Morgunblaðið - 08.03.1963, Page 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 8. marz 1963
Þróunin er svo ör að allir
verða að fylgjast með
Xhorberg gerir við net
IJPPI Á lofti í ísbirninum úti
á Seltjarnarnesi er netagerðar-
verkstæði, þar sem 17 karlar
og konur vinna við að setja
upp net. Þarna ræður ríkjum
Thorberg Einarsson, netagerð
armeistari. Þær eru ekki fáar
síldarnæturnar, sem fluttar
eru splunkunýjar frá verk-
stæðinu og út í bátana, ekki
sízt nú þegar síldveiðar eru
stundaðar allan ársins hring.
Við litum því inn hjá Thor-
bergi um daginn og spjölluð
um við hann yfir kaffibolla í
notalegri tjörulykt í kaffistof
unni við hliðina á verkstæð-
inu.
Thorberg er nýkominn heim
úr ferðalagi til Ítalíu, þangað
sem hann fór ásamt þeim Pétri
Georgssyni, netagerðarnianni
á Akranesi og Þorsteini Bald
urssyni hjá fyrirtækinu Krist-
ján Gíslason, til að líta á vél
arnar, sem framleiða hnúta-
lausu netin í Carlo-Badinatti
verksmiðjunum í Milanó og fá
smávegis lagfæringar á þeim
netum, sem hingað eru keypt.
En fyrir um það bil ári fékk
Thorberg fyrstur manna
hnútalausa nót frá Mílanó. —
ítalir voru brautryðjendur
með þessar hnútalausu nætur,
segir hann, en nú eru allir aðr
ir að taka þær upp. Hér eru
nokkrir bátar þegar með
hnútalausu næturnar og reyn
ast þær vel það sem af er, þó
ekki sé enn komin næg
reynsla á þær.
•— Fenguð þið lagfært það
sem þið vilduð á Ítalíu?
— Já, við álítum að við höf
um fengið bætt úr því sem við
óskuðum. Þeir sögðu okkur í
verksmiðjunum þar, að ís-
lenzkir sjómenn væru ákaf-
lega kröfuharðir með gæði á
nótunum. Enda er það ekki
undarlegt að þeir setji kröf-
urnar hátt, þar sem þeir eru
svo duglegir, veiða í öllum
veðrum og oft í næturmyrkri.
— Við höfum heyrt að þú
sért alltaf með þeim fyrstu að
tíleinka þér allar nýjungar,
hafir m.a. sett upp fyrstu næl
onnótina.
— Það er bara af því ég
hefi samband við menn, sem
alltaf eru á undan, eins og Ing
var Vilhjálmsson. Og það er
rétt að ég setti upp fyrstu
nælonnótina fyrir hann árið
1947, því hann lagði fyrstur
í að reyna þessa nýjung. Þá
höfðu Norðmenn aðeins sett
upp eina nælonnót, en ég hafði
fréttir af því að þeir væru farn
ir nota þær í Seattle og Van-
couver. Það leizt ekki öllum
vel á þetta í fyrstu, en svo
komu flestir á eftir. Síðan kom
blökkin í notkun og næturnar
reyndust ekki nógu sterkar fyr
ir hana. Þá var dýrt fyrir skip
in að skipta yfir í sterkari næt
ur, rétt eftir að þau voru bú-
in að fá nýjar nælonnætur.
En þetta gengur svona. Þróun
in er svo ör, bátarnir alltaf
að stækka og stöðugt að koma
ný og fullkomnari tæki. Og
allir verða að fylgjast með.
Við eigum svo mikið af af-
bragðsskipstjórum, sem alltaf
eru á undan. Þá verða hinir að
koma á eftir, annars verða
þeir undir í samkeppninni.
Vantar leiðbeiningar.
— Þú hefur fylgzt með allri
þróuninni á síldveiðunum. —
Varstu ekki sjálfur á sjó áður?
— Jú, ég var há-
seti, stýrimaður og skip-
stjóri lengi. Byrjaði á síld-
veiði árið 1912, svo ég hefi
orðið vitni að allri þróuninni.
Mesta breytingin finnst mér
vera sú, að nú er hægt að
vinna í öllum veðrum og allan
sólarhringinn á bátunum. Þeg
ar ég byrjaði voru notaðar
bómullarnætur, 90 faðmar á
lengd og 19—25 faðmar á
dýpt og allt unnið með hand
afli. Nú eru meðalnætur 200
faðmar og 65 á dýpt og vega
þetta 5—6 tonn, og auðvitað
verður að nota vélar við þær.
— Þið setjið upp næturnar.
Hvað þýðir það? Gerið þið
það eftir eigin geðþótta eða
vilja sjómennirnir hafa af-
skipti af sínum nótum?
— Það gengur þannig fyrir
sig, að útgerðarmaðurinn kaup
ir netið, teinana, plastið og blý
ið að utan og svo er það sam
komulagsatriði milli útgerðar-
innar og netagerðarmannsins
hvernig lagið á henni verður.
Flestir vanari Skipstjórar hafa
ákveðnar skoðanir á því hvers
konar nætur þeir vilja og við
reynum að gera þeim til hæfis.
Það er engin ákveðin gerð
af nótum hér og engin stofnun
hér á landi, sem getur gefið
manni raunhæfar upplýsingar
um hvað er verið að kaupa.
Við höfum ekkert nema full-
yrðingar sölumannanna að
fara eftir. Það vantar tilfinn
anlega stofnun, sem gerir til
raunir með það sem á boðstól
um er og getur gefið okkur
ráð. Fýrstu leiðbeiningarnar,
sem við höfum getað fengið
um veiðarfæri í heiminum,
voru í bókinni, sem Hilmar
Kristjónsson í Róm skrifaði og
FAO gaf út. En hún er ekki
fullnægjandi fyrir okkur hér,
því þar er lítið um gerð nóta
og ekkert um hringnótina,
enda er rétt að byrja notkun
á henni.
— Eins þyrfti, nú eftir að
síldveiðar eru allt árið, að vera
aðstaða til að hafa netaverk-
stæði við höfnina, sem veita
full'komna þjónustu, geta
þurrkað næturnar, hirt þær
o. s. frv. Við erum á hverju
verkstæði með 30—40 millj.
kr. virði af nótum á ári, en
slíkt verkstæði mundi ekki
kosta nema 4 millj. kr. Von-
andi sjá þeir sér fært að út-
hluta okkur lóð undir slíkt
verkstæði hér í Reykjavík.
Biðu ZYz mánuð eftir
tryggingu
— Segðu mér eitt. Varstu að
koma til Ítalíu í fyrsta sinn nú
í vetur?
— O-nei, ég kom fyrst til
Ítalíu á Muninn gamla frá
Kveldúlfi fyrir meira en
40 árum, en það er 200
tonna skonnorta. Við flutt-
um saltfisk til Genova og
tókum saltfarm til baka. Þá
lágum við 2 V2 mánuð í Gen-
ova, því seglskip fékk ekki
vátryggðan farm yfir vetrar-
mánuðina. Við vorum þá 27
daga á leiðinni heim og þóttu
mér mikil viðbrigði að fljúga
þetta núna á einum degi. Auk
þess kom ég oftar til Ítalíu,
þegar ég var í siglingum á
dönsku skipi í 4 ár eftir 1921.
Við fluttum kol frá Bristol nið
ur til Afríku-hafna, fórum
alla leið til Congo. Fórum svo
inn í Miðjarðarhafið, til að
sækja ávexti í bakaleiðinni, og
fluttum þá til Evrópuhafna.
— Hvað gerðirðu eftir að þú
komst úr siglingum? Sigldirðu
á stríðsárunum?
— Eg var á hinum og þess
um skipum, oftast stýrimaður.
Ég var til dæmis í 7 ár
háseti á Sigríði með
Birni í Ánanaustum, frá 1927
til 1935. Og á stríðsárunum var
ég á Gullfossi litla þangað til
mánuði áður en hann fórst og
síðan á Dagnýju. Við^vorum í
fiskflutningum. Svo var mað
ur orðinn svo gamall að það
var kominn tími til að gera
eitthvað í landi og láta ungu
mennina taka við á sjónum.
Eg var oft búinn að vera
nokkra mánuði í einu við neta
viðgerðir, svo ég setti upp
verkstæði 1947.
— Þangað til haustveiðarnar
byrjuðu var netagerð svo lítil
að varla • var hægt að halda
þessu gangandi allt árið. En
nú er allt fullt af verkefnum
sagði Thorberg að lokum. En
þetta er ótryggur atvinnuveg
ur. Það fer eftir því hve afla
sælari bátarnir eru ,sem mað
ur hefur veiðarfæri fyrir, hve
vinsæll maður er á hverjum
tíma.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAIMDS
Á mánudag verður dregið í 3. flokki. 1,090 vinningar að fjárhæð 1,840,000 kr.
Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja.
Happdrætti Háskóla íslands._
3. fl. 1 á 200.000 kr. .. 200.000 kr.
1 V 100.000 — .. 100.000 —
20 - 10.000 — .. 200.000 —
86 - 5.000 — .. 430.000 —
890 - 1.000 — .. 890.000 —
Aukavinningar:
2 - 10.000 kr. — 20.000 kr.
1.000 1.840.000 kr.