Morgunblaðið - 08.03.1963, Page 2
2
MORCVISBL 4 Ð1B
Föstudagur 8. marz 1963
Ráðstefna SUS
um íbúða-
byggingar
UM helgina efnir Samband
angra Sjálfstæðismanna til
ráðstefnu um íbúðabyggingar.
Ráðstefnan verður hatdin í
Sjálfstæðishúsinu við Borgar-
holtsbraut í Kópavogi. \
Dagskrá ráðstefnunnar verð
ur sem hér segir:
LAUGARDAGUR 9. MARZ
Kl. 14.30 Ráðstefnan sett:
I»ór Vilhjálmsson,
form. S.U.S.
Xvö erindi um hús-
næðismálin, hús-
næðisþörf og fjár-
öflun.
Ræðumenn: Jóhann
Hafstein, alþingis-
maður og Þorvald-
ur Garðar Kristjáns
son, framkvæmda-
stjóri.
Uœræður.
SUNNUDAGUR 10. MARZ
Kl. 14.30 Erindi: I.ækkun
byggingarkostnaðar
Gísli Halldórsson,
arkitekt.
Erindi: Byggingar-
listin og ibúðarhús:
Manfreð Vilhjálms-
son, arkitekt.
Umræður.
Á sunnudag verður farið i
sérstaka kynnisferð.
Þdtttaka er heimil öllum
ungum Sjálfstæðismönnum.
Farið verður í almennings-
vagni frá Valhöll, Suðurgötu
39 kl. 14.15 báða dagana.
Góður afli
Akranesi, 7. marz.
HÉR lönduðu 16 bátar í gær.
Aflahæstur á netum var Keylir
með 20,5 tonn. Aflahæstur i
þorskanót var iíaraldur með 19,3
tonn og sá aflahæsti á línu hafði
5 tonn. — Oddur, .
Stjórn Búnaðarfélags íslands, búnaðarþingsfulltrúar og starfsmenn þingsins. Myndin tekm nu a þessu bunaðarþwgi.
1. röð (sitjandi): Jón Sigurðsson, Gunnar Þórðarson, HaUdór Pálsson, búnaðarmálastjóri, Þorsteinn Sigurðsson, form. B.f.,
Pétur Ottesen, Benedikt Grímsson og Gunnar Guðbjartsson.
2. röð: Þorsteinn Sigfússon, Egill Jónsson, Einar Ólafsson, Ingimundur Ásgeirsson, Jóhannes Davíðsson, Helgi Simonarson,
Sigmundur Sigurðfson, Sigurður Snorrason, Gisli Magnússon og Klemenz Kristjánsson.
3. röð: Bjarni Bjarnason, Ásgeir Bjarnason, Jón Gíslason, Sigurjón Sigurðsson, Bjarni Ó. Frímannsson, Ketill Guðjónsson
og Kristinn Guðmundsson.
4. röð: Ásgeir I.. Jónsson, skrifstofustjóri, Teitur Björnsson, Þórarinn Kristjánsson, Sveinn Jónsson, Össur Guðbjartsson og
Ragnar Ásgeirssan, þingskrifari. (Ljósm.: Gunnar Rúnar).
Búnaðarbingi slitið
BÚNAÐARÞINGI var slitið í
fyrradag. Fyrir þingið komu 38
mál, eitt var dregið til baka og
eitt náði ekki afgreiðslu og voru
því alls afgreidd 36 mál frá þing
inu. Þingið sat 26 daga og hélt
23 fundL
I stjórn voru endurkjörnir þeir
Þorsteinn Sigurðsson, formaður,
Pétur Ottesen og Gunnar Þórð-
arson og í varastjórn eiga sæti
Kristján Karlsson, Einar Ólafs-
son og Ásgeir Bjarnason. Endur
skoðandi var kjörinn Gunnar
Guðbjartsson og í húsbyggingar
nefnd Búnaðarfélags íslands Ólaf
ur Björnsson. í vélanefnd ríkis-
ins var kjörinn Björn Bjarnason
og í útvarpsfræðslunefnd Agn-
ar Guðnason og Jóhannes Eiríks
son.
Kvöldvaka
Hraunprýðis
HAFNARFIRÐI — Á sunnudag-
inn kemur heldur Slysavarna-
deildin Hraunprýði sína árlegu
kvöldvöku í Bæjarbíói og hefst
hún kl. 8,30. Eins og jafnan áður
verður vel til hennar vandað, og
má til dæmis nefna eftirfarandi
atriði:
Söngur, leikþáttur, skrautsýn-
ing, listdans, tízkusýning, Ómar
Ragnarsson, hljóðfærasláttur og
Bersi Ólafsson talar írm huldu-
fólk.
Síðasta verkefni
LR á vetrinum
„Eðlisfrœðingarnír" frumsýndir á sunnud.
Á SUNNUDAG verður í Iðnó
frumsýnt síðasta verkefni Leikfé-
lags Reykjavíkur á þessu leikári,
„Eðlisfræðmgarnir“, eftir Sviss-
lendinginn Friedrich Diirrenmatt.
Það var samið í fyrra, og á þess-
um vetri taka um 40 leikhús í
Evrópu það til sýningar. T. d.
var það frumsýnt í Aldwich leik-
húsinu í London fyrir um það
bil mánuði.
Dúrrenmatt er fæddur í Sviss
árið 1921. Faðir hans var prestur
í Bern. Hann hefur saanið sjö
leikrit auk útvarpsleikrita og
leynilögreglusagna. Fyrsta leik-
ritið skrifaði hann 1947. „Eðlis-
fræðingarnir" eða „Die Physiker“
er nýjasta leikrit Durrenmatts.
Það var fyrst sýnt í Schauspiel-
haus í Zúrich 21. febrúar 1962, og
vakti geysilega athygli.
Lárus Pálsson hefur fengið
Jarögas víða notaö til iðnaðar
Mýrargas full dreift til nýtingar
FRÉTTIN t*m að mikið magn
af efninu metan hefði fund-
izt í lofti sem safnaðist undir
ís á Lagarfljóti fyriir skömrnu
hefur vakið spurningar um
hiugsanlegt nýtingargildi. Þeir
sem vit hafa á telja á þessu
stigi málsins ekki . tínvabært
að gera sér háar vonir, þar
eð ekkert er um þetta vitað.
En telija sjálfsagt að rannsaka
þetta fyrirbæri nánar.
Mbl. leitaði álits Baldurs
Líndals, efnaverkfræðings og
spurði um nobkun metans
annars staðar. Hann sagði að
ef um væri að ræða hreint
metan, þá væri einfaldlega
hægt að brenna því eins og
venjulegu gasi. Og ekki væri
útiliokað að þetta gæti verið
hreint gas.
Hann telur þó sennilegt að
þarna sé um að ræða mýrar-
gas, sem ekki er óalgengt í
vötnum hér, og myndast við
niðurbrot ll'firænna efna. Eng-
ir tseknilegir erfiðleikar eru
á að nota það til upphitunar,
en mýrargas mundi koma uipp
á tiltölulega stóru svæði og
því yrði svo erfitt að safna
því, að litlar líkur eru til að
það borgi sig. Þó gasið safn-
ist þannig undir ís, þá eru
þau skilyrði svo sjaldan fyrir
hendá að lítið gagn er að þvL
Öðru máli er að gegna um
venjulegt jarðgas, sem er að
stórum hluta metan, en get-
ur innihaldið fleiri kolvetni,
þvi eftir því er venjulega bor-
að. Enda er það notað í öðr-
um löndum og talið ódýrt til
upphitunar og iðnaðar.
Á sinn þátt í iðnvæðingv
Ítalíu.
Sums staðar erlendis hefuar
jarðgas og notkun þess orðið
til mikilis bagræðis. Má þair
nefna notkun ítala á þvL
Mussolini hafði fyrir heirns-
styrjöldina stofnað ríkisfyrir-
tæki til að leita að olíu og
jarðgasi á Ítalíu. í styrjöld-
inni fór þetta að mestu út
um þúfur, en eftir styrjöld-
ina tók Mattei olíukóngurinn
sem dó í haust og sem í fyrra-
sumar var hér við laxveiðar,
málið að sér, og fann nýjar
oliu og gaslindir á Ítalíu. En
jarðgas er þar notað til upp-
hitunar, sem orkugjafi til iðn-
aðar og jafnvel til að knýja
bíla. Fyirirtæki þetta heitir
Ente Nationale Idrocarburi.
leyfi frá Þjóðleikhúsinu, til þess
að setja leikritið á svið í Iðnó.
Leikendur eru alls 21, og eru það
fleiri en verið hafa á nokkurri
sýningu Leikfélagsins um árabiL
Með aðalhlutverkin fara Gísli
Halldórsson, Helgi Skúlason og
Guðmundur Pálsson, sem leika
eðlisfræðingana, Regína Þórðar-
dóttir, sem leikur geðveikra-
lækninn, og Þorsteinn Ö. Stephen
sen, lögregluforingjann. Leikur-
inn gerist allur á geðveikrahælL
Leikstjórinn skýrði fréttamönn
um svo frá í gær, að honum
væri það mikil ánægja að fá tæki
færi til að starfa enn einu sinni
í gamla Iðnó. Einnig kvað hann
sér það sérstakt gleðiefni, að Leik
félagið skuli taka til meðferðar
verk, sem nú er efst á baugi i
Evrópu og enn í deiglunni. Auk
þess væri hann mjög hrifinn al
verkinu, sem fjallaði um það, er
hver einasti maður í heiminum
í dag sé að velta fyrir sér, —
ábyrgð einstakra manna á mann-
kyninu í heild.
Lárus sagði að leíkritið væri
þó síður en svo þungmelt, í þvi
kæmi fyrir bæði farsi og tragedia,
en höfundurinn sjálfur nefnir
það gamanleik. Að lokum sagði
Lárus: — Sumir nútímahöfund-
er reyna að lýsa því, hvað mundi
ske, ef einn svokallaður ábyrgur
stjórnmálamaður styddi á einn
örlagaríkaan hnapp. Allir vita
það, — en hvað gerum við hin?
Dúrrenmatt er að mínu viti sá
eini höfundur, sem hefur spurt
og svarað þessari spurningu,
ekki með lausn, en þó þannig, að
menn geta setið í leikhúsi og velt
henni fyrir sér, án þess að láta
sér leiðast og vonandi með ár-
angri.
• Nilsson til Moskvu
Stokkhólmi, 7. marz (NTB).
SKÝRT hefur verið frá þvi
í Stokkhólmi, að utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, Thorsten Nil3
son fari til Sovétríkjanna i
opinbera heimsókn í maí n.k.