Morgunblaðið - 26.03.1963, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.03.1963, Qupperneq 5
Þriðjudagur -26. marz 1963 !W O R C l' N B L 4 Ð 1 Ð ☆ Á vissu skeiði bernskunnar eiga allir strákar sér þann draum, að verða „brunakall- ar“, þegar þeir um síðir verða fullorðnir. Um það leyti leggja þeir kapp á að fylgjast með störfum slökkviliðsins og reyna að þekkja slökkviliðs- menn í.hátt og með nafni. Það eru því ekki fáir Reyk- víkingar, sem þekkja Anton Eyvindsson, enda hefur hann nú verið brunavörður hér í Reykjavík í hart nær 48 ár, og þau eru ótalin heimilin, sem hann hefur átt þátt í að bjarga. Anton á í dag sjötugsafmæli og lætur þá af starfi sínu, enda er hann orðinn elzti starfsmaður bæjarins. Frétta- menn hittu Anton að máli niðri á slökkvistöð í gær og rifjaði hann þá upp ýmislegt frá fyrri dögum. — Ég byrjaði hjá slökkvi- liðinu í stóra brunanum, þeg- Sjötugur brunavöröur Anton Eyvindsson, elzti starfsmaður Reykjavíkurborgar hættir störfum í dag Létl starf ar miðbærinn brann, 25. apríl 1915. Síðan kom ég inn á stöð- ina sem fastur brunavörður, 1. apríl 1916. í>á var bætt við þriðja brunaverðinum, en áð- ur höfðu bara verið tveir. Núna eru yfir 40 fastráðnir á stöðinni. — Við vorum þá fastir til heimilis á slökkvistöðinni, ef svo mætti segja sváfum þar sem nú er varðstofan. Við vor- um ógiftir tveir og vorum hérna allar nætur og alla daga en sá þriðji var kvænt- ur, og við gáfum honum færi á að stelast í frí heim til kon- unnar við og við á nóttunni. — Brunaköllin komu þá þannig, að hringt var bruna- boða einshvers staðar og þang að hljóp einhver okkar. Það var alltaf einhver okkar á Þessi mynd er tekin árið 1921, og er Anton við stýrið á fyrsta brunabilnum. Afmælisbarnið, Anton Eyvindsson knúin dæla, en bærinn fékkst ekki til að kaupa jrana og hún varð innlyksa hérna vegna stríðsins. Þegar var áliðið nóttu í Miðbæjarbrunanum, og bæði Hótel Reykjavík og Vöruhúsið fallið, var dælan tekin traustataki og þá opnuð ust augu yfirvaldanna fyrir því, að hún var ómissandi tæki. Strax á eftir var keypt hingað önnur dæla, miklu stærri. — Upp frá þessu fóru breyt ingarnar að verða örari. Þess- ar dælur voru það veigamikl- ar að ekki var hægt að láta mennina ýta þeim og draga og þá var farið að fá hesta á slökkvistöðina. Hérna, þar sem nú er skálinn og skrif- stofurnar, var byggt hesthús. — 1921 urðu svo mestu breytingarnar, þegar' komu á sama ári fyrsti sjúkrabíllinn og tveir brunabílar og í kjöl- farið hafa smám saman kom- ið fleiri framfarir, svo sem stigabíllinn, tankbílarnir og háþrýstidælurnar. Það var mikill munur þegar þær komu áður var maður orðinn hund- blautur löngu áður en nokkuð var farið að eiga við eldinn. — Starfinn hefur alltaf ver ið spennandi, þótt hann hafi oft jafnframt verið erfiður. Ég hef aldrei lent í neinu beinlínis hættulegu þó, en þetta hefur alltaf verið spenn andi starf. Maður veit aldrei á hverju maður á von, né held ur hvernig starfinu miðar raunverulega hverju sinni. Reykvíkingar óska Antoni allir til hamingju m-eð langt og gjfturíkt starf fyrir þá. hlaupavakt, eins og við köll- uðum það. Síðan var bruna- liðið kvatt út. — Tækin voru geymd á 3 stöðum og helzt þannig að hægt væri að fara undan brekku á brunastað. Þessir staðir voru kallaðir „slökkvi- tólahús“, og eitt þeirra var hérna niðri við Tjörn, eitt inni við Veghúsastíg og það þriðja_ vestur á Brekkustíg. — Ég byrjaði reyndar þann ig, að ég var lánaður frá sím- anum til að leggja brunaboða og bjöllur frá slökkvistöðinni. Auk þess lánaði síminn mig bænum, og þar var ég í grjót- mulningu og fleiru, en alltaf með annan fótinn hjá slökkvi liðinu samt. — Fyrir fyrra stríðið var komin hingað til landsins, vél- + Gengið + 18. marz 1963: Kaup Sala 1 Enskt pund 120,28 120,58 1 Bandaríkjadollar .. ... 42.95 43,06 1 Kanadadollar .. 39,89 40,00 100 Danskar kr ... 622,85 624,45 100 Norskar kr. ........... . 601,35 602,89 100 Sænskar kr. ... .. 827,43 829,58 10" Finnsk möi'k 1.335,72 1.339,1 100 Franskir fr. .. 876.40 878,64 100 Svissn. frk. . 992,65 995,20 100 Gyllini 1.195,54 1.198,60 100 Vestur-Þýzlc mörk 1.074,76 1,077,52 100 Belgískir fr ... 86,16 86,38 100 Pesetar 71,60 71,80 100 Tékkn. krónur ... 596.40 598,00 Læknar fjarverandi Arinbjörn Kolbeinsson, verður fjar- verandi 4—25. marz. Staögengill er Bergþór Smári. Tryggvi Þorsteinsson verður fjar- verandi 10. til 24. marz. Staðgengill: Olafur Ólafsson, Hverfisgötu 50, við- talstími kl. 6 til 7 alla virka daga nema miðvikudaga kl. 2 til 3. Simi Maður, sem ekki þolir erfiðisvinnu vill leggja fram nokkurt fé í traust fyrirtæki sem hann gæti fengið létt starf við. Þeir sem vildu sinna þessu leggi nöfn sín á afgr. Morgunbl. fyrir 1. apríl merkt: „Ábyggilegur — 6563“. Atv*nna Handlaginn og vandvirkur maður óskast til iðnaðar- starfa. Umsóknir með uppl. um fyrri störf og merktar: „Reglusemi — 6643“ sendist Mbl. TIL SOLCJ 100 smálesta bátur í mjög góðu standi. Þeir sem hafa áhuga á kaupum, leggi inn tilboð á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „3700 — 6566“. IVIeðelgandi Óska eftir meðeiganda í góðum 103 smálesta bát. Helzt skipstjóra eða vélstjóra. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „100 — 6565“, Til sölu við Skaftahlíð Nýleg 5 herb. II. hæð, ca. 130 ferm. með sér hita, tvennum svölum, ræktuð og girt lóð. Stór bílskúr. Laust strax til íbúðar. Vönduð íbúð. Upplýsingar á skrifstofunni. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4. Sími 16767. Heimasimi kl. 7-8, sími 35993. Til sölu trésmíðaverkstæði vélar og verkfæri tilheyrandi litlu verkstæði, til- valið fyrir 2—3 samhenta menn. Vélarnar eru í leiguhúsnæði sem góður möguleiki er að fáist áfram leigt. — Uppl. á skrifstofu Einars Sigurðssonar Ingólfsstræti 4 ■— Símar 16767, 35993 eftir 7 kvöldin í búð Óskum eftir að taka á leigu 2ja—4ra herb. íbúð fyrir starfsmann í þjónustu vorri. Vélsmiðjan Héðinn Sími 24260. T I L S O L u hálft stoinhtís í Laugarneshverfi efri hæð 147 ferm. 4 herb., eldhús, bað og hall og rishæð, sem í er 4 herb. íbúð. Gengið er upp í rishæð- ina úr innri forstofu hæðarinnar. Sér inngangur, sér hitaveita. Bílskúrsréttindi. Hfja fasteignasalan Laugaveg 12 - Sími 24300 og kl 7.30-8.30 eb. sími 18546

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.