Morgunblaðið - 23.03.1963, Side 1
50 árgangur
69. tbl. — Laugardagur 23. marz 1963
Prentsmiðja Morgunblaðslns
Valtýr Stefánsson
ritstjóri — Kveöja
VIÐ STARFSMENN Morgunblaðsins söknum vinar
í stað. Valtýr Stefánsson er liorfinn. Samstarf okkar
stóð í nær 40 ár. Mér er minnisstætt, er bann kom til
starfa á blaðinu fyrsta morguninn fyrir 39 árum. Öll
framkoma hans mótaðist af góðvild og hlýju. Hann
lagði kapp á að kynna sér alla starfsemi blaðsins á
sem skemmstum tíma. Þá voru erfiðir tímar fyrir
dagblöð á íslandi. Morgixnblaðinu tókst að rétta úr
kútnum og verða útbreitt og áhrifamikið. Engum er
það eins mikið að bakka og Valtý Stefánssyni, sem
var óbreytandi í alhliða starfi sínu og baráttu fyrir
vexti og viðgangi blaðsins. Hugkvæmni og hugrekki
voru megineinkenni hans, þegar bann var upp á sitt
bezta. Hann vann í áhlaupum og dró aldrei af sér.
Fyrir þetta mikla lífsstarf þakkar stjórn Morgun-
blaðsins af heilum hug.
En fyrst og fremst þakka ég honum persónulega
vináttu, drengskap og hjartahlýju. Ég og aðrir starfs-
menn Morgunblaðsins munum jafnan geyma minn-
ingu Valtýs Stefánssonar í þakklátum huga. Þessi
fjölhæfi og velgefni maður var okkur öllum fagurt
fordæmi mcð margvíslegum hætti, hinum nánu
tengslum sínum við gróðurmoldina, jurtir og skóg,
líf og listir, menningu þjóðar sinnar og framfarasókn.
Hann vildi allsstaðar leggja hönd á plóginn, þar sem
góður málsstaður þarfnaðist liðsinnis.
Stjórn og starfsfólk Morgunhlaðsins kveður Valtý
Stefánsson með einlægri þökk.
Blessuð sé minning hans.
SIGFÚS JÓNSSON.
Tveir af 10 manna
áhöfn farast
járnstykki undir hillurnar
lestinnL
Búið var að ræsa kokkinn og
var hann farinn að laga morgun
verðinn. í brúnni voru skipstjór-
inn og Ásberg Lárenziusson og
I. vélstjóri en II. vélstjóri svaf
aftu-r í káetu. Hásetarnir 5 voru
frammi í lúkar. •
í GÆRMORGUN sökk vél-
báturinn Erlingur IV. frá
Vestmannaeyjum er hann var
á leið á veiðar vestur á Sel-
vogsbanka. Báturinn var kom
inn um 30 mflur vestur fyrir
Vestm.eyjar. Á bátnum var
10 manna áhöfn, 8 björguðust,
en tveggja er saknað. Var
þeirra leitað af 16 vélbátum,
flugvélum og loks varðskip-
inu Ægi í gærdag, en án ár-
angurs.
Þeir sem fórust voru Sam-
úel Ingvason, háseti og Guðni
Friðriksson, 1. vélstjóri.
í gær náði blaðið tali af Ósk-
ari Þórarinssyni stýrimanni og
Eiði Marinóssyni II. vélstjóra og
fékk frásögn þeirra af Slysinu.
Frásögn Óskars er á þessa leið:
30 milur NV af Vestmannaeyjum.
Við fórum út á þriðja tímanum
' í nótt. Ég veit ekki nákvæmlega
hvenær, því ég svaf í klefa þeim
er ég hef með skipstjóranum und
ir brúnni. Ferðinni var heitið
vestur á Selvogsbanka. Stórsjór
var og 8—9 vindstig. Við vorum
með þorskanet og báturinn að
sjálfsögðu tómur nema hvað
ballest var í honum frá því á
sfldinni en þá voru auk steyp-
unnar sem er í botninum, sett
Klukkan mun hafa verið rúm-
lega 6 þegar brotsjór kom á bak
borða aftan til á skipið og kast-
Framhald á bls. 23. .
Tveir sjómenn fórust
MENNIRNIR tveir, sem fór- Samúel Ingvason háseti var
ust, er Erlingur IV sökk voru: fæddur 1942 og átti heima að
Guðni Friðriksson vélstjóri, Hjarðarhaga 64 í Reykjavík.
fæddur 1928. Hann átti heima Hann var ættaður frá Akra-
á Herjólfsgötu 8 í Vestmanna nesi. Samúel var ókvæntur en
eyjum. Ættaður var hann af lætur eftir sig unnustu. Þetta
Austfjörðum. Guðni var ó- var fyrsti róður hans á þess-
kvæntur. um bát.
1100 menn hafa látizt af
völdum eldgossins á Bali
Jakarta, 22. marz — (NTB) ■—
FREGNIR frá Bali hermdu í
dag, að 1100 íbúar þorpa, sem
liggja við rætur eldfjallsins
„Agung“ á eyjunni, hafi orðið
hraunflóði og öskufalli að
hráð. Samkvæmt upplýsing-
um yfirvalda á eyjunni eru
mörg börn meðal hinna látnu.
Þrjú þorp eru nú einangruð
af glóandi hraunflóði og lög-
reglan óttast, að ekki muni
takast að bjarga nema hluta
þeirra 600 manna, sem í þorp-
unum húa.
• Sukarno Indónesíuforseti hef
ur lýst neyðarástandi á svæðun-
um umhverfis eldfjallið oe til-
kynnt að U Thant, framkvæmda
stjóri Sameinuðu þjóðanna, hafi
boðið aðstoð samtakanna.
• Ekkert lát er á eldgosinu og
í dag opnaðist nýr gígur. Nær
stöðugur hraunstraumur er nið-
ur allar hlíðar fjallsins. Vegirr, -
ir til þorpanna þriggja, sem að
ofan getur, eru nú lokaðir, en
björgunarsveitir hyggjast freista
þess að flytja íbúana á brott í
bátum.
• Lögreglan á Bali segist ekki
geta gefið nákvæmar upplýsing-
ar um hve margir hafi særzt af
völdum eldgossins, en augUóst
er að það er mikill fjöldi. í>ús-
undir manna hafa verið fluttai
frá heimilum sínum á austur-
strönd Bali, en yfirvöldunum
hefur ekki tekizt að fá yfirlit
yfir hve margir þeir eru. Ástæð-
an er sú, að strax og öskufallinu
linnir, snúa margir aftur tii
heimila sinna til þess að leita
horfinna ættingja.
• Samkvæmt upplýsingum frá
björgunarsveitunum eru mörg
börn meðal þeirra, sem látið
hafa lífið í eldgosinu vegna þess
að þeim hefur ekki tekizt að
komast út úr húsunum áður en
hraunstraumurinn hefur náð
þeim. Flugvélar og skip fra
Surabaja á Austur-Jövu eru
lögð af stað til Bali með mat og
hj úkrunarvörur.
Útför
Valtýrs
Stefáns-
sonar í dag
ÚTFÖR Valtýs Stefáns-
sonar ritstjóra fer fram
frá Dómkirkjunni í dag
og hefst athöfnin kl.
10.30. Jarðað verður
x Fossvogskirkjugarði.
Skrifstofum og prent-
smiðju Morgunblaðsins
verður lokað í dag frá
kl. 10 — 13.