Morgunblaðið - 03.03.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1963, Blaðsíða 2
2 M ORCinS BL AÐÍÐ Sunnudagur 3. marz 1963 SR GÍSLI BRYNJÓLFSSON: BU ER LANDSTÖLPI Rafvæðing sveitanna FYRLR örfáum árum var gamall bóndi á afskekktu byggðarlagi staddur á samkomu, sem haldin var til að gleðja börn sveitar- innar. Þetta var um jólaleytið — í svartasta skaimmdeginu. Rafljós in loguðu glatt og böðuðu allan samkomusalinn í Ijósu skini birtu sinnar. Svo fór gamli bónd inn að tala .við börnin. „Vitið þið það, kæru börn, að þegar ég var að alast upp, var ekkert ljóstæki til heima nema lýsis- lampi“. Þetta er ótrúlegt en satt. Það er ekki nema einn mannsaldur síðan, að til voru þeir bærir á ís- landi, þar sem kolan var ein um að lýsa upp myrkur skammdegis- ins. — En nú fer að nálgast sá trmi, að raforkan, með ljósið og ylinn og þægindin, verður kom- in á hvert byggt ból á íslandi. Þess vegM er það svo satt, sem haft er eftir Eggert Stefánssyni: Við, sem nú erum uPpi, höfum lifað í þúsund ár. E. t. v. hefur þessi 5ra þróun hvergi komið betur eða skýrar fram en í raforkumálunum. Það er ekkert langt síðan andstæðing- ar Sjálfstæðismanna töldu raf- væðingu landsins „glórulausa vit- leysu“. Það eru ekki nema tveir áratugir síðan að sett voru lög um rafveitur ríkisins og raforku- málasjóð og það var ekki fyrr en á valda-árum Sjálfstæðis- manna í Nýsköpunarstjórnni, sem sú löggjöf var sett um þetta efni, sem síðan hefur verið unnið eftir á markvissan og skipulegan hátt. Raforkumálafrumvarpið var flutt af fulltrúum stjórnarflokk- anna í iðnaðarnefnd N. d., en fulltrúi Framsóknar vildi ekki flytja frumvarpið með þeim. Þá rar nú ekki meiri áhugi fyrir raf- væðingu sveitanna í þeim her- búðum. Siðan þessi lög voru sett, hefur rafvæðingunni miðað vel áfram. Skal hér gefið yfi'rlit um fjölda þeirra sveitabæja, sem fengið hafa rafmagn siðustu sex árin. Árið 1057 148 býli — 1958 143 — — 1959 139 — — 1960 216 — — 1961 218 — — 1962 237 — Þetta stutta yfirlit sýnir að mun betur hefur gengið að raf- væða sveitirnar síðustu 3 árin en áður, eða að meðaltali: eins og hér segir 1957—1959 143 býli á ári 1960—1961 224 býli á ári Þá má geta þess að nú um síð- ustu áramót voru nýjar raflín- ur í byggingu í sex sýslum í öllum landsfjórðungum. Eftir þessum línum verður leitt rafmagn á 160 bæi og ætlunin að því verði lokið á þessu ári og fleiri framkvæmdir hafnar. En þótt vel hafi miðað I raf- orkumálunum síðustu árin munu yfir 2000 býli í landinu enn vera raífmagnslaus. Það mega ekki líða mörg ár án þess að orku- þörf þeirra verður fullnægt. Óvíst er að kleift verði, kostn- aðar vegna, að tengja þau öll við héraðssveitir. Þau sem ekki eru það vel sett, verða að fá öflugan stuðning og góða fyrirgreiðslu þess opinbera til að afia sér raf- orkunnar með öðrum ráðum, mótor-rafstöðvum eða litlum vatnsaflsstöðvum, eftir því sem aðstæður leyfa á hverjum stað. Því að það er eins víst og tveir og tveir eru fjórir, að öll sú byggð, sem ekki á þess kost að fá rafmagn í náinni framtíð mun verða yfirgefin hversu góðir iandikostir og mikil hlunnindi, sem þar eru að öðru leytL Síldariðnaður á Vestfjörðum ÞRÍR Vestfjarðarþingmenn, Sig urður Bjarnason, Kjartan J. Jó- hannsson og Birgir Finnsson hafa lagt fram fyrirspurn til Sjávarútvegsmálaráðherra á Al- þingi um síldariðnað á Vestfjörð um. Er hún svohljóðandL 1. Hvað líður þeirri athugun ú starfrækslumöguleikum síldar Kirkjuvika í Lága fellskirkju KIRKJUVIKA er haldin nú í Lágafellskirkju. Hefst hún í dag með æskulýðsmessu kl. 14. Prest ur er séra Bjarni Sigurðsson. í upiphafi flytur Lilja Gísladóttir bæn í kórdyrum, en síðan er víxllestur prests og safnaðar úr 110. sálmi Davíðs. Pistilinn les Guðmundur Eiríksson og guð- spjallið Arnþrúður Guðmunds- dóttir. Á mánudag flytur Sigursteinn Pálsson ávarp, ræður séra Jón Auðuns, dómprófastur, og séra Emil Björnsson, Kristinn Haills- son syngur einsöng og ungfrú Averil Williams og Páll Kr. Póls son leika saman á flautu og orgel. Hjalti Þórðarson leikur út göngulag. Á þriðjudag halda ræður Jóna Hansen, kennari, og Haukur Þórðarson, læknir. Svala Nilsen syngur einsöng, og karlakór syng ur undir stjðrn Odds Andrés- *onar. A miðvikudag prédikar frú Auður Eir Vilhjálmsdóttir. verksmiðjanna á Ingólfsfirðl og Djúpavík, sem ákveðið var að framkvæmd skyldi með þmgs ályktunartillögu, sem samþykkt var á Alþingi 27. maí 1960? 2. Hefur verið athugað, hvar annars staðar á Vestfjörðum sé heppilegast að koma upp síldar verksmiðjum og feitfisksbræðsl um, eins og einnig var gert ráð fyrir fyrrgreindri þingsálykt unartillögu? ÞESSI mynd er frá Reykja- nesi við ísafjarðardjúp. Þar var á s.i. sumri byggð ný heimavist fyrir héraðsskól- ann. Hefur hún verið tekin í notkun. Þessi bygging er einn þriðji hluti þeirra bygg- inga, sem áformað er að rísi við héraðsskólann í Reykja- nesi á næstunm. Á komandi sumri verða sennilega byggð- ar kennaraíbúðir, sem verða áfastar við hina nýjjg heima- vist. héraðsskólanum eru nú nær 80 nemendur eða eins margir og rúm er fyrir. Hef- ur verið mjög mikil aðsókn að skólanum undanfarin ár og jafnan orðið að neita fjölda unglinga um skólavist. áhugi á hafnargerð Fundur Sjólfstæðisfélaganna d Eyrar- bakka og Stokkseyri SUNNUD. 24. febrúar héldu sjálf- tillögu um 26 millj. kr. lántöku- stæðisfélögin á Eyrarbakka og Stokkseyri sameiginlegan fund á Eyrarbakka. Var fundurinn ágætlega sóttur úr báðum kaup- túnunum og nærsveitum. Þar fluttu ræður: Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra, Sig. Ó. Ólafsson alþingismaður, Sigfús Johnsen, Vestm., Steinþór Gestsson, bóndi á Hæli, en af heimamönnum töluðu Óskar Magnússon kennari, Ólafur Guðjónsson verkstjóri, Árni Helgason formaður og Sigurður Guðjónsson skipstjórL Snerust umræðurnar eðlilega mjög um mesta hagsmunamál þessara trveggja verstöðva: aðstöð una til sjósóknar með tilliti til þeirra aðstæðna, sem skapast munu við tilkomu góðrar hafn- ar I nágrenninu, sem nú erunn- ið að af kappi í Þorlákshöfn og ætlað er að ljúka muni á næsta ári. Ingólfur Jónsson ráðherra reifaði málið, kvað sjálfstæðis- menn hafa fullan skilning á þvi, að eðlileg atvinnuuppbygging verði tryggð á báðum þessusm stöð um. Ýmsir hefðu áður vilja leysa þennan vanda með brúargerð í ÓseyrarnesL en við það yrði vega lengdin til hafnarinnar úr þorp- unum 13 og 18 km. Ljóst væri, að það gæti skapað erfiða sam- keppnisaðstöðu, svo að hætta yrði á, að útgerðin drægist smám saman til Þorlákshafnar. En á þennan hátt vildu 3 þingmenn stjórnarandstöðunnar leysa vand- ann og fluttu því á þessu þingi heimild til brúargerðarinnar, enda þótt engar rannsóknir eða áætlanir hefðu verið gerðar og vitað væri, að brúin yrði mjög kostnaðarsamt fyrirtækL En nú væri hinsvegar uppi mikill áhugi í báðum þessum ver stöðvum fyrir hafnargerðum og bentu lauslegar áætlanir til þess, að þar megi gera góðar fiskihafnir fyrir aðeins brot af því, sem brú í Óseyramesi myndi kosta. Kvaðst ráðherra vilja taka það fram, að hann væri alls ekki mótfallinn brúnni, hún hluti að koma, þegar þörfin kallaði að, en það hlyti að vera miklu meiri fengur fyrir þessar verstöðvar að fá byggðar hafnir heima fyrir heldur en brú til þess að stunda útgerð í 13 og 18 km fjarlægð. Kvaðst ráðherra hafa gert ráðstafanir til þess að þegar í sumar verði gerðar undir stöðurannsóknir og kostnaðar- áætlanir, bæði um brúargerð í Óseyrarnesi og hafnarbætur á Eyrarbakka og Stokkseyri. Síðan flutti Óskar Magnússon kennari yfirlitsræðu um hafnar- málið. Á Eyrarbakka væri hið ákjósanlegasta hafnarstæði: hin foma stórskipalega, hreint lón 500 metra langt, allt að 200 n» breitt og 3—5 m djúpt um stór- straumsfjöru. Til hafsins vært það varið samfelldum skerja- klassa, sem kæmi allur uppúr £ fjöru og væri ákjósanleg undir- staða fyrir hafnargarð, sem tækt við öldugjálfrinu, sem féili með háum sjó marbrotið og kraftlaust inn 1 lónið, en gerði ókyrrð við bryggjuna. Þama fengist öruggt bátalægi fyrir 3svar sinnum fleiri báta en í hinni fyrirhuguðu báta- kví í Þorlákshöfn. Síðan þyrftl að hreinsa annaðhvort sundið með sprengingum, en það er talið auðvelt með þeim tækjum, sen» nú eru fyrir hendi. Til þess að fullgera þetta verk þyrfti í hæstai lagi 5—10 millj. króna, sem værf mjög lítil upphæð miðað við hið mikla notagildi þess fyrir útveg plássins og héraðið í heild. Að loknum þessum framsögu* æðum kvöddu heimamenn sér hljóðs, beindu mörgum fyrir- spurnum til ráðherra, sem gaf greið svör, bæði uim landbúnaðar- og landhelgismáL Tjáðu heima- menn ánægju sína með þann lofs- verða áhuga, sem boðendur fund arins og ræðumenn hefðu sýnl hafnarmálum Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Var það mál þeirra, sem fundinn sóttu, að hann hefði tekizt mjög vel og markaði tímamót í viöhorfi manna. til útgerðarinnar í báðuna þessum verstöðvum. Stjórn V-Þýzholonds vísnr sovézk- nm sendiróðsmnnni úr Inndi , AM /5 hnútar SV 50 trnútar H Snjóiama • únmm V Shjrir K Þrumur ws KuUoM Zs'-HitaM HiHml LVLma* VESTUR-ÞÝZKA fréttastofan DPA skyrði frá því í morgun, að einum starfsmanna sovézka sendiráðsins í Bonn hefði verið vísað úr landi. Sagði fréttastof- an, að vestur-þýzka stjórnin hefði farið þess á leit við sovézka sendiráðið einhvem síðustu daga, að einn starfsmanna þess hyrfi á brott frá landinu innan 48 klst. Fréttastofan segir, að sendiráð Sovétríkjanna hafi orðið við kröfu stjómar V.-Þýzkalands. Fréttastofan ber áreiðanlegar heimildir fyrir frétt þessari, en hvorki sendiráð Sovétríkjanna né stjórn VesturÞýzkalands hafa staðfest hana. Ekki er skýrt frá nafni sendi- ráðsmannsins, en sagt, að hann hafi skýrt frá því við brott- förina frá Vestur-Þýzkalandi, aS honum væri vel kunnugt una ástæðuna til brottvísunarinnar,. UM hádegi í gær var SA- hvassviðri, rigning og 8 st hiti suðvestan lands, en hæg sunnanátt, bjart veður og 5 st. hiti norðan lands. Um 1000 km suðvestur af Reykjanesi er mjög djúp lægð, sem þok- ast norður eftir. Er því útiit fyrir suðlæga átt og þíðviðri um helgina. Enn er talsvert frost á meginlandinu, 10 st í Osló og 6 í Kaupmannahötn. Keflavík SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ Sókn í Keflavík heldur aðalfund sinn mánudaginn 4. marz kl. 9 síðdegis. Að loknum aðalfundarstörfum verður kaffidryltkja og bingó spilað. Góð verðiaun verða veitt. Brú brotnar undan bíl KIRK J UBÆ J ARKL AUSTRI, X marz. — Þegar mjólkurbíllint* frá Vík, bílstjóri Björn Sigur- jonsson, var að koma austur f morgun, brotnaði undan honun* brú utarlega í EldhraunL Var mikil mildi, að ekki varð slys a£ því að dýpið við brúna er þrír til fjórir metrar og Ðugvatn I læknum. Sökum þess, hvo ferð- in var mikil á bílnum, slapp hann yfir um leið og brúin brotn aði. Ekki verður hægt að geraí við skemmdirnar, fyrr en vatnifl sjatnar, og er umferðin því urn Meðalland, Almennum bænda- fundi, sem halda átti hér & Klaustri í kvöld, hefur verið frestað til næsta laugardags. , ■. — G. Br.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.