Morgunblaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. marz 1963
MORCVTSBLAÐÍÐ
3
•f
Skipbrotsmeon koma heim
STAkSTEIM
Tryggingr rmál
landbúnaðarins
UM KL. 11.30 á föstudags-
morgun lagð m.b. Halkion,
VE 205, að bryggjunni í Vest-
mannaeyjum með 8 skipbrots-
menn af Erlingi IV. innan-
borðs, en hann hafði sokkið
um 27—30 mílur vestur af
Vestmannaeyjum, eins og áð-
ur hefur verið skýrt frá. Mynd
irnar hér á síðunni eru tekn-
ar, þegar happafleytan Hal'k-
ion, sem hefur orðið svo lán-
söm að koma 25 mönnum á 3
bátum til bjargar í sjávar-
háska, kom að bryggju.
Á bryggjunni hafði safnazt
saman margt manna (sjá
mynd), aðstandendur sjó-
mannanna og ýmsir aðrir
bæjarbúar, auk lögreglu. Á
bryggjunni beið sjúkrabíll,
því vitað var að a.m.k. einn
skipbrotsmannanna væri með
vitundarlaus. Hafði Halkion
siglt heim á fullri ferð, eink-
um með tilliti til hins sjó-
hrakta manns, Og var hressi-
lega keyrt, eins og sést á litlu
myndinni.
Strax og Halkion kom að
öryggju var undinn bráður
bugur að því að koma hinum
meðvitundarlausa háseta í
land. Er hann nú á batavegi.
Síðan fóru þeir skipverjar af
Erlingi IV. sem bjargast
höfðu, frá borði, eins og sést
á meðfylgjandi mynd. Fremst
ur fer II. vélstjóri Eiður Mar-
inósson, þá tveir hásetar og
kokkurinn. Og aftast stendur
háseti af Halkion.
Eldsupptök rakin til
eins kokshitaranna
— i niðurstöðum lögreglurann-
sóknar vegna GulEfoss-brunans
Einkaskeyti frá fréttarit-
ara Morgunblaðsins í
Kaupmannahöfn í gær segir,
að af lögreglurannsókn á
brunanum í Gullfossi virðist
alveg ljóst, að upptök eldsins
megi rekja til eins af koks-
hiturunum, sem komið hafði
verið fyrir undir skipinu til
þess að verja það frosti. Þar
segir einnig að til greina
komi að innrétting þess hluta
skipsins, sem eyðilagðist af
Hertri ýsu
stolið
TAL.SVERBU af hertri ýsu var
stolið aðfaranótt sunnudags frá
fiskverkunarstöð Halldórs Snorra
við Súðarvog.
Hafi einhverjir orðið varir
við ferðir þjófsins eða verið boð-
inn til kaups á grunsamlegan
hátt slíkur varningur eru þeir
beðnir að gera rannsóknaiiög-
reglunni aðvart.
eldinum fari fram í skipa-
smíðastöðinni í Álaborg.
Skeytið hljóðar svo:
Samkvæmt lögreglurannsókn á
brunanum í Gullfossi virðist
ljóst, að orsök brunans megi
rekja til eins af átta kokshitur-
um, sem komið hafði verið fyrir
undir skipinu til þess að verjast
frosti. Brunadeild lögreglunnar
upplýsir, að ekkert hafi verið
gert til þess að sjá um að slökkt
væri í hitaranum eftir að upp
komst á sunnudag, að olían
hafði runnið út í dokkina.
Á mánudagsmorgun komu
tveir menn að heimsækja Krist-
ján Aðalsteinsson, skipstjóra.
Þar sem þeir stóðu á bryggjunni
tóku þeir eftir því, að eldur var
að kvikna í olíunni aðeins 5 cm
undir kokshitaranum við skut
skipsins. Á 30—50 sekúndum
breiddist eldurinn út eins og i
hring, með þeim afleiðingum, að
olían gufaði skyndilega upp og
sprengingin varð. Mennirnir
hrópuðu viðvörunarorð til skip-
stjórans, sem þá var á leið niður
landgöngubrúna og gerðu starfs-
mönnum skipaswuðastöðvarinnar
aðvart.
Þess má vænta, aÖ viðgerðinni
á Gullfossi verði lokið í júní-
byrjun, þannig að skipið geti
siglt samkvæmt áætluninni 8.
júní. Komið getur til mála að
innrétting skipsins fari fram í
skipasmíðastöðinni í Álaborg,
eftir að Burmeister & Wain hafa
séð um klössun og alla stálvinnu.
Fari svo, mun skipið sennilega
fara til Álaborgar 4. maí Tjónið
vegna brunans hefur enn ekki
verið fullmetið, en verkfræðing-
ar Burmeister & Wain telja það
muni nema 2—4 milljónum
danskra króna. — Rytgaard.
Inflúenzan hef-
ur náð hámarkí
MORGUNBLABIÐ hafði sam-
band við skrifstofu borgarlæknis
í gær og spurðist fyrir um það,
hvort inflúenzan væri ekki í
rénun. Skrifstofan taldi, að far-
aldurinn hefði náð hámarki, en
of snemmt væri að segja, að
hann væri í rénun. Skýrslur
lækna í borginni bærust ekki,
fyrr en viku seinna, en eftir-
spurn eftir nætur- og helgidaga-
læknum virtist svipuð og verið
hefur.
X Snjókoma 17 Skúrir
• Úii K Þrumur '/ý/trmY,
KuUaskil
HiUtkH
H Hmt
L Lmgt
Vestanélin í Reykjavík í gær regnskúrum, er sunnar dró. Á
voru einnig á allbreiðu belti eftir lægðinni S af Hvarfi var
fyrir sunnan land, en urðu að búizt við kaldara veðri.
Tveir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, þeir Jónas Pétursson
og Magnús Jónsson, hafa nýlega
lagt fram á Alþingi tiliögu til
þingsályktunar um endurskoðun
laga um Bjargráðasjóð og fleira.
Aðalatriði þessarar tillögu er að
lagt er til að ríkisstjórninni verði
falið að láta endurskoða lög um
Bjargráðasjóð íslands í því skyni
að komið verði á fót trygginga-
kerfi fyrir landbúnaðinn í heild,
sem geti að mestu leyti mætt tjón
um, sem koma fyrir af náttúru-
hamförum og annarri óáran.
Verði þá athugað, hvort Bjarg-
ráðasjóður í þeirri mynd eða
svipaðri, sem hann er nú í, er
eðlilegasta formið á lausn alls-
herjartryggingarmála landbúnað-
arins, eða sjálfstæð tryggingar-
stofnun, og á hvern hátt er fært
og eðlilegt að afla aukinna tekna
til þessara trygginga.
Getur það gerzt hér?
Benedikt Gröndal ræðir í síð-
ustu sunnudagshugleiðingu sinni '
um bókina „Það gerist aldrei
hér“, sem Almenna bókafélagið
hefur nýlega látið þýða og gefið
út. Þetta er skáldsaga, sem lýsir
því, hvernig hugsanlegt er að
kommúnistar og Rússar nái stjórn
Bretlands í sínar hendur. Sagan
gerist á árunum 1965—1967 og
lýsir því, hvernig Bretland varð
hljóðalaust að „alþýðulýðveldi“
án þess að hrezka þjóðin fengi
rönd við reist. Ritstjóri Alþýðu-
blaðsins kemst m. a. að orði um
þetta á þessa leið:
„Enda þótt bókin sé skáldsaga
og margt í henni umdeilanlegt,
minna ýms smáatriði óþægilega á
vinstri stjórnina sálugu, sérstak-
lega fyrir þá sem þekktu til á
bak við tjöldin á þeim árum.
Þess vegna er fróðlegt að endur-
segja aðalefni bókarinnar og stað
setja það á íslandi með íslenzk-
um nöfnum. Bókin lætur komm-
únista koma sér fyrir innan
Verkamannaflokksins, en hér á
landi væri liklegt að slíkt gerð-
ist innan Framsóknar eða í banda
lagi hennar og Alþýðubanda-
lagsins",
Er það hugarburður?
Benedikt Gröndal endursegir
síðan meginefni bókarinnar og
staðfærir það hér á íslandi. Er
skemmst frá að segja, að komm-
únistavinimir ná meirihluta inn-
an Framsóknarflokksins og í Al-
þingiskosningunum árið 1967 ger-
ir höfundur greinarinnar ráð fyrir
að kommúnistar og Framsóknar-
menn nái naumum meirihluta á
Alþingi. Verður Þórarinn Þórar-
insson þá forsætisráðherra en Lúð
vík Jósepsson utanríkis- og við-
skiptamálaráðlierra. Slíta þeir fé
lagar allri samvinnu við hinar
vestrænu lýðræðisþjóðir, varnar-
Iiðið er rekið burt. Rússar koma
hingað herliði undir því yfir-
skyni að þar séu „vísindamenn**
á ferðinni, þeir Þórarinn og Lúð-
vík eru síðan látnir draga sig í
hlé en SÍA-menn taka völdin
algerlega í sínar hendur með að-
stoð rússnesks herliðs. Rússar
koma síðan fyrir kjarnorku-
sprengjum og sprengjuflugvélum
í Keflavík. Gröndal lýkur þess-
um hugleiðingum sinum á þessa
leið:
„Er þetta fráleitur hugarburð-
ur hjá honum (höfundi bókar-
innar). Gæti þetta ekki gerzt á
íslandi, eins og það hefur gerzt
með mismunandi atvikum í
Eystrasaltslöndum, í Tékkósló-
vakíu og öðrum Autantjaldslönd
um, í Laos og á Kúbu?
Eru við íslendingar gulltryggir
fyrir því að þetta gerist ekki
hér?“