Morgunblaðið - 23.03.1963, Síða 20

Morgunblaðið - 23.03.1963, Síða 20
20 MORCl'NBr. 4ÐIÐ Laugardagur 23. marz 1963 DUNKERLEYS — f guðs bænum, Dan, talaðu eins og þú hefðir eitthvert vit, svaraði Dillworth, og þessi roði, sem hún kannaðist svo vel við, kom fram á hálsinum á frænda ag steig upp á andlitið. Grace stóð app við þetta hættumerki Og gaf Hesbu bendingu, en Hesba svaraði, snöggt eins og hennar var vandi: — Nei, ég ætia að hlusta á þetta. I>að get- ur verið gaman að því. Grace settist niður aftur og Dillworth hélt áfram: — Hér færðu nokk- uð, sir Daniel, sem getur tvö- faldað söluna á ritinu. Ég full- yrði það — skilurðu það? Ef þetta reynist vitleysa hjá mér, geturðu gefið mér spark í rass- inn, eins og hver annar Napóle- on, sem þú ert alltaf að stæla. Gott og vel. Ég imynda mér, að þessi unga stúlka geti skrifað fleiri sögur eins og þá, sem hún lætur okkur hafa núna. Er ekki svo, ungfrú Lewison? — Jú, jú....það er ég viss um, að ég get, svaraði hún. — Gott og vel, þá, hélt Alec áfram. Þegar salan okkar eykst vilja keppinautarnir fá það, sem kemur henni upp. Er ég sæmilega rökfastur af skáldi að vera, sir Daniel? Sir Daniel leit á hann eins og hann langaði til að snúa hann úr hálsliðnum. — Ef svo er, sir Daniel, hélt Dillworth væigðar- laust áfram, — þá er það eftir- spurnin, sem ákveður taxtana hjá okkur. Ég bjó ekki til það lögmál, og er ekkert hrifinn af því, en það ert þú. Og þú verður að lúta því lögmáli. Ef ungfrú Lewison gefur okkur söigu við því verði, sem við höfum sjálfir sett, verðum við að gefa henni samning upp á stígandi vérð fyrir sögur, sem við fáum hjá henni siðar. Sir Daniel þagði stundarkorn, en mæiti síðan: — Og svo gæt- um við hinsvegar neitað að prenta þessa sögu nema því að- eins hún væri reiðubúin að und- irrita samning um að iáta okkur hafa næstu tvær-þrjár sögur fyrir sama verð. Dillworth hvítnaði í framan af reiði. — Guð minn góður, Dan, sagði hann. — Það er annars ekki nema einn maður, sem miig langar daglega til að myrða og það er þessi vinur þinn, hann Theódór Chrystal, en nú verð ég að bæta þér við á listann. Dunkerley brosti og þeytti vindli yfir borðið til Alecs. — Og leyfðu þér ekki að fleygja svona í mig eins' og ég væri ein- hver sirkushundur, æpti Dill- worth. Hann greip vindilinn oig þe>ytti honum í • eldinn. — Þér sjáið, ungfrú Lewison, sagði sir Daniel, — hvað útgef- andi verður að sætta sig við, ef hann vill halda í velgefinn rit- stjóra. Eftir þetta megið þér halda, að það sé ekki mikið að snara út nokkrum skildinigum til að halda í góðan ribhöfund. Jæja, hafðu þetta eins og þú vilt, Alec. Hann stóð upp brosandi og rétti vindlakassann að Alec, sem tók sér vindil. — Og reyndu svo að stilla þig, Alec, bætti hann við og rétti eldspýtu að honum. Og þagar Gráce rifjaði upp fyrir sér þetta atvik nú, var það fyrst Og fremst þau orð, sem Alec lét falla um Chrystal, sem voru minnisstæð. Hún hafði enga hugmynd um, hvað að baki þeim lá, en þau mögnuðust ein- kennilega þennan dag, þagar Isambard Phyfe kom með sir Daniel úr ferð sinni. Hún kunni vel við Phyfe. Hún, sem sjálf hafði notið allra þeirra hlunn- inda, sem auðurinn veitir, var hrifin af þessari einbeittu við- leitni hans að öðlast þessi hlunn indi, með ekkert sér til hjálpar annað en dugnaðinn og þraut- seigjuna. Hún spurði hann, hvort hann hefði haft gaman af ferð- inni og hann svaraði, að ferðin sjálf hefði verið ágæt en við- tökurnar á ákvörðunarstaðnum ekki að sama skapi skemmti- legar. Henni skildist, að þegar ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Akið mót hækkandi sól og sumri í nýjum VOLKSWAGEN VORIÐ ER I NÁMD Vinsældir VOLKSWAGEN hér á landi sanna ótvírætt kosti hans við okkar staðhætti — VOLKSWAGEN er ekkert tízkufyrirbæri, það sannar bezt hið háa endursöluverð hans. Verð aðeins kr. 121.525,00. VOLKSWAGEN er vandaður sígildur bíll. Volkswagen er einmitt framleiddur fyrir yður. — PANTID TÍMANLECA - VOLKSWAGEN ER 5 MANNA BÍLL HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. Chrystal kom út með sir Daniel og þeir voru kynntir, hafi Ghrystal ekki vérið neitt sérlega alúðlegur. Grace hugsaði með sér, að skólastjórinn í Beikwith, sem hún átti bráðum að kynnast, virtist ekki vekja neina hrifn- ingu hjá þeim, sem hann hittu. 5. Því var það, að þegar hún var á gangi með skólastjóranum fyrir framan húsið hans, sem einu sinni hafði verið heimili Adelu Pinson, konunnar hans, þá var hún hissa á hlýjunni í biáu aug- unum hans, sem henni hafði allt- af skilizt, að væru svo kulda- leg, og svo gæluleiga málrómn- um, sem hafði verið sagður hörkulegur, og hlýjuna í hand- taki hans. Allt þetta datt henni i hug, þagar Ohrystal hélt í hönd ina á henni ofurlítið lengur en nauðsynlegt hefði verið, og leit um leið í andlit henni og sagði: — Svona mörg ár eru liðin síð- an, unigfrú Satterfield! Auðvitað munið þér ekki eftir mér, en ég man vel eftir yður! En það, sem óróaði Grace aðal lega var það, að hún mundi vel eftir þessu. Nú, þegar maðurinn stóð þarna ljóslifandi frammi fyrir henni, var eins og hún væri horfin aftur til þessa fjar- læga tíma í kuldanum og þok- unni í Manchester, og sæi hann igreinilega eins og hún sá hann þá, með gasljósið skínandi beint framan í hann, unga, fríða and- litið, sem þá var eins og eitt- hvað sem aldrei yrði náð og lægi utan við hinn takmarkaða heim, sem hún þekkti. Hún fékk skjálfta fyrir hjart- að. Heitt júní-sólskinið flóði yfir grasflötimi og á fólkið, seim þar var á igangi eða sat við líti-1 te- borð, og þaðan heyrðist kliður- inn frá því og glamrið í postu- líni, alla leið að litlu tjörninni, sem þau Theódór Chrystal stóðu skammt frá. Laurie og Hesba voru þarna að reyna að finna sér borð, Og allt þetta skynjaði Grace, rétt sem í draumi. Hún sagði sjálfri sér, að þetta væri ekki lengur unga, áhyggjulausa andlitið, sem hún hafði séð í Levenshulme, heldur andlit, sem lífsreynslan væri þegar farin að rista á rúnir sínar, og svo hitt með, að sjálf væri hún ekki leng- ur innilokuð í þessum þrönga heimi þeirra tíma; væri ekki lengur barn, heldur uppkomin kona, væri ekki þrúguð af fá- tækt oig fákunnáttu, heldur hefði auð og þá menntun, sem flestar konur nú yrðu aðnjótandi. í einu orði sagt, gat hún sagt sjálfri sér, að þessi gjá, sem skiidi þau að 1 þá daga, væri þarna ekki lengur, að hún gæti talað við hann eins og jafningja, og stæði honum sízt að baki. En á þessari dáleiðslustund gerði hún það ekki, vegna þess, að þarna var ekkert tilefni til mannjafnaðar. Chrystal gat ekki annað en fundið, að hún hefði orðið djúpt hrærð af einhverju. Hann sagði: — Eigum við að setjast niður? Ég er ekkert te farinn að fá. Viljið þér ekki vera mér til sam- lætis? Þessi orð kipptu Grace inn í nútíðina aftur. — Jú, þakka yð- ur fyrir, sagði hún. Við skulum fá okkur te. Þau gengu svo yfir grasflötina, kræktu milli borðanna, töluðu eitt eða tvö orð við einhvern nemanda og fólkið hans, oig hún gat ekki annað en tekið eftir því, að margt augnatillit aðdá- — Það er allt í lagi með viðbrögðin, nú er bezt að snúa sér að því að lækna brotna hnéð. unar varð á vegi þeirra, frá mörgum ungum konum, sem mangur hefði orðið hrifinn af að fá slíkt augnatillit frá. Hann var altilegur og næstum kátur við alla, og virtist vera allt öðruvisi en hún hafði búizt við, eftir þvá orði, sem af honum fór. Hann var berhöfðaður og sólin skein á hrokkna, Ijósa hárið, og það var eins og hún endurkastaðist líka úr bláum augum hans. Þarna var autt borð undir stóru sedrustré og þar settust þau niður. Einhverjir skóla- strákar, sem gengu þarna um beina, voru þarna á ferð á flugi, og einn þeirra, sem sá, að skóla- stjórinn hafði fundið sér sæti, kom hlaupandi með bakka. — Þakka þér fyrir, Barnby, þakka þér fyrir, sagði Chrystal og brosið á honum var sjólf náðin uppmáluð. — Þið megið ekki slíta ykkur út á þessu, drengir,- Það eru víst flestir bún- ir að fá te, núna, svo að þið skulið fara og leika ykkur. Segðu hinum það. — Já, herra. Og Barnby hljóp til að flytja þessa gleðifregn, og létta áhyiggjunum af hinum, sem voru orðnir hræddir um, að veit- ingarnar væru alveg á þrotum. Grace hellti í bollana. Chrystal teygði úr löngu fótunum og sagði: — Ég er faginn að geta setzt. Ég er orðinn þreyttur. Laurie er klókur piltur. Grace hló. Já, hún gat bein- línis hlegið. Þessi þungi, sem á henni hafði hvílt, var nú horf- inn. Nú var hún í þessum fallega igarði í sólskininu með tebolla fyrir framan sig og fann fögnuð fara um sig alla. Já, sagði hún. — Hann var einmitt að segja okkur það við hádegisverðinn, hvað hann væri klókur. Hann virtist alveg ánægður með að láta yður um að ávarpa foreldr- ana, en sjálfur gerði hann ekki annað en ljúka máltíðinni og svo að koma í te. Það mátti hann eiga, að skyldutilfinning hans við skólann gat þó mjakað hon- um það langt. — Já, þeir gleyma okkur fljótt, sagði Chrystal. — Ég held, að skólastjóri eigi versta ævi allra manna í heimdnum. Sjálfur eldist hann, en þarf um leið að horfa á æskuna endurnýja sig í sífellu. Þessi hungraða kynslóð treður okkur undir fótum. Hann bætti við, glottandi: — Oig hún er svei mér hungruð, svo að um munar. Sjáið þér bara hann Barnaby litla! KALLI KUREKI * — Teiknari: Fred Harman Bjarni stenzt Papoose ekki snúning. — Manstu eftir mér, drauginum? Reyndu ekki að ná byssimni. Barnaby inn ungi var me8 pappírskörfu í hendinni að ryðja leifunum af borðunum, en þeir. sem þar höfðu setið, löbbuðu út á völlinn, þar sem fram átti að fara cricet-kappleikur milli nem. enda og gamalla nemenda. llann hristi fimlega hvern diskinn eft- ir annan og safnaði sér saman vænni hrúgu af tertu og sultu, og græðgin skein út úr augunum, en síðan gekk hann til einhver* mótsstaðar, þar sem ætla mátti. að samþjónar hans biðu hans til að halda mikla leifaveizlu. Chrystal og Grace gáfu hvoirt öðru glettnislegt auga í laumj yfir þessum mannlega breyzk- leika. — Mér þætti gaman að vita, sagði hann, — hvort prest- arnir mínir eiga svona bágt með að dylja tilfinningar sínar. Grace leit á hann og skildl ekkert hvað hann var að fara, svo að hann bætti við: — Nei, auðvitað vitið þér það ekki. Eg er að fara héðan. Ég hef tekið við prófastsembætti. Það er engin ástæða til að leyna því lengur. Ég lagði inn uppsögn mína á skólanefndarfundinum í morgun. — Ég óska yður til hamingju, hr. Chrystal, sagði hún. — Þér hljótið að hlakka til. Nei, verið þér ekkert hissa — ég veit hitt og þetta um yður. Frændi minn, sir Daniel Dunkerley, talar svo oft um yður og hann hefur alltaf sagt, að Beckwith væri ekki nema bráðabirgðastaða. Þér þekkið sjálfsaigt áhuga hans á „upprennandi mönnum". Svo brostu þau frjálsmannlega, hvort framan í annað . rétt eins og þessi árátta sir Daniels væri ein- hverskonar tengiliður þeirra milli, sem þau flýttu sér að grípa, þótt lítill væri. — Já, hélt Grace áfram, — hann talar alltaf um yður eins og einn upprenn- andi mann kirkjunnar, og hrósar sér af að hafa vitað það á undan yður sjálfum. sfllltvarpiö Laugardagur 23. marz 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið- ur Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ást- valdsson). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra; Elna Guðjónsson velur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 „Káta ekkjan“, óperettulög eftir Lehár. 20.20 Leikrit leikfélagsins Grímu; „Bieddermann og brennuvarg arnir" eftir Max Frisch. Þýð- andi: Þorgeir Þorgeirsson. — Leikstjóri: Baldvin HaUdórs- son. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (36). 22.20 Danslög, þ.á.m. leíkur hljóm- sveit Guðjóns Matthíassonar. Söngvari: Sverrir Guðióossoa 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.