Morgunblaðið - 15.03.1963, Blaðsíða 1
24 siður
50. ácgangur
62. tbl. — Föstudagur 15. marz 1963
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Framboðslisti Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi
KJÖRDÆMISRÁP Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi samþykkti á fundi 8. þ.
m. framboðslista flokksins í kjördæminu við Alþingiskosningarnar í sumar. — Listinn
er þannig skipaður:
1. Ólafur Thors, forsætisráð- 2. Matthías Á. Mathiesen,
herra, Reykjavík. sparisjóðsstjóri, Hafnarfirði.
Adenauer
mun draga
sig í hlé
Bonn, H. marz — AP
1» E G A R Konrad Adenauer
lætur af kanzlaraembætti í
Vestur-Þýzkalandi í haust,
mun hann einnig láta af emb-
setti sem formaður Kristilcga
demókrataflokksins, og hann
tekur ekki sæti í næstu ríkis-
stjórn, að því er framkvæmda
stjóri flokksins tjáði frétta-
mönnum í dag. Hefur flokks-
stjórnin falið þeim Heinrich
von Brentano, fyrrum utan-
ríkisráðherra, og Josef Her-
mann Dufhues, er gengur
næstur Adenauer að völdum
í flokknum, að kanna það
hverjir komi til greina sem
eftirmenn Adenauers.
Adenauer hefur samþykkt að
láta af embætti kanzlara í haust,
en aldrei látið neitt uppi um það
hvort hann muni jafnframt
hætta flokksformennsku.
Fram til þessa hefur aðeins
verið rætt um tvo menn, sem til
greina koma að taki við af Ad-
enauer, en þeir eru Ludwig Er-
hard efnahagsmálaráðherra og
Gerhard Schröder utanríkisráð-
herra. Erhard hefur’verið talinn
líklegri eftirmaður, en nokkuð
hefur dregið úr vinsældum hans
að undanförnu meðan vinsældir
Schröders fara vaxandi.
3. Sverrir Júlíusson, útgerðar-
maður, Reykjavik.
4. Axel Jónsson, fulltrúi, Kópa- 5. Oddur Andrésson, bóndi, N- 6. Snæbjörn Asgeirsson, skrif-
vogi. Hálsi, Kjós. stofumaður, Seltjarnarnesi.
7. Karvel Ögmundsson, útgerð-
armaður, Njarðvíkum.
8. Einar Halldórsson, bóndi,
Setbergi, Garðahreppi.
—afflWKII II — -- '■ * -—
9. Eiríkur Alexandersson, kaup 10. Alfreð Gislason, bæjarfógeti,
maður, Grindavík. Keflavík.
Helsingfors, 14. marz
(NTB)
Opinberir starfsmenn í Finn-
landi höfðu boðað tii verkfalla
frá miðnætti í nótt. Stundar-
fjórðungi eftir að verkföllin
áttu að liefjast var þeim aflýst
vegna þess að augljóst var að
samkomulag við ríkisstjórnina
var á næstu grösum.
Krúsjeft gagnrýnir
landbúnað Rússa
Kýrnar lesa ekki samþykktir yfirvaldanna
Moskvu, lJf. marz — NTB
KRÚSJEFF forsætisráðherra
m
Vilja gera Churchill
heiöursborgara U.S.
Washington — AP
FULLTRÚADEILD banda-
riska þingsins samþykkti á
þriðj udag með 377 atkvæðum
gegn 21 að heimila Kennedy
forseta að gera sir Winston
Ohurohill að heiðursborgara
Bandaríkjanna. Er þetta í
fyrsta skipti í sögu Bandaríkj-
anna sem þingið samþykkir
veitingu heiðursborgararétt-
inda.
Áður hefur einum manni
verið sýndur þessi sómi, en
það var Lafayette markgreifi,
franskur aðaismaður, sem
barðist með Bandaríkjamönn-
um í frelsisstríði þeirra gegn
Bretum. En Lafayette var
heiðursborgari tveggja ríkja
Bandaríkjanna áður en sjálf-
stæði fékkst. Eftir að stríð-
inu lauk voru réttindi hans
látin ná til Bandaríkjanna í
héild án þess að til kæmu
aðgerðir þings eða forseta.
Búizt er við að Öldunga-
deild þingsins taki fljótlega
afstöðu til málsins og að
Kennedy, sem lýst hefur fylgi
sínu við málið, iátá ekki á
sér standa að framkvæma
Sir Winston Churchill
vilja þingsins. Tillaga um að
gera Ohurchill að heiðurs-
borgara var fyrst borin fram
1958, en þá baðst Ghurchill
Framhald á bls. 2.
flutti á þriðjudag ræðu á land-
búnaðarráðstefnu í Moskvu, og
var ræðan birt í dag. Ræðst for-
sætisráöherrann þar harðlega á
stjórn landbúnaðarmála i Sovét-
ríkjunum fyrir skriffinnsku og
benti á að kýrnar læsu ekki fyr-
irskipanir og samþykktir land-
búnaðarstjórnarinnar. — Hann
sagði, að ef kýrnar gætu talað,
segðu þær sem svo: Kæri land-
búnaðarleiðtogi. Þú vilt helzt að
ég gefi mikla mjólk. En hvað
gefur þú mér fyrir? Ég skal fall-
ast á sanngjörn skipti: Þú gefur
mér fóður og hirðingu og ég gef
þér mjólk.
Ummæli og gagnrýni Krúsjeffs
vöktu . mikinn iognuð og goöar
undirtektir að sögn Pravda. —
Hann margtók það fram að í
sumum héruðum Sovétríkjanna
dræpust kýrnar vegna fóður-
skorts og ónógrar hirðingar. —
Skoraði hann á alla þá, sem
vinna landbúnaðarstörf að leggja
áherzlu á raunverulega vinnu í
stað pappírsvinnu.
Krúsjeff tók dæmi um þá
manngerð, sem hann vill að verði
leiðtogar, og nefndi þar sérstak-
lega Ivan Volovtshenko, sem ný-
lega tók við embætti sem land-
búnaðarráðherra og hefur á und-
anförnum 12 árum getið sér
mjög gott orð fyrir rekstur ríkis-
bús. Sagði hann að leiðin til
æðstu embættanna ætti að vera
opin þeim sem bezt til þekkja og
geta skipulagt framleiðsluna í
stað þess að vera sí-þvaðrandi. m
Ve3 heppnuð
nauðlending
Kaupm.höfn, 14. marz — NTB —
Farþegaþota af gerðinni Boe-
ing 707 frá Pan American flug-
félaginu nauðlenti á Kastrupflug
velli við Kaupmannahöfn í dag.
Tókst lendingin mjög vel. Með
vélinni voru 42 farþegar og níu
manna áhöfn, og sakaði engan.
Flugvélin átti að fara frá Oslo
til Stokkhólms og Helsingfors.
Við flugtak í Oslo sprungu sex
af átta hjólbörðum vélarinnar.
Var þá ákveðið að senda fluig-
vélina til Kaupmannahafnar í
stað Stokkhólms, vegna betri
varahlutabirgða þar.
Flugvélin sveimaði um skeið
yfir Kastrup-flugvelli, meðan
flugbrautin var úðuð kvoðu til að
mýkja lendinguna, og ýmsar var-
úðarráðstafanir gerðar ef ilia
skyldi takast. Lendingin tókst
hins vegar prýðilega og voru far
þegarnir sendir áfram á ákvörð-
, unarstað með öðrum flugvélum.
s