Morgunblaðið - 15.03.1963, Page 12

Morgunblaðið - 15.03.1963, Page 12
r MORCVNBLAÐIÐ Fostudagur 1S. marz 1963 1 12 Lítgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórsr: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vígur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: A5\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. AUKNAR ALMANNA- TR YGGINGAR f>íkisstjómin hefur lagt fram^ frumvarp að nýjum lög- um um almannatryggingar og er þar gert ráð fyrir stór- felldri aukningu trygging- anna, sem margir munu njóta góðs af, enda nemur aukning tryggingarbóta yfir 54 millj. kr. — Noklcur helztu atriði hins ~nýja fmmvarps eru þau, að mæðralaun, sem greidd em ógiftum mæðrum, ekkj um og fráskildum konum, sem eiga tvö börn eða fleiri, verða ár- lega með tveim börnum rúm- ar 9 þúsund krónur en með þrem börnum 18 þúsund. Fjöl skyldubætur verða með hverju barni kr. 3000,00. Þeir, sem eru í sérstökum lífeyris- sjóðum, eiga að njóta fullrar ríkistryggingar, þrátt fyrir þátttöku í slíkum sjóðum. Ekknalífeyrir hækkar og sama er að segja um dánar- bætur. Dagpeningar og sjúkra peningar verða nú greiddir lengur en áður o.s.frv. Hér er því um víðtækar breytingar að ræða, sem koma fjölmörgum til gagns. " Er þetta enn ein ráðstöfun Viðreisnarstjómarinnar til þess að tryggja hag þeirra, sem við bág kjör búa. UNGVERSKU FLÓTTAMENN- IRNIR kki gátu kommúnistar stillt sig um að sýna innræti sitt í sambandi við afgreiðslu ríkisborgararéttar til handa nokkrum ungverskum flótta- mönnum, sem hingað var boð- ið að koma eftir uppreisnina ‘í Ungverjalandi 1956. Þessir menn hafa nú dvalið hér í 6 —7 ár, samkvæmt boði ís- lenzku þjóðarinnar um að setjast hér að og gerast ís- lendingar. Ekkert var því eðlilegra en að veita þessum mönnum rík- isborgararétt. Að vísu gildir það um aðra en Norðurlanda- menn að þeir þurfa almennt að dvelja hér í tíu ár, áður en þeir öðlast íslenzkt ríkis- fang, en um flóttamennina, sem hvergi hafa ríkisborgara- rétt, gildir auðvitað alger sér- staða. Menn minnast þess, að ís- lenzkir kommúnistar tóku í uppreisninni í Ungverjalandi upp hanzkann fyrir húsbænd- ur sína í Kreml, þegar frelsis- barátta ungversku þjóðafinn- ar var barin niður og rúss- neskir brynvagnar murkuðu lífið úr saklausum borgurum, E Þeir glæpir voru fordæmdir hér á landi eins og annars staðar, og kommúnistar fundu mjög til þess, og hafa ekki borið barr sitt síðan. Þeim fannst nú bera vel í veiði að hefna sín á þeim flóttamönn- um, sem hingað komu og með afstöðu sinni fannst þeim þeir líka geta sýnt Rússum holl- ustu. En íslendingar taka eftir þessari afstöðu kommúnista. Þeir reyna að hefna harma sinna á saklausu fólki, sem boðið hefur verið að setjast hér 'að. Sú framkoma þeirra mun almennt verða fordæmd. „GRUGGUGA HUGSUNIN" TjMns og menn muna kom það eins og reiðarslag yfir margan sanntrúaðan komm- únista, þegar Krúsjeff af- hjúpaði Stalín. Guð kommún- ista hafði þá brugðizt og þeir vissu ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. En Krúsjeff virðist nú ætla að stappa stálinu í sína menn að nýju. Hann fer ekki leng- ur dult með það, að listir og bókmenntir eigi að þjóna kommúnismanum og hann hrakyrðir „þá gruggugu hugs- un, sem nefnd er frelsi“, eins og hann kemst að orði. Þessi skelegga afstaða mun vafalaust gleðja kommúnista víða um heim. Þeim var farið að finnast erfitt að fóta sig á línunni, þegar jafnvel leit út fyrir að mönnum ætti að leyf- ast skoðanafrelsi, og „vest- rænir siðir“ fengu að nokkru leyti óáreittir að sjá dagsins Ijós í sjálfu Rússlandi. En þessir menn þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur. — Krúsjeff hefur skorið upp her ör gegn hvers kyns frjálsræði og þeir geta á ný hafið til- beiðslu sína við ofbeldið. — Slíka manngerð þekkjum við íslendjngar eins og aðrir, og það mun sjást, að hún tekur fegins hendi hinni nýju harð- neskju. ÖSÆTT MOSKVU OG PEKING Fhn af ástæðunum til þess að Krúsjeff tekur nú upp harðari pólitík kann að vera sú, að hann vilji vingast við Mao og ráðamenn í Peking, en þeir hafa eins og kunnugt er mjög gagnrýnt Krúsjeff fyrir „endurskoðunarstefnu“. Sannaði sakleysi sitt eftir 50 ár Vinir Japanans Yosida bera hann út úr dómssalnum eftir að honum hafði tekizt að sanna sakleysi sitt. (AP). í BYRJUN marz árið 1913 var Japaninn Ishimatsu Yos- hida handtekinn í bænum Nagoya í Mið-Japan sakaður um morð. Dómstóll í Nagoya fjallaði um mál hans og að réttarhöldunum loknum var Yoshida sekur fundinn oig dæmdur til dauða. Hann á- frýjaði og dómnum var brey tt í æfilangt fangelsi. Þegar Yoshida hafði setið í fangelsinu í Nagoya í 21 ár, var hann náðaður. Yoshida hafði alltaf haldið því fram að hann væri saklaus og strax eftir að honum var sleppt úr fangelsinu hóf hann baráttu fyrir því að fá mál sitt tekið upp á ný í þeirri von að hon- um tækist að sanna sakleysi sitt. Fyrir skömmu fjallaði dóm stóllinn í Nagoya aftur um mál Yoshida og 1 byrjun þessa mánaðar, nákvæmlega 50 árum eftir handtökuna, kvað dómstóllinn á ný upp úrskurð í máli Yoshida. Sam- kvæmt nýjum sönnunargöng- um, sem honum hafði tekizt að afla sér frá því að honum var sleppt úr fangelsinu, var hann sýknaður af ákærunnL Yoshkj^. er nú 83 ára. Verkföll enn ■ Finnlandi — nýtt tilboð stjórnarinnar felli Hélsingfors, 12. marz — NTB FIN N S K A stjórnin kom í dag fram með nýjar tillögur til að leysa verkfall opin- berra starfsmanna. Voru þær ræddar í dag, en þær umræð- ur báru ekki árangur. Lýsti dómsmálaráðherrann, J. Ö. Sönderhjelm, því yfir, að þeim loknum, að ekkert útlit virtist fyrir, að sam- komulag næðist á næstunni. Ástandið vegna verkfall- anna er nú orðið alvarlegt, og. hefur mikið fé tapazt. Tilboð stjórnarinnar var á þá leið, að laun þeirra, sem falla undir 21 lægstu launaflokkana, Líklegra er þó hitt, að ráða- menn í Kreml geri sér nú grein fyrir því, að hinu komm úníska skipulagi sjálfu sé hætt, ef linað sé á fjötrun- um. Að sjálfsögðu valda árekstr arnir milli Moskvu og Pek- ing miklum vandkvæðum og áhyggjum hjá ráðamönnum austur frá. Reynt er að láta líta svo út sem þessir árekstr- ar byggist einungis á skoðana mun um kenningar kommún- ismans, en allir vita þó að þar er fyrst og fremst um að ræða átök milli tveggja heimsvelda, hækkuðu um 4.8%, í tveimur áföngum, og kæmi full hækkun skv. því til framkvæmda í októ- ber. Laun í efri flokkunum áttu að hækka minna. Kairo, 14. marz (AP-NTB) Byltingarstjórnin í Sýrlandi til- kynnti í dag að fulltrúar hennar væru á leið til Kairó til viðræðna við stjórn Nassers um einingu Arabaríkjanna. Við komuna til sem bæði eru imperialistísk og hyggja á aukin yfirráð. Þótt Krúsjeff og Mao geri tilraunir til að sætta sjónar- miðin, er ólíklegt að það fak- ist úr þessu. Á milli þessara manna og þeirra þjóða, sem þeir stjórna, er fullkomin tor- tryggni ,og auk þess rekast hagsmunir þeirra harkalega á. Þess vegna eru litlar líkur til þess að takast muni að lægja öldumar. Hitt er lík- legra, að stöðugt harðni á dalnum og þannig muni hið kommúníska heimsveldi riða til falls innan frá. Þessi hækkun hefði kostað finnska ríkið um 82 milljónir marka. Var ætlunin að afla hluta fjárins með breytingum á sölu- skatti. Þó hefði enn skort á 42 millj., sem afla átti með skött- um, en allar líkur eru til, að skattatekjur ríkisins verði meiri en gert var ráð fyrir á fjárlög- Kairó vakti það athygli að með 1 förinni var Ali Saleh el Saadi, að- stoðar forsætisráðherra íraks. Er þetta í fyrsta skipti sem fulitrúar stjórna Egyptalands, Sýrlands o* fraks ræðast við eftir byltingarn ar í tveimur síðamefndu löndun- um á undanförnum fimm vikum. Louay Atassi hershöfðingi, yfir maður sýrlenzka hersins, skýrði frá för sendinefndarinnar til Kairó í dag, og sagði að stórt spor hafi verið stigið í áttina til einingar Arabiska sambandslýð- veldisins, fraks og Sýrlands. — „Þeim tilraunum verður ekki hætt fyrr en markinu er náð“, sagði hann. „Herstjórn ykkar er ákveðin í að yfirstíga allar hindr anir og færa allar nauðsynlegar fórnir þar til Arabaríkið verður myndað, og ekki að hætta fyrr en það er orðið eitt af stórveld- um heims“. Fyrsta sporið til einingar Araba

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.