Morgunblaðið - 08.03.1963, Síða 17
Föstudagur 8. marz 1963
MORCl’ NBLAÐIÐ
17
Sveinn Björnsson, verk-
fræðingur kosinn form.
Bandalags háskólamanna
\ AÐALFUNDUE fulltrúa-
ráðs Bandalags háskólamanna
(BHM) fyrir árið 1962 var
haldinn fyrir skömmu og fram-
haldsaðalfundur 25. febrúar
el. Fráfarandi formaður, prófess-
or Ármann Snævarr háskóla-
rektor, og fráfarandi varafor-
xnaður, Sveinn S. Einarsson
verkfræðingur, báðust eindregið
undan endurkosningu, en þeir
höfðu báðir gegnt þessum trún-
aðarstörfum bandalagsins frá
stofnun þess haustið 1958. Voru
þeim báðum þökkuð mikil og
gifturík störfí þágu bandalagsins
á þessum fyrstu árum þess. For-
xnaður var kjörinn til næstu
tveggja ára Sveinn Björnsson
verkfræðingur og varaformaður
Stefán Aðalsteinsson ráðunautur.
Ritari til tveggja ára var endur-
kjörinn Árni Böðvarsson cand.
mag. Aðrir í stjórninni eru (til
næsta aðalfundar) Jón O. Ed-
wald lyfjafræðingur og Gunn-
laugur Snædal læknir. —• Endur-
■koðendur voru kjörnir Bjarni
Bragi Jónsson viðskiptafræðing-
ur og séra Óskar J. Þorláksson.
I Bandalag háskólamanna er
■amband félaga háskólamennt-
»ðra manna hérlendis og munu
íélagsmenn aðildarfélaga vera
nú á fjórtánda hundrað, en þau
*ru Dýralæknafélag íslands, Fé-
lag B.A.-prófsmanna, Félag ís-
' íenzkra fræða, Félag ísl. náttúru-
íræðinga, Félag ísl. sálfræðinga,
Hagfræðafélag íslands, Lyfja-
fræðingafélag Islands, Læknafé-
lag íslands, Lögfræðingafélag
íslands, Prestafélag íslands,
Tannlæknafélag íslands og Verk-
fræðingafélag íslands. Tilgangur
BHM er: 1) Að efla samheldni
háskólamenntaðra manna á ís-
landi. 2) Að gæta í hvívetna hags
„Gantnc*' 9S. ■ýning.
1 KVÖLD verður Pétur Gaut-
ur sýndur i 25. sinn í Þjóð-
leikhúsinu. Aðsókn að leikn-
um hefur verið mjög góð og
er ekki í rénun. Allt útlit er
á að þetta stórbrotna leik-
húsverk verði sýnt þar í all-
an vetur. Gunnar Eyjólfsson
hefur hlotið mjög mikið lof
fyrir túlkun á titilhlutverk-
inu. — Myndin er af Gunnari
i hlutverlú GauU.
muna háskólamenntaðra manna
hér á landi og vera í fyrirsvari
fyrir þá gagnvart innlendum og
erlendum aðilum. 3) Að stuðla
að bættri aðstöðu til vísinda-
legra starfa á íslandi og vinna að
auknum skilningi landsmanna á
gildi þeirra. — Þessum tilgangi
hyggst bandalagið að ná m.a.
með því að skapa tengsl milli
sérfélaga háskólamanna og efla
persónuleg kynni milli þeirra,
svo og með því „að fylgja eftir
hagsmunamálum háskólamennt-
aðra manna almennt eða ein-
stakra félaga við stjórnarvöld
eða aðra aðila.“
Á fundinum var hið nýstofn-
aða Félag B.A.-prófsmanna tek-
ið í bandalagið, en það er fyrsta
félagið sem sækir um inngöngu
síðan bandalagið var stofnað.
Starfsárið hafði verið hið við-
burðaríkasta og athafnasamasta í
sögu Bandalags háskólamanna.
Það gerði ítrekaðar tilraunir til
að fá samningsrétt fyrir hönd fé-
lagsmanna sinna viðurkénndan í
lögum um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna, sem sam-
þykkt voru á alþingi sl. vor, en
án árangurs. Þá kaus BHM sl.
vor launaráð sem gerði sam-
ræmdar tillögur um niðurröðun
háskólamanna í launaflokka eft-
ir menntun, ábyrgð og reynslu,
og flutti mál þeirra við kjararáð
BSRB. Telja forsvarsmenn BHM
að sá málflutningur hafi komið
ýmsu góðu til leiðar í kjaramál-
um háskólamanna og tillögum
BSRB til ríkisvaldsins fyrir
þeirra hönd, en svo sem kunn-
ugt er, er Bandalag starfsmanna
ríkis og hæja að lögum einka-
viðsemjandi allra ríkisstarfs-
manna við stjórnarvöld. Hins
vegar er óbreytt sú yfirlýsta
stefna BHM að fá samningsrétt
fyrir háskólamenn í sínar hend-
ur, þótt síðar verði.
Á háskólahátíð 1962 var Há-
skóla íslands afhentur ágóði af
sölu afmæliSrits Háskólans, Vís-
cærb ÚLPIIR
VTRA BVRDI
indin efla alla dáð, sem BHM gaf
út, 130 þús. kr., til varðveizlu, en
það er ósk bandalagsins að þessu
fé verði varið til að bæta að-
stöðu stúdenta til félagsiðkana,
t. d. til félagsheimilis stúdenta,
eftir því sem fulltrúaráð BHM
mælir síðan fyrir um.
Aðalfundurinn kaus þriggja
manna nefnd til að kanna hvað
BHM geti gert. til stuðnings við
framhaldsnám kandídata. Einnig
voru skipulagsmál bandalagsins
til umræðu. Loks var samþykkt
að ráða framkvæmdastjóra fyrir
bandalagið til að vinna að ýms-
um aðkallandi verkefnum á veg-
um þess. En síðastliðið sumar
hafði BHM í fyrsta sinni starfs-
mann, Jóhannes Helgason, lög-
fræðing, sem vann að ýmsum
athugunum í sambandi við kjara
málin.
HOLMSUND
VINYL
Mesta ánægju veita dönsku
HOLMSUND VINYL
gólfflísarnar
Þekktar um heim allan.
Fjölbreytt litaval.
Ótrúlegt slitþol.
Einkaumboð:
F r ^
[ LUDVIC STQRF
JL
Sími 1-1620
AXLABAIA-
PiLSIIV
[RU KOMIIII
BIRGBIR
TAKIVIARKAÐAR
E TH MATHIESEN HF
LAUGAVEG 178 - SIMI 3 65 70
Mikiö úrval af
Svissneskum
regnkápum
TERRYLENE, POPLIN, AQUAPERLE
O.FL. STÆRÐIR FRÁ 36-46.
allir litir
TÍZKUVERZLUNIN
GUÐRÚ-N
RAUÐARÁRSTI01
VERKAFOLK
Óskum eftir að ráða pökkunarstúlkur og karlmenn í frystihús
vort. — Mikil vinna framundan. — Mötuneyti á staðnum. —
Upplýsingar í símum 2-4093 og 1-73T2.