs, og eftir aldamótin setti fyrir- tækið á stofn fyrstu bækistöð- ina hér á íslandi, en það var ekki fyrr en eftir 1905 að björgunarskipið Svava var sent hingað. Þá voru sam- göngur við fsland mjög strjál ar og varð að hafa allan hugsanlegan útbúnað um borð í Svövu frá Kaupmanna- höfn, smátt jafnt sem stórt, þvi að hér var ekkert að fá. Þess vegna réðist félagið í byggingu fullkomins björgunarskips með öllum ný- tízku tækjum, sem þá var völ á, og má geta þess að fyrstu þrýstilofsverkfæri, sem til ís- lands komu, voru um borð 1 því. Skipið hlaut nafnið Geir eftir fyrsta þilskiptútgerðar- manni á íslandi, Geir Zoega. Geir bjargaði hér mörgum skipum og aðstoðaði marga báta. Sérstaklega má minnast á Vestmannaeyjabátinn, sem kominn var í brimgarðinn við austurströnd fslands, þar sem Geir bjargaði áhöfn frá bráð- um dáuða og bátnum frá votri vistarveru á hafsbotni. Á seinni árum hefur tala kafara í þjónustu björgunarfé- lagsins að staðaldri verið milli 20 og 30 og hafa í þeirra hópi verið þrír íslendingar. Þeir hafa allir orðið yfirkaf- arar. Þessir menn eru: Sigurð- ur Sigurgeirsson frá ísafirði, sem réðst til félagsins um 1880, Þórður Stefánsson, síðar yfirverkstjóri í slippfélaginu í Reykjavík, og Ársæll Jónas- son. Þessu merka björgunar- félagi hefur vegnað mjög vel öll þessi ár og óskum við því til hamingju með daginn. Laugardaginn 23. febrúar varð Jón Björnsson bóndi, söngstjóri og tónskáld á Hafsteinsstöðum í Skagafirði 60 ára. Þennan dag var margmennt í 'Biíröst á Sauð- árkróki þar sem karlakórinn Heimir bauð Skagfirðingum til veglegs fagnaðar í tilefni afmæl is söngstjóra síns og 35 ára af- mælis söngfélags þeirra. Heimis. Sr. Gunnar Gíslason, formaður kórsins, stjórnaði hófi þessu af skörungsskap. Hann bauð utan- héraðsmenn sérstaklega vel- komna, þá Hermann Stefánsson, formann Geysis á Akureyri, Ás- kel Jónsson söngstjóra á Akur- eyri, Xngólf Ástmarsson biskups- ritara, stjórnanda og stjórn Karlakórs Bólstaðahlíðar og þá einnig allan þann mitola mann- fjölda, sem þarna var saman kominn. Halldór Benediktsson á Fjalli rakti þá sögu karlakórsins Heim- is þessa óskabarns Skagfirði.iga. Það má segja að kórinn sé arf- taki Bændakórsins Skagfirzka, sem var landskunnur á sínum tíma. Heimir var stofnaður að Húsabakka 28. desember 1928 af 10 mönnum og eru ennþá starf- andi í kórnum 4 af stofnendum, þeir Jón Björnsson söngstjóri, Halldór Benediktsson Fjalli. Björn á Krithóli og Björn í Reykjahlíð. Voru þessir menn heiðraðir við þetta tækifæri með gjöfum frá kórnum. Fyrsti söng- stjóri kórsins var Gísli Magnús- son frá Frostastöðum og^síðan stuttan tíma Pétur Sigurðsson Sauðárkróki, en 1929 tók Jón Björnsson við stjórn hans Og hef- ir æ síðan leyst þetta mikla starf af hendi. Getur enginn, sem ekki þekkir til ímyndað sér hve mikið starf hann hefir lagt fram við raddæfingar, samæfingar og annað, er kórinn þurfti, til að verða það sem hann er nú. Vit- anlega hefir gengið á ýmsu fyrir þeim, félagarnir komizt niður í 12, en eru nú nær 40 með úrvals röddum, og sagði fróður ræðu- maður í þessu hófi að líklega hefði enginn kór á landinu eins marga einsöngvara og Heimir. Heimir er búinn að veita mörg- um ánægjustund því að um 140 opinbera konserta hefir hann háldið. Um 140 söngmenn eru búnir að starfa í kórnum, mest bændur og búaliðar, og eru nú starfandi í kórnum menn á öll- um aldri Utan frá Vík í Staðar- sveit og fram að Hofi í Vestur- dal, sem er um 60 km leið. Það er líka táknrænt um sönghæfni Skagfirðinga að þændur skuli geta haldið upp um 80 manna karlakórum og svo munu vera að auki 6 blandaðir kórar (kirkjukórar). / Eins og gefur að skilja vap mikið sungið á þessu afmælis- hófi bæði af Heimi, sem söng fjölda af lögum sem þökkuð voru með dynjandi lófaklappi áheyrenda. Þarna kom einnig fram tvöfaldur kvartett, sexa söng nokkúr lög með ágætum. Kaffi var drukkið samhliða söng og ræðum og mátti því segja a3 gestir fengju þarna bæði andlega og líkamlega saðníngu. Nokkup lög voru einnig sungin af öllum viðstöddum og vantaði þar ekkj söngstjórn því að 5 söngstjóra* voru þarna mættir, sem stjórn* uðu þessum ailmenna söng til skiptis. Framhald á bls. 1T. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.